Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Blaðsíða 28
28
LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001
DV
Helgarblað
DV-MYNDIR: E.ÓL.
Hagsmunir í húfi
„Éggat auövitaö ailt eins reiknað með því eftir aö þessi yfirlýsing var farin í loftið aö égyröi látinn Ijúka. ... En hagsmunirnir sem voru í húfi voru þess eölis aö ég heföi ekki veriö aö sinna starfi
mínu eölilega heföi ég ekki talað út eins og þarna vargert. Hagsmunanna vegna varö þetta aö gerast og segja hvernig í málinu lá. “
Sturla Geirsson, forstjóri Lyfjaverslunar íslands, er maður vikunnar í viðskiptalífi landsmanna:
Út af gráa svæðinu
- segir Sturla sem talar um áhættuna, siðferði viðskiptalífsins, sjálfan sig og urriðann fyrir norðan
„í raun lít ég svo á að niðurstað-
an á hluthafafundi Lyfjaverslunar
á þriðjudag og niðurstaða Hæsta-
réttar sem fékkst þann sama dag,
þar sem lögbannskrafa var sett á
kaup fyrirtæksins á Frumafli ehf.,
hafi verið sigur réttlætisins. Það á
ekki að eiga sér stað að stórir
hluthafar í almenningshlutafélög-
um geti neytt aflsmunar í við-
skiptum, fótum troðið minnihlut-
ann og hina smærri hluthafa sem
telja sig ekki geta haft áhrif á
gang mála,“ segir Sturla Geirsson,
forstjóri Lyfjaverslunar íslands.
Mestu átök í seinni tíð
Mestu átök sem upp hafa komið
í íslensku almenningshlutafélagi á
íslandi á seinni tíð eru að baki.
Fyrir nokkrum vikum var gert
heyrinkunnugt um kauptilboð
Lyfjaverslunar íslands á Frumafli
ehf., félagi sem er í eigu Jóhanns
Óla Guðmundssonar sem aftur er
einn stærsti hluthafinn í Lyija-
verslun íslands. Frumafl á Öldung
hf. sem hefur gert samning við
heilbrigðisráðuneytið um rekstur
hjúkrunarheimilis við Sóltún í
Reykjavík. Nokkrir hluthafar í
Lyfjaversluninni, sem voru í
minnihluta við Jóhann Óla, mót-
mæltu þessum kaupum, töldu m.a.
kaupverðið óeðlilega hátt. Allt
þetta varð til að hrinda af stað
þeirri átakamiklu atburðarás sem
staðið hefur yfir síðustu vikur og
mikið hefur verið fjallað um.
Það sem vakti hvað mesta at-
hygli í málinu var þegar forstjóri
Lyfjaverslunar íslands, Sturla
Geirsson, og helstu framkvæmda-
stjórar félagsins sendu frá sér yfir-
lýsingu um sl. helgi þar sem þeir
lýstu yfir andstöðu við kaupin á
Frumafli, enda þótt vilji þáver-
andi meirihluta stjórnar stæði til
kaupa á hlut í félaginu.
Fengum mikinn meöbyr
„Ég gat auðvitað allt eins reikn-
að með þvf eftir að þessi yfirlýsing
var farin í loftið að ég yrði látinn
fjúka. Fengi símtal eða uppsagnar-
bréf. Sama gildir um aðra stjórn-
endur félagsins sem skrifuðu und-
ir bréfið. En hagsmunirnir sem
voru í húfi voru þess eðlis að ég
hefði ekki verið að sinna starfi
mínu eðlilega hefði ég ekki talað
út eins og þama var gert. Hags-
munanna vegna varð þetta að ger-
ast og segja hvemig í málinu lá,“
segir Sturla Geirsson þegar hann
settist niður með blaðamanni DV.
Hann segir að áður en áðumefnd
yflrlýsing var send út hafi þeir
stjórnendur Lyfjaverslunar ís-
lands sem undir hana rituðu
vissulega verið búnir að íhuga
málið mjög vel.
„Ef ég á að gefa einhver
ráð til þeirra manna sem
nú vinna að sameiningu
Landssímans og ríkis-
bankanna þá er það fyrst
og fremst að menn verða
þegar út í samkeppnina
er komið að vera fljótir
að aðlaga sig lögmálum
markaðarins, vera vak-
andi í samkeppninni. “
„En fram á síðasta dag gat þetta
farið á hvorn veginn sem var.
Vissulega fengum við mikinn
meðbyr og stuðning, ekki slst
utan úr þjóðfélaginu frá fólki sem
er alveg ótengt félaginu. Ég tel
raunar að hefði Hæstiréttur kom-
ist að annarri niðurstöðu en raun-
in varð með lögbannskröfuna
hefði dugað fyrir meirihlutann,
sem þá var, að kaupa hlut eins af
stærri hluthöfum félagsins til að
ná yfírráðum og fara með sigur á
hluthafafundinum. “
- Hefur þú hugmynd um aö Jó-
hann Óli Guðmundsson hafi undir
þaö síöasta boöiö Lárusi og Aöal-
steini Karlssyni aö kaupa þá út úr
Lyfjaverslun íslands?
„Þeir verða að tjá sig sjálfir um
það en mér finnst ekki ólíklegt að
svo hafi verið.“
- Nú kom fram í fréttum á miö-
vikudagskvöld að fyrrverandi
meirihluti í Lyfjaverslun íslands,
sem Grímur Sæmundsen fer nú
fyrir, hafi komiö saman til fundar
fyrr þann dag til að ráða ráðum
sínum ...
„Það er ekkert óeðlilegt að
menn komi saman eftir svona
átök. Hluthafar Lyfjaverslunar ís-
lands og Hæstiréttur hafa kveðið
upp sinn dóm og þar með er nið-
urstaða komin í málið. Það er flnt
að þeir fundi.“
- Heldur þú að þeir ætli að selja
sinn hlut í félaginu
„Það er ekki mitt að meta það
en mér finnst það ekkert ótrúlegt.
Sumir koma inn í félög með það
að leiðarljósi að ná þar völdum og
vilja að öðrum kosti ekki vera
þátttakendur í starfi viðkomandi
félags."
Veröa að gæta aö trú
verðuglelkanum
í aðdraganda þeirrar hallarbylt-
ingar sem gerð var innan Lyfja-
verslunar íslands á fundinum á
þriðjudaginn höfðu sig mest í
frammi hluthafarnir Lárus Blön-
dal, Aðalsteinn Karlsson og Mar-
„Einkavæöing á að vera í bland viö annan
ar líka að framfc