Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Qupperneq 44
52
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001
Tilvera
DV
Myndbandarýni
Running Mates jgfe'
Forsetaefnið og konurnar
Running Mates, sem segir frá rík-
isstjóra sem er að berjast fyrir því að
fá tilnefningu sem frambjóðandi
demókrata í for-
setakosningunum i
Bandaríkjunum, er
sjónvarpsmynd
sem sýnd var um
það leyti sem for-
setakosningarnar
voru í fyrra. Þó
ekki sé beint hægt
að segja að fyrir-
myndin sé Bill Clinton þá má aug-
ljóslega sjá nokkrar líkingar. Fram-
bjóðandinn, Pryce (Tom Selleck), er
myndarlegur maður, á snjalla eigin-
konu og eina dóttur. Hann hefur ver-
ið laus í rásinni hvað varðar kven-
fólk og koma nokkur viðhöld við
sögu. Þá er hann á skjön við harð-
línumenn innan flokksins.
Auk forsetaefnisins er önnur aðal-
persónan kosningastjóri hans, ung
metnaðargjörn kona (Laura Linney),
sem stundum fjarstýrir Pryce og þar
koma kannski kunnuglegir veikleik-
ar forsetaefnisins í ljós.
Running Mates er mestan hluta
ágæt afþreying, sérstaklega þegar
kemur að pólitíkinni og hrossakaup-
unum sem þar eiga sér stað. Hún
rennur þó út í væmna og upphafna
þjóðerniskennd í lokin. Það sem
bjargar miklu er góður leikur, sér-
staklega hjá Lauru Linney sem sýnir
vel dæmigerðan framapotara sem
hugsar með sjálfri sér að hún eigi
fremur skilið að verða forseti en
frambjóðandinn og Faye Dunaway
sem leikur eiginkonu stjórnmála-
manns sem eitt sinn hélt við Pryce
en þarf nú að horfa upp á stanslaust
framhjáhald eiginmannsins. Tom
Selleck er einnig ágætur pólitfkus
sem hefur kannski náð lengra út á
vinsældir en hæfileika. -HK
Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri:
Ron Lagomarsino. Leikarar: Tom Selleck,
Laura Linney, Nancy Travis, Teri Hatcher
og Faye Dunaway. Bandaríkin 2000,
Lengd: 92 mín. Leyfð öllum aldurs-
hópum.
Chill Factor -*•
Hættulegur farangur
Chill Factor er formúluspennu-
mynd þar sem leikstjóri og leikarar
eiga í nokkrum erflöleikum með aö
fmna einhvern flöt á steingeldri
sögu sem hefur
verið gerð betri
skil en hér. í upp-
hafi fylgjumst við
með mislukkaðri
tilraun með nýtt
sprengiefni sem
aldrei fæst full-
nægjandi skýring
á. Það er banda-
rfski landherinn sem gerir tilraun-
ina og ferst heill herflokkur í til-
rauninni. í stað þess að ákæra vís-
indamanninn er herforinginn gerð-
ur að blóraböggli og settur í fang-
elsi. Víkur sögunni til nútímans
þegar verið er að sleppa herforingj-
anum sem hefur notað árin innan
veggja fangelsisins til að skipu-
leggja hefndaraðgerðir sem fela í
sér að komast yfir hið hættulega
vopn. Það er óþarfi að fara nánar út
í atburðarásina nema það að tveir
sakleysingjar flækjast í málið, ís-
sölumaður (Cuba Gooding jr.) og af-
greiðslumaður (Skeet Ulrich).
Sprengjan lendir óvænt hjá þeim og
fer megnið af myndinni í að reyna
koma henni til réttra aðila með
glæpamennina á hælunum.
Það sem kemur upp í huga manns
eftir að hafa séð myndina er að
þetta hefur allt verið gert áður og
oft betur. Ekki vantar að atburða-
rásin er hröð og segja má að sagan
haldi dampi mestan hluta myndar-
innar en hún nær sér aldrei á flug,
verður aldrei þessi mikla spennu-
mynd sem greinilega var lagt upp
með. -HK
Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri:
Hugh Johnson. Leikarar: Cuba Gooding
jr., Skeet Ulrich, Peter Firth og David Pay-
mer. Bandaríkin, 1997. Lengd: 102 mín.
Bönnuö börnum innan 16 ára.
íslenskir skákmenn í
Margir íslenskir skákmenn verða
erlendis í sumar við taflmennsku. 24
skákmenn af öllum styrkleikjaflokk-
um og af báðum kynjum fara utan eft-
ir helgi til Tékklands á sterkt og
skemmtilegt mót þar, opna tékkneska
meistaramótið í skák. Greinarhöfund-
ur fer á minningarmót um Paul Keres
i Tallinn í Eistlandi og Norðurlanda-
mót verður í Bergen í Noregi en ekki
er ljóst hverjir fara þangað nema
Þröstur Þórhallsson stórmeistari.
Spánn
Helgi Áss Grétarsson tekur nú þátt í
opnu alþjóðlegu skákmóti í Banasque á
Spáni og er með 5,5 v. af 8. Lenka
Ptácníková, unnusta Helga Áss, er
einnig með 5,5 v. Frammistaða Helga
Áss mætti vera betri en hann hefur ekki
teflt kappskák lengi, en Lenka vann það
sér til frægðar að leggja spænska stór-
meistarann Zenon Franco Ocampos
(2.515) að velli. Mótið er sterkt.
Búdapest
Sigurður Daði Sigfússon tekur nú
þátt í sínu þriðja alþjóðamóti í röð
og stendur sig ágætlega. Hann er
með 4 v. af 6 og Sigurbjörn Björns-
son, sem er kominn Daða til full-
tingis, er með 3,5 af 6.14 þátttakend-
ur eru í mótinu þannig að enn er
hægt að bæta stöðuna. Siguröur
Daði vann laglegan sigur í 6. umferð
er andstæðingurinn varð fyrir af-
rakstri góðrar heimavinnu.
Hvítt: Sigurður Daði Sigfússon
Svart: Dub Zeev
Sikileyjarvöm.
Búdapest 12.06. 2001
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4 e6 7.
Be3 b5 8. Bb3 Bb7 9. f3 Rbd7 10.
De2 Rc5 11. 0-0-0 Rfd7 12. Kbl
Be7 Hvítur afræður að fórna manni
en sama afbrigði var upp á teningn-
um á móti sama andstæðingi á al-
þjóðlegu móti í Kecskemét á undan
þessu móti í Búdapest. Annar mögu-
leiki er 13. Df2 með rólegra tafli. 13.
g4 b4 14. Ra4 Da5 15. Rxc5 dxc5.
Hér bjóst andstæðingur Daða við
16. Rxe6, eins og í fyrri skák þeirra.
En Daði og Sigurbjörn höfðu undir-
búið öfluga fórn á eldhúsborðinu
fræga! 16. Rf5! exf5 17. Bxf7+!
Kxf7 18. Hxd7 Bc6. Þeir félagar
telja að hvítur sé nú þegar með unn-
ið tafl og óþarfi að gera sig að fífli
með því að mótmæla því! 19. Dc4+
Ke8.
Svartur hefur tvo guðsmenn sér
til varnar og nú fellur annar í val-
inn. Jafnvel bænir fá ekki bjargað
svörtum. 20. Hxe7+! Kxe7. Og nóg-
ur timi er fyrir rólega leiki, svörtu
mennirnir ná alls ekki saman. 21.
Hdl! Bd7 22. Bxc5+ Ke8.
Hvítur er hrók undir en nú
kemur einfaldur leikur sem opn-
ar allar flóðgáttir og staða svarts
sekkur í lónið. 23. exío Db5 24.
Hel+ Kd8 25. Be7+ Ke8 26. Bd6+
l-O. Mát í næsta leik, eða réttara
sagt í nokkrum leikjum því svartur
getur fræðilega séð leikið í tilgangs-
leysi drottningunni og klerkinum í
dauðann!
Dortmund
í Dortmund, Þýskalandi, hófst
enn eitt ofurmótið á fimmtudag.
Mótin mættu vera fjölmennari og
hér á Fróni myndi okkur ekki detta
í hug, vonandi, að halda alþjóðlegt
skákmót án þess að hafa íslenskan
keppanda með, en þess ber að geta
að mótið er haldið í mörgum flokk-
um og Þjóðverjar, þótt þeir séu lítt
kunnir fyrir lítillæti, láta sér nægja
að tefla í neðri flokkunum. En 2
heimsmeistarar eru með, þeir An-
and og Kramnik, og berjast væntan-
lega hart um sigurinn. Úrslit i 1.
umferð urðu þessi:
Peter Leko - Michael Adams, 1-0
Alexander Morozevich - Vishy
Anand, 0,5-0,5
Veselin Topalov - Vladimir
Kramnik, 0-1
En í svona ofurmótum eru sjald-
an tefldar glæsiskákir þó þær líti
dagsins ljós svona ein og ein. Báðar
vinningsskákirnar voru endatafls-
svíðingur en það er þó alltaf lær-
dómsríkt að líta á handbragð heims-
meistaranna! En plássins vegna
verðum við að láta okkur duga aðra
vinningsskákina. Og gefum heims-
meisturum frí og skoöum skák
Lekos og Adams sem sjaldan tapa
en þó stundum!
Hvítt: Peter Leko (2730)
Svart: Michael Adams (2744)
Petroff-vöm.
Dortmund (1), 12.07. 2001
1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4.
Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Rc6 7. 0-
0 Be7 8. c4 Rb4 9. Be2 0-0 10. Rc3
Be6. Hvítur hefur aðeins betri
stöðu. Næsti leikur er einn af þeim
sem kallaðir voru menntaðir hér í
eina tíð þvi allir skilja hann en þó
ekki. Riddaranum er leikið til að
svartur veiki peðastöðu sína en
ekki er þó alltaf víst að það komi að
sök! 11. Re5 f6 12. Rf3 Kh8 13.
cxd5 Rxc3 14. bxc3 Rxd5 15. Bd3
c5 16. c4 Rb4.
Auðvitað lokar hvítur stöðunni.
Og svartur verður að losa um sig (?)
með b5 til að hvítur nái ekki að
stilla liði sínu upp á b-línunni. At-
hyglisvert. 17. d5 Rxd3 18. Dxd3
Bf7 19. Bf4 Bd6 20. Bxd6 Dxd6 21.
Rh4! b5. Riddarinn kemur í veg fyr-
ir Bg6 og hugsanlega fer hann á út-
víking
sýnispallinn, f5-reitinn. Biskupar
njóta sín í opnum stöðum. 22. cxb5
Dxd5 23. Dxd5 Bxd5 24. Hfcl
Hfd8 25. Hxc5 Bxa2.
Það er ótrúlegt að hvítur nái að
svíða þessa stöðu. Finnst sumum!
26. h3 Bf7 27. Rf5 Hd5 28. Hxd5
Bxd5 Það vantar herslumuninn,
riddarinn og hrókurinn valda alla
mikilvægustu reitina. 29. Ha5 g6
30. Rd4 Bb7 31. Re6 h5 32. Rc5
Hb8.
Eftir 33. Hxa7 Bd5 34. Rd7 Hxb5
35. Rxf6 Bb7 hefur svartur þokka-
lega jafnteflismöguleika. En því
miður fyrir Adams á Leko sterkari
leik í fórum sínum: 33. Rd7! Ha8
34. Rxf6 a6 35. bxa6 Hxa6 36.
Hxa6 Bxa6. Þessi staða er auðunn-
in, peö svarts eru á röngum reitum.
37. h4 Kg7 38. Re4 Kf7 39. Kh2
Bd3 40. f3 Bfl 41. Kg3 Ke6 42.
Rd2 Bd3 43. Kf4 Kf6 44. Re4+ Kf7
45. Kg5 Bfl 46. g3 Be2 47. Rd2
Kg7 48. f4 Bdl 49. Rc4. 1-0.
í Mallorcablíðu í Nauthólsvíkinni
Veðrið hefur leikið við höfuð-
borgarbúa síðustu daga og allir sem
tækifæri hafa haft verið utandyra. í
Nauthólsvíkinni hefur myndast
sannkölluð Mallorcastemning þar
sem sólin er sleikt, fáklædd börn að
leika sér og þeir hugdjörfustu hafa
tekið sundsprett í sjónum. Naut-
hólsvíkin er óðum að taka á sig svip
alvörubaðstrandar og er unnið
hörðum höndum við að reisa þar
Leitað skelja
/ fjöruborðinu voru tvær léttklædd-
ar stelpur aö gá hvaö ræki á land.
Byggt úr sandl
Þessar þrjár stelpur voru meö fötu
til aö ná í blautan sand sem síöan
varö aö myndarlegri byggingu.
Týft.$$$■“*
DV-MYNDIR: BRINK
A ströndinni
Eins og sjá má voru þaö margir sem notuöu veðurblíöuna og fóru meö handklæöi og sundföt í Nauthólsvík.
þjónustumiðstöð sem mun taka á
öllum þáttum strandlífsins. Þar
verður aðstaða til að fara í sturtu,
búningsklefar og veitingaaðstaða
svo eitthvað sé nefnt. Svo er ekki
langt í veitingastaðinn Nauthól,
sem er við hinn vinsæla göngustíg
sem liggur frá Ægisíðunni og upp í
Elliðaárdalinn. Eins og gefur að
skilja voru allir í góðu skapi eins og
myndimar sýna og rigning siðustu
Þaö er þægilegt aö leggjast í heitan sandinn og láta sólina verma kroppinn. daga gleymd og grafin. -HK
I sól og sumaryl