Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 I>V 5 Fréttir Stórri rafmagnssög var stolið frá vinnuflokki á Höfn: Lögregla komst ekki í útkall sökum fjárskorts Nýrri rafmagnssög var á dögun- um stolið frá vinnuflokki Krist- jáns Þórðarsonar meðan verið var að vinna að endurbótum á Skeið- arárbrú. Um er að ræða rafmagns- sög í borði, grænleita að neðan, sem kostar um 250 þúsund. Vinnu- ílokkurinn hafði átt sögina í tvær vikur þegar hún hvarf. Þjófamir skildu eftir sig ummerki og var leitað til lögreglunnar á Höfn með rannsókn málsins. Ekki gat lög- reglan sinnt útkallinu sökum fjár- skorts. Sigurður Guðnason lög- regluvarðstjóri staðfesti að lög- regla gæti því miður ekki sinnt út- köllum út fyrir næsta nágrenni Hafnar. Sigurður sagði ófremdará- stand rikjandi þvi ekkert mætti gera sem yki á útgjöld embættisins og fjárskorturinn kæmi niður á flestum störfum lögreglunnar. Kristján vinnuflokksstjóri lýsir eftir söginni, sem er af Gjerde- sagen 1603 gerð. Hann segir hana svo þunga að tvo menn þurfi til að bera hana. Þjófarnir hafi hins veg- ar rifið hana í sundur og skilið borðið eftir. Aðeins tvær sagir af þessari gerð munu hafa verið seld- ar hér á landi á árinu. -JI Frá Höfn í Hornafirði. Félagsmálayfirvöld á Akureyri: Meiri fjár- hagsaðstoö Veruleg aukning hefur orðið á greiddri fjárhagsaðstoð til einstakl- inga á vegum félagsmálayfirvalda á Akureyri frá því í fyrra. í júní síðastliðnum lágu fyrir félagsmála- ráði 67 umsóknir og voru veittir 55 styrkir að upphæð rúmlega 2,6 milljónir sem þýðir aö hver styrk- ur var að meðaltali nokkuð undir 5 þúsund krónum. Þá voru veitt fimm lán upp á rúmlega 210 þús- und en 7 umsóknum um aðstoð var synjað. Fjárhagsaðstoð Akureyrar- bæjar á fyrri helmingi ársins í ár var tæplega 37% hærri en hún var á sama tíma í fyrra. -BG Dregur úr fæðingum: Nær 7% samdráttur Alls hafa 234 konur átt börn sín á fæðingar- deild FSA á Ak- ureyri frá ára- mótum til síð- ustu helgar sem er 16 fæðingum færra en á sama tíma sl. ár, enda var það keppikefli margra foreldra að eiga barn á alda- mótaárinu. Aðeins í einu tilfelli var um tvíburafæðingu að ræða. Hluta sumartímans er fæðingar- deildum sjúkrahúsanna á Sauðár- króki, Siglufirði og Húsavík lokað og þá leita barnshafandi konur til FSA, þó að það sé visst álag fyrir konurnar að vera sendar til að fæða börnin fjarri heimabyggðinni. -GG Meira fé til riðurannsókna: Alvarlegt þeg- ar rannsóknir dragast Riða greindist í sauðfé á bæ í Hrunamannahreppi á árinu 2000 og svo aftur í vor en enn hafa nið- urstöður rannsókna á heilum ekki verið birtar. Hrunamenn skora á landbúnaðarráðuneytið og yfir- dýralækni að sjá til þess að nægir fjármunir fáist til að Ijúka verk- inu. Sveitarstjóm hefur lýst yfir óá- nægju með að sýnin hafi ekki ver- ið rannsökuð jafnóðum eins og þyrfti að vera. Það sé mjög mikil- vægt að grunur um sýkingu komi strax fram enda mikið áfall fyrir landbúnaðarhérað eins og Hruna- mannahrepp þegar riða greinist í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið má illa við þvi að fólki fækki vegna þess að búskapur leggist af vegna riðu í sauðfé því að fækkun af eðli- legum ástæðum er alltaf til staðar og eins hefur bændum verið gert það mögulegt að hætta með því að kaupa upp greiðslumark þeirra. íbúar i Hrunamannahreppi voru 726 1. desember 2000 en á fyrstu 6 mánuðum þ.á. hefur þeim þó fjölg- aö um 10. -GG 20% afsláttur af nýjum vörum Boltar, íþróttaskór, hlaupaskór, gönguskór, sandalar, hlaupafatnaður, sundfatnaður, bolir, peysur, flísfatnaður, buxur, jakkar, gallar, regnfatnaður, golfvörur, stangveiðivörur, Gore-tex jakkar, bakpokar, svefnpokar, tjöld, prímusar, Fjállráven fatnaður, línuskautar o.m.fl. ÚTILÍF GLÆSIBÆ OG VATNSMÝRARVEGI Sími 545 1500 • www.utilif.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.