Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001
Fréttir
DV
Goði slátrar aðeins í þremur sláturhúsum í haust:
Vilja slátra í verktöku
- en enginn kjötkaupandi fæst - talað um verðlækkun sem skandal
Heíti potturinn
Engar umræður hafa farið fram
innan nýkjörinnar stjórnar Goða
um úreldingu á sláturhúsinu á
Hvammstanga, og jafnvel fleiri slát-
urhúsum. Sláturhúsið Ferskar af-
uröir á Hvammstanga sendi Goða
formlega beiðni um leigu á slátur-
húsinu á þriðjudag en Hjalti Jósefs-
son, framkvæmdastjóri Ferskra af-
urða, segir að hann eigi síður von á
því að fá jákvætt svar við bréfinu.
Ferskar afurður munu slátra um 20
þúsund fjár og anna ekki meiru en
hafa fyrirliggjandi beiðnir um
meira. Tap Goða á sl. ári nam um
430 milljónum króna en Ferskar af-
urðir voru reknar með 12 milljón
króna hagnaði. Goöi hefur einnig
fengið beiðni frá sveitarstjóm Dala-
byggðar og heimamönnum um leigu
á sláturhúsi félagsins og er mark-
miðið að slátra í haust í samvinnu
við aðra sláturleyfishafa í landinu
og verður stofnað eignarhaldsfélag í
því augnamiöi.
Verðlækkunin skandall
„Ég veit ekki hvað forsvarsmenn
Goða eru að hugsa og það skilur það
eiginlega enginn hér á svæðinu. Goða-
menn ætla að slátra en það er þvílík-
ur skandall að þeir ætli að lækka kjöt-
ið frá því í fyrra um 8 til 15%, sem er
15 til 22% lækkun eftir tegundum mið-
að viö það verö sem Sláturfélag Suð-
urlands er búið að gefa út til sauðfjár-
bænda. Við slátrum um 20 þúsund fjár
og getum ekki annað meiru en getum
fengið mun meira fé. Það fer allt of
mikill tími í að ræða viö bændur um
þessi mál, þó það sé alltaf gaman að
tala við bændur, maður verður að
snúa sér að öðru líka,“ segir Hjalti
Jósefsson. Búist er við allt að 50%
meiri sauðfjárslátrun hjá Sláturfélagi
Suðurlands í haust en sl. ár en í fyrra
var slátrað liðlega 100 þúsund dilkum.
Að öllu forfallalausu verður slátrað
um 120 þúsund dilkum hjá Goða sem
er rétt um helmingur þess sem slátrað
var haustið 2000. Aðalstöðvar Slátur-
félags Suðurlands eru í Reykjavík en
félagiö rekur kjötvinnslu á Hvolsvelli,
starfsstöð á Selfossi og sauðfjárslátur-
hús á Kirkjubæjarklaustri og við
Laxá í Leirársveit.
Hjalti segist ekki reikna með nein-
um breytingum hjá Goða fyrir slátur-
tíð nema fyrirtækið fái ekki beiðni
um greiðslustöðvun samþykkta. Ef
það gerist ekki fari fyrirtækið beint í
gjaldþrot.
Hvers konar slátrun?
Ljóst er aö Goöi býöur mun lægra verö fyrir kjöt til bænda en aörir aöilar.
Vilja enn slátra í verktöku
„Það stendur ekki til að leigja
sláturhúsið á Hvammstanga," segir
Bjöm Elisson, kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Vestur-Húnvetninga og
stjórnarformaður Goða. „Okkar
áform um að slátra í húsinu standa
óbreytt enda taka uppsagnir á um
20 starfsmönnum ekki gildi fyrr en
eftir sláturtíðina en Qest af starfs-
fólkinu kemur aðeins til vinnu yflr
sláturtíðina, bæði á Hvammstanga
og annars staðar. Það hafði engin
beiðni borist um úreldingu í síðustu
viku áður en ég fór í frí til Færeyja.
Það stendur til að slátra í þremur
sláturhúsum, þ.e. á Hvammstanga,
Höfn og Fossvöllum, en við rennum
blint í sjóinn með hversu mikið.
Önnur sláturhús Goða eru í bið-
stöðu, við verðum að sjá hversu
Innlent fréttaljós
Geir A. Guðsteinsson
blaöamaöur
mikið af sláturfé berst til okkar.
Berist meira en þessi þrjú hús anna
verðum við að opna fleiri hús. Við
viljum slátra í verktöku en þá þarf
einhver annar aðili að kaupa kjötið
og við höfum ekki séð hann, svo við
kaupum kjötið af bændum. Eðli
sláturhúss er ekki endilega að eiga
Seldi á Selfossi og flutti í Borgarnes:
Taldi að höfuðstöðvar Goða færu í Borgarnes
Jón Karl Jónsson starfaði sem
kjötiðnaðarmaður hjá Goða á Sel-
fossi en seldi fyrir nokkru hús sitt
á Selfossi og flutti í Borgames þar
sem áform Goða á þeim tíma voru
þau að flytja höfuðstöðvar og
megnið af kjötvinnslu fyrirtækis-
ins þangað. Það gekk ekki eftir
sem kunnugt er, kjötiðnaður Goða
var seldur til Norðlenska mat-
borðsins.
„Mér var tjáð það af forsvars-
mönnum Goða að til stæði að
framtíðarstaðsetning fyrirtækis-
ins yrði í Borgamesi. Mér fannst
full ástæða til þess að trúa því,
hafði fulla trú á fyrirtækinu, en
þaö er ekki alltaf sem maður er
heppinn. Ég er þó heppinn að því
leyti að ég er að vinna hjá Norð-
lenska sem tók við rekstri á kjöt-
vinnslu Goða. Kjötvinnslan á
Kirkjusandi flyst norður en við
trúum að kjötvinnslan hér í Borg-
arnesi verði áfram rekin hér.
Þetta er þekkt merki meö góða
stöðu svo ég hef ekki trú á því að
þaö verði lagt af eða flutt,“ segir
Jón Karl Jónsson.
Jón Karl segist sáttur við það að
vinna hjá Norðlenska, aðalatriðið
Ruttl sig um set
Jón Karl Jónsson hugöist fylgja Goöa frá Selfossi til Borganess en þegar upp
var staöiö var þaö bara hann sem flutti.
sé að hafa vinnu. Ekki hafi veriö
úr miklu að spila á Selfossi, þar
hafi um tíma verið reknar fjórar
kjötvinnslur en aðeins ein sé rek-
in þar í dag. -GG
kjötið, svo enn viljum við slátra í
verktöku og reka þetta sem hreint
sláturfélag," segir Björn Elísson.
Ekkert handbært
úreldingarfé
Gunnar Sæmundsson, bóndi í
Hrútatungu í Hrútafirði og stjórnar-
maður í Bændasamtökunum, segir
að sauðfjárbændur sem skipt hafi
við Goða séu fremur daufir í dálk-
inn um þessar mundir, byrjun slát-
urtíðar sé óþægilega nálægt, eða eft-
ir um 7 vikur, og svo bjóði fyrirtæk-
ið 85% af því verði sem Sláturfélag
Suðurlands sé að bjóða og greiði
ekki fyrr en í febrúarmánuði 2002.
Frá Hrútatungu kemur fast að 500
fjár til slátrunar.
„Ég reikna með að slátra áfram á
Hvammstanga en það er ljóst að
menn leggja ekki inn hjá Goða upp
á þau kjör sem boðin eru núna
nema í algjörri neyð og að menn séu
komnir á hnén. Sumir eiga ekki
annarra kosta völ ef ekki fínnst
önnur lausn á þessum málum. Það
er verið að skoða þessi mál öll, m.a.
með leigu á húsunum í Búðardal og
Þykkvabæ, og ég held að stjórn
Goða hafi ekki aftekið það.
Ég kem til með að skoða ýmsa
möguleika, m.a. að fara með mitt
sláturfé í Búðardal, verði það hús
leigt eða selt,“ segir Gunnar Sæ-
mundsson.
- Stendur til aó úrelda einhver
slúturhús Goöa?
„Ég veit ekki til þess að það
standi til að borga ákveðnum hús-
um, enda ekkert fé handbært til úr-
eldingar nema til sérstakra aðgeröa
komi sem ekki eru komnar á borð-
ið. Það fé hefur komið i tengslum
við búvörusamninga og það er ekk-
ert ákvæði í núverandi búvöru-
samningi þess efnis. Það kann að
vera eitthvert smáræði til úr eldri
búvörusamningi en það er ekki
búið að gera upp úreldingarbætur
til KEA á Akureyri svo þeir pening-
ar eru ekki á lausu. Ákveðinn hluti
stjórnar Bændasamtakanna hefur
einnig verið að ræða þessa hluti í
samstarfi við Landsamtök sauðfjár-
bænda enda fara þau samtök með
samskiptin við samtök sláturleyfis-
hafa.“
Umsjön: Hörður Kristjánsson
netfang: hkrist@ff.is
í leigubíl?
Á vefsíðunni Flateyri.com er eins
og fyrri daginn að finna fjöldann all-
an af gamansögum úr Önundarfirði.
Þar er m.a. sagt frá er Sif ÍS var á
landstími og rjÆa8^lj,"h
Magnús p*8!
Eggertsson | —«•'?!!
við stjórnvöl-
inn. Þegar
báturinn átti
að vera far-
inn að nálgast
Önundarfjörðinn kom Guðmundur
Njálsson skipstjóri upp í brú og
kíkti í radarinn og sá um leið að
þeir stefndu beint upp í Barðann.
Yfirvegaður og rólegur að vanda leit
Guðmundur á Magnús og sagði:
„Hvað segirðu, Maggi minn, ætlarðu
að taka leigubil heim...“
Vilja sjá meira
íslensk erfðagreining sýnir á vef-
síðu sinni myndir af nýbyggingu
fyrirtækisins í Vatnsmýrinni. Eru
myndir uppfærðar á flmm mínútna
fresti. Sagt er að
íjárfestar fylgist
; hróðugir með á
tölvuskjánum en
framkvæmdir
hófust í október
2000. Húsið á að
klárast í lok ársins
2001 svo pottverj-
um þykir einsýnt
að áhugasömustu fjárfestarnir verði
komnir með nokkra augnþreytu
þegar þar að kemur. Þó fmnst sum-
um ekki nóg að gert. Gott sé að geta
fylgst með byggingu á þessu 14.000
fermetra húsi en synd að geta ekki
fylgst náið með öðrum umsvifum
Kára Stefánssonar. Kröfur verði
því væntanlega háværar frá ná-
grönnum Kára um að setja upp
sams konar myndavél þegar risa-
vaxna 540 fermetra líparíthöll for-
stjórans fer að skríða upp úr jörð-
inni við Skerjafjörðinn...
Harpa-Sjöfn
Harpa hf., málningarverksmiðjan
í Reykjavík, og málningardeild
Sjafnar hf. á Akureyri hafa ákveðið
að sameina krafta sína í nýju fyrir-
tæki, Hörpu
-Sjöfn. Mun
það hefja
starfsemi 1.
september. í
heita pottin-'
um þykir I
furðulegt að'
þetta skuli ekki hafa orðið að veru-
leika fyrir löngu. Stuðmenn séu
búnir kyrja lagið um Hörpu Sjöfn í
áraraðir. Pottverjum þykir því víst
að annaðhvort hafi Stuðmenn verið
svona forspáir, eða það sem verra
er, að forstjórum fyrirtækjanna
þyki Stuðmenn hreinlega leiðinleg-
ir. Því hafl þeir aldrei heyrt þeirra
merkilega boðskap um Hörpu-
Sjöfn...
í naglaskattssúpuna
Hrannar B. Arnarsson borgar-
fulltrúi hefur barist hart fyrir því
að skattur verði lagður á nagladekk
í höfuöborginni. Skipta þá engu rök
tryggingarfélag-
anna sem telja
víst að slysum
fjölgi verulega í
kjölfarið. Hrannar
telur þau rök
sterkari sem segja
að mikið svifryk
fylgi notkun nagla-
dekkja. Nú virðist
Hrannar B. vera að fá glænýjan
skattstofn upp í hendumar. Miklar
hugmyndir eru uppi um að lækka
gjöld á dísilbílum sem eyða minna
eldsneyti og spúa þar af leiðandi
minni eiturefnum út í andrúmsloft-
ið en bensínbílar. Hrannar er sem
áður með allan hugann við svifryk-
ið og þykir nú líklegt að niðurfell-
ing ríkisins á dísilbílasköttum skili
sér beint í kassa borgarinnar. Þrátt
fýrir öll rök um mikla þróun og
litla mengun dísilvéla þá muni
Hrannar B. ekki gefa sig. Því bæti
hann dísilbílaskatti snarlega út í
naglaskattssúpuna góðu...
f*:-
* v, •- *. *
-; j :