Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Blaðsíða 14
14 Helgarblað LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 DV Hluti vinstri grænna telur réttast að bjóða fram sér í Reykjavík: Hriktir í stoðu m Reykjavíkurlistans - yrði náðarhöggið, segir formaður borgarstjórnarflokks Óvissa um framhaldið í tvígang hefur veriö glatt á hj'alla hjá aöstandendum R-listans aö loknum borgarstjórnarkosningum en nú ríkir óvissa um framhaldið. Vinstri grænir segja stööuna afar viökvæma. Dagar Reykjavíkurlistans gætu verið taldir i þeirri mynd sem ver- ið hefur. Þreifingar eru að hefjast við uppstillingu samtakanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta ár en algjör óvissa er um hvort vinstri grænir verði með í pakkanum. Engar formlegar við- ræður hafa orðið um slikt og stjórnarmaður í Reykjavíkurfélagi VG-framboðins segir óvíst hvort vilji standi yfirhöfuð til viðræðna um samstarf. Málefnastaða verði lykilmálið en það sé ekki pólitísk skylda vinstri grænna að rugla reytum við Samfylkingu og Fram- sókn til þess eins að koma í veg fyrir að sjálfstæðismenn vinni borgina á ný. Jafnræðisreglan gildi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, leiðtogi R-listans og borgarstjóri í Reykjavík, hyggst enn gefa kost á sér eftir að hafa leitt R-listann til sigurs tvö kjörtímabil í röð. Skoð- anakannanir hafa sýnt að R-listinn hefur forskot á sjálfstæðismenn en ef vinstri grænir bjóða fram sér setur það stórt strik í kosninga- reikninginn. „Það er ekki búið að ákveða hvaða fyrir- komulag R-list- inn mun viðhafa í næsta slag en við höfum allt sumarið til þess,“ segir Ingi- björg Sólrún í samtali við DV. Ef vinstri grænir verða með eru nokkrir kostir til skoðun- ar varðandi uppröðun. Einn er að flokkarnir þrir, þ.e.a.s. Framsókn, Samfylking og VG-framboðið, fái öll tveggja manna kvóta. Síðan muni kosning ráða sjöunda mann- inum og Ingibjörg Sólrún verði svo i 8. sætinu - baráttusætinu - eins og síðast. Einnig eru uppi hug- myndir um að flokkarnir fái að- eins 3 trygg sæti. „Ég hef ekki hugsað þetta til enda en hvort sem um einn eða tvo menn væri að ræða fmnst mér að jafnræðisreglan eigi að gilda, enda höfum við alltaf haft hana til við- miðunar. Það ætti ekki síst að ráð- ast af persónustyrk hvernig þetta leggst að öðru leyti og þar gætu komið inn óflokksbundnir menn. Ég vil hafa allt opið í stöðunni en legg áherslu á jafnréttissjónarmið- in,“ segir Ingibjörg Sólrún. Borgarstjóri segist engin teikn sjá á lofti sem bendi til þess að vinstri grænir bjóði fram sér en staðfestir að engar formlegar við- ræður séu hafnar um þetta. Hefur þróast í sjálfstætt afl Ármann Jakobsson, sem situr í stjórn Reykjavíkurfélags vinstri grænna, segir hins vegar að algjör- lega sé óljóst hvort vinstri grænir verði með í samstarfinu. „Við erum ekki einu sinni búin að ákveða hvort við ætlum í viðræð- ur um það eða ekki,“ segir Ár- mann. Hann segir óljóst innan flokks- ins og meðal kjósenda hve mikið fylgi sé við samstarfshugmyndina. „Að því leytinu er þetta erfitt og viðkvæmt mál.“ Ingibjörg Sólrún Sigrún Gísladóttir. Magnúsdóttir. Ónafngreindir aðilar úr röðum vinstri grænna segja að niður- staða skoðanakannana sé ákveðin skilaboð. Þeir benda á að Samfylk- ingin hafi fengið heldur dapra út- komu undanfarið en vinstri græn- ir hafi stækkað og eflst umfram spár. Pólitískt sé því umhugsunar- efni hvort sigurvegararnir eigi að vera í bandalagi með tapliðinu. Ármann segir erfitt að svara þess- um spurningum en telur að Reykjavíkurlistinn hafi átt betri daga. Menn hafi í fyrstu verið nokkuð sáttir við kosningabanda- lagið en í seinni tíð hafi listinn þróast meir í þá átt að vera sjálf- stætt afl. „Okkur flnnst aö það þurfi að endurskilgreina R-listann en ég veit ekki hver staða flokksmanna er í þessum efnum fyrr en að loknum félagsfundi í lok maí. Þar munu lín- ur væntanlega mjög skýrast hvort almennur áhugi er á samstarfl eða ekki.“ Ármann segist persónulega þeirrar skoðunar að vinstri grænir eigi að fara í viðræðurnar en drjúg- ur hluti flokksmanna sé á „óljósu miðsvæði" í viðhorfi til þessara mála. Engar pólitískar skyldur Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar, sagði í Degi fyrir skömmu að það væri ábyrgð- arhluti ef vinstri grænir yrðu ekki með í R-listanum. Vísað hefur ver- ið til þess að Sjálfstæðisflokkurinn ætti sigur vísan ef R-listinn klofnaði en vinstri grænir telja sig ekki hafa neinar pólitiskar skuld- bindingar ef marka má orð Ár- manns um þetta. „Sumir halda Árni Þór Inga Jóna Sigurösson. Þóröardóttir. þessu fram en skilyrði samstarfs með Reykjavíkurlistanum er að okkur líki málefnastarfið, alveg burtséð frá úrslitum kosning- anna.“ - Það er sem sagt ekki pólitísk skylda ykkar að velja R-listann? „Nei, við lítum ekki svo á, en við erum engir vinir Sjálfstæðisflokks- ins heldur og það mun vega þungt í okkar ákvarðanatöku." Innlent fréttaljós Björn Þorláksson blaðamaður Myndí styrkja VG-framboöiö Björn Bjarnason menntamála- ráðherra er að íhuga hvort hann gefur kost á sér í borgarstjóraslag- inn og Inga Jóna Þórðardóttir seg- ist áfram ætla að gefa kost á sér í leiðtogahlutverk sjálfstæðismanna í borgarmálunum. Hún segir lík- legt að prófkjör muni ráða en bendir á að það sé ekki hennar að svara fyrir slíkt. Inga Jóna telur það farsælt skref fyrir VG-fram- boðið að bjóða fram sér í Reykja- vík. „Það myndi styrkja mjög stöðu vinstri grænna. Þeir myndu komast í ákveðna oddastöðu sem myndi skapa þeim miklu meiri Helgi Ármann Hjörvar. Jakobsson. möguleika á báða bóga,“ segir odd- viti sjálfstæðismanna í Reykjavík. Yröi náöarhöggiö Sigrún Magnúsdóttir, formaður borgarstjórnarflokks R-listans, er annars sinnis en hún segir orðalag Ingu Jónu eðlilegt i pólitísku tilliti. „Þetta væri það besta sem gæti gerst fyrir Ingu Jónu og að sama skapi það versta sem gæti komið fyrir okkur,“ segir Sigrún og er ómyrk í máli ef svo kynni að fara að vinstri grænir myndu kljúfa samstöðuna. „Það er litið að marka orð vinstrimanna ef þeir ætla að verða þess valdandi aö íhaldið taki aftur við stjórn borgarinnar. Það yrði svo mikið áfall að það myndi væntanlega veita Reykjavikurlist- anum náðarhöggið," segir Sigrún. Prófkjörin dýr Ef samstarf verður að veruleika treystir Sigrún sér ekki til að meta hvaða fyrirkomulag henti best til uppstillingar. Óneitanlega sé auð- veldast fyrir frambjóðanda að vera stillt upp en galopin prófkjör séu einnig mikil hvatning og oft á tíð- um skemmtileg. Skuggahliðar séu hins vegar mikiU kostnaður auk þess sem kunningjum og vinum sé att saman. Sigrún telur hugsanlegt að 2-2-2 kerfið kunni að verða ofan á en hún telur ólíklegt aö fólk muni sætta sig við opið og óbund- ið prófkjör. Samstaða er forsenda Helgi Hjörvar, forseti borgar- stjórnar, segir samstöðu vera for- sendu þess að Reykjavíkurlistinn vinni borgina í þriðja skipti líkt og í tvennum síðustu kosningum. Hann segir vinstri græna vera mjög mikilvæga í þessari umræðu en hefur góðar vonir, líkt og aðrir Samfylkingarsinnar, um að sam- staða náist. „Vinstri grænir hafa sagt að undirbúningur málefna- grunns standi yfir og þegar þeir hafi lokið þeirri heimavinnu séu þeir tilbúnir i viðræður um fram- boðsmálin," segir Helgi. En burtséð frá vinstri grænum telur Helgi að það kunni að ráða úrslitum næsta ár hvaða leiðtoga sjálfstæðismenn velja sér? „Lán- leysi þeirra í forystumálum síð- ustu 10 árin er með ólikindum. Það stafar ekki endilega af því hvaða fólk þeir hafa sett til forystu á hverjum tíma heldur er þetta svo sundruð hjörð að hún hefur aldrei getað staðið á bak við foringja sinn. Af þeim sökum nær flokkur- inn engum árangri, sama hve góð- ir menn kunna að veljast til for- ystustarfa." Tökum okkar tíma „Menn munu komast aö niður- stöðu og taka ákvarðanir en þær liggja hins vegar ekki fyrir og þeim verður ekki flýtt með nein- um þrýstingi,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður VG-fram- boðsins í Reykjavik. Hann villl að öðru leyti ekki tjá sig um málið og sömu sögu er að segja um Árna Þór Sigurðsson, varaborgarfull- trúa R-listans. Eftir stendur titringur hjá borg- arstjórnarflokknum sem e.t.v. er afleiðing þeirrar staðreyndar að hugsjónin um sameiginlegt vinstri afl á landsvísu hefur ekki gengið upp. Telja verður þó líklegt að fæl- ingaráhrifin gagnvart Sjálfstæðis- flokknum muni vega þungt á vog- arskál vinstri manna þegar upp er staðið. Jafnvel meira en innbyrðis pólitísk samstaða, eins og einn viðmælandi DV komst að orði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.