Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001
DV
Fréttir
Davíð Oddsson segir atvinnuveiðar nauðsynlegar en menn verði að vera raunsæir:
Tími hvalveiða er
enn ekki kominn
- hvalveiðibann framlengt um ár í hvalveiðiráðinu í gær
Davíð Oddsson forsætisráöherra
segir að tími hvalveiða sé ekki
kominn enn þá þótt ýmislegt bendi
til að hann nálgist óöum og hann
telur nauðsynlegt að hefja hval-
veiðar í atvinnuskyni til þess að
tekjur myndist í greininni. „Vís-
indaveiðar eru nauðsynlegar en
þær skapa okkur engar tekjur,"
segir Davíð. „Atvinnuveiðar þurfa
að koma til. Út frá vísindalegu
sjónarmiði ættu þær að geta hafist
fljótlega ef menn vildu. En við
þurfum að vera raunsæ og við
erum ekki búin að vinna þann
markað sem við þurfum til að geta
selt hvalaafurðir. En mér sýnist að
ýmislegt sé að snúast í átt til okk-
ar,“ segir forsætisráðherra.
Á fundi Alþjóða hvalveiðiráðs-
ins I gær var samþykkt að fram-
lengja hvalveiðibannið um eitt ár
til viðbótar og mistókust þar með
tilraunir Norðmanna og Japana til
að fá banninu aflétt. Ljóst er þó að
það mál verður tekið upp á ný á
fundi ráðsins í Japan á næsta ári.
Ekkert hefur skýrst um stöðu ís-
lands í ráðinu og
er ástandið á
fundinum í
London enn afar
sérkenilegt. For-
sætisráðherra
segir uppákom-
una á fundinum
lögleysu. „Þeir
geta ekki hent
okkur út. Þessi
regla að menn
geti komið saman og greitt at-
kvæði til þess að drepa fyrirvara
einnar þjóðar stenst ekki. Það get-
ur bara hver og ein þjóð mótmælt
fyrir sig. Vandamálið við Alþjóða
hvalveiðiráðið er að þaö fer
hvorki eftir lögum né vísindaleg-
um leikreglum. Af hverju erum
við þá að sækja í slíkan klúbb?
Skýringin er sú að við gætum ekki
selt okkar vörur nema vera aðilar
að hvalveiðiráðinu," segir Davíð
Oddsson.
Sjá einnig ítarlegt viðtal við
Davíð í blaðinu á morgun.
KB/BG
Davíð Oddsson
Minningarathöfn um þá sem fórust meö Hood:
Synti eins hratt og
ég gat frá Hood
- segir Ted Briggs, eini eftirlifandi skipverjinn
í gær var haldin minningarathöfn
um þá sem fórust þegar Hood, flagg-
skipi breska flotans, var sökkt af
þýska herskipinu Bismarck í maí
1941. Breska sjónvarpsstöðin Channel
4 gerði út leiðangur á dögunum til að
finna flak Hoods og fannst það loks á
mánudaginn. Hood liggur í votri gröf
á um 3000 metra dýpi á Grænlands-
sundi, um 250 sjómilur í hávestur frá
Reykjanesi. Athöfnin í gær fór
einmitt fram á svipuðum slóðum og
Hood var grandað og meðal þátttak-
enda var Ted Briggs, einn þriggja
skipverja sem komust lifs af og sá
eini sem enn er á lífi. Alls fórust 1416
manns með skipinu og sagði Briggs
að það hefði verið sér mikill léttir að
geta loksins vottað félögum sínum
virðingu sína á þeim stað þar sem
hildarleikurinn fór fram. „Þetta er
mér mjög mikils virði, bæði persónu-
lega og einnig sem forseta Hood-sam-
bandsins," sagði Briggs við komuna
til Grindavíkur í gær en þangað hélt
hópurinn að loknum leiðangrinum.
„Athöfnin í dag var mjög hjartnæm
og einfóid og ég held að hún hafi sagt
DV-MYND EINAR J.
Kominn í land
Ted Briggs er eini eftirlifandi skipverjinn af breska orrustuskipinu Hood. Hann
heiðraði minningu félaga sinna á staðnum þar sem skipið sökk.
allt sem segja þurfti," segir Ted
Briggs, klökkur í rómi.
Orrustan enn í fersku minni
Orrustan við Bismarck er Briggs
enn í fersku minni. „Við komum
Þjóðverjunum algerlega á óvart og
höfðum barist í sex stundir áður en
þeir tóku við sér.“ Briggs segir að
Þjóðverjarnir hafi skotið á Hood og
eitt skotanna hafi hæft skotfæra-
geymslu skipsins svo úr hafi orðið
mikil sprenging. „Skipið sökk á að-
eins þremur mínútum," segir Briggs
og setur hljóðan. En hvernig skyldi
honum og félögum hans hafa tekist að
komast lífs af. „Við vorum uppi á
dekki. og flýtum okkur niður stigann
þegar sprengingin varð og lentum í
vatninu. Ég synti í burt eins hratt og
ég gat og þegar ég leit til baka var
skipið farið. Ég sá aðeins félaga mína
tvo. Það komst enginn annar af,“ seg-
ir Ted Briggs tregafullri röddu. ítar-
legra viötal við Ted Briggs verður í
Helgarblaði DV á morgun.
-EÖJ
Könnun á notkun bílbelta á Austurlandi:
Norðfirðingar og Djúpavogsbúar bestir
- Seyðisfjörður og Hornafjörður á botninum
Nýleg könnun á notkun bílbelta á
Austurlandi leiddi í ljós að öku-
menn á þessum slóðum eru langt
frá því nógu duglegir að spenna
beltin. Aðeins 42 prósent ökumanna
á Seyðisfirði voru með beltin
spennt, 47% á Homafirði, 57% á
Eskifirði, 74% á Egilsstöðum og
77% í Neskaupstað og á Djúpavogi.
Að sögn Reynis Amórssonar um-
ferðcU'öryggisfúlltrúa hefur átak lög-
reglunnar fyrir austan skilað ár-
angri en betur má ef duga skal.
Reynir bendir á að sekt fyrir að
vera ekki með beltið spennt sé nú
fjögur þúsund krónur og hækki í
funm þúsund um mánaðamótin.
Reynir segir til athugunar að
stofna til keppni milli bæjarfélag-
Okumenn í beltum fá verölaun
Reynir Arnórsson, umferöaröryggisfulltrúi á Austurlandi, segir átak í bílbelta-
notkun verða í gangi um verslunarmannaheigina.
anna eystra um hver nái bestum ár-
angri í bílbeltanotkun.
“Um síðustu verslunarmanna-
helgi aðstoðuðu unglingar úr ung-
lingadeildinni á Eskifirði við eftirlit
í bílum. Þeir sem voru með beltin
spennt fengu verðlaun. Árangur af
þessu var góður og við ætlum að
hafa sama háttinn á nú um verslun-
armannahelgina," segir Reynir.
Þess má geta að ökumenn bera
ábyrgð á því að farþegar yngri en 15
ára séu í öryggisbeltum. Þeir geta
fengið sekt að andvirði átta þúsund
krónur fyrir hvem farþega sem
ekki er spenntur. Sektin hækkar í
tíu þúsund krónur þann 1. ágúst nk.
-JI
SŒ’.
Ólögleg fjárfesting?
Ögmundur Jón-
asson, formaður
Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins,
segir það stríða
gegn lögum að líf-
eyrissjóðir fari út í
áhættufj árfestingar
til að ávaxta fé sitt
og að fjárfesting í álveri við Reyðar-
fjörð sé hiklaust slík áhhættufjár-
festing.
Fimm stærstu lifeyrissjóðir
landsins, undir forustu Þorgeirs
Eyjólfssonar hjá Lífeyrissjóði versl-
unarmanna, ætla að kanna hugsan-
legar fjárfestingar í álversfram-
kvæmdum á Austurlandi. Þetta
kom fram hjá RÚV.
Hjúkrunarfræðingar semja
Félag íslenskra hjúkrunarfræð-
inga hefur samið á ný við ríkið en
hjúkrunarfræðingar felldu fyrir
skömmu samning sem gerður hafði
verið. Nýi samningurinn verður
kynntur hjúkrunarfræðingum
næstu daga samkvæmt upplýsing-
um á heimasíðu félagsins og verður
fyrsti kynningarfundurinn í Kefla-
vík í dag.
íslenska ákvæðið
Margt bendir til að íslenska
ákvæðið, sem svo hefur verið kall-
að, nái ekki afgreiðslu á loftslags-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna i
Bonn eins og áformað hafði verið.
Ástæðan er að ýmissi tæknivinnu
hefur seinkað talsvert og því búist
við að fjölmörgum atriðum verði
fresta til næstu ráðstefnu sem hald-
in verður í Marakesh í Marokkó í
haust. Morgunblaðið greindi frá.
Sóðapóstur
Björn Bjarnason
menntamálaráð-
herra segist á
mbl.is hafa undan-
farna daga fengið
sendan „sóðalegan
tölvupóst frá
nokkrum grunn-
skólanemendum."
Nemendurnir munu vera að kvarta
yfir því að upphaf skólaársins fær-
ist til 24. ágúst og að það sé nú lág-
mark níu mánuöir. Ráðherra segir
að nemendurnir spari ekki stóru
orðin í tölvupóstinum.
Ný planta í Surtsey
Ný plöntutegund hefur fest rætur
í Surtsey, en það er plantan augn-
fró. Augnfró er háplanta sem vex yf-
irleitt á harðbölum hér á landi en í
Surtsey var hún græn og grósku-
mikil að sögn Sturlu Friðrikssonar
grasafræðings sem er nýkominn úr
leiðangri út í eyna. Morgunblaðið
greindi frá þessu.
Náttúrfræðingar semja
Félag íslenskra náttúrufræðinga
og samninganefnd ríkisins gengu í
gær frá nýjum kjarasamningi sem
felur í sér 6,9% hækkun við undir-
skrift og 3% hækkun um hver ára-
mót út samningstímann. Sam-
kvæmt nýja samningnum eru há-
markslaun um 380.000 krónur en
lágmarkslaun 110.000. Að auki var
samið um að árangurstengja laun.
Eldborg umfram væntingar
í gær var búið að
selja yfir 2000 miða
í forsölu á Eldborg-
arhátíðina um
verslunarmanna-
helgina og er þetta
langt umfram vænt-
ingar samkvæmt
upplýsingum frá
Einari Bárðarsyni, eins aðstand-
enda hátíðarinnar. Miðasalan fer
fram á Visir.is en sölu hjá Vísi.is
mun ljúka klukkan 16 í dag.
-BG