Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Side 43
51 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001_____ I>V Ferðir Matgæðingur vikunnar Gestirnir táruðust - yfir brjálæðislegri hvítlaukspestinni Magnea Sif Agnarsdóttir klippari er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. „Ég er alveg ágætis kokkur þeg- ar ég tek mig til en hrakfarirnar eru nokkrar eins og hjá flestum. Þegar ég var tvítug fór ég að búa og mér fannst ég vera alveg fertug fyrst í stað. Allt í einu þurftum við að fara að elda og hugsa um hvað við ættum að hafa í matinn, spá í að nota sem fæst ílát svo minna væri að vaska upp. Það voru alls kyns smáatriði sem þurfti að fín- pússa og laga, hlutir sem ég hafði aldrei spáð í. Matarboðið mikla En þegar við vorum nýflutt inn þá auðvitað eins og gengur og ger- ist var ekki til svo mikið sem kryddstaukur í skápunum. Fyrstu dagana keyptum við bara „take away“ mat og borðuðum helst af servíettum til að hafa þetta sem allra minnstu fyrirhöfnina. Tveim vikum eftir að við fluttum inn ákváðum við að bjóða vinum okkar í mat. Allt í lagi með það, nema vinkona min sem hjálpaði mér er algjör hvítlaukssjúklingur eins og ég. Hún mætti til mín á há- degi og við héldum i búðina í inn- kaupaleiðangur. Ákveðið var að ég myndi gera hvítlaukspasta þar sem það er mín sérgrein. Við byrjuðum að elda kl. 16 og með hvítlaukskryddinu og ferska hvítlauknum voru okkur allir veg- ir færir. Við gerðum ferskt salat með hvítlauksolíu, hvítlauksbrauð með rosalega miklum hvítlauk og hvítlaukslyktin úr pastapottinum hefði drepið allar flugur í ibúðinni ef þetta hefði verið um sumar. Alltaf bættum við meiri og meiri hvítlauk í matinn þar sem við vor- um í allri þessari lykt orðnar ónæmar á hvítlauksbragðið. Skemmtileg stemning Þegar maturinn var farinn að malla lögðum við á borð. Það var von á 8 manns í mat svo fyrirhöfn- in var ansi mikil. Okkur vinkonu minni þótti maturinn svo góður hjá okkur að við stóðum við pottinn í tíma og ótíma og brögðuðum á þessu lostæti okkar. Við vorum svo Uppskrrftir stoltar að við einhvern veginn sáum fyrir okkur að við kæmumst varla út að skemmta okkur eftir boðið fyrir hrósi og klappi á bakið. Við kveiktum á kertum, lögðum servíettur á borðið og spenningur- inn í mér var orðinn ansi mikill þar sem þetta var mitt fyrsta mat- arboð. Þegar svo fyrsta gestinn bar að garði opnaði ég dyrnar og ég ýki það ekki að hann táraðist þegar hann kom inn: „Vá, hvað er eigin- lega verið að malla maður, mig bara logsvíður í augun.“ Hvitlauks- lyktin var svo sterk að hana lagði held ég upp allar hæðirnar í blokk- inni. Þegar gestirnir voru allir komn- ir og við sest við þetta dýrindis borð var ég yfir mig ánægð, það var svo skemmtileg stemning að vera með matarboð sjálfur. Gest- imir höfðu komið með innflutn- ingsgjafir og einmitt þarna fannst mér ég fyrst farin að búa. Tómahljóð í skápunum Það var eins og ský drægi fyrir sólu í hjarta mínu þegar einn gest- urinn sagðist ekki borða hvítlauk. Það hefði verið „smá pikkless" ef hann hefði verið einn um það. En í ljós kom að 5 af 8 gestum mínum borðuðu ekki hvítlauk. Reyndar höfðu meira að segja tveir þeirra ofnæmi fyrir hvítlauk. Ömurlegt? Ég get ekki lýst vandræðalega ástandinu sem braust út þegar í ljós kom að það var mikill hvít- laukur í hverjum einum og einasta rétti í kotinu. Gestirnir 5 gátu ekki einu sinni nartað í salatið því það var svo mikil hvítlauksolía í því að það lagði sterkan keim yfir skálina. Það sem var kannski enn þá verra var að bak við lukta skápa var algjört tómahljóð, ég gat ekki einu sinni boðið gestunum upp á krydd að borða, því eina kryddið sem til var í húsinu var hvít- laukskrydd," segir Magnea og hlær að þessum hörmungum. „Ég held að það sé alveg tilvalið að gefa uppskriftina að þessum dýrindis rétti. Þessi uppskrift er þó með temmilega miklum hvítlauk," sagði Magnea að lokum. -klj Magnea Sif Agnarsdóttir klippari: „Ákveðið var að ég myndi gera hvítlaukspasta þar sem það er mín sérgrein. Við byrjuðum að elda kl. 16 og með hvítlaukskryddinu og ferska hvítlauknum voru okkur allir vegir færir. ‘ Tortillini 1/2 piparostur 2 pokar fyllt tortillini 1 pakki Búrfellsskinka 1 kassi af ferskum sveppum 1 grænmetisteningur 1 peli matreiðslurjómi 1 tsk. mulinn ferskur hvít- laukur Aðferð: Pastað soðið í potti. Skinka og sveppir steikt á pönnu. Mat- reiðslurjómanum hellt yfir. Hvít- laukurinn settur út í. Græn- metisteningurinn mulinn frekar smátt og bætt við og því næst er piparosturinn skorinn í báta og látinn bráðna saman við. Látið malla þar til hæfileg þykkt er komin á sósuna. Svínahnakki r~ JLX 4x4 • ALVORU JEPPI Meðaleyðsla 7,8 1.595.000, SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Q' I ðkoopsvey ur — ötlsamkomur—skemmlanlr—tónteikor—sýningar—kynningar ogfl. ogfi. Rlsofjéld - vdslufjðld ^ ..og ýmsir fylgihlutir skipulegg|a á eftirmínnilegan viðbur •V Tryggið yklcur og feigið stórt tjald á staðínn - það marg borgor sig. Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700 m*. Leigjum einnig borð ogstólaítjöldin. daleBga skáta ..með skátum ö heimaveili sfmi 550 9800 * fax 550 9801 • bi$@*cout.is með mozzarellasósu 8 stk. ferskur spergill, grænn 8 stk. vorlaukur 6 stk. hvítlauksrif 3 msk. matarolía 1 pakki hollandaise-sósa 100 g smjör 2 1/2 dl mjólk 4 msk. steinselja 80 g mozzarellaostur, rifinn Aðferð Steikið kjötsneiðarnar í heitri olíu í 8 mínútur, snúið nokkrum sinnum. Bragðbætið með salti og pipar. Mozzarellasósa Skerið grænmetið niður (perlulauk- inn í tvennt), snyrtið spergil með því að skera neðan af honum og flysja ysta lagið af. Sjóðið ásamt vorlauk í léttsöltu vatni í 2-3 mín. Steikið í heitri olíu í 1-2 mínútur. Lagið hol- lensku sósuna skv. uppskrift og bætið í hana rifnum mozzarellaosti og stein- selju. Hrærið grænmetinu út i og aus- ið yfir steikina. Berið fram með grófu brauði. Uppskriftin er fyrir flóra. Nýkaup Þarsem ferskleikinn býr Jppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. 800 g svinahnakki, beinlaus (í flórum sneiðum) 3 msk. matarolía til steikingar Salt og pipar Mozzarellasósa 100 g spínat, ferskt 12 stk. perlulaukur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.