Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Side 14
14
Helgarblað
LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001
r>v
Afurðasölumál sauðfjárbænda í mjög „krítískri“ stöðu:
Astandið ekki bændavænt
Um viku eftir að sameiningarvið-
ræðunum var slitið milli Norð-
lenska matborðsins og Goða keypti
Norðlenska svo allar kjötvinnslur
og og vörumerkjum Goða. Um var
að ræða kjötvinnslur Goða á Kirkju-
sandi og við Faxafen í Reykjavík
auk kjötvinnslu félagsins í Borgar-
nesi. Velta umræddra kjötvinnslna
er um 1.500 milljónir króna á ári og
hjá þeim starfa i dag um 140 manns.
Við kaupin varð til eitt stærsta kjöt-
vinnslufyrirtæki landsins með áætl-
aða veltu upp á rúmlega 3000 millj-
ónir króna. Fyrir rekur Norðlenska
kjötvinnslur og sláturhús á Akur-
eyri og Húsavík en höfuðstöðvar fé-
lagsins eru á Akureyri. Markmiðið
með kaupunum var að ná fram
auknu hagræði í kjötvinnslu en
hingað til hefur rekstur kjötvinnsla
gengið erfiðlega þar sem m.a.
rekstrareiningar hafa verið margar
og smáar.
Félag um afurðasölu
Össur Lárusson, framkvæmda-
stjóri Landssambands sauðfjár-
bænda, segir að sauöfjárbændur eigi
töluverða fjármuni hjá Goða vegna
sláturinnleggja en staða nautgripa-
bænda sé hins vegar mun verri, þeir
eigi inni milljónatugi sem erfitt sé að
sjá nú hvort þeir fái greiddar. Össur
segir að forsvarsmenn Goða hafi tjáð
þeim að ekki sé stefnt að því að fara
með félagið í gjaldþrot, en ljóst sé að
fram undan sé mjög mikil röskun á
starfseminni.
i' v-.*,-....
•1 ' '
* %
- á . • 0:0
Geir A. Guösteinsson
blaöamaður
„Goði mun áfram reka sláturhús,
en ekki nema í verktöku, og félagið
muni ekki kaupa kjöt i haust af
bændum. Ekki verður slátrað i fimm
sláturhúsum, en líklegt að slátrað
verði að Fossvöllum, Höfn og
Hvammstanga, þiggi bændur að það
verði gert í verktöku. Það er erfitt að
sjá hvert stefnir nú, en líklegast er að
bændur sem verða með sláturfé á áð-
urnefndum þremur sláturhúsum
muni stofna félag um afurðasölu til
þess að koma kjöti sínu í verð. Það er
ljóst að það þurfti að hagræða, en
þetta er ekki sú staða sem menn ósk-
uðu eftir,“ segir össur Lárusson.
Skynsamlegt að fœkka
„Það er heilbrigð skynsemi að
fækka sláturhúsunum, aö minnka
kostnað þegar menn hafa tapað pen-
ingum. Við ætlum að loka fimm slát-
urhúsum og það kemur til greina að
loka fleirum, en ég vil ekki segja
hverjum. Ef við ætlum að eiga mögu-
leika á eðlilegum lánafyrirgreiðslum
verðum við að hætta að tapa pening-
um. Við hættum að skoða það að
flytja höfuðstöðvar Goða í Mosfells-
bæ, á Borgarnes eða á Selfoss meðan
við vorum í viðræðum við Norð-
lenska. Það ræðst af ýmsum þáttum
hvað gerist," segir Kristinn Þór
Geirsson, framkvæmdastjóri Goða.
í sláturhúsi
„Þaö er heilbrigö skynsemi aö fækka sláturhúsunum, aö minnka kostnað þegar menn hafa tapaö peningum. Viö ætl-
um aö loka fimm sláturhúsum og paö kemur til greina aö loka fleirum, “ segir framkvæmdastjóri Goöa.
Ófrægingarherðferðin tókst
Kristinn Guðnason, Skarði í Land-
sveit, segir að ekki komi á óvart að
sláturhúsið í Þykkvabænum sé lagt
niður, en bændur séu uggandi um
framganginn vegna mikils taps Goða
og hundraða milljóna króna skulda.
Bændur hafi ekki efni á því að tapa
afurðum sínum. Það eina sem bænd-
ur fari fram á sé að þeir geti lagt
lömbin inn til slátrunar og fái örugg-
lega greitt fyrir það. Kristinn telur
SS sterkt fyrirtæki á svæðinu og það
sé þeirra happ sem við það skipta en
virkri samkeppni sé best treystandi,
ekki fákeppninni sem hefur orðið til
þess að allt riðar falls um þessar
mundir. Bændur séu hins vegar mjög
ósáttir við að leggja eigi niður stór-
gripasláturhúsið á Hellu, það stærsta
á landinu i hjarta naugriparæktar-
innar.
„Þegar sameining Goða og Norð-
lenska fór af stað héldu flestir hér að
menn ætluðu að ganga heilir til þess
verkefnis og reyna að ná sterku og
öflugu fyrirtæki. En ótrúlega margir
menn hófu að rægja þetta á alla vegu,
menn sem síst skyldi, bæði utan og
innan beggja þessara fyrirtækja. Þeir
voru á fullu að eyðileggja þennan
möguleika og tókst það,“ segir Krist-
inn Guðnason.
Ekkl bændavænt ástand
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, segir að þegar
hann heyri um sameiningarviðræður
fyrirtækja i úrvinnslu landbúnaðar-
afurða þá velti hann mjög vöngum
yfir þeirri fákeppni sem sífellt er að
myndast á þessum mörkuðum. Það
farnist ekki bændum betur að vera
með einokunarfyrirtæki því það geti
sett fram afarkosti á báða bóga.
„Þótt Norðlenska stækki verður
það ekki einokunarfyrirtæki á mark-
aði eftir kaupin á hluta af Goða. En
ástandið á markaðnum nú er ekki
mjög bændavænt. Ef virk samkeppni
Kristinn Þór Jóhannes
Geirsson. Gunnarsson.
verður á þessum markaði áfram, eins
og ástæða er til að ætla, þá þarf þetta
ekki að vera slæmt fyrir neytendur
þó þarna sé að verða til nokkuð stór
aðili. En ég reikna með að samkeppn-
isyfirvöld séu mjög vel vakandi yfir
framgangi mála. Grænmetisverslun
er í sérstakri skoðun dómstóla vegna
samkeppnisbrota en sérstaða
mjólkuriðnaðarins er sú að þar er
miklu meiri fákeppni og alvarlegri
en í kjötiðnaðinum og spurning
hvort það sé eðlilegt. Goði hefur til-
kynnt bændum að þeir fái næst borg-
að eftir dúk og disk vegna erfiðrar
fjárhagsstöðu, eða eftir hentug-
leikum, svo ekki er þetta traust fyrir
bændur,“ segir Jóhannes Gunnars-
son.
Sameining var ekki æskileg
Bændasamtökin telja að afurðafyr-
irtæki verði að vera vel rekstrarhæf,
og í það stefndi með sameiningu
Norðlenska matborðsins og Goða.
Staða Goða reyndist hins vegar verri
en reiknað var með og fyrirtækið
ekki eins öflugt og vonir stóðu til
þegar það var sett saman úr
nokkrum minni fyrirtækjum sumar-
ið 2000. Ekki hefði orðið til nógu
starfhæft og öflugt fyrirtæki með
sameiningu Norðlenska og Goða.
„Nú er staðan mjög óþægileg og
erflðari fyrir bændur en á mörgum
undanfornum árum. Það segir okkur
að bændur þyrftu að hafa meiri áhrif
og ábyrgð á sláturgeiranum. Goði er
Pálmi
Guómundsson.
Kristinn
Guðnason.
í klemmu vegna þrýstings frá bænd-
um um að reka mörg sláturhús og
borga hátt verð og frá smásöluaðilum
um að koma með ódýra vöru á mark-
aðinn. Goði hefur einfaldlega ekki
ráðið við þessa þróun og kallar á
nýja hugsun hjá bændum hvernig sé
skynsamlegast að standa að afurða-
sölumálum þegar til lengri tíma er
litið. Goði er með 40% af slátrun í
sauðfé og minna í öðrum greinum,
svo það eru ekki allir bændur i upp-
námi. í haust verður slátrað í færri
sláturhúsum sem er alls ekki slæmt
fyrir meirihluta bænda. Það er gefið
að bændur munu forðast að senda
sauðfé í sláturhús þar sem slátrað
verður í verktöku og því mun örugg-
lega fækka mikið hjá Goða milli ára.
Ef Goði slátrar þá yfir höfuð, sem
ekki er frágengið mál,“ segir Ari
Teitsson.
Kúabændur eiga inni um 75 millj-
ónir króna hjá Goða og ekki hafa
fengist skilgreind loforð um það
hvenær þetta fé fáist greitt. Ekki er
gert ráð fyrir neinum breytingum á
slátrun nautgripa og svína. Aðal-
steinn Jónsson, formaður Landssam-
taka sauðfjárbænda, segir að allir
þeir bændur sem eigi þess kost að
slátra annars staðar en hjá Goða hafi
tryggt sér það. Hjá Goða var í fyrra
slátrað um 240 þúsund fjár en viðbót-
arsláturgeta í öðrum húsum er um
100 þúsund fjár, og hún verður full-
nýtt. Ljóst er því að það verður slátr-
að um 140 þúsund fjár í verktöku hjá
Goða á þessu hausti. Aðalsteinn seg-
ir að þessar hræringar þýði meiri
flutninga á sauðfé og aukinn kostnað
og vinnu fyrir sauðfjárbændur en á
móti komi trygging fyrir því að fá af-
urðirnar greiddar.
Krafa um úreldingarfé
Staða þriggja kaupfélaga hefur
nokkuð verið til umræðu vegna
bágrar stöðu Goða, þ.e. Kaupfélags
Austur-Skaftfellinga á Höfn, Kaupfé-
lags Héraðsbúa á Egilsstöðum og
Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á
Hvammstanga. Við slátrun haustið
2000 hlupu kaupfélögin undir bagga
með Goða til þess að fyrirtækið gæti
staðið í skilum við bændur vegna
uppgjörs á sláturinnleggi. Kaupfé-
lögin eiga enn inni verulega flár-
muni hjá Goða og margir velta því
fyrir sér hvort það verði of stór
baggi fyrir þau, glatist það fé t.d. ef
Goði færi í gjaldþrot. Pálmi Guð-
mundsson, kaupfélagsstjóri KASK,
segir sláturhúsin í landinu séu rek-
in með tapi, afurðalán hafi ekki ver-
ið aðgengileg svo eigendur Goða hafi
þurft að lána fyrirtækinu svo það
gæti staðið í skilum við bændur.
Lánastarfsemi hafi alltaf verið til
staðar til bænda á móti afurðainn-
leggi. KASK á töluverðar eignir til
að mæta áfóllum en auðvitað verði
það erfitt rekstrinum tapist þeir
peningar. Pálmi segir að Sláturfélag
Suðurlands hafl fengið fjármuni til
úreldingar á sínum tíma og gerð
verði krafa til þess að sömu reglur
gildi gagnvart öðrum. Hinn sári
sannleikur í málinu sé sá að fækka
þurfi sláturhúsum verulega.
„Það verður ekki gengið til næsta
hausts með sama hætti og í fyrra.
Þar var greiðslubyrðin á okkur og
það er óábyrgt að halda þannig
áfram enda kreppir víða að vegna
hás vaxtastigs. En það er of snemmt
að dæma Goða úr leik,“ segir Pálmi
Guðmundsson.
Ingi Már Aðalsteinsson, kaupfélags-
stjóri KHB, segir það íjarri að rekstur-
inn standi á brauðfótum vegna mik-
illa skulda Goða við KHB, jafnvel þótt
Goði verði gjaldþrota. Það sé ásættan-
leg lausn ef slátrað verði í verktöku í
sláturhúsi Goða á Fossvöllum og
væntanlega muni Norðlenska svo
kaupa kjötið beint af bændum.
Björn Elíson, kaupfélagsstjóri
KVH, segir að skuld Goða við kaup-
félagið trufli ekki daglegan rekstur
og hann sé sæmilega bjartsýnn á að
skuldin fáist greidd, en það taki jafn-
vel nokkur ár. Ljóst sé að slátrað
verði á Hvammstanga, en útfærslan
óljós. Bjöm útilokar að Ferskar af-
urðir, sem reka sláturhús á
Hvammstanga, taki við rekstri slát-
urhúss Goða.
Sumarglaðningur fylgir öllum Brallarabrauðum í júlí
Boðsmiði í Fjökkyldu- oghúsdýragarðinn
Halli og Brauðbörnin bjóða þér að koma og
, , , „ skemmtaþéríírábærumleiktækjumogheilsaupp
brauðum: Pyslu- hamborgara- og samlokubrauðum. á öll dýrin í ggrðinum. Lánu sjá þig félagi!
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er opinn alla daga frá kl. 10-18.
uiðTm