Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 28
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 Smáíbúðahverfið: Kom að þjóf í stofunni Klukkan hálfsjö í morgun vaknaði kona við hávaða í íbúð sinni. Hún snaraðist fram úr og þegar hún kom inn I stofuna sá hún hvar maður hélt á hljóm- flutningstækjum. Hann sleppti þeim undireins og tók á rás út úr húsinu. Atvikið átti sér stað í Smáíbúðahverfinu og leitaði lög- regla mannsins þar. Hann var enn ófundinn í morgun en rann- sókn málsins heldur áfram. -aþ Þingvallasveit: Eldur í bústað Eldur kom upp í sumarbústað í Miðfellslandi í Þingvallasveit á ellefta tímanum í gærkvöld. Eld- urinn mun hafa kviknað út frá kamínu í bústaðnum. Eigendur sumarbústaðarins ásamt ná- grönnum náðu að slökkva eldinn áður en slökkvilið á Selfossi kom á vettvang. Samkvæmt upplýsing- um lögreglu var um minni háttar bruna að ræða. -aþ Davíð talar Davíð Oddsson forsætisráðherra sem setið hefur allra forsætisráðherra lengst í embætti er viðmælandi DV í helgarviðtalinu að þessu sinni. Þar ræðir hann meðal annars um árin tiu í stjórnarráðinu, stöðuna í þjóðarbúskapnum og mál Árna Johnsens. Þá er rætt við tris- irnar tvær sem nú taka við skyldum ungfrú ísland eftir að sú sem þann titil ber upplýsti að hún bæri barn undir belti. í helgarblaðinu er einnig fjallað um George Harrison, Bítilinn sem er á flótta undan manninum með ljáinn. Sagt frá orrustubeitiskipinu Hood og rætt við eina eftirlifandi skipverjann en flak skipsins hefur nú fundist suðvestur af íslandi. -sbs A A£> SLATRA GOÐ A? Krókódíll í lauginni dv-mynd einar j. Það ríkir jafnan mikil stemning í laugunum á góöviörisdögum. Börn og fullorönir fjölmenna í sund, annaöhvort til aö tiggja í sólinni eða leika sér í vatninu. Hnátan á myndinni skemmti sér prýðilega og leiö yfir vatniö eins og ævintýra- drottning, sitjandi á krókódíl. Austfirskir bændur stofna undirbúningsfélag um slátrun: Vilja forðast við- skipti við Goða Fjölmennur fundur var haldinn í gærkvöld á Egilsstöðum og sóttu hann aðallega sauðfjárbændur á Austurlandi en einnig voru á fund- inum bændur allt frá Hornafirði. Fundarefnið var fyrirhuguð slátr- un Goða í sláturhúsunum að Foss- hóli og á Hornafirði og það verð sem Goði hyggst greiða fyrir kjöt- innleggið sem er að jafnaði um 15% lægra en það sem Sláturfélag Suðurlands hyggst greiða innleggj- endum á komandi hausti. Fundur- inn hafnaði algjörlega verðhug- myndum Goða ásamt greiðslutil- högun, en ekki verður farið að greiða innlegg fyrr en í febrúar 2002. Töluverður hiti var í fundar- mönnum og ljóst að bændur munu leita allra leiða til þess að komast undan því að eiga viðskipti við sláturhús Goöa. M.a. var bent á þann möguleika að flytja fé út á fæti en Danir hefðu verið tilbúnir —••----------------------------- í kröppum dansi Goði er í greiöslustöðvun og öll spjót standa á fyrirtækinu. árið 1997 að flytja út fé á fæti.'Lögð var áhersla á það að stofnað yrði félag bænda á slátursvæði Kaupfé- lags Héraðsbúa, burtséð frá því hver yrði niðurstaðan um slátrun. Undirbúningsfélag, sem á að vinna að stofnun félags til að annast eða hafa milligöngu um slátrun sauð- Qár félagsmanna og sölu afurða, var stofnað á fundinum. Stjórn þess félags er ekki gef- inn mikill timi því boða á til fé- lagsfundar eigi síðar en 20. ágúst nk. Margir fundarmanna voru harðorðir i' garð kaupfélagsstjóra Kaupfélags Héraðsbúa, fnga Más Aðalsteins- sonar, og töldu að eignir félagsins hefðu verið gefnar Goða sem aldrei hefði greitt neitt fyrir slát- urhúsin, enda væru þau enn þing- lýst eign kaupfélagsins og vafaat- riði hvort Goði ætti nokkuö í slát- urhúsunum á Fossvöllum, Horna- firði og Hvammstanga en þar hyggst Goði slátra í haust. Skiptar skoðanir voru um það hvort reynt yrði að fá sláturhúsin leigð eða semja við Goða um slátr- un í verktöku sem er yfirlýstur vilji stjórnar Goða. -GG Sjá fréttaljós á bls. 6 ^alltaf góður Orn vann bronsverðlaun örn Arnarson, sundkappi úr SH, sannaði svo um munaði að silfrið í 100 m baksundi á mánu- daginn var engin tilviljun. í morgun keppti hann í sinni sterk- ustu grein og gerði sér lítið fyrir og tók bronsið. Hann bætti Islandsmet sitt sem hann setti á Ólympíuleikunum í Sydney í fyrra þegar hann synti á einni mínútu, 58,37 sekúndum. Þar með bætti hann metið sitt um 62 hundraðshluta úr sekúndu. Örn varö á eftir Aaron Peirsol frá Bandaríkjunum og Matthew Welsh frá Ástralíu en báðir urðu þeir í verðlaunasæti á Ólympíu- Glæsilegur árangur Örn Arnarson er án efa fremsti sundmaöur íslandssögunnar leikunum i fyrra í greininni. Welsh sigraði svo í 100 m baksundinu þar sem Örn varð annar. Gífurlega spennandi Það að Örn var með sjötta besta tímann í undanúrslitum sýnir hversu mikið jafnræði var með keppendum en sundið var gífur- lega spennandi. Rúm sekúnda skildi sigurvegara og bronshafa. Örn er fyrsti verðlaunahafi ís- lendinga í sundi og þetta er einhver allra besti árangur ís- lensks íþróttamanns. -esá Smárahverfi: Barn undir bíl Ársgamall drengur var fluttur á slysadeild Landspítalans í gær- kvöld eftir bílslys við Arnar- smára í Kópavogi. Drengurinn var ásamt móður sinni fyrir utan húsið þegar hann hljóp af stað. í sömu andrá var maður að bakka bíl út úr bílastæði, sá ekki dreng- inn, og keyrði yfir hann. Dreng- urinn var með fullri meðvitund allan timann og dvaldi á gjör- gæsludeild í nótt. Að sögn læknis á Landspitalanum er líðan drengsins eftir atvikum og ráð- gert að hann verði fluttur af gjör- gæsludeild í dag. -aþ Glæfraakstur í göngunum Lögreglan á Ólafsfirði hefur að undanförnu haft hendur í hári nokkurra ökumanna sem hafa farið heldur frjálslega um í jarð- göngunum til Ólafsfjarðar og stofnað um leið lífi sínu og ann- arra vegfarenda í stórhættu. Nú í vikunni var einn tekinn sem lét sig hafa það að keyra um göngin á 107 km hraða. í göngun- um er aöeins ein akrein með út- skotum af og til og engin leið að mætast nema í útskotunum. Ef eitthvað bregður út af með akst- urinn tekur ekkert við nema bergið og þeir sem missa vald á bifreið sinni á miklum hraða gætu ekki þurft að kemba hær- urnar. Ökumaðurinn sem var tekinn á 107 km hraða mun hins vegar ekki valda öðrum vegfarendum hættu á næstunni því hann mun örugglega missa ökuskírteini sitt um tíma. -gk Bílvelta við Kaldbaksvík: Sluppu ómeidd - með biskupsblessun Mikil mildi þykir að ekki fór verr þegar bifreið valt á veginum við Kaldbaksvík í Strandasýslu um níuleytið í gærkvöld. I bíln- um var kona ásamt fjórum börn- um. Að sögn lögreglu á Hólmavík virðist konan hafa misst stjórn á bílnum í lausamöl og valt bifreið- in og hafnaði á toppnum. Allir í bílnum voru með beltin spennt og hefur það vafalaust átt sinn þátt í að ekki fór verr. Konan leitaði læknisaðstoðar á Hólmavík en reyndist ekki mikið slösuð. Heimamenn á Ströndum trúa því að Guðmundur góöi biskup haldi verndarhendi yfir þessu svæði. Hann vígði leiðina fyrir Kaldbakshyrnu á sinni tíð með þeim orðum að sérhver ferð fyrir hana myndi ganga vel. -aþ Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.