Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Qupperneq 51
LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001
x>v
Tilvera
59
Systur sem strákar sýna áhuga
Kirsten Dunst í hiutverki einnar af
fimm dætrum í Lisbon-fjölskyldunni.
Glæsileg
frumraun
Sofiu
Coppola
Filmundur frumsýndi í gær Virg-
in Suicides eftir Sofiu Coppola.
Sofia er eins og kunnugt er dóttir
hins virta kvikmyndaleikstjóra
Francis Ford Coppola og þykir þessi
frumraun hennar hafa tekist ein-
staklega vel í alla staði. Með aðal-
hlutverk fara Kirsten Dunst, James
Woods og Kathleen Turner.
Virgin Suicides gerist í Michigan
á áttunda áratugnum og segir frá
Lisbon fjölskyldunni, dæmigerðri
millistéttarfjölskyldu sem býr í
dæmigerðu úthverfi í Bandaríkjun-
um. Athyglinni er sérstaklega beint
að dætrunum fimm sem eru fallegar
og eru þær helsta áhugamál strák-
anna í bænum. Ekki síst vegna þess
að foreldrar þeirra eru mjög strang-
ir og þær fá ekki mörg tækifæri til
að hitta jafnaldra sina utan skólans
og verða því ennþá meira spenn-
andi fyrir vikið.
Sagan af Lisbon-systrunum er
sögð af einum þessara stráka mörg-
um árum eftir að atburðirnir gerast
og er ljóst að eitthvað dularfullt og
hræðilegt hefur gerst í fjölskyld-
unni. Myndin hefst með frásögn af
sjálfsmorði einnar systurinnar.
Sagan í myndinni á það sameigin-
legt með upprunalegu skáldsögunni
eftir Jeffrey Eugenides að hún bygg-
ist á sýn og túlkunum strákanna í
hverfinu og er því öðrum þræöi
saga af uppvexti þeirra og unglings-
árum. Lisbon-dæturnar fá á sig goð-
um líkan blæ vegna þess hversu
ósnertanlegar þær eru.
Skrekkur í
næstu viku
Ein vinsælasta sumarmyndin
vestanhafs og sú sem fengið hefur
bestu gagnrýnina er tölvugerða
teiknimyndin Skrekkur (Shrek).
Þykir hún bæði frumleg, skemmti-
leg og vel gerð. Það er Drauma-
smiðja Spielbergs og félaga sem
stendur að gerð myndarinnar, sem
verður frumsýnd hér á landi eftir
viku. Ekkert var sparað til að gera
hana sem best úr garði og stór-
kanónur í leikarastéttinni fengnar
til að tala fyrir persónurnar, Mike
Myers talar fyrir titilpersónuna
Skrekk, Eddie Murphy fyrir
asnann, Cameron Diaz fyrir Fíónu
prinsessu og John Litgow fyrir
ómennið Faarquaad greifa. Hér á
landi verður hægt að Velja um
myndina með ensku eða íslensku
tali. Þau sem tala íslensku fyrir að-
alpersónurnar eru Hjálmar Hjálm-
arsson (Skrekkur), Þórhallur Sig-
urðsson, Laddi (Asninn), Edda
Björg Eyjólfsdóttir (Fíóna) og Har-
ald G. Haralds (Faarquaad).
Yfirvegaður
fíagnar Róbertsson keppir í torfærunni til aö skemmta sér og öörum en yfirvegaður akstur
hans skilaöi honum HDV Sport heimsbikartitlinum í fyrra.
DV-MYNDIR JAK
DV-Sport torfæran:
Línurnar skýrast
Það verður hörkukeppni í malar-
gryfjunum í Mosfellsbæ í dag en þá
fer 4. umferð DV Sport torfærunnar
fram. Þessi keppni gefur stig til ís-
lendsmeistaratitils og heimsbikartit-
ils. Keppnin er mjög þýðingarmikil i
Islandsmeistaramótinu vegna þess að
þetta er þriðja síðasta umferð móts-
ins. Öll stig sem keppendur vinna sér
inn eru því mjög mikilvæg. Þetta vita
keppendur og því má búast við hörku-
keppni, bæði í opna flokknum og götu-
bílaflokki.
Barist um hvert stig
Gísli Gunnar Jónsson leiðir opna
flokkinn á Arctic Trucks Toyotunni
en Haraldur Pétursson á Musso fylgir
honum fast á eftir og mun því ekkert
gefa eftir. Sigurður Þór Jónsson á Tos-
hiba-tröllinu er í þriðja sætinu og
hungrar einnig í titilinn.
Hikstandi Trúður
í götubílaflokknum leiðir Gunnar
Gunnarsson á Trúðnum eftir sigra í
tveimur fyrstu keppnunum. Hann tap-
aði hins vegar fyrir Ragnari Róberts-
syni á Pizza 67 Willysnum í þriðju
keppninni. í þeirri keppni átti Gunn-
ar í erfiðleikum með Trúðinn vegna
gangtruflana í vélinni og kepptist
hann við, ásamt aðstoðarmönnum sín-
um, alla vikuna við að komast fyrir
gangtruflanirnar.
Fyrir ánægjuna
Ragnar Róbertsson tók hins vegar
lifinu með ró. „Ég hef engar áhyggjur
af þessu. Ég mæti í keppnina til að
Stykkishólmur:
Veitingar í
Sjávarpakk-
húsinu
Nýr veitingastaður var opnaður
fyrir skömmu, Sjávarpakkhúsið,
kaffihús með sjávarívafi, við Litlu
bryggju í Stykkishólmi. í samtali
við eigendur kom fram að staðurinn
mun aðallega bjóða upp á litla sjáv-
arrétti og súpur auk smárétta sem
tilheyra kaffihúsi. Hráefnið er að
sjálfsögðu að mestu leyti sótt í
Breiðafjörðinn. Eigendur sögðust
vera ánægðir með viðtökurnar.
Matreiðslumeistarinn er nú að leita
að notuðu píanói þvi ætlunin er að
vera með lifandi tónlist endrum og
sinnum en Bjarni er þekktur tón-
listarmaður og skólstjóri tónlistar-
skóla.
DVÓ/KB
Sveltur
Vélin í Trúönum hjá Gunnari Gunn-
arssyni skiiaöi einungis helmingi
afls síns í síöustu keppni. í Ijós kom
aö bensíndælan haföi ekki haldiö
uppi nægilegum þrýstingi og loft-
hreinsarinn var hálfstíflaöur.
hafa gaman af þessu,“ sagði Ragnar á
þriðjudagskvöldið. „Ég er reyndar bú-
inn að vinna aðeins í Pizza 67 Willysn-
um fyrir þessa keppni. Ég er búinn að
skipta um stýrisdælu. Bíllinn hefur
verið hálfþungur í stýrinu síðan í
keppninni í Swindon í fyrravor. Ég
ákvað að kíkja á þetta núna,“ sagði
Ragnar sem hefur náð ótrúlega góðum
árangri í torfærunni með yfirveguð-
um, skipulögðum og skynsömum
akstri.
Efnilegur
Nýr keppandi bættist í hópinn í
annarri keppni sumarsins en það var
Bjarki Reynisson. Bjarki er bóndi og
Djarfhuginn
Daníel G. Ingimundarson er í þriöja
sæti stigakeppninnar eftir þrjár
keppnir en hann er frægur fyrir
ótæpilegan akstur á Grænu
þrumunni.
býr að Kjarlaksvöllum í Dalasýslu.
Hann ákvað að skella sér í torfæruna
í vor eftir að hann keypti Willysinn af
Hrólfi Árna Borgarssyni. Árangur
Bjarka hefur verið glettilega góður
miðað við að hann er að byrja að
keppa í torfærunni. „Ég ætla mér ekki
að vera í neðstu sætunum," segir
Bjarki sem er alvanur akstri jeppa í
sveitinni en hann hefur einnig ferðast
mikið um landið á jeppum. „Þessi
keppnisakstur er í sjálfu sér ekki svo
mjög frábrugðinn jeppaslarkinu,"
bætir Bjarki við en ljóst er að þeir
sem leggja leið sína í malargryfjurnar
í Mosfellsbænum í dag eiga í vændum
skemmtilega keppni. -JAK
DV-MYND KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR
Bjami Daníelsson
meö ilmandi fiskisúpu á verönd Sjávarpakkhússins.
Notaðir bílar hjá
Suzuki Grand Vitara, 3 d
bsk.Skr. 3/00, ek. 15 þús.
Verð kr. 1.590 þús.
Suzuki Baleno Wagon,
bsk.Skr. 4/97, ek. 73 þús.
Verð kr. 850 þús.
Suzuki Baleno GL, 3 d.,
ssk.Skr. 3/98, ek. 53 þús.
Verð kr. 750 þús.
Suzuki Wagon R+, 4wd,
5d.Skr. 8/00, ek. 12þús.
Verð kr. 1.090 þús.
Suzuki Jimny, 3 d., bsk.
Skr. 12/98, ek. 36 þús.
Verð kr. 1150 þús.
Suzuki Swift GLX, 5 d.,
bsk.Skr. 9/97, ek. 34 þús.
Verð kr. 630 þús.
Daihatsu Applause Xi, 4 d.
ssk.Skr. 10/98, ek. 15 þús.
Verð kr. 1.090 þús.
Daihatsu Terios SX, bsk.
Skr. 5/99, ek. 42 þús.
Verð kr. 1.090 þús.
Mazda 323F, 5 d., ssk.
Skr. 12/99, ek. 21 þús.
Verð kr. 1370 þús.
Suzuki bílum hf.
Opel Astra GL st., bsk.
Skr. 3/98, ek. 32 þús.
Verð kr. 980 þús.
Sjáðu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
---//// ......
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, slml 568-5100
r