Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Side 4
I LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 Fréttir I>V Maður á fertugsaldri sem var ákærður fyrir mjög gróf ofbeldisbrot gegn konu: Sýkna af nauðgunartil- raun og stórfelldri árás - niðurstaðan varð eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir kinnhesta Karlmaður á fertugsaldri sem ákærður var fyrir tilraun til nauðg- unar og stórfellda líkamsárás gagn- vart sömu konu hefur verið dæmd- ur í eins mánaðar fangelsi skilorðs- bundið. Hann er sýknaður af ákæru um nauðgunartilraun og alvarlega árás en sakfelldur fyrir minna brot. Héraðsdómur Vesturlands telur ein- ungis sannað að maðurinn hafi sleg- ið konuna með flötum lófa í andlit en dæmir hann engu að síður til að greiða henni 200 þúsund krónur í bætur. Einn dómari af þremur, Val- týr Sigurðsson, vildi sakfella mann- inn fyrir tilraun til nauðgunar en taldi ósannað eins og hinir að það hefði verið fyrir tilstilli mannsins að konan kjálkabrotnaði og hlaut aðra áverka. Atburðimir áttu sér stað í Borg- arnesi. Fyrir liggur að konan, sem er um tveimur áratugum eldri, hafði á 20 árum haft þrisvar samfar- ir við manninn, fyrst er hann var 15 ára - alltaf þegar áfengi var um hönd haft. í lok mai var fólkið á veitingahúsi i Borgarnesi, þó ekki saman. Endaði það með því að kon- an varð ofurölvi, fór út og féll fram fyrir sig af tröppum og á andlitið. „Hún gat varla staðið í fæturna," sagði vitni. Konunni, sem upplýst Frá Borgarnesi Karlmaðurinn sýknaður, en fjölskipaðurr dómur klofnaði í afstöðu sinni til málsins var í málinu að var á þrenns konar þunglyndislyfjum og tók inn tvenns konar róandi lyf, var fylgt heim. Eft- ir þaö kom ákærði sem einnig var mjög ölvaður og var hleypt inn. Eftir þetta ber fólkinu ekki sam- an. Konan, sem kærði manninn sama dag, ber að maðurinn hafi gengið í skrokk á sér og reiðst mjög þegar hann hefði ekki getað haft samfarir vegna ölvunar. Hún hefði óttast um líf sitt. Hún kveðst hafa ákveðið „að láta sig hafa það“ þegar maðurinn sóttist eftir kynmökum með hörku. „Mér var eiginlega alveg sama hvort hann hefði við mig samfarir eða ekki, bara að hann hætti að berja mig,“ sagði konan. Minnissljó en sjálfri sér samkvæm Tveir dómaranna töldu framburð konunnar ekki að öllu leyti heil- steyptan „þó hún hafi verið sjálfri sér samkvæm. Skiptir þar mestu máli að hún mundi ekki eftir að hafa fallið í götuna fyrir framan Dússabar," segir meirihluti dóm- enda, Finnur Torfi Hjörleifsson og Sigríður Ólafsdóttir. Þau töldu með ólíkindum að meint ofbeldi hefði staðið yfir í á fjórðu klukkustund sé litið til áverka á konunni. Á hinn bóginn taldi meirihlutinn að ekki væri varhugavert að telja sannað að ákærði hefði beitt hana ofbeldi á meðan heimsókninni stóð, slegið hana ítrekað með flötum lófa eins og konan haföi lýst. Minnihlutinn, Valtýr Sigurðss- son, telur að ljósmyndir sem teknar voru af konunni eftir verknaðinn styrki eindregið framburð hennar sem frá upphafi hafi verið skýr og hún sjálfri sér samkvæm - þó svo að minnið hefði verið stopult. Mað- urinn hafi ekki borið á móti kyn- mökum en haldið því fram að þau hefðu verið með vilja konunnar. Valtý þótti ekki varhugavert að telja sannað að leggja framburð kon- unnar til grundvallar því að ákærði hefði gert tilraun til nauðgunar og fylgt því eftir með ofbeldi þannig að stórsá á konunni. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. -Ótt Innlendir og erlendir svikahrappar reyna að svindla á sumarfrístímanum: innheimta þjónustu sem ekki var innt af hendi DV-MVND GVA Ókantskorin fura á sumarbústaðinn Niðri við sjávarkambinn á Flateyri eru nokkrir menn að smíða sumar- bústaði sem vekja athygli fyrir það með hverju þeir eru klæddir að utan- verðu. Hér er um að ræða þykka ókantskorna furu í heilum borðum sem liggja lóðrétt. Ekið verður með bústaðinn m.a. í gegnum hamra- göngin nálægt Súðavík. „Þaö er búið að mæla þetta ailt út, “ sagði Pétur G. Þorkelsson hjá Særeka þegar DV ræddi við hann. Samtök verslunar og þjónustu hafa i dreifibréfi hvatt aðildarfyr- irtæki sin til að hafa vara á sér vegna fyrirtækja, innlendra og útlendra, sem reyna að framvísa reikningum á meðan sumarleyfi standa fyrir vöru eða þjónustu sem aldrei hefur verið beðið um eða verið afhent. Treysta þeir á að afleysingafólk sjái ekki við svikunum. Útlend fyrirtæki sem gefa út fyrirtækjaskrár í ýmsum grein- um hafa reynt aö fá slíka reikn- inga greidda og er þá gjarnan með smáu letri neöanmáls tekið fram að greiðsla jafngildi sam- þykki á skráningu í skrárnar. Lögregluyfirvöld í ýmsum lönd- um eru að vinna í slíkum málum en mismunandi löggjöf veitir þeim misgóða möguleika til inn- gripa í þessi mál. í öðrum tilfell- um getur verið um að ræða reikn- inga vegna þjónustu eða vara sem hafa aldrei hafa verið látnar í té viðkomandi fyrirtæki en e.t.v. boðnar þannig að einhverjar upp- lýsingar finnast í fyrirtækinu sem reikningurinn er stílaður á um þetta og menn rámar i að hafa heyrt um málið. Þetta veldur því stundum að reikningur er greidd- ur af afleysingamanni. Efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra fer með rannsókn þessara mála hér á landi og hefur SVÞ nú óskað samstarfs við RLS um að vara við þessum svika- hröppum og koma fyrir viðvörun á heimasíðum beggja aðila. -DVÓ Hvalfjarðargöng: Stórhætta á ferðum „Bensínleki í göngunum getur skapað stórhættulegt ástand. Hreinsun gekk hins vegar vel og slökkviliðsmenn luku störfum á innan við þremur stundum,“ sagði varðstjóri í Slökkviliði Reykjavíkur í gærkvöld. Hvalfjarðargöngum var lokað um tíuleytið í gærmorgun vegna leka úr bensínflutningabíl sem kom inn í göngin að norðan- verðu. Slökkviliði barst seint til- kynning um lekann og hafði raunar haft spurnir af honum fyrst í fjöl- miðlum. Mikil bensínstybba var i göngun- um en að sögn Reynis S. Kristins- sonar, framkvæmdastjóra Spalar, var lekinn ekki eins mikill og menn héldu í fyrstu. „Þetta voru einhverj- ir tugir lítra sem dreifðust á nokkra kílómetra. Við tókum enga áhættu og var göngunum haldið lokuðum þar til búið var að dreifa sandi yfir bensínið," segir Reynir. Hugmyndir um að banna olíu- flutninga um göngin hafa oft komið upp og segir Reynir að olíuflutning- ar séu bannaðir um helgar enda umferð þá mest um göngin. Hann segir það ekki Spalar að banna slíka flutninga um göngin heldur sé það alfarið lögreglunnar. -aþ Hvolsvöllur: Þyrla sótti slasaða konu Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða konu til Hvolsvallar um fjögurleytið í gær. Harður árekstur varð á veginum vestan Hvolsvallar þegar fólksbíll hafnaði aftan á jeppa. Fólksbíllinn lenti síðan utan vegar en hélst á hjólum. Konan sem slasaðist var farþegi í jeppanum. Að sögn lögreglu á Hvolsvelli hlaut hún hálsmeiðsl sem voru talin það alvar- leg að kallað var eftir aðstoð þyrl- unnar. Aðrir munu hafa sloppið ómeiddir en báðir bilar skemmdust nokkuð við áreksturinn. -aþ V9 , c 10* '--'s' » S\6 vl(S Sólarlag í kvöld Sólarupprás á morgun Síódegisflóö Árdegisflóó á morgun AKUREYRI 23.27 23.46 03.41 02.46 24.59 17.07 00.59 05.32 Skýiringar á veóuriáknum m 13“ S) Víöast léttskýjað Norðvestlæg átt, 5 til 8 m/s. Víöast léttskýjað en síðan skýjað með köflum og hætt viö skúrum suöaustanlands. Hiti 10 til 17 stig. MnnBaÆgr Nú er sumar Nú er sumar. Gleöjist gumar, gaman er í dag. Brosir veröld víða. Veöurlagsins blíða eykur yndishag. ) VINDÁTT 10 °< HITI ^ -10° ^SVINDSTYRKUR Vconcr í metrum á sekúndu 'r«ut> f HEIÐSKÍRT ö LETTSKÝJAÐ HÁLF SKÝJAD SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ wd fs? RIGNING SKÚRIR SLYÐDA SNJÓKOIVIA ;W hd ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEOUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Dálitlar skúrir Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en dálitlar skúrir í flestum landshlutum. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast sunnan til. M.iiukUi ÞíWiuíl Hiti 8° «117» Hæg austlæg eöa breytileg átt og skýjaó meö köflum en dálitlar skúrlr í flestum landshlutum. Hltl 8 tll 17 stlg, hlýjast sunnan tll. Vindur: 4-7 m/t Hiti 8“ tii 17° Fremur hæg austlæg eöa breytileg átt og skýjaö meö köflum en dálitlar skúrlr í flestum landshlutum. Hiti 8 tll 17 stlg, hlýjast sunnan til. lyiiftviKtiH _______ ggu Vindur: ríÖ'' 4-6 m/s Hiti 8° «117® Fremur hæg austlæg eöa breytileg átt og skýjaö meö köflum en dálitlar skúrir í flestum landshlutum. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast sunnan til. AKUREYRI BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK RAUFARHÖFN REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN ÓSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBLIN HALIFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEWYORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG léttskýjaö léttskýjaö skýjaö léttskýjaö skýjaö léttskýjaö hálfskýjaö hálfskýjaö skúr léttskýjaö skýjaö skýjaö skúr skúr skúr heiöskírt skúr léttskýjaö skýjað léttskýjað skúr þoka á síð. skýjaö skýjaö hálfskýjað skýjaö skýjaö léttskýjaö alskýjaö alskýjaö léttskýjaö skýjað rigning skýjað heiðskírt alskýjaö 12 12 10 10 14 13 11 12 12 13 20 17 15 13 9 14 29 19 26 21 19 14 klst.13 19 19 3 17 17 31 16 7 20 25 17 27 19 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.