Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001
Fréttir DV
Úrskurði á umhverfismat Kárahnjúkavirkjunar frestað:
llla komið fyrir
okkur íslendingum
- ef einblína þarf á orkusölu til álvers, segir Steingrímur Hermannsson
Skipulagsstofnun hefur frestað af-
greiðslu úrskurðar á umhverfismati
vegna Kárahnjúkavirkjunar sem
upphaílega var áætlað að gera í
gær, 13. júni. Ástæðan er m.a. sögð
sú að Landsvirkjun telji sig þurfa
lengri frest til að fara yfir matið en
gert var ráö fyrir.
Steingrímur Hermannsson, for-
maður Umhverfisverndarsamtaka
íslands og fyrrum forsætisráðherra,
segir að samtökin hafi skilað áliti
vegna málsins. „Ég hef notað tölu-
verðan tíma til að kynna mér þetta.
Ég var mjög undrandi hvað fara á
illa með landið þarna. Það á að tína
upp hverja einustu sprænu úr Snæ-
fellinu og leiða saman með stíflum
og skurðum. Þetta olli mér satt að
segja vonbrigðum. Þá finnst mér
sláandi hvað menn gefa sér lítinn
tíma til rannsókna. Maður spyr sig
hvers vegna er einblínt á þetta?
Hvers vegna eru ekki skoðaðir aðr-
ir virkjunarmöguleikar eins og á
Þeystareykjum."
Steingrímur segist ekkert hafa á
móti álbræðslu út af fyrir sig, en
það valdi sér vonbrigðum ef rétt er
að eina vonin til framfara hér á
landi sé að fara með landið eins og
þarna er gert ráð fyrir og nota ork-
una í álbræðslur.
Þarna sé um frumvinnslu að
ræða og ekkert hafi orðið úr þeirri
framhaldsvinnslu á áli sem rætt
hafi verið um í áratugi.
„Ég tek undir að það er illa kom-
ið fyrir okkur íslendingum ef okkar
framtíð byggir á þessu. Mér finnst
Steingrímur Friðrik
Hermannsson. Sophusson.
vera horft allt of mikið á álbræðslu
sem okkar eina möguleika. Ég tel að
menn séu þarna á vafasamri braut.
Það er sorglegt ef þetta er okkar
eini möguleiki til hagvaxtar," sagði
Steingrímur Hermannsson.
Eðlileg töf
„Það er langur tími síðan við
gerðum okkur Ijóst að það yrði ein-
hver töf á afgreiðslu Skipulagsstofn-
unar á málinu.
Sú töf er afar eðlileg þar sem um
er að ræða mjög umfangsmikið mat
og margir aðilar sem senda inn um-
sagnir og athugasemdir," segir Frið-
rik Sophusson, forstjóri Landsvirkj-
unar.
Hann segir framkvæmdaaðilann
því þurfa lengri tíma til að svara at-
hugasemdum eins og fyrirtækið á
rétt á. Friörik býst við að málið tefj-
ist um hálfan mánuð.
- Er ekki um neitt bakslag að
ræða eða vafamál i þessu sambandi?
„Þetta er bara spurning um um-
fang og að menn geti lokið sínu
verki svo sómi sé að,“ sagði Friðrik
Sophusson. -HKr.
Sumarblíðan í Reykjavík:
Sólarlanda
ferð með
strætó
- klórlaus vatnsparadís
DV-MYND BRINK
Vatnsparadísin í Nauthólsvík
Þúsund tonn af 30 stiga heitu vatni
renna gegnum pottana og út í lóniö
á klukkustund. Fyrir bragðiö þarf
ekki aö nota klór eöa annan
hreinsibúnaö.
ir börn yngri en fimm ára sem
borga ekki neitt:
„Hitinn á vatninu fer þó aldrei
yfir 30 stig því þetta er afgangsvatn
og meiri og flóknari búnað þyrfti til
að hita það meira. Á móti kemur
hins vegar að við notum engan klór
því gegnumstreymið er svo ört að
alltaf er nýtt vatn í pottunum.
Þarna renna þúsund tonn af vatni í
gegn á klukkustund og það er svona
eins og meðalstór loðnufarmur,“
segir Ómar, alsæll í Nauthólsvík-
inni eins og gestir hans.
Von er á að framhald verði á góða
veðrinu í Reykjavík sem ríkt hefur
í gær og fyrradag en svo er óvíst um
framhaldið. Hitinn hefur verið að
leika sér á milli 15 og 20 stiganna og
enn hlýrra hefur verið þar sem sól-
in skín beint í skjól. Borgin hlær og
lífið blómstrar. -EIR
„Nú getur fólk farið í sólarlanda-
ferð með strætó," segir Ómar Skarp-
héðinsson, forstöðumaður vatns-
paradísarinnar sem komið hefur
verið upp í Nauthólsvíkinni borgar-
búum til mikillar ánægju. „Hér er
krökkt af fólki og allir svo einstak-
lega jákvæðir að ég hef aldrei
kynnst öðru eins.“
Nauthólsvíkin státar nú af pott-
um og hvítum sandi við lón sem hit-
að er upp með afgangsvatni frá
Orkuveitunni sem rennur í gegnum
pottana og beint út í sjó. Er líða tek-
ur á daginn verður lónið því bæri-
lega heitt. Búningsklefar eru klárir
en í þá kostar 200 krónur nema fyr-
Ferðamenn sækja i snjóflóðavarnagarö Flateyrar
Tæp sex ár eru liöin frá því aö snjóflóö féll á Flateyri meö þeim afleiöingum aö margir létust og hluti þorpsins fór í
rúst. í dag er kominn myndariegur snjóflóöavarnagaröur fyrir ofan þorpiö sem meira aö segja er oröinn gróinn aö
mestu. Uppi á neöanveröum garöinum, sem er skammt fyrir ofan Essoskálann, er mjög góður útsýnispallur. Þangaö
sækja feröamenn. Á myndinni eru nokkrir þeirra aö koma til baka og ganga aö bílum sínum eftir aö hafa virt Önund-
arfjöröinn fyrir sér.
Rúmlega 1800 nemendur við Kennaraháskóla íslands næsta skólaár
Af 1081 fengu 804 skólavist
Metaðsókn hefur verið að námi
við Kennaraháskóla ísland í haust
og hafa aldrei fleiri verið teknir inn
í skólann. Verða nemendur Kenn-
araháskólans rúmlega 1800 næsta
skólaár. Tæplega 1000, eða 54%
nemenda skólans, munu stunda
nám sitt sem fjarnám og búa þeir á
meira en 60 stöðum víðs vegar um
landið og í tiu löndum utan íslands.
Aðrir nemendur stunda staöbundið
nám í Reykjavík og viö íþrótta-
fræðasetur Kennaraháskólans á
Laugarvatni.
Alls barst 1081 umsókn um nám
við skólann að þessu sinni og fá 804
nýnemar skólavist, 620 á sex náms-
brautum í grunndeild skólans og
190 á átta námsbrautum í fram-
haldsdeild, þar af rúmlega 30 sem
hefia rannsóknartengt meistara- og
doktorsnám. Fjölmennasta náms-
braut við Kennaraháskólann er
grunnskólakennaranám til B.Ed,-
prófs og hefia rúmlega 300 nýnemar
það nám í haust (175 staðnám og 127
flarnám) en þaö er veruleg aukning
frá því sem verið hefur. Vaxandi að-
sókn er líka að íþróttafræðinámi
við Kennaraháskólann. í haust mun
í fyrsta sinn hefiast fiamám í
þroskaþjálfun til B.A.-prófs, auk
námbrautum við skólann, bæði sem
fiarnám og staðbundið.
Einnig fleiri á Akureyri
Umsóknir í kennaradeild Háskól-
ans á Akureyri eru einnig mjög
margar og á grunnskólabraut verður
við nám næststærsti hópur frá upp-
hafi, 62 nemendur. Á leikskólabraut
verður svipaður fiöldi nemenda og á
síðustu tveimur vetrum í stað-
bundna náminu en í fiarnámi verður
hópurinn minni en alls verða nem-
endur 42 talsins. Um 60 verða í
kennsluréttindanámi og svipaður
fiöldi í meistaranámi og í fyrra, eða
um 30 manns. Guðmundur Heiðar
Frimannsson, deildarforseti kenn-
aradeildar Háskólans á Akureyri,
segir að umsóknir um nám við deild-
ina séu mun fleiri en undanfarin ár,
sérstaklega á grunnskólabraut en
einnig sé aukning í kennsluréttinda-
námi. Guðmundur telur að ástæður
aukinnar ásóknar i kennaranám séu
aðallega tvær. Önnur sé nýir kjara-
samningar kennara sem geri starfið
fýsilegra og hin sé erfiðleikar á
vinnumarkaði sem geri það að verk-
um að yngra fólkið eigi minni mögu-
leika á vinnumarkaðnum og vilji því
drífa sig í nám. -GG
Kennaraháskóli íslands
Par veröa nemendur rúmlega 1800
næsta skólaár.
þess sem boðið verður upp á tvær
nýjar námsbrautir í fiarnámi, þ.e.
viðbótarnám í íþróttafræði til BS-
prófs og diplómunám í tómstunda-
og félagsmálafræöi fyrir starfsfólk
sem vinnur að tómstundamálum í
grunnskólum, framhaldsskólum, fé-
lagsmiðstöðvum, íþrótta- og æsku-
lýðsfélögum og á öðrum vettvangi
tómstunda og frítíma. Linda Er-
lendsdóttir, fulltrúi rektors, segir að
með því að bjóða fiarnám í þroska-
þjálfun og íþróttafræðum megi segja
að Kennaraháskólinn hafi nálgast
verulega það markmið sitt að unnt
sé að stunda nám á öllum
Umsjón: Höröur Kristjánsson
netfang: hkrist@ff.is
Eðlilegasti hlutur í heimi
Það voru bara leiðinleg mistök að
starfsmenn Byko skyldu skrifa af-
greiðslu á timbri og öðrum bygging-
arvörum á Þjóð-
leikhúsið en ekki I
þingmanninn
Árna Johnsen. í I
heita pottinum "
velta menn þó fyr-
ir sér hvað sé
svona líkt með
nafni Árna John-
sen og Þjóðleik-1
hússins að það geti leitt til svo alvar-
legs ruglings á útskrift á afgreiðslu-
seðli. Meira að segja virðast starfs-
menn Byko ekki betur að sér i
landafræði en það að timbrið sem
átti að senda Árna var skrifað á
heimilisfang Þjóðleikhússins í
Reykjavík en ekki heimili Árna í
Vestmannaeyjum. Einu rökin sem
pottverjar sjá á þessum mistökum
eru þau að Árni sé betur þekktur
meðal timbursölumanna sem for-
maður byggingamefndar Þjóðleik-
hússins en þingmaður eða sjálfstæð-
ur einstaklingur. Því sé eðlilegasti
hlutur í heimi að Þjóðleikhúsið
poppi fyrst upp í hugann þegar Árni
birtist í gættinni...
Engar áhyggjur
Óttar Yngvason hæstaréttarlög-
maður kærði úrskurð skipulagsstofn-
unar um sjókvíaeldi á vegum ís-
landslax i Kletts-
vík. Það gerði
hann fyrir hönd
eigenda Haffiarðar-
ár og verndarsjóðs
villtra laxa. Um-
hverfisráðherrann
Siv Friðleifsdóttir
hefur þó gefið
grænt ljós á Laxeld-
ið og staðfest úrskurð stofnunarinn-
ar um að laxeldið þurfi ekki í um-
hverfismat. í samtali við Svæðisút-
varp Suðurlands er Óttar þó ekki af
baki dottinn. Hann gefur lítið fyrir
brölt laxeldismanna og segir:
„Við þurfum ekki annað en að
gefa þeim smátíma til að tapa pen-
ingum, þá hætta þeir þessu bauki.
Þeir eru að leita að bissness sem
hefur ekki rekstargrundvöfl og hætta
sennilega þegar þeir eru búnir að
tapa nokkrum tugum mifljóna..."
Með hálsinn stífan
Á ritstjórn Eyjafrétta í Vest-
mannaeyjum slæöast stundum frá-
sagnaglaðir menn í heimsókn. Um
daginn kom einn
slíkur og sagði að
konan sín hefði
lengi verið búin
að kvarta (vænt-
anlega yfir getu-
leysi kappans).
Svo einn daginn,
þegar hún þoldi
ekki lengur við,
laumaði hún Viagra-pillu í matinn
hans. „Og viti menn, pillan festist í
hálsinum á mér,“ sagði maðurinn
og bætti við: „Ég var með hálsinn
stífan allan daginn og langt fram á
kvöld...!“
Þolir ekki dagsljósið
Skúli Bjarnason, stjórnarformað-
ur Strætó bs., hefur heldur betur
vakið athygli fyrir hugmyndir sinar
um að koma upp
járnbrautarlest á
helstu aðalleiðum
Strætó. Hann vill
líka koma lestinni
niður í jörðina
hvar sem við verð-
ur komið og far-
þegar ferðist því
um jarðgöng á leið
til og frá vinnu. Eins og kunnugt er
var tekin upp ný gjaldskrá Strætó
fyrir skemmstu þar sem aldraðir og
öryrkjar verða fyrir verulegum
hækkunum. Er þar talað um allt að
66% í hækkun. Fregnast hefur að í
þeirra röðum veki hugmyndir Skúla
enga furðu. Verölagning fargjalda sé
orðin svo hrikaleg að starfsemi
Strætó þoli ekki lengur dagsljósið.
Því dugi ekkert minna en að grafa
draslið í jörð...