Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 15
14 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoóarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýslngastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, síml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Aldraðir bíða þjónustu Aldurssamsetning þjóða er að breytast. Öldruðum fjölgar í vestrænum velferðarsamfélögum. Sama þróun á sér stað hér á landi og i sambærilegum þjóðfélögum. Þó eru aldrað- ir enn tiltölulega fáir hér miðað við nálæg lönd. í Svíþjóð, þar sem flestir fullorðnir búa, eru til dæmis nær 18 prósent íbúanna eldri en 65 ára en sambærilegt hlutfall er rúmlega 11 prósent hér. Þótt hér sé yngra fólk en í ýmsum ná- grannalöndum stefnir þó í hið sama. Hlutfall eldri borgara verður svipað innan tíðar hér á landi og í þessum löndum. Við þessu hefur verið brugðist en betur má ef duga skal. Öldrunarþjónusta er vaxandi þjónustugrein og mikil upp- bygging hefur átt sér stað innan hennar undanfarin ár. Þótt stefnt sé að því að aldraðir geti búið sem lengst heima, með stuðningi aðstandenda, eykst þörfin eftir heilbrigðis- og félagsþjónustu. Hjúkrunarheimili eða sjúkrahús um allt land sinna öldruðum. Þótt litið sé á stofnanavistun sem síðasta valkost verður þörfin sífellt meiri fyrir þá sem þurfa á hjúkrunar- og læknisþjónustu að halda. Víða á landsbyggðinni gengur bærilega að sinna þörfum þeirra sem leita eftir vistun á dvalarheimilum aldraðra en því fer fjarri að hið sama eigi við um höfuðborgarsvæðiö. Það kom fram i fréttum fyrr í mánuðinum að langir biðlistar væru eftir rými. Um þúsund manns væru á biðlistum hjúkrunar- og dvalarheimilanna á höfuðborgar- svæðinu og biðin væri um eitt og hálft ár og þá fyrir for- gangshópa. Ástandið var sagt skelfilegt enda ætti fólkið á biðlistunum, sem og aðstandendur þess, erfitt með að skilja og sætta sig við hinn langa biðtíma. Hér er því um brýnt úrlausnarefni að ræða fyrir riki og sveitarfélög. Samkvæmt lögum starfar í hverju heilsu- gæsluumdæmi þjónustuhópur aldraðra sem sveitarstjórn- ir skipa. Hver hópur hefur það meginmarkmið að fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra og gera tillög- ur um öldrunarþjónustu. Leitast er við að tryggja að aldr- aðir fái þá þjónustu sem þeir þarfnast og kynntir þeir kost- ir sem í boði eru. Þetta á til dæmis við um heimilisþjón- ustu sem ætluð er þeim sem geta ekki hjálparlaust séð um heimilishald. Til heimaþjónustu telst heimilishjálp, yfir- seta og heimsending matar. Þá er einnig boðin dagvist frá morgni fram á miðjan dag, með fæði og ýmislegri félags- legri þjónustu. Enginn efi er á því að aukið hlutfall skattpeninga mun fara til öldrunarþjónustunnar. Ríkið sér öldrunarstofnun- um, sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum fyrir rekstrarfé en sveitarfélög annast heimilishjálp og rekstur þjónustu- miðstöðva. Halda þarf áfram uppbyggingu þessarar þjónustu á veg- um hins opinbera enda er þörfin brýn. Félagasamtök hafa sinnt þessu verki með prýði og er Hrafnista í Reykjavík og Hafnarfirði gott dæmi þar um. Þá er ekki síður athyglis- verð aðkoma einkaaðila að þessu brýna verkefni. Gert er ráð fyrir að hjúkrunarrýmum fyrir aldraða fjölgi um 92 í Reykjavík þegar fyrstu íbúarnir flytja inn í nýtt hjúkrun- arheimili í Sóltúni í nóvember næstkomandi. Ríkið samdi við Öldung hf. í fyrra um þjónustuna og var samningurinn gerður undir merkjum einkaframkvæmdar. Þetta er merk tilraun sem kom í kjölfar útboðs heil- brigðis- og fjármálaráðuneytis svo fjölga mætti hjúkrunar- rýmum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi framkvæmd hlýtur að varða þann veg sem fram undan er, enda sjálfsagt að einkaaðilar komi að þessum málum gegn ákveðnum dag- gjöldum fyrir húsnæði og þjónustustörf. Fleiri slíkir samn- ingar gætu dregið úr neyð þeirra sem bíða. Jónas Haraldsson m Ummæli Helsta sumargleðin „Enn einu sinni hef- ur sundkappinn Öm Amarson gert garðinn frægan. Árangur hans á heimsmeistarakeppn- inni í Japan staðfestir að i honum hafa ís- lendingar eignast einn mesta afreks- mann í íslenskri íþróttasögu og eru af- rek hans helsta sumargleðin í ár. Af honum má vænta mikils í framtíðinni því hann stingur sér varla í laug án þess að setja met. Að baki búa gífur- legar æfingar, staðfesta og skýr mark- miðssetning. Það er sannarlega ástæða til þess að gleðjast með Erni sem er bæði hvatning og fordæmi fyr- ir ungt fólk á íslandi." Ágúst Einarsson á heimasíöu sinni Gengisfall áfengis „Ég held í einlægni að hinar hömlu- lausu og ofsafengnu nammi- og kókópuffsauglýsingar sem börn eru alin upp við séu miklu fremur til þess fallnar að búa til taugabilaða fikla framtíðarinnar en sú settlega auglýs- ing sem sýndi fertuga menn bergja á öli og rifja upp sínar búralegu bernskuminningar. Ég held að nammidagurinn á laugardögum sé þjálfun fyrir helgarfyllirí. Ég held að opinberar áfengisauglýsingar sem sýni áfengi í öðru ljósi en sem landa- brúsa geti á löngum tíma innprentað fólki að áfengi geti átt samleið með annarri hegðun en íslensku fylliríi. Ég held að áfengi til sölu í matvörubúð- um þjóni svipuðum tilgangi. Hvort tveggja sviptir vínið sínu forboðna séreðli, afhelgar það. Ég held að flestir þeir sem búið hafa erlendis, þar sem áfengi er á boðstólum með annarri matvöru, hafi upplifað þetta tiltekna gengisfall áfengisins, þessa afhelgun." Guömundur Andri Thorsson á pressan.is + FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 Skoðun DV Almenningshlaup eru gleðigjafi Það er undravert að sjá hversu margir taka þátt í almenningshlaupunum og hve mörg almenningshlaup eru haldin. Forseti ÍSÍ, Ell- ert Schram, hefur oftsinnis lagt áherslu á þennan þátt í íþróttastarfinu, þ.e. að laða almenning til þátttöku, ekki byggja allt á afreksí- þróttum. Sá sem setti Víða- vangshlaup ÍR í fyrra sagði aö hér áður fyrr hefði víða- vangshlaupið verið keppn- ishlaup fyrir helstu íþrótta- menn okkar en nú væri það orðið fjöldahlaup almennings og hann lýsti ánægju sinni með þá þróun. Fleiri og fleiri íþróttafélög og jafn- vel fyrirtæki og stofnanir standa að almenningshlaupum þar sem unnt er að velja sér vegalengd við hæfi og fjölskyldan getur öll verið með og notið útivistar og hreyfingar. Ég nefni Heilsuhlaup Krabbameinsfé- lagsins og Vímuefnahlaupið í Hafn- arfirði sem dæmi. Gríðarlega skemmtilegt Akureyrarmaraþon og þar er þáttur sem gaman er að gera að umræðuefni. I þessum fjölda- hlaupum fá allir þátttakendur verð- launapening fyrir þátttök- una. Það er gaman og hvet- ur. Auk þess er keppt í ald- ursflokkum sem gefur þeim eldri meiri ánægju. Akur- eyringarnir höfðu sérstakan aldursflokk fyrir þá sem eru yfir 70 ára. Það fannst mér mjög til fyrirmyndar og sá flokkur var ekki tómur. H20-hlaupið Nýlega stóð Orkuveitan fyrir fjölskylduhátíð og al- menningshlaupum í Heið- mörk. Þarna var framhald á því sem Vatnsveitan setti af stað á 90 ára af- mæli sínu fyrir 2-3 árum. Eitt af því sem vekur athygli manns í þessum hlaupum er hve allir eru glaðir og hressir. Andrúmsloftið er svo vin- samlegt. Hlaupaleiðin í 10 km hlaup- inu var dálítið erfið, mikið upp í móti á malarstígum Heiðmerkur en umhverfið er fallegt og upplífgandi. Sigurvegari varð íslandsmethafinn í maraþonhlaupi, Siguröur P. Sig- mundsson, þó hann hafi mikið til hætt keppnishlaupum. Hin síunga amma Bryndís Svav- arsdóttir, sem hlaupið hefur fleiri Guðm. G. Þórarinsson verkfræöingur peningar og bolir og veitingar, brauð, pasta, grænmeti og drykkir og sjáifur Magnús Scheving hitaði upp fyrir hlaupið og afhenti verðlaunin. Ástæða er til að þakka þeim sem frumkvæöi hafa að þessum auknu al- menningsíþróttum, ná almenningi út í ferska loftið og hreyfa sig. Víðavangshlaupin. Eitt af því sem vekur athygli manns í þessum hlaupum er hve allir eru glaðir og hressir. Andrúmsloftið er svo vinsmlegt. maraþonhlaup en nokkur annar, lík- son, sem þjálfar hóp Námsflokkanna lega tæplega 30, var meö og þarna og margir margir fleiri. Og þetta var var líka einn af helstu aflvökum al- svo sannarlega í boði Orkuveitunn- menningshlaupa í dag, Pétur Franz- ar, engin þátttökugjöld, verðlauna- Áfram og meira Ég veit ekki hve mörg svona hlaup eru haldin árlega en mér er nær að halda að þeim fari fjölgandi og þátt- takan eykst, þátttakendur skipta oft hundruðum. Reykjavíkurmaraþonið er e.t.v. fjölmennast. Mér er minnisstætt þegar Sam- hygðarhlaupið var haldið í vor og hlaupið um hlaðið hjá Stefáni í Vorsabæ að þar var sett þátttökumet, yfir 90 þátttakendur. Stundum er einn frumkvöðull að baki fram- kvæmdinni eins og þar, mig minnir að Þór, fyrrverandi skólameistari fjölbrautaskólans á Selfossi, hafi sagt við verðlaunaafhendinguna að Mark- ús ívarsson ætti þetta hlaup. Og fram undan eru almenningshlaup langt fram á haust og jafnvel í vetur. Allir með. Guðm. G. Þórarinsson Alvarlegasti mið- bæjarvandinn Líka í dreifbýlinu Mikið er kvartað yfir því að ekki séu nægilega margir lög- reglumenn tiltækir þegar verst lætur um helgar og skorað er á yfirvöldin að fjölga þeim. Og nú á mið- bæjardeildin að bæt- ast við. En verið get- ur að lögreglan sé fjölmennari við að fást við drukkið fólk um helgar en látið er. Ef grannt er hlustað á fréttir af næturævin- týrum borgaranna er Ijóst að talsvert lög- reglulið er bundið við að stilla til friðar í TOirrraTTnSum þar sem skemmtanalífið fer ekki síður úr böndun- Gestaþraut símaskrárinnar Borgarstjóm á í miklu basli með „miðbæjarvandann" sem hún skap- aði og skapar sjálf með mislukkuð- um tilraunum til að dreifa eins kon- ar miðbæjarkjörnum hingað og þangað um dreifbýli Reykjavíkur. Grónar verslunargötur breytast í búlluhverfi og makalaus smáborg- araháttur kemur í veg fyrir að eina lífvænlega verslunargatan nái að þróast á eðlilegan hátt í hratt vax- andi bæjarsamfélagi. Einu gildir hverjir sitja í meirihluta eða minni- hluta borgarstjórnar. Allt það fólk er höfundar að kráamenningunni sem það býsnast svo yfir sem einhverju sérstöku vandamáli. Síðasta innleggið í vandann mikla eru tillögur minnihlutans um að stofna einhverja miðbæjardeild og banna áfengisþamb á Austurvelli nema yfir blánóttina. Deildin sú arna á að hjálpa lögreglu og öðrum, sem gæta góð siðgæðis, aö skikka gesti veitingahúsana til að hegða sér sómasamlega þegar drykkjugleðin stendur hvað hæst um helgar. Nú er álitamál hvort vandamálið sé eins brýnt og af er látið. í útlönd- um er Reykjavík hælt sem borg gleð- innar og að óviða sé eins gaman aö skemmta sér. Þetta trekkir ferða- menn til landsins og er þjónusta við þá álitleg atvinnugrein. Þá er ekki víst að skemmtanalífið i mið- bænum sé eins há- bölvað og af er látið. um en í fjölmenni miðbæjarins. Þá er verið að eltast við inn- brotsþjófa og drukkna öku- menn og sinna alls kyns björg- unar- og löggæslustörfum út um borg og bý. Fólk er nefni- lega drukkiö og dópaö í dreif- býli Reykjavíkur, rétt eins og í skemmtanahúsum og á götum helsta stjómsýslu- og gleði- hverfis höfuðborgrinnar. Þegar svo er komið að engin atvinnugrein þrífst í námunda við ráðhús, þinghús, dómkirkju og allt það, önnur en rekstur veit- ingahúsa og kráa er ekkert eðlilegra en að yfirbragð borgarinnar beri þess merki, jafnt um helgar sem á virkum dögum. Fjármálaráðuneytiö setti glæsilega áfengisverslun mitt í annars dauðadæmt verslunarhverfi. Hún dregur eðlilega að sér drykkju- sjúklinga á öllum stigum og svo eru veraldarfirrtar stjórnmálakonur steinhissa á því að meira og minna langdrukkið fólk skuli tylla sér með bjórdós á notalegan bekk við Austur- völl. Það skal á brott, en hvert? Skipulagt kaos Eitt af vandamálunum sem borg- arstjórnir hafa búið til, er að láta ibúa svefnþorpanna koma i veg fyrir að sett- ar séu upp hverfakrár. Grenndarkynningar og annar fiflskapur ræður ferðinni. En aldrei er hlustað á íbúa gamla bæjarins. Þeim er nauðgað með flestum tegundum mengunar, eins og til dæmis að hrúga nær öllum drykkjukrám umdæm- isins í miðbæinn. Allt er þetta skipulagða kaos búiö til af borgarstjórnum og öðrum yfir- völdum. Miðbærinn er kyrktur með ofstjórn og ofríki og á sér litla sem enga þróunarmöguleika aðra en þá að verða gleðskapnum í stjórnsýsl- unni og skemmtanalífinu að bráð. Honum er jafnvel fórnað til að halda uppi fjöldasamkomum í Eyjum, eins og brátt kemur að. Helsti miðbæjarvandinn eru póli- tíkusarnir og væri ráð að stofna ein- hvers konar hjálpardeild til að hemja þá, ekki síður en drukkið fólk á Austurvelli og þúsundir ungmenna sem gerir sér glaðar nætur í hund- rað búllum og á götum gleðiborgar- innar heimsfrægu. Oddur Olafsson skrtfar. # íslendlngar líta á sig sem fullgiit aðildarríki Alþjóða hvalveiðiráðsins þrátt fyrir að meirihluti aðildarríkja hafi hafnað aðild vegna fyrirvara íslands um hvalveiðar í hagnaðarskyni. Á Austurvelli. Nú er álitamál hvort vandamálið er eins brýnt og af er látið. í útlöndum er Reykjvík hœlt sem borg gleðinnar og að óvíða sé eins gaman að skemmta sér. að gefa upp nafn og númer í símaskrá. Sima fylgir marg- háttað ónæði sem margir kysu að vera lausir við, þar á meðal vaxandi sölustarf- semi. En sé númer birt á annaö borð hafa menn væntanlega ekki á móti þvi að til þeirra náist án mikilla vafninga. Þetta getur hins vegar verið þrautin þyngri þegar nafnar eða nöfnur eiga í hlut og ekki fylgir starfsheiti til leiðbeiningar. Flestir hafa vafalaust rekið sig á slík tilvik og enga frek- ari leiðsögn er að finna hjá upplýsingaþjónustu Símans. Ætli maöur að ná í Magnús Jónsson á Reykjavíkursvæðinu og þekkir ekki heimilsfang hans er um 21 nafn að ræða án starfsheitis. Kristínar Jóns- dætur án stöðuheitis eru 23 og Helga Jónsdóttir á sér 20 óskilgreindar al- nöfnur. Þannig má lengi telja og þarf ekki marga tugi samnefna til að valda töfum og ónæði. Tvískipt skrá tímaskekkja Mikið hagræði er að þeirri ný- breytni sem á þessu ári var upp tek- in í símaskránni að tíunda sveitarfé- lag og póstnúmer viðkomandi. Sú spurning er hins vegar áleitin hvers vegna út er gefið sérstakt hefti fyrir „landsbyggðina" flestum til óhag- ræðis og ama. Hvaða munur er á að vera Jón Jónsson á Kjalamesi, í Garðabæ eða Neskaupstað þegar síminn er annars vegar? Steininn tekur svo úr þegar kemur að flokkun byggðarlaga á landsbyggðinni þar sem ekki aðeins kjördæmamörk heldur og mörk sveitarfélaga eru lát- in ráða ferðinni. Úr því verða óleysanlegar kross- gátur sem ekki einu sinni fólk í viðkomandi lands- hluta getur leyst úr án fyr- irhafnar. Segjum svo að ég ætli að hringja í Jón Jóns- son í Neskaupstað. Eftir að hafa fundið Austurland í landsbyggðarskrá er næst að leita að Neskaupstað. Það getur tekið tíma, því að byggöarlagið er ekki á sín- um stað á eftir Mjóafirði heldur eitt af þremur í sér- stökum bás undir Fjarða- byggð. Hliðstæður eru mýmargar, þar eð ókennileg heiti sveitarfélaga eru látin ráða flokkun. Þannig er Eyrarbakki í sérstöku hólfi undir sveitarfélaginu Árborg og þar er reyndar einnig að finna Sel- foss. Mér er sagt að heimaríkir sveit- arstjórnarmenn hafi óskað eftir þess- ari gáfulegu uppsetningu! Ómældur tímaþjófur Sumir hafa gaman af að skemmta skrattanum og ætla mætti að ábyrgð- armenn símaskrárinnar séu í þeim hópi. Þær eru ófáar stundirnar sem í það fara að nauðsynjalausu hjá landsmönnum að fletta fram og aftur í leit að Pétri og Páli í Símaskránni. Hvernig væri að ritstjórn hennar tæki nú á sig rögg og leysti menn þegar á næsta ári frá þeim gesta- þrautum sem fyrir okkur eru lagðar í þessu fjöllesna riti. Skref í þá átt væri að gefa út eina sameinaða skrá fyrir landið í heild með nöfnum í stafrófsröð óháð búsetu og óska eftir að einstaklingar tilgreini starfsheiti. Hjörleifur Guttormsson Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaöur. Símaskráin er eitt mest notaða rit í okkar bókelska landi og útgáfa hennar árviss viðburður utan hefð- bundins jólabókaflóðs. Skráin hefur aö geyma fjölmargar upplýsingar fyrir utan símanúmer manna og hef- ur margt gagnlegt bæst við í seinni tíö svo sem uppdrættir af þéttbýlis- stöðum. Ýmsir birta netföng sín og veffong í skránni til mikils hagræðis fyrir notendur og mætti það vera al- mennara. Því er hins vegar ekki að neita að nokkrir agnúar eru á þessu riti Símans sem auðvelt ætti að vera að kippa í liðinn. Verður hér vikið að tvennu, nafnarunum án starfs- heitis og heimskulegri flokkun þegar kemur að einstökum byggðarlögum. Hvaða Magnús Jónsson? Auðvitað er það góður og gildur réttur manna að hafa síma án þess Símaskráin. Úr því verða óleysanlegar krossgátur sem ekki einu sinni fólk í viðkomandi landshluta getur leyst úr án fyrirhafnar. Spurt og svarað Hverjar eru líkumar á því nú að íslendingar hejji hválveiðar? Arthur Bogason, formaður smábátaeigenda Vaxandi líkur „Min tilfinning er sú að líkumar á því hafi heldur aukist. Sjávarút- vegsráðherra á umsvifalaust að gefa út veiðileyfi á hrefnu. Ég byggi það á sérkennilegri framgöngu Al- þjóða hvalveiðiráðsins og hvemig mál hafa þróast á ársfundi ráðsins í London. Það þarf að koma málum þessa ráðs á hreint áður en það veröur marktækt á ný. Mér líður svipað þegar ég les fréttir af þessum fundi og þegar ég les „Jokes for You“. Umhverfissam- tök hafa engan málstað að verja ef þau ætla að standa í vegi fyrir hrefnuveiðum og tel reyndar sáralitlar lík- ur á að þau birtist. „Klikkhausa" eins og Paul Watson á ekki að taka neinum vettlingatökum ef þeir láta sjá sig nálægt íslensku landheiginni." Ambjörg Sveinsdóttir alþingismaður Markaðsmál eiga sinn þátt „Það em mjög miklar líkur nú en hvenær nákvæmlega þori ég ekki að spá um. Ég held þó varla að þær hafi aukist við þessa uppákomu á fundi Alþjóða hvalveiöiráösins, við höfum veriö að stefna á þetta. Það em svo margir þættir sem spila þarna inn í og margir hagsmunir, s.s. markaðsmál á sjávarafurð- um, sem spila sitt hlutverk. Við verðum að meta hvort það er óhætt þeirra vegna. En við eigum að koma okk- ur sem fyrst í gang með hvalveiðarnar aftur. En lætin í London breyta litlu þrátt fyrir að allir hugsandi menn séu mjög undrandi á þessum samtökum og hvemig full- trúar einstaka þjóða haga sér þarna. Þetta á sér ekki "■hliðoteðu-í'öðwm'"alþjóðaottmtó:lww>ii... Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður Afgreiðslan ekki hvetjandi „Það lítur ekki út fyrir í augna- blikinu að þær hafi aukist, kannski þvi miður. Það hefur lengi verið óljóst hvert framhald þess yrði og það hefur lítið breyst. Ég held þó að það hafi verið eðli- leg ákvörðun að ganga aftur í Alþjóða hvalveiðiráð- ið en það hvernig tekið var á móti umsókn íslands eykur ekki líkumar á því að við hefjum hvalveiöar aftur. Það kemur mér mjög spánskt fyrir sjónir hvað er að gerast þarna á þessari samkundu, þetta fum og fát, og t.d. var einum fulltrúanum ekki ljóst hvort kjörbréf hans hefði verið gilt. íslendingar eiga ekki að láta svona samkundu truila ákvörðunartöku ''"gagwvttrthúttlwiévtmJi—■»■—■—■ ■—■■■-.. HKÍ.< Ámi Steinar Jóhannsson alþingismaður Styttist í d ákvarðanatöku 51« „Kannski þarf maður að fá betri SH upplýsingar um hver staðan er. Það er mikilvægt fyrir okkur að gera þetta eins mikið í samstarfi og samráði og unnt er við þessu hvalveiðisamtök. Það er upp á markaðsmál og aö þaö verði einhver friður um að flytja út hvalkjötið á Japansmarkað. Við verðum að skoða stöðuna í þessu nýja ljósi. Ég tel persónulega að það styttist í ákvarð- anatöku. Andstöðuþjóðir era búnar að gera sér grein fyrir því að þetta er ekki spurning um að friða stofn- inn og hindra útrýmingu hans. Þetta eru meira tækni- leg mál og að feta sig niður af þeim stalli sem við sett- um okkur á í friðunarmálum. Menn gengu of langt í '4tiiðw»"hrofnttetof«Mwe-héi»l8«di&-ag»»ið'jvteFBg»í".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.