Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Auðurinn ferðast víða Hugvit og fjármagn, sem verða til á íslandi, leita út í heim að tækifærum. Fjölþjóðlegt samkomulag Vestur- landa er um að leggja niður fyrri höft og hömlur, svo að mannauður og peningar geti flætt milli landa. ísland er sem þjóðfélag þáttur í þessari deiglu markaðarins. Öflugir háskólabæir á borð við Boston og San Francisco í Bandarikjunum og Cambridge i Bretlandi soga til sin frumkvöðla í nýjustu tækni og vísindum, af því að þar er mannauðurinn, sem fyrirtæki frumkvöðlanna sækjast eft- ir. Á slíkum svæðum eru sílikon-dalir nútímans. Frá sjónarhóli einstakra íslendinga litur þetta út sem tækifæri. Vegna samninga við Norðurlönd og Evrópusam- bandið geta menn leitað að spennandi atvinnu víða um Evrópu. Frá sjónarhóli þjóðfélagsins felst í þessu hætta á atgervisflótta og versnandi samkeppnisstöðu þess. Á íslenzku fjárfestingarþingi í London kom í ljós, að er- lendir ráðgjafar vilja, að enska verði höfuðtunga íslenzkra frumkvöðlafyrirtækja, þau stofni skrifstofu í útlöndum og flytji helzt höfuðstöðvar sínar til staða á borð við Cambridge, þar sem rétta andrúmsloftið sé. Erlendir íjárfestar hika við lítt þekkt og lítil lönd og ekki síður við tungumál, sem þeir skilja ekki. Þeim finnst löng ferðalög til íslands vera sóun á tíma sinum. Þeir telja sig ekki geta fylgzt nógu vel með gengi fyrirtækjanna, ef margar slíkar hindranir eru í vegi eftirlitsins. Við sjáum í hagtölum, að fjármagn, sem myndast á ís- landi, hefur sumpart leitað burt. Fúlgur, sem mynduðust við gjafakvótann í sjávarútvegi, eru horfnar á braut og eigendurnir hafa sumpart fært sig í kjölfarið. Aðeins hluti fjárins nýtist í fjárfestingar innanlands. Við sjáum líka, að fjármagn, sem myndast af völdum velgengni i rekstri hér á landi, er stundum notað til að nýta kunnáttuna og kaupa hliðstæð fyrirtæki í erlendum löndum. Ef vel gengur, verða fyrirtækin smám saman fjöl- þjóðleg og höfuðstöðvarnar eru fluttar úr landi. Tækifæri einstaklinganna geta verið áhyggjuefni ríkis- valdsins, sem ekki getur flutt sig milli landa eins og hug- vitið og fjármagnið. Þjóðfélagið leggur til innviði á borð við skóla og götur, en missir síðan af hluta sínum i hagn- aðinum, af því að tækifærin eru betri úti í heimi. Hvert er gagnið af góðum skólum, ef hugvitið fer úr landi? Hvert er gagnið af velgengni fyrirtækja, ef fjár- magnið fer úr landi? Svör rikisvaldsins við slíkum spurn- ingum hljóta sumpart að vera önnur en svör einstakling- anna, sem taka þátt í ævintýrum umheimsins. Opnun landamæranna er ögrun, sem þjóðfélagið þarf að bregðast við. Getur það fundið leiðir til að sameina tiltölu- lega lága skatta og tiltölulega góða þjónustu, svo að hug- vit og fjármagn sogist frekar inn en út? Eru einhver eftir- sóknarverð lífsgæði einkum í boði hér á landi? Engin einföld svör eru við ögrun nútímans. Ljóst er þó, að ríkisvaldið hefur ekki ráð á að nota skattfé fólks og fyr- irtækja til gæluverkefna á borð við varðveizlu byggðar á afskekktum stöðum, þegar hið raunverulega verkefni er að fá fólk til að búa á íslandi, frekar en í útlöndum. Ýmis sérstaða getur líklega falið í sér eftirsóknarverð lífsgæði, svo sem svigrúmið í mannfáum víðernum há- lendisins, þar sem hvergi blettar háspennulina. Einnig þarf að afnema ýmsa fomeskju, sem gerir það að tima- freku tollamáli að fá senda ársskýrslu frá útlöndum. Mikilvægast er, að ríkisvaldið átti sig á, að opnun landamæranna hefur komið þvi í harða samkeppni við umheiminn um mannauð og peninga nútímans. Jónas Kristjánsson Karlaraddir vorsins Trillur greiði auðlindaskatt hvarvetna á byggðu bóli með vor- tónleikum og samkomuhúsin og fé- lagsheimilin taka að víbra af lág- tíðnihljóðum bassanna og ískur rúðuskerandi hátóna tenóranna fyllir loftið. Karlakórarnir eru kannski þjóðlegustu eða í það minnsta háværustu vorboðarnir. Margir langhundar hafa verið skrifaðir og ortir um flesta hinna hefðbundnu vorboða, lóurnar og stelpurnar, en minna fjallað um vorboðagildi karlakóranna, nema þá helst af tónleikaförum blaðanna, mönnum á borð við Ríkarð Örn Pálsson og Hauk Ágústsson. Grautað í glóruleysi En ég ætla sem sé að ræða hér dulítið um kórsöng. Að vísu hefi ég aldrei verið í kór og hef auðvitað ekki hundsvit á kórsöng. En það á ekki að breyta neinu, því ég hef það reyndar fyrir atvinnu að skrifa um fyrirbæri sem ég hef ekki hundsvit á og er raunar eitt af einkennum ís- lenskrar blaðamennsku að þurfa að grauta í öllum mögulegum og ómögulegm málum í stað þess að sérhæfa sig á tilteknu sviði eins og svo margir erlendir kollegar okkar gera. Þannig hef ég samið lærða pistla um uppreiknaða afturvirkni í með- alnyt kúa á 40% grænfóðurgjöf; rit- að sannferðugar greinar um yfir- gripsmikla kosti kvótakerfanna í landbúnaði og sjávarútvegi og gert heildarúttekt á vergri kynhegðun íslenskra klerka með hliðsjón af nýsamþykktum breytingum á stöðu djákna innan norsku þjóðkirkjunn- ar. Ég hef hvorki þekkt haus né sporð á margvíslegu léttmeti af þessu tagi, en hef skrifað um það samt og því sé ég aungva meinbugi á því að setja saman innblásinn pistil um karlakóra. Ásýnd kórsins Þegar ég var 10 ára gamall hafði ég andstyggð á kórsöng i útvarpinu og skellti hurðum, líkt og væri ég forystumaður í rafiðnaðarsam- bandi, þegar kórar fóru að góla. Mér þótti jafnvel þær stöllur Ellý Vilhjálms og Helena Eyjólfs Ul- skárri kostur en kórsöngur, því auðvitað var maður allur í Bítlun- um á þessum árum. En þetta breyttist þegar ég var 12 ára og fór á mína fyrstu kórtónleika, því þá gerðist ég sjúklegur aðdáandi kóra af öllum stærðum og gerðum til að ræða þorskaflahámarksbáta sem fram til þessa hafa fengið að veiða frjálst aðrar tegundir en þorsk. Sú mynd er gjarnan dregin upp að smábátaeigendur séu góðir en þeir sem gera út stærri skip séu slæmir menn og sóðar í umgengni við bæði hotn og fiskistofna. Þetta er auðvitað áróður sem tryggja á að einn útgerðarflokkur fái að njóta frelsis umfram aðra. Allir þeir sem starfa við fiskveiðar keppa að sama markmiði sem er að veiða fisk og landa honum sem verðmætustum. Á sama hátt er það auðvitað endemis þvæla að smábátamenn landi sólbökuðum og hálfúldnum fiski. Sóðar eru til jafnt á smábát- um sem frystitogurum og ekki hægt að alhæfa neitt um alla. Raun- ar má leiða að því getum að smá- bátasjómennska sé í það heila tekið arðbærari grein þar sem þar er sjaldnast kastað dauðum fiski svo sem gerist á togurum. Gjarnan hef- ur verið talað um kvótabraskarana í gamla kvótakerfinu. Smábáta- menn hafa margir hverjir slegið öll met í slíku braski svo þar hallast ekkert á. Vandinn við tvö stjórnkerfi fisk- veiða, þar sem hluti flotans má veiða eins og hann getur, er einna helst sá að slíkt fyrirkomulag elur Gjaldið fyrir veiðiréttinn þarf ekki að vera hátt en aðalatriðið er að allir greiði það sama og eigi sömu möguleika til að sœkja fisk í sjó. Sjálfir hafa trillukarlar haldið því á lofti að þeir beri að landi besta og verðmesta hráefnið. Þá hafa þeir réttilega lýst því að þeir geri út með minnstum tilkostnaði. Það er því ekki spurning að þeir munu komast af í sliku kerfi og útgerð smábáta mun dafna. Jóhannes Sigurjónsson blaðamaður Á íslandi eru vorboðamir ljúfu af ýmsum stærðum og gerðum og margvíslegrar náttúru: laglegar stúlkur í stuttbuxum; strákar með fílapensla á eftir laglegum stúlkum í stuttbuxum; miðaldra kallar með málningarpensla gjóandi á ungvið- ið og svo auðvitað þessir hefð- bundnu vorboðar, lóan og krían og aðrir farfuglar. Og svo má auðvitað ekki gleyma þeim miklu og drynj- andi vorboðum sem svo oft gleym- ast reyndar í vorboðaumræðunni, sem sé karlakórunum. Það er nefnilega segin saga að þegar ilmur vorsins leikur um vit- in og lóa kvakar í mó, þá hefja karlakórarnir upp raustir sínar Reynir Traustason ritstjórnarfulltrúi Málefni smábátasjómanna hafa sett þinghald í uppnám eftir að sjó- mannaverkfallinu lauk. Nú er tek- ist á um það hvort fresta eigi lögum sem setja smábáta undir kvóta. Hatrammar deilur ríkja milli eig- enda stærri skipa og smábátaeig- enda um það hvort smábátasjó- menn eigi að fá enn stærri hluta af helstu nytjastofnum á íslandsmið- um. Umræðan snýst um það að landsbyggðin verði rústuð með því að setja smábátana undir kvóta. Ekki er þó verið að tala um alla smábáta því stór hluti þeirra er þegar undir kvóta. Eingöngu er um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.