Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Blaðsíða 41
49 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 I>V Tilvera Mir Sulthan Khan: Þjónninn sem sigraði þá bestu Skáklistin á sér margar þjóðsagnaper- sónur. Ein þeirra er Indverjinn (Pakistan- inn) Mir Sulthan Khan. Hann birtist í Englandi 1929 og ástæðan var sú að húsbóndi hans átti er- indi þangað. Eins og margir vita er mikil stéttaskipting í Ind- landi og er stéttaskipt- ingin kölluð „kast“ (köst) í sumum ís- lenskum kennslu- og fræðibókum. Hús- bóndi Sulthans Kkans var „Maharaja", sem er eitt hæsta kastið. En Sulthan var aðeins þjónn. Sulthan var frá þeim hluta Breska heimsveldisins sem í dag heitir Pakistan. Ekki er mikið vitaö um líf Sult- hans annað að hann var fæddur 1905 og dó úr berklum 1966 í Pakistan. Hann var mjög góður í indverskri skák sem á þeim tíma var frábrugðin „venjulegri skák“. Til dæmis gátu peð aðeins tekið eitt skref í einu. Sulthan var kennd venjuleg skák í Bretlandi og var hann fljótur að ná tökum á henni. Hann var ólæs og óskrifandi og þegar hann tefldi kappskákir þá þurfti hann aðstoðarmann til að skrá niður leikina. Meðan á dvöl hans í London stóö var hann þjónn hjá Umar Hayat Khan Tiwano sem var „colonel" og hermaður sem sá um hestastóð Georgs V. Sulthan vann Breska meistara- mótið (Breska samveldismótið sem svo var kallað og það reyndar enn, held ég) þrisvar, 1929, ‘32 og ‘33, og svo tefldi hann fyrir England á þremur Ólympíumótum, ávallt á fyrsta borði. Honum tókst að bera sigurorð af Capablanca, Nimzowitch og Rubinstein, bara til að nefna þá bestu sem hann lagði að velli. Paul Morpy tefldi aðeins í þrjú ár, 1857-1859, Mir Sulthan Khan tefldi aðeins í fjögur ár, 1929-1933, hvemig fóru þeir að því að verða svona góðir í skáklistinni? Capa- blanca kallaði Sulthan snilling, það er mikið hrós. 1933 var Banda- ríska skákólympíuliðinu boðið til kvöldverðar hjá húsbónda Sult- hans. Hann varð hins vegar að gegna stöðu sinni sem þjónn og þjónaði öllum til borös! Áriö 1933 krafðist húsbóndi hans þess að hann færi aftur til Indlands, honum hefur vafalaust leiðst að hafa þjón sem var oft í burtu að tefla. Mir Sulth- an Khan sneri heim og gerðist bóndi í þeim hluta Indlands sem nú heitir Pakistan. Líklega hafa honum áskotnast nokkrir skilding- ar við skákiökunina og hann þess vegna fengiö sig lausan. Honum var boðið á stórmótið í Moskvu 1936 en hann var of fátækur til að eiga heimangengt. Skákin er harð- ur skóli! Sjaldan ef nokkurn tíma var Capa leikinn svo grátt. Hvítt: Mir Sulthan Khan Svart: José Raoul Capablanca Drottningar-indversk vörn 1930 1. Rf3 Rf6 2. d4 b6 3. c4 Bb7 4. Rc3 e6. Eftir næsta leik hefur af- brigði þetta verið kennt við þá Petr- osjan og Kasparov. En það er ljóst að þjónn og bóndi frá Pakistan á sennilega heiöurinn af þessum leik. 5. a3 d5 6. cxd5 exd5 7. Bg5 Be7 8. e3 0-0 9. Bd3 Re4 10. Bf4 Rd7 11. Dc2 f5. Eitthvað hefur Capa teflt byrjun- ina ógætilega. Ef svatur leikur eftir 12. Rb5 c6 13. Rc7 Hc8 14. Re6 og skiptamunur fellur. 12. Rb5! Bd6 Frekar óyndislegt úrræði. 13. Rxd6! cxd6 14. h4! Hc8 15. Db3 De7 16. Rd2! Rdf6 17. Rxe4! fxe4 18. Be2 Hc6 19. g4 Hfc8 20. g5 Re8 21. Bg4. Hvítur lætur sér fátt um finnast og heldur ótrauður áfram aðgerðum á kóngsvæng. 21. - Hcl+ Capa teflir ekki eins og hann er vanur, eftir 22. Kd2 Hxal 23. Hxal Hc7 24. f3 stendur hvítur betur en eftir að hann þvingar Sulthan til að láta drottninguna fyrir 2 hróka á hann ekkert mótspil og getur bara beðið. Sulthan sýnir ótrúlega þolin- mæði!. 22. Kd2 H8c2+ 23. Dxc2 Hxc2+ 24. Kxc2 Dc7+ 25. Kd2 Dc4 26. Be2 Db3 27. Habl Kf7 28. Hhcl Ke7 29. Hc3 Da4 30. b4 Dd7 31. Hbcl a6 32. Hgl Dh3. Takið eftir þessari stöðu, hún breytist lítið nema hvítur bætir stöðu sína hægt og rólega. Hótunin eftir næsta leik er 34. Hc7+ og tveir menn falla fyrir hrók. Sulthan hefur eflaust þekkt kyrkislöngur vel! 33. Hgcl Dd7 34. h5 Kd8 35. Hlc2 Dh3 36. Kcl Dh4 37. Kb2. Peðið er náttúrlega baneitrað, ef 37. Dxf2 38. Bxa6 og biskupinn fellur. 37. - Dh3 38. Hcl Dh4 39. H3c2 Dh3 40. a4 Dh4 41. Ka3 Dh3 42. Bg3 Df5 43. Bh4 g6 44. h6 Dd7. Enn herðir hann takið. 45. b5 a5 46. Bg3 Df5 47. Bf4 Dh3 48. Kb2 Dg2 49. Kbl Dh3 50. Kal Dg2 51. Kb2 Dh3 52. Hgl Hvítur hótar 53. Bg4, 54. Be6 og 55. Bg8 og svörtu peðin falla. Svarleikur Capa er þvingaður, en þá kemur hvíta innrásinn. 52. - Bc8 53. Hc6! Dh4 54. Hgcl Bg4 55. Bfl Dh5 56. Hel Dhl 57. Hecl Dh5 58. Kc3 Dh4 59. Bg3! Dxg5 60. Kd2 Dh5. ^Sti Smáauglýsingar visir.is Nú fellur peðið á b6 og síðan ryðst hvíta b-peðið áfram. Ég lærði mikið af þessari skák á sínum tíma og alltaf uppgvötar maður eitthvað nýtt. Ef menn hafa gaman af skák, þá er nauðsynlegt að skoða þessa á minnst fimm ára fresti, ef menn eru að skoða hana í fyrsta skipti í dag er nauðsynlegt að skoða hana á morg- un líka. Það hafa margir Benóný- arnir verið til i gegnum tíðina! 61. Hxb6 Ke7 62. Hb7+ Ke6 63. b6 Rf6 64. Bb5 Dh3 65. Hb8. 1-0. Hér ættu allir að fá eitthvað við sitt hæfi. Litrík og skemmtileg tónlist af öllum stærðum og gerðum frá óllkum tlmum og mörgum löndum. Sannkölluð tónlistarveisla fyrir hvern mann. Miðasala kl. 9-17 virka daga Háskólabíó v/Hagatorg Sími 545 2500 www.sinfonia.is 25. mai kl. 19.30 & 26. maí kl. 17.00 Dimitri Shostakovich: Hátíðarforleikur Bedrich Smetana: Þrír dansar úr óperunni Selda brúðurin Sergei Rachmaninoff: Tilbrigði við stef eftir Paganini Hector Berlioz: Rómverskt karnival Charles Gounod: Dansar úr óperunni Faust Maurice Ravel: Bolero Hljómsveitarstjóri: Bob Bernhardt Einleikari: Elizaveta Koppelman © Græn áskriftarröð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.