Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Blaðsíða 51
1
59
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001
IÖV
Tilvera
Nýstárlegt innlegg í kaffihúsamenninguna:
Spáð í bolla og nudd
Löngum hefur landanum þótt
rjúkandi kaffisopinn góöur og var
sá drykkur lengi vel haföur til
spari þegar þjóðin bjó viö kröpp
kjör og átti vart fyrir soðningu. En
nú er öldin önnur og þessi munað-
arvara þátíðarinnar rennur ljúf-
lega um munn og maga hvers
manns virka daga sem og aðra há-
tíðlegri. Heimsborgaraleg kaffi-
húsamenning hefur rutt sér til
rúms í þjóðfélaginu og kaffihús
með milljón bragðtegundum frá
Ríó til Nígeríu eru á hverju strái.
Þangað sækja kaffiþyrstir, panta
sér tvöfaldan espresso, blaöa í
tímaritum og dagblöðum, lesa und-
ir próf, hitta félaga eða bara hanga
og horfa á mannfólkið. Manni
finnst svo sem að ekki þurfi neinu
við þetta að bæta en alltaf má gott
gera betur, segir einhvers staðar.
Nuddað á píanóbarnum
Ákveðið hefur verið að brydda
upp á þeirri nýjung á kaffihúsinu
Bláu könnunni á Akureyri á upp-
stigningardag að bjóða gestum að
láta spá fyrir sér í bolla eða spil
meðan þeir sötra sopann. Og ekki
nóg með það heldur verður í kjall-
ara kaffihússins sem gengur undir
nafninu Græni hatturinn og mun
að öllum líkindum hýsa píanóbar
á komandi sumri boðið upp á
svæðanudd, nudd á háls og herðar,
indverska streitulosun, einhverjir
munu hjálpa fólki að ráða í
draumana sína og e.t.v. höfuð-
beina- og spjaldhryggjarmeðferð
m.m. Hugmyndina að þessari nýj-
ung fékk Vigdís Steinþórsdóttir
nuddari eftir að hafa upplifað svip-
aða stemningu á kaffihúsum í Gla-
stonberry á Bretlandi fyrir
skemmstu. Hún hafði samband við
eiganda Bláu könnunar og eftir að
hafa viðrað hugmyndina var
ákveðiö að slá til.
Hluti af menningunni
„Það er fullt af fólki sem er að
gera svona hluti heima hjá sér og
sumir jafnvel í einhverju pukri, en
það er markmið okkar sem stönd-
um að þessu að fá þetta fólk til að
koma og sýna öðrum hvað það er
að gera. Þetta er hluti af okkar
menningu og við viljum að þetta
sé opið og frjálst. Svo viljum við
endilega að fólk sem aldrei hefur
prófað þetta áður komi og upplifi
það sem þarna verður i boði.“
W -ili
Spádómslífið á kaffihúsum
Það verður spáð í bolla og spil á Bláu könnunni og nuddað á Græna hattinum á uppstigningardag.
- Þarf fólk að borga eitthvað fyr-
ir þessa þjónustu?
„Það ætla allir sem koma að
þessu að gefa sína vinnu en við
ætlum hins vegar að safna fyrir
nuddbekk sem okkur langar að
gefa á endurhæfingardeildina í
Kristnesi og tökum þess vegna
smápening fyrir. Við eigum líka
þann draum að svona þjónusta
komist inn á heilsustofnanir - að
þegar við þurfum að leggjast á
sjúkrabeðinn að þá standi okkur
til boða að njóta þess að fá nudd
eða heilun ef við óskum eftir því.
Okkur finnst að það þurfi að opna
fyrir þessa hluti hér á landi eins
og í öðrum löndum þar sem þetta
þykir orðið sjálfsagður þáttur inn-
an heilbrigðiskerfisins.“
- Gæti þetta ekki orðið framtið í
kaffihúsamenningunni?
„Ef vel tekst til þá gæti vel hugs-
ast að þetta yrði gert af og til - að
það verði hægt að skreppa á kaffi-
hús, fá sér kaffi, lesa blöðin og fá
kannski smá axlanudd og spádóm
og ganga svo glaður út í lífið á eft-
ir ...“, segir Vigdís sem spáir í spá-
dómslífið á kaffihúsum. -W
DV MYND BRINK
\reirr@
Framleiðum 50-70 og 100 mm
stoðir úr 0,6 og 0,8 mm þykku efni.
Getum framleitt sériengdir.
TIMBUR & STAL HF.
Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur
Sími: 554 5544 • Fax: 554 5607
Nýfæddur hreindýrakálfur
Sjálfsagt á þessi kálfur eftir að
hafa aðdráttarafl fyrir börnin.
F j ölskyldugar öurinn:
Hrein-
dýra-
kalfur
Aðfaranótt föstudagsins bar
hreinkýrin Snotra og eignaðist hún
myndarlegan tarf. í lok vetrar er
það svo að kelfdar kýr eru einu
hreindýrin sem ekki eru búin að
fella hornin en þær fella síðan hom-
in á 1.—11. degi fyrir burð. Voru
starfsmenn garðsins því komnir í
viðbragðsstöðu vegna þess að
Snotra var nýbúin að fella bæði
hornin og farin að draga sig frá hin-
um dýrunum. Burður gekk mjög vel
og heilsast þeim báðum eins og best
verður á kosið.
1