Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Blaðsíða 42
50
LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001
Tilvera I>V
Næststærst í heimi
Kanada er landfræðilega næst-
stærsta land i heimi. Aðeins Rúss-
land er stærra að ílatarmáli.
Tífalt fleiri í USA
I Kanada búa um 27 milljónir
manns. Bandaríkjamenn eru næstu
nágrannar þeirra þar sem um tífalt
fleiri búa.
Stærstu eyjarnar
Við Kanada eru nokkrar af
stærstu eyjum heims. Þar má telja
Viktoríueyju.
íslendingabyggöir
Þúsundir íslendinga fluttu búferl-
um til Kanada fyir aldamótin 1900 í
leit að betri afkomu. Fjölmennar ís-
lendingabyggðir eru í Kanada.
Geímkapphlaup
Kanadamenn tóku þátt í kapp-
hlaupinu út í geiminn fljótlega á eft-
ir Rússum og Bandaríkjamönnum
þegar þeir skutu á loft gervitungli.
Fyrstu kanadísku geimfararnir
voru ráðnir árið 1983 þegar tekið
var upp samstarf við Bandaríkja-
menn. Meðal geimfaranna var Vest-
ur-íslendingurinn Bjarni Tryggva-
son.
Stærsta borgin
Stærsta borg Kanada er Toronto
en Montreal og Vancouver fylgja
þar á eftir. Höfuðborgin er Ottawa.
Ódýr ríkisborgararéttur
Kanadísk stjórnvöld hafa unnið
markvisst að því að fjölga íbúum
landsins. Mjög auðvelt er að gerast
ríkisborgari. Rétturinn til þess kost-
ar um 350 þúsund krónur.
Frönskumælandi
Flestir Kanadamenn hafa ensku
sem fyrsta tungumál. 24 prósent tala
þó frönsku en þeir eru flestir í New
Brunswich og Quebec.
Niagarafossar
Vatnsmestu fossar í heimi, Niag-
arafossarnir, eru á landamærum
Kanada og Bandaríkjanna. Þangað
er gifurlegur straumur ferðamanna.
Hjón með tvö börn í Buick 3.300 kílómetra leið um Kanada:
Á þjóðvegi 102
- þar sem menn kunna að keyra
Á tvíbreiðum þjóðvegi 102 norður i
Nova Scotia lá umferðin öll á hægri
kanti. Fram undan var endalaus og
bein hraðbrautin. Undantekningarlít-
ið héldu bílarnir sig á löglegum hraða;
hvorki of hratt né of hægt. Þeir sem
tóku fram úr færðu sig yfir á vinstri
kant og síðan á hægri kantinn aftur
strax og framúrakstri var lokið. ís-
lendingarnir á Buicknum ákváðu að
tileinka sér umferðarmenningu inn-
fæddra en varð tíðrætt um þann mun
sem var á umferðinni þar eða á íslandi
þar sem ökufantarnir í Ártúns-
brekkunni virðast hafa það að mark-
miði lífs síns að svina á næstu bílum
og bílstjórarnir rétta upp fingur með
tOheyrandi svipbrigöum.
Ferðin hófst i Halifax i Nova Scotia
hvert flogið var með Flugleiðum.
Ferðafélagarnir voru rétt rúmlega
vísitöluQölskylda úr úthverfl Reykja-
víkurborgar. Ferðaplanið var í raun
sáraeinfalt. Tveir dagar í Halifax og
þaðan ekið á amerískum Buick til
Montreal í 1300 kílómetra fjarlægð. í
upphafi var ákveðið að láta ráðast
hvar gist yrði hverju sinni. Haga sér
einfaldlega eins og kanadískar fjöl-
skyldur og velja næturstað eftir veðri
eða einhverju því sem heillað gæti ís-
lenska barnafjölskyldu.
Eftir að hafa skoðað stórmerkilegt
virki Halifaxborgar og dottið inn í
einn eða tvo stórmarkaði var lagt af
stað út á þjóðveginn. Áhöfn Buicksins
hafði skipt með sér verkum þar sem
faðirinn hafði það hlutverk að aka en
móðirin sá um að lesa á kort. í aftur-
sætinu höfðu afkomendurnir það hlut-
verk eitt að rífast ekki og vera til friðs.
Exit
Ferðin gekk vel framan af þrátt fyr-
ir reynsluleysi ökumannsins sem var
meira á heimavelli innan um ökuníð-
ingana í Ártúnsbrekku en á kanadísk-
um hraðbrautum. örfá tilvik voru, þar
sem hann álpaðist út af hraðbraut 25
og inn í þorp en jafnharðan tókst að
greiða úr þeim flækjum. Frönsk vegar-
skilti ollu fyrsta daginn nokkrum mis-
skilningi. Þannig velti ökumaðurinn
nokkuð fyrir sér skiltum þar sem stóð
á Exit en undir var letrað Sortie. Hann
hafði orð á því við konu sína eftir að
fimm slík skilti hafði borið fyrir augu
að þetta byggðarlag, Sortie, hlyti að
vera mjög stórt. Þrátt fyrir leit á kort-
inu fann hún hvergi umræddan bæ.
Þegar sjö slík skilti höfðu orðið á vegi
Buicksins opnuðust augu fólks fyrir
því að Sortie væri annað en kanadísk-
ur bær. Við nánari athugun upplýstist
að Sortie þýddi það sama og Exit en
þama var verið að ganga erinda
frönskumælandi Kanadamanna.
Ódýrt
Fyrsta daginn var ekið til bæjarins
Bathurst í fylkinu New Brunswich.
Þar var tekin ákvörðun um að hafa
nokkra viðdvöl. Aðeins tók örfáar
mínútur að finna mótel með öllum til-
heyrandi þægindum. Þama er gífurleg
fegurð og skógi þakið land. 1 Bathurst
var brugðið á leik með bömunum og
farið út á hjólabáta. Að kveldi var
snætt á góðu veitingahúsi. Strax
fyrstu dagana var ljóst að verðlag var
með allt öðmm og fjölskylduvænni
hætti en heima á íslandi. Þokkaleg
skyndibitamáltíð var gjaman innan
við 2000 krónur. í samanburði við
Bandaríkin var verðlag á gistingu og
mat um 30 prósentum lægra. í flestum
tilfellum var hægt að fá það sama fyr-
ir kanadískan dollar í Kanada og
bandarískan dollar hinum megin
landamæranna. Verð á mótelgistingu
fyrir alla fjölskylduna var oftast um 80
kanadadoiiarar á hverja nótt eða tæp-
lega fimm þúsund íslenskar krónur. í
Bandarikjunum kostaði samsvarandi
gisting gjaman 80 Bandaríkjadali eða
rúmlega átta þúsund íslenskar krón-
ur. Vegna veikrar stöðu íslensku krón-
unnar var engin sértsök ástæða til að
Bíladýragarður
Skammt frá Montreal er dýragaröur þar sem feröafólk ekur um og skoöar dýrin. Sum þeirra er óhætt aö fóöra eins
og hér ergert en vissara er aö hafa varann á.
Notalegt mótel
Lakeview inn í Halifax er vinsæit hjá
fjölskyldufólki. Þar er sú nýþreytni
aö boðiö er upp á friar myndband-
spólur.
fara á flipp í stórmörkuðum.
Neðanjarðarlest
Montreal var endastöð fjölskyldunn-
ar og eftir að hafa gist í Rimourski á
fremur skuggalegu en tandurhreinu
og klórangandi móteli var áð nokkru
sunnan við Quebec. Við exit 220
reyndist vera vin í eyðimörkinni.
Mótel með sundlaug, kæliskáp og
hundrað sjónvarpsrásum blasti við.
Áttatíu dollarar vora reiddir af hendi
og ferðalúin börnin glöddust.
Við komuna til Montreal var létt
yfir fólki. Þriðja stærsta borg Kanada
tók ferðafólkinu opnum örmum. Við
skráðum okkur inn á hótel í keðjunni
Country Inn and Suites í miðborginni
og bílnum var lagt í bifreiðageymslu
hótelsins fyrir tíu dollara á sólarhring.
Síðan var leiðakerfi neðanjarðarlest-
arinnar skoðað og haldið í eins konar
Disney-garð þar sem öll möguleg tæki
vora í boði. Aðgangseyrir var hóflegur
ef miðað var við að eingreiðslan dugði
Hestvagn í borg
Vinsælt er að fara um miöborg
Montreal í hestvagni. Ekillinn er jafn-
framt ieiösögumaöur og þylur
reiprennandi upp sögu borgarinnar.
til aðgangs í öll tækin.
Næstu dagana var þvælst um borg-
ina þvera og endilanga og neðanjarð-
arlestin notuð óspart. Sá ferðamáti er
einstaklega hagkvæmur ef litið er til
þess að miðinn fyrir alla kostaði um
300 íslenskar kr. Ef sami hópur hefði
notað strætó í Reykjavík til að skjótast
milli hverfa hefði sá pakki kostað um
700 krónur eftir nýjustu hækkanir.
Öllu dýrara var ferð með hestvagni
um miðborgina. En ekillinn fór á kost-
um þar sem hann sagði sögu borgar-
innar og lýsti þeim húsum sem ekið
var fram hjá. Hann fékk að launum
uppsett gjald og ríflegt þjórfé.
Auk Disney-ferðarinnar var há-
punkur Montreal-dvalarinnar ferð í
dýragarð skammt utan borgarinnar.
Þar var ekið um dýragarðinn og sum-
staðar mátti ekki fara út úr bílnum.
Miðaverð var hóflegt en inni í því var
aðgangur að vatnagarði og tívolíi. í
miðasölunni var boðið upp á fóður til
að gefa dýmnum. Fyrir tvo dollara
j, A ,
DV-MYNDIR REYNIR TRAUSTASON
Fögur borg
Quebec er, eins og margar
kanadískar borgir, ægifögur. Þar er
frönsk tunga nær allsráöandi en
hægt aö komast af meö enskuna.
fengust tveir pakkar. Mikil angist
greip um sig í bílnum þegar stöðvað
var í grennd við elg nokkum. Hann
hafði augljóslega reynslu af ferðafólki
því hann kom á hægu skokki að bíln-
um og rak höfuðið inn og gerði sig lík-
legan til að borða læri leiðsögumanns-
ins. í aftursætinu æpti yngra barnið af
æmu tilefni enda leit svo út sem dýr-
ið væri að borða móður þess. Sem bet-
ur fór tókst að flæma dýrið út úr bUn-
um og eftir það var rúðan vinstra meg-
in höfð uppskrúfuð. En ferðin í dýra-
garðinn var einstaklega vel heppnuð
og að kveldi vom elgir og apar lofaðir.
Heimsókn 1 kanadísku geimvísinda-
stofnunina dagpart undir leiðsögn fs-
lensks geimfara heUlaði alla nema
yngsta barnið sem lét sér fátt um finn-
ast.
Á bakaleiðinni frá Montreal tU Hali-
fax var staldrað við í borginni Monct-
on í New Branswich. Þar var sem fyrr
leitað í dýragarð og vatnagarð með
risavaxinni rennibraut og öldusund-
laug. Ýmist var valið að gista á
Country Inn and Suites mótelum eða
Inn and Suites sem sömu aðUar reka.
Báðar keðjurnar buðu upp á fríar
myndbandsspólur tU að trekkja að
ferðafólk.
Síðustu dögum ferðarinnar eyddi
fjölskyldan ferðamóð í Halifax þar sem
Titanic-safnið var skoðað og siglt og
ekið með báti sem var jafnvígur á sjó
sem á landi. Sólbruni, sem stór hluti
fjölskyldunnar varð fyrir í Moncton,
hrjáði fólk nokkuð en það breytti því
ekki að ferðin í heild var einstaklega
ánægjuleg. Kanadamenn em einstak-
lega vingjarnlegt fólk og þjóðvega-
menningin tU fyrirmyndar. Heima
beið Ártúnsbrekkan með umferðar-
dólgunum sem halda sig gjarnan á
vinstri akgrein til að ergja aðra.
Sorgiegt að Flugleiðir skuli vera að
hætta Halifaxflugi.
Reynir Traustason