Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Blaðsíða 11
11 1- LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 Skoðun „Bob Marley stóð alltaf með okkur svarta fólkinu," öskraði Ike i gegnum hávaðann. Hann sótbölvaði og bætti við að hvíti maðurinn hefði drepið Marley. „Þið drepið alla,“ æpti hann i gegn- um tónlistargnýinn. Farþeginn gerði sér nú grein fyrir því að bílstjórinn hafði ekki verið með neftóbak á handarbakinu og hann væri trúlega í háska staddur. Bílstjórinn hélt áfram að horfa aftur í til hvíta mannsins milli þess sem hann leit eldsnöggt á veginn fram und- an. Hann sagði að þrátt fyrir að Bob Marley væri horfinn úr sinni jarð- nesku vist væri merkisberi hans ris- inn. Farþeginn kinkaði svo ákaft kolli að hann verkjaði í hálsvöðvana. „Svertingar eru fínir,“ sagði hann til að reyna að friöa vöðvabúntið. „Einn úr hljómsveitinni hans, The Wailers, hefur tekið upp baráttuna," sagði hann og hækkaði í græjunum svo ekki fór á milli mála hvað hinn nýi merkisberi væri að fara. „Frelsi fyrir svarta," söng bilstjórinn í harðri samkeppni við geislaspilarann. „Eru einhver listasöfn í borginni," æpti farþeginn á móti í því skyni að brjóta upp ríkjandi ástand. Konur og dóp Allt í einu datt allt í dúnalogn í bíln- um. Tónlistin þagnaði og kagginn hægði á sér. Það hefði mátt heyra saumnál detta þegar Ike tók til máls. „Ike sér um sína. Ég þekki falleg- Reynslan í nokkrum borg- um erlendis undanfarin ár sýnir að nýtísku jámbraut- ir á gúmmíhjólum hafa einmitt átt drjúgan þátt í að skapa almenningssam- göngum þá nýju ímynd sem dugar. Dæmi eru um að farþegafjöldi hafi nær tvöfaldast í almennings- samgöngukerfi borga við það að taka í notkun þess- ar nýju lestir. veit um besta dópið. Nefndu óskir þín- ar og ég uppfylli þær,“ sagði hann blíðum rómi og varð í framan eins og andi Aladdíns úr Þúsund og einni nótt. Farþeginn eygði von um að lifa af ökuferðina og hann varð ákafur. „Ég vil sjá þetta allt. Teyga í mig spiliinguna," sagði hann ákafur. „Get- ur þú ekki sótt mig á morgun. Síðan skoðum við allt sém skiptir máli i næt- urlífinu. Ég borga,“ sagði farþeginn ákafur. Vöðvabúntið virtist hugsi um stund. Hann hækkaði í græjunum og söng eitt stef með baráttumanninum. Svo samþykkti hann. Seinni hluta leiðarinnar var rólegra í bílnum. Tónlistin var á skikkanleg- um styrk og ökumaðurinn horfði meira á veginn en farþegann. Svo stöðvaði hann fyrir utan Holiday Inn og opnaði fyrir hvíta manninum. Svo náði hann í töskuna í farang- ursrýmið og gerði sig líklegan til að bera hana inn á hótel. Farþeginn sagði honum að vera ekkert að hafa fyrir því og rétti hon- um 50 dollara seðO vegna ferðarinnar. Svo beið hann eftir afgangnum. Ike horfði á hann blóðsprungnum augum og hann sá sitt óvænna og sagði hon- um að afgangurinn væri þjórfé. Það birti nokkuð yfir bilstjóranum sem sagðist mæta stundvíslega klukkan 7 kvöldið eftir. Legið á gægjum „Sjáumst," kallaði Ike út um glugg- ann í sömu svifum og hann reyk- spólaði í burtu. íslendingnum var óskaplega létt þar sem hann var laus frá háskanum. Nú var aðeins eitt vandamál sem hann þyrfti að leysa. Hann átti bókað her- bergi á Holiday Inn. Þegar kagginn var örugglega horfinn gekk hann yfir götuna í áttina frá hótelinu þar sem hrörlegt hótel blasti við. Hann gekk inn í móttökuna og bókaði herbergi I tvær nætur. Út um herbergisgluggann blasti Holiday Inn við honum. Um nóttina hafði hann erfiðar draumfarir. Hann var orðinn mannréttindafröm- uður og barðist fyrir réttindum lands- byggðarfólks á íslandi. Áður en klukkan sló sjö kvöldið eft- ir dró hann gluggatjöldin fyrir og lá á gægjum. Stundvíslega birtist svarti kagginn og beið um stund. Ike missti loks þolinmæðina og vippaði sér út úr bílnum og inn á Holiday Inn. Nokkru síðar kom hann stormandi út og reyk- spólaði í burtu. íslendingurinn varp- aði öndinni léttar. Hann kveikti á sjónvarpinu og eyddi kvöldinu við að horfa á gamla Dallasþætti. Daginn eftir fór hann með gulum leigubíl á flugvöllinn. samgangna. Það er þvi ekki furða þó Skúli horfi til nýtísku járn- brauta á gúmmíhjólum í því tilliti. Reynslan í nokkrum borgum er- lendis undanfarin ár sýnir að þær hafa einmitt átt drjúgan þátt í að skapa almenningssamgöngum þá nýju imynd sem dugar. Dæmi eru um að farþegafjöldi hafi nær tvö- faldast í almenningssamgöngukerfi borga við það að taka í notkun þess- ar nýju lestar. Ekki er svo verra fyrir okkur íslendinga að slíkar lestir eru knúnar með rafmagni. Margar flugur í einu höggi Ef hagkvæmt reynist gætum við því slegið þrjár til fjórar flugur í einu höggi með því að koma upp slíku lestakerfi. Við gætum dregið úr innflutningi á rándýru innfluttu eldsneyti og þar með mengun. Við gætum dregið stórlega úr umferðar- þunganum á götunum. Eins gætum við líka sparað dýrmætt land og stórar upphæðir tfi langs tíma vegna umfangsminni uppbyggingar akvegakerfisins. Áætlað er að verja um eða yfir 60 milljörðum í stofnbrautakerfi höf- uöborgarsvæðisins á næstu árum. Þetta er talið nauðsynlegt til að anna stöðugt vaxandi umferð. Hluta af því fjármagni mætti nýta til upp- byggingar járnbrautakerfis. Það hlýtur því að vera í það minnsta umhugsunarvert hvort hugmyndir Skúla Bjarnasonar og fleiri þannig þenkjandi manna séu ekki þess virði að taka þær til umræðu í fúl- ustu alvöru. Borg, mín borg Fyrir mörgum árum sagði kunn- ingi minn mér sögu af hjónum sem sem áttu í erjum. Greinilegt mun hafa verið að hjónabandið var ást- laust og þau skötuhjúin gengið í það heilaga á sínum tíma af skyldu- rækni vegna þess að konan, sem við getum kallað Siggu, varð ólétt eftir tiltölulega skamma viðkynningu. I þessum erfiðleikum fór eiginmaður- inn heim tfi frænku sinnar einnar, sem hafði gott og skilningsríkt eyra, og rakti fyrir henni raunir sínar. Honum leið eitthvað betur fyrir vik- ið. Fátt mun þó lifa í minningu manna af þessari raunarakningu annað en ein setning sem mér skOst að margir í þessari fjölskyldu hafa síðan talið hið fullkomna dæmi um karlrembu og sniUi í að skjóta sér undan ábyrgð á þvi að mál væru komin í óefni. Maðurinn sagði sem sé eitthvað á þessa leið: „Segðu mér, frænka, ertu ekki sammála mér í því að það hafi verið verulega ósanngjarnt af henni Siggu að hleypa mér svona upp á sig þarna um árið?“ Ástandið í miðbænum Þessi saga kemur aUt í einu upp í hugann vegna sérkennilegrar deilu sem virðist komin upp miUi borgar- yfirvalda annars vegar og lögreglu- yfirvalda hins vegar þar sem báðir aðilar virðast vilja gera eins lítið og kostur er úr ábyrgð sinni á því að mál eru komin í nokkurt óefni. Eins og fram hefur komið í fréttum vik- unnar skOaði starfshópur um mál- efni miðbæjarins af sér skýrslu þar sem ófagrar lýsingar eru á ástand- inu í miðbænum almennt og ekki síst um helgar og á kvöldin. Obeldi hefur aukist og nauðgunum fjölgað. Veist er að fólki á fornum vegi, ekki síst ef það er af erlendu bergi brot- ið, og verslunareigendur eru áreitt- ir i búðum sinum. Útigangsfólk er áberandi og heimOislausir geðfatl- aðir einstaklingar ráfa síðan innan um allt saman. í fáum orðum sagt er ástandið Olþolanlegt og brýnt að grípa til einhverra aðgerða tO aö koma því í betra horf. Og tiUögur starfshópsins miðast einmitt að því að taka á þeim málum sem þarna eru að koma fram. Nú bregður hins vegar svo við að lögreglan treystir sér ekki til að skrifa undir niður- stöður skýrsluhöfunda þrátt fyrir að hafa átt fuUtrúa í starfshópnum. Ástæðan er, samkvæmt sérstöku fylgibréfi Karls Steinars Valssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns, sú að: „af lestri skýrslunnar má draga þá ályktun að fiöldi lögreglumanna á sérstakri vakt í miðborg Reykjavík- ur um helgar sé orsök vandamála þar. Þó svo að fiöldi lögreglumanna hafi einhver áhrif á stöðu mála þá telur embættið ekki réttlátt að það taki nánast aUa ábyrgð þar sem ljóst er að mun fleiri þættir hafi þarna áhrif.“ SkUaboðin eru ljós: Ekki benda á mig. Færri löggur Borgaryfirvöld, með borgarstjóra í broddi fylkingar, hafa hins vegar tekið undir tiUögurnar í skýrslunni, sem eru mjög margvíslegar og virð- ast að talsverðu leyti byggjast á því að löggæslumálin hafi ekki verið í nægjanlega góðum málum. Þannig kemur fram í skýrslunni að lög- reglumenn á vakt eru nú færri í miðborginni um helgar en þeir voru fyrir fiórum árum, eða 13 nú á móti rúmlega 20 þá. Enn fremur er at- hyglisvert að lesa í skýrslunni að lögreglumenn sjálfir segjast undir- mannaðir og að þeir verði fyrir að- kasti inni á þeim veitingahúsum þar sem fikniefnaneysla og vændi er líklega stundað. Ailt bendir þetta vissulega tO þess að það myndi bæta ástandið ef fleiri lögreglumenn væru á svæðinu og sú hugmynd starfshópsins að efla löggæslu í mið- borginni og að borgaryfirvöld hefðu méira um hana að segja kemur í eðlilegu framhaldi af þessu. Að borgaryfirvöld skuli reifa hugmynd- ir um að fá staðbundna löggæslu flutta tO sveitarfélagsins hljómar hins vegar meira eins og hótun gagnvart lögregluyfirvöldum en raunveruleg tihaga og er tO þess eins fallin að herða enn á þessari skrítnu deOu. Enda snýst vandi lög- reglunnar að miklu leyti um fiár- magn sem tæplega ykist mikið við þessa breytingu eina. Heimsborgin í raun má segja að deilan, ef deilu skyldi kalla, snúist í hnotskurn um það hvort og hvemig við eigum að taka á því borgarsamfélagi sem við höfum búið til á undanförnum árum. Krafan hefur verið um meira líf og meira fiör í miðbæinn og að gera Reykjavík í leiðinni að lítiUi heimsborg þar sem hægt sé að gera og upplifa aUt eða flest það sem hægt er að upplifa í erlendri stór- borg. Þá myndum við ekki missa aUt unga fólkið til útlanda. Og það hefur tekist vonum framar. Reykja- vík er fiarri þvi að vera stórt sveita- þorp eins og sagt var í eina tíð um Ósló. Að flestu leyti stenst borgin samanburð við aðrar höfuðborgir hvað varðar verslun og mannlíf og menningu. Af þessu státum við þeg- ar svo ber undir og það er vel. Samt er eitthvert tvíeðli í þessu öllu sam- an. Um leið og við hreykjum okkur hátt og þykjumst vera sannir borg- arbúar kemur í ljós að við höfum ekki fyllUega drukkið þennan borg- arsamfélagsbikar í botn. Við viljum nefnilega ekki sleppa hendinni af sveitabænum og kyrrð fialladalsins. Þess vegna vilja Reykvíkingar helst ekki hávaða frá bOum, hvað þá flug- vélum, þeir vilja hús með garði þar sem þeir geta slegið blettinn og rak- að grasi, rétt eins og afi og amma gerðu. Og þess vegna þenst borgin út, flöt og dreifð, yfir ótrúlegt víð- lendi. Skuggahliðar Kannski er það einmitt sveita- maðurinn í okkur sem fær okkur til að halda að Reykjavík geti gengið í gegnum allar þessar miklu og já- kvæðu breytingar yfir í heimsborg án þess að þvi fylgi neinar skugga- hliðar. „Heimsstyrjaldir verða í öðr- um löndum," sagði Sverrir Storm- sker þegar hann leit á björtu hlið- arnar. Skuggahliðar stórborgar- bragsins verða hins vegar líka á ís- landi, eins og skýrsla starfshópsins ber glöggt vitni um. Það er ekki nokkur vafi að tUlögurnar sem nú hafa komið fram eru góðra gjalda verðar og líklegar til að skila ein- hverjum árangri. Þar á meðal er krafa eða hugmynd borgaryfirvalda um gagnsemi aukinnar löggæslu. Hins vegar er það auðvitað líka rétt hjá Karli Steinari Valssyni að það er engin raunveruleg lausn á þess- um vanda að fiölga bara lögreglu- þjónum á vakt jafn mikið og fiölgun- in er á þeim vandræðamálunum sem upp koma. í þessu sumarhita- máli hafa því báðir deUuaðilar rétt fyrir sér og þeir hafa lika báðir rangt fyrir sér, eins og raunar oft vill verða í svona málum. Menn eru að tala i austur og vestur en mætast hvergi þannig að umræðan verður nánast út í hött. Bylting í Reykjavík hefur á rúmum ára- tug átt sér stað afar hröð þróun sem er í raun merkileg samfélagsbylt- ing. Á þessari þróun eru ýmsar hlið- ar og til að takast á við þær nei- kvæðu þarf fiölþættar og margvís- legar aðgerðir. Það sem engin þörf er hins vegar fyrir er að borgaryfir- völd og lögreglan hrópist á í full- komnu tUgangsleysi um að sök vandans liggi hjá hinum. Það voru einfaldlega aUir sammála um að gera borgina að heimsborg - hug- myndin um að hafa lengur opið þótti tO dæmis virkilega góð í öllum herbúðum. Króginn er kominn und- ir, við eigum hann öU og menn verða vitaskuld að sjá sóma sinn í að sinna honum þótt hann sé að verða að hálfgerðu vandræðabarni með aldrinum. Það er einfaldlega ekki hægt að koma núna og segja: „Segðu mér, frænka, var það nú rétt af henni Siggu aö hleypa mér svona upp á sig þarna um árið?“ Kannski er það einmitt sveitamaðurinn í okkur sem fær okkur til að halda að Reykjavik geti gengið í gegnum allar þessar miklu og jákvœðu breytingar yfir í heims- borg án þess að því fylgi neinar skuggahliðar. , ~~ '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.