Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Page 12
12 Helgarblað LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 DV Lyginn þingmaöur týnir lærlingsfrillu Heldur er farið að hitna undir demókrataþingmanninum Gary Condit. Lærlingur hans og ástkona, hin 24 ára gamla Chandra Levy, hvarf sem kunnugt er 1. maí. Mik- ið hefur verið fjallað um hvarf hennar og þá sérstaklega um tengsl þingmannsins við lærlinginn. Þetta er ekki eins og hvert annað hneykslismál í Washington. Mann- eskja er týnd og almenningur telur þingmanninn eiga þátt í þvi. Líflegt ástarlíf þlngmannsins Gary Condit neitaði þvi tvívegis í yfirheyrslu lögreglunnar að hafa átt í ástarsambandi við lærling sinn. í þriðja skiptið, fyrir rúmri viku, sagði hann loksins satt um líkam- legt samband sitt við Levy lærling. Condit er 53 ára giftur maður með tvö börn. Hagsmunir hans í því að halda kynlífssambandinu við týnda lærlinginn voru því augljósir. í fyrsta lagi reyndi hann að bjarga hjónabandinu og í öðru lagi er best fyrir þingmenn sem aðra að tengj- ast sem minnst fólki sem týnist á grunsamlegan hátt. Þar sem hann er þingmaður gildir þetta margfalt. í þriðja lagi var Condit einn af þeim sem gagnrýndi Bill Clinton, þáver- andi Bandaríkjaforseta eftir að upp komst um samband hans við lær- linginn Monicu Lewinsky. Nú er hins vegar komið í ljós að lygi þingmannsins um sambandið við Levy var ekkert einsdæmi. Lög- reglan yfirheyrði flugfreyju, að nafni Anne Marie Smith, í sex klukkustundir á miðvikudag. Condit hélt fram hjá með henni í 10 mánuði. Hún segir liann hafa beðið sig um að undirrita falska yfirlýs- ingu um að þau tvö hafi ekki átt í ástarsambandi. Þá sagði þingmað- urinn henni að hún þyrfti ekki að tala við bandarísku alríkislögregl- una, FBI. Það skýtur skökku við yf- irlýsingar hans um að hann myndi veita fulla samvinnu við rannsókn málsins. Þriðja rifan í blekkingarvef Condits þingmanns birtist daginn eftir að flugfreyjan talaði við FBI. Prestur í Hvítasunnusöfnuðinum segir Condit hafa átt í kynferðislegu sambandi við 18 ára dóttur sína. Dóttirin, sem nú er orðin 25 ára, er i felum og þorir ekki að tala við lög- regluna. Condit hafði varað hana við því að segja nokkru sinni frá sambandi þeirra. Fjölskylda heimtar lygamæli Fjölskylda Chöndru Levy hefur gagnrýnt Condit þingmann fyrir að segja ekki satt frá. Hún telur tregðu hans við að greina frá sambandi sínu við Levy hafa tafið leitina að henni. Fjölskyldan fékk til liðs við sig almannatengslafulltrúa þegar Condit neitaði í sífellu sambandi sínu við Levy. Móðir hennar hefur gengið einna harðast fram og heimt- aði að þingmaðurinn gengist undir lygamælingu. Lögreglan tók undir þá beiðni í vikunni og Condit sjálf- ur útilokar ekki að taka þátt í lyga- mælingu. Ekki hafði þó enn orðiö að henni þegar þetta er skrifað þrátt fyrir vonir lögreglu um að hún yrði fljótlega. Lögreglan liggur undir ámæli fyr- ir aö taka þingmanninn vettlinga- tökum. Undarlegt þykir að íbúð Lærlingurinn og þingmaðurinn Gary Condit þingmaOur er sagöur hafa barnaö iæriing sinn sem nú er týndur. Pólitískur ferill Condits er af flestum talinn fyrir bí enda gætir óánægju meö hann í heimabæ hans en þaöan er lærlingurinn einnig. Levy var ólétt hans skuli ekki hafa verið rannsök- uð fyrr en um miðja þessa viku, 9 vikum eftir hvarf Levy. Þá finnst mörgum sem lögreglan ætti að taka harðar á Condit í kjölfar þess að upp komst um lygar hans. Condit hefur verið gagnrýndur víðar fyrir að segja ekki sannleik- ann um samband sitt við Levy. Condit vísaði í friðhelgi einkalífsins þegar hann neitaði að tjá sig um málið. Það var reyndar hann sem vildi neita Hillary Clinton um frið- helgi fjölskyldumála hennar þegar eiginmaðurinn Bill varð uppvís að framhjáhaldi með lærlingi. Bent hefur verið á að með hliðsjón af hneykslismálum í Bandaríkjunum síðustu ár eigi þingmaður ekki að vísa í friðað einkalíf og ljúga svo til um það. Það alvarlegasta við sannleiks- skort Condits þykir þó vera að hann hindrar rannsókn á mannshvarfl. Ólíkt því þegar Bill Clinton laug til um samband sitt við Monicu Lewinsky er spurning um mannslíf í Levymálinu. Condit var í raun að gefa til kynna að einkalíf hans væri mikilvægara en líf hennar. Draga mætti þá ályktun að í reynd væri hann ekki að vemda einkalíf sitt, enda ætti það að víkja undir þess- um kringumstæðum, heldur frekar sitt eigið líf, frelsi eða pólitískan fer- U. Hvað sem því líður er komin í gang rannsókn um hvort Condit hafi hindrað gang réttvísinnar með því að segja ekki rétt frá. Enn þá heldur lögreglan því fram að hann sé ekki grunaður í mannshvarfs- málinu. Daginn áður en Chandra Levy sást síðast, í lok apríl, sendi hún frænku sinni skilaboð um að hún hefði „mikil tíðindi" að færa og að hún vildi tala við hana um þau. Frænka hennar hafði enga hug- mynd um hvað Levy átti við en tíð- indi þessi þykja nú orðin ljós. Sam- kvæmt frétt bandarískra blaða hef- ur FBI undir höndum upplýsingar frá kunningjum Chöndru Levy um að hún hafl verið orðin ólétt eftir þingmanninn. Svo virðist sem sam- band hennar við þingmanninn hafi minnkað vikuna áður en hún hvarf. Nágranni Levy segir hana hafa ver- ið fjarverandi frá heimili sínu meg- inhluta mars og apríl. Það breyttist hins vegar vikuna fyrir hvarflð og heyrði hann hana ganga um i íbúðinni á ný. Margt bendir til þess Leitln að Levy Lögreglan í Washington hefur leitaö Levy i nágrenni heimilis hennar í borginni síöustu daga. Fariö var meö leit- arhunda um yfirgefnar byggingar en þeim er ætlaö aö finna mögulegt lík lærlingsins. Einnig hefur íbúö Condits þingmanns veriö rannsökuð. að Levy hafl eytt þessum mánuðum í íbúð Condits en hún sagði eiganda íbúðarinnar sem hún leigði að hún myndi segja upp leigunni þar sem hún ætlaði að flytja inn til kærasta síns. Síðar breyttust þau áform, ekkert varð úr því, sagði hún eig- andanum. Blóð í baðherberginu? Hringurinn þrengist enn utan um Condit þingmann. Leit á heimili hans leiddi í ljós mögulegan blóð- dropa í baðherberginu. Notað var fjólublátt ljós sem getur greint minnsta vott af blóði, ekkert síður eftir meira en tveggja mánaöa bið. Það er hins vegar ekki öruggt að um blóð sé að ræða, einnig gæti þetta verið annars konar líkamsvessi. Ef það reynist blóð þarf ekki aö vera að það sé úr Levy lærlingi. Fyrir skemmstu sendi Condit skýrslu til lögreglunnar um allt sem hann aðhafðist vikuna sem Levy hvarf. Condit segist hafa hitt frétta- mann ABC-sjónvarpsstöðvarinnar 1. maí, daginn sem lögreglan telur Levy hafa týnst, en um morguninn þann dag sendi hún tölvupóst. ABC kannast hins vegar bara við að fréttamaður stöðvarinnar hafl hitt þingmanninn daginn eftir. Hvort Condit hefur verið að reyna að afla sér fjarvistarsönnunar skal ósagt látið. Það verður enn um sinn að liggja á milli hluta hvort Condit þingmaður er sekur eða saklaus. Gallupkönnun frá miðri viku gefur hins vegar til kynna að almenningur trúi að hann hafi hjálpað lærlingnum ólétta að hverfa. 65 prósent töldu líklegt að Gary Condit hefði átt þátt í hvarfi Chöndru Levy. Heimildir: Washington Post, CNN, USAToday, Reuter o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.