Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 Fréttir I>V Borgarstjóri hrif- inn af járnbraut - nauðsynlegt að efla almenningssamgöngur Fyrirhuguð jarðgangagerö á höfuðborgarsvæðinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri Reykjavíkur, segir að hugmyndir um járnbraut á höf- uðborgarsvæðinu leggist ágætlega í sig. „Ég held að það sé fyllilega þess Ingibjörg Sól- viröi aö skoða þetta rún Gísladóttir. og fylgjast með þro- uninni á þessu sviði. Það er mín skoðun að það sé mikil- vægt og raunar bráðnauðsynlegt að reyna með öllum tiltækum ráðum að Gert er ráð fyrir fjögurra akreina göngum yfir í Kópavog og öðrum í gegnum Kópavogshálsinn. efla almenningssamgöngur á þessu svæði.“ Borgarstjóri segir að það stefni í óefni þegar fram líða stundir hvað varðar ferðafjölgun einkabíla í borg- inni. í svæðisskipulagi höfuðborgar- svæðisins er gert ráð fyrir jarðgöng- um undir Skólavörðuholt og Öskju- hlíð. Ingibjörg segir vart um það að ræða að þau mál verði endurskoðuð nú í ljósi hugmynda um jámbraut þar sem verið er að ganga frá svæðis- skipulagi. Það skipulag verður sam- þykkt af sveitastjórnum í haust. Þar er einnig gert ráð fyrir jarðgöngum undir Kópavogshálsinn. Jarðgöng í gegnum Kópavogsháls og Öskuhlíð eiga að koma í stað þess að leggja áður fyrirhugaða Fossvogs- braut ofanjarðar. Þar er um að ræða fjögurra akreina braut, tvær akrein- ar i hvora átt. Hugmyndir um Holts- göng undir Skólavörðuholtið eru þó styttra á veg komnar að sögn borgar- stjóra, en þau myndu væntanlega koma í framhaldi af svokölluðum Hlíðarfæti, eða vegi úr jarðgöngum í Öskjuhlið. „Þau eru kannski ekki síst hugsuð til að losna við gegnum- umferð i miðborginni sem nú fer um Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg og Lækj- argötu." Ingibjörg Sólrún gerir ekki ráða fyrir að um þau göng fari þungaflutningar. Borgarstjóri segir tímann vinna með járnbrautarhugmyndum og ef- laust verði málið tekið upp við end- urskoðun svæðisskipulags eftir fjög- ur ár. -HKr. Jarögangamunni viö Landspítala Holtsgöng undir Skólavörðuholt eiga að létta á umferð um götur í miðbænum. 20 í barneignarfríi: ímyndin ekki beðið hnekki - segir slökkviliðsstjóri Tuttugu slökkviliðsmenn á höfuð- borgarsvæðinu eru eða eru á leið í bameignarfrí. Hefur borgarráð Reykja- víkur lýst áhyggjum sínum vegna þessa: „Áhyggjur borgarráðs eru eingöngu tilkomnar vegna þess að þar vilja menn að við nýtum þá fé sem við höfum tO umráða sem best. Við vorum að leggja fram endurskoðaða fjárhagsáætlun þar sem fram kemur aukinn kostnaður, bæði vegna nýrra kjarasamninga og svo feðraorlofsins," segir Hrólfur Jóns- son, slökkviliðsstjóri í Reykjavík og ná- grenni. „Það stefnir í að tuttugu slökkviliðs- menn fari í fæð- ingarorlof; þrettán eru þeg- ar famir og hin- ir á leiðinni." - Er ekki hætta á að ímynd slökkvi- liðsmannsins, sem brynjaðs riddara sem berst við spú- andi eld, bíði hnekki af þess- um sökum? „Ég er sannfærður um að ímynd slökkviliðsmannsins bíði ekki hnekki vegna þessa. Starfsstétt okkar er eins og aðrar, þegar við erum komnir úr búningunum emm við mjúkir menn sem viljum eyða tima okkar með böm- unum,“ segir Hrólfur slökkviliðsstjóri. í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins em tvær konur. Þær em ekki ófrískar. -EIR Baráttan viö eldinn innan við búninginn búa mjúkir menn. Syngjandi gullregn dv-mynd brink Sonja Smith plantaöi gullregni við heimili sitt að Sólvallagötu 4 fyrir 30 árum. Hún keypti þaö í litlum potti á tíkall. Nú er þaö orðiö stórt og allt í einu farið að syngja. Þegar að var gáð komst Sonja að því að tréö er fullt af þýflugum sem sveima á milli blómanna og suöa svo undir tekur í götunni. Sonja kann söngnum vel og finnst hann bara sætur. Blaöiöídag Ekki bara far- artæki heldur einnig lífsstíll Helga Ólafs á Spegllnum, prófar Piaggio vespu Týnir Iærlings- fryllu Erlent fréttaljós Ljóðelskur rakari Ljóöabækur hjá Torfa Réttlætið sigraði Sturla segir söguna alla Staða Goða ekki bænda- væn Útgáfa í áratugi Innlent fréttaljós Ragnarsson Goðaáhyggjur Þuríður Back- man, alþingismaður og fulltrúi í land- búnaðarnefnd Al- þingis, hefur óskað eftir að nefndin verði kölluð saman til fundar vegna óvissuástands í slátrunar- og afurðasölumálum. Ástæðan er langvarandi erfiðleikar í rekstri Goða og yfirvofandi gjaldþrot. Þorskurinn lifir Þorskstofninn er ekki að hruni kominn en áhættan sem felst í 25% aflareglunni er meiri en upphaflega var gert ráð fyrir og því þarf að end- urmeta hana. Þetta er mat starfs- manna Hafrannsóknarstofnunarinn- Íslandssími fellur Gengi bréfa í ís- landssíma lækkaði í gær um rúm 26 pró- sent en viðskiptin að baki vora lítil. ís- landssími hefur gef- ið út afkomuviðvör- un þar sem afkoman verður miklum mun lakari fyrri hluta ársins en áætlað hafði verið. Hafró-stjórn burt Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að stjóm Hafrannsóknarstofnunar eigi að víkja. Þar skuli ekki hagsmunaaðilar sitja. Hann segir að flytja eigi stofn- unina til umhverfisráöuneytisins og Samfylkingin ætli að leggja fram til- lögu um þessar breytingar í haust. Ný læknalaun Meirihluti sjúkrahúslækna hefur samþykkt samning Læknafélags ís- lands við ríkið í. Samningurinn gild- ir til febrúarloka á næsta ári vegna þess að verið er að endurskoöa upp- byggingu launa lækna. Nýr bæjarstjóri Framsóknarflokk- ur og Skagafjarða- rlistinn hafa ákveð- ið að mynda nýjan meirihluta í sveita- rstjórn Skagafjaröar og samkvæmt áreið- anlegum heimildum verður Gunnar Bragi Sveinsson ráðinn nýr bæjar- stjóri. Viltu kaupa í Goða? Greining Islandsbanka telur að mörg góð tækifæri séu til kaupa á hlutabréfum nú. Ástæðan er meðal annars mikil lækkun hlutabréfa- verðs að undanfórnu. Tap af rekstri fyrirtækja á Verðbréfaþingi fyrri hluta árs var mun meira en í fyrra en líkur eru á að afkoman batni seinni hlutann Þungur burður Grunur leikur á að Bretinn sem handtekinn var um helgina, með um sex kíló af hassi í ferðatösku, sé burð- ardýr fyrir íslenska fikniefnasala. Hann hefur áður átt erindi hingað til lands og rannsakar lögreglan ferðir hans þá. Nýir strætisvagnar Strætó bs. hefur fest kaup á 17 nýj- um strætisvögnum af bílasölunni Heklu. Strætisvagnarnir era af gerð- inni Scania og er kaupverð þeirra um 300 milljónir. Löggan semur Kjarasamningur Landssambands lögreglumanna og ríkisins var undir- ritaður seint í fyrrinótt. Samningur- inn er á svipuðum nótum og aðrir samningar ríkisins á vinnumarkað- inum. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.