Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001
Skoðun DV
Borðarðu mikið af ávöxtum?
Birna Björnsdóttir nemi:
Svona í meðallagi, perur eru
nú alltaf góðar.
Edda Sveinsdóttir nemi:
Ég borða mikið af ávöxtum þegar ég
er erlendis en mér finnst þeir ekki
jafnferskir hérna.
Erna Rafnsdóttir nemi:
Stundum, ég borða yfirleitt
mikið af eplum.
Aníta Sveinsdóttir nemi:
í meðallagi, mér finnst t.d.
vínber mjög góð.
Þórhildur Þórarinsdóttir nemi:
Svolítið, ég borða bæði mikið af
appelsínum og drekk mikinn
appelsínusafa.
Þórey ívarsdóttir nemi:
Já, það geri ég, mér finnst
epli mjög góö.
Sigmund sýnir
af sér siðleysi
t .1
SIGMUND-MYND
„Sigmund hefur ekki mér vitanlega tekið upp hanskann fyrir aðra spillta
stjórnmálamenn eða bankastjóra sem hafa orðið uppvisir að slæmum verk-
um. Sigmund hefur yfirleitt hæðst að þeim. “
Jóna
skrifar:________________________
Ég er ein tryggra lesenda Morg-
unblaðsins sem vart má af blaðinu
sjá. Um árabil hef ég ornað mér við
lestur minningargreina sem margar
hverjar eru ansi góðar. Þá hefur
teiknarinn Sigmund glatt mig gegn-
um tíðina með meinfyndnu sjónar-
horni sínu á líðandi stund.
En nú hefur Morgunblaðið brugð-
ist mér hrapallega i máli Árna
Johnsen, sem gerðist sekur um að
borða af þeim forboðnu ávöxtum
sem eigur ríkissjóðs eru. Mér er
sagt að Árni hafi um langa hríð ver-
ið blaðamaður Morgunblaðsins og
því kom það mér afskaplega á óvart
að blaðið skyldi leyfa sér að halda
Fyrsta frétt Morgunblaðs-
ins bar fyrirsögnina „Mis-
tök sem hafa verið leið-
rétt“. Mér varð svo dllri
lokið þegar blaðið blandað-
ist inn í dúkamálið og hélt
fram í tvígang að dúkur
sem þingmaðurinn tók út í
Garðheimum vceri í
geymslu í Reykjavík.
óbeint fram sakleysi Árna með
framsetningu frétta sinna. Fyrsta
frétt Morgunblaðsins bar fyrirsögn-
ina „Mistök sem hafa verið leið-
rétt“. Mér varð svo allri lokið þegar
blaðið blandaðist inn í dúkamálið
og hélt fram í tvígang að dúkur sem
þingmaðurinn tók út í Garðheimum
væri í geymslu í Reykjavík.
Mér skilst að DV hafi varpað ljósi
á það mál. í leiðara Morgunblaösins
las ég svo að blaðamenn blaðsins
heföu unnið vinnu sína eins og regl-
ur kveða á um. Það skil ég ekki að
geti staðist, reglurnar hljóta að
kveða á um það að fjölmiðlar reyni
að birta réttar fréttir í stað rangra.
Annað sem stakk í augu var að
hann Sigmund minn brást einnig.
Sigmund teiknaði mynd af valtara
sem stjórnað var af illskulegum
manni. Undir lá Árni Johnsen.
Næsta mynd Sigmunds sýndi tvo
menn baða sig upp úr miðum sem á
stóð ýmist Árni eða Johnsen. Sig-
mund hefur ekki mér vitanlega tek-
ið upp hanskann fyrir aðra spillta
stjórnmálamenn eða bankastjóra
sem hafa orðið uppvísir að slæmum
verkum. Sigmund hefur yfirleitt
hæðst að þeim. Sigmund sýnir því
af sér siðleysi og vinnufélagar Árna
á ritstjórn Morgunblaðsins láta það
viðgangast.
Ríkissjónvarpið er sjón-
varp allra landsmanna
Vilhjátmur Ólafsson
skrifar:
I DV þann 11. júlí skrifar Erla
Magnúsdóttir um Ríkissjónvarpið.
Það er skoðun Erlu að Ríkissjónvarp-
ið eigi ekki tilverurétt, það sé
frámunalega lélegt og meirihluti
fólks fmnist að það ætti bara að
hætta rekstri Ríkissjónvarpsins. Erla
byrjar greinina á því að það sé aö
bera í bakkafullan lækinn að minn-
ast enn á Sjónvarpið og dagskrá þess,
eftir allt sem á undan er gengið frá
áskrifendum Sjónvarpsins.
„Til dœmis finnst mér
engin stöð hafa verið
með betri skemmtiþætti
en þegar Spaugstofan
var og hét. “
Hefur manneskjan ekki séð kann-
anir á vinsældum sjónvarpsstöðv-
anna, þar sem RÚV er alltaf vinsæl-
ast?
Ég er enn af þeim sem flnnst Rík-
issjónvarpið albesta sjónvarpsstöð-
in og vil þar af leiðandi að sjálf-
sögðu hafa þá stöð áfram.
Bestu skemmtiþættirnir
Til dæmis fmnst mér engin stöð
hafa verið með betri skemmtiþætti
en þegar Spaugstofan var og hét. Og
margt annað hjá Rikissjónvarpinu
finnst mér mjög gott. Að lokum
finnst mér Ríkissjónvarpið vera sú
sjónvarpsstöð sem getur best haft
einhvern hemil á þessu flóði ofbeldis-
, glæpa- og klámmynda sem tröllríð-
ur öllum sjónvarpsstöðvum í dag.
Skjár eða Bláskjár
Garri
Garri hefur átt í miklum deilum við stórvin sin
til margra ára um það hvort Ríkisútvarpið sé í
pólitískri herkví eða ekki. Kenningin er að sjálf-
stæðismenn eða forusta flokksins hafi keríisbund-
ið lagt stofnunina undir sig og stefni nú að því að
gerilsneyða hana af þeirri vinstrivillu sem flokk-
urinn telur að hafi fengið að vaða þar uppi um
árabil. Er í því sambandi bent á endalausar að-
fmnslur við vinstrimennsku á fréttastofum stofn-
unarinnar, nú síðast vegna Kyoto-málsins, en ung-
ir sjálfstæðismenn á Vefþjóðviljanum fara mikinn
i þeim efnum í vikunni. Þessu trúir Garri að sjáf-
sögðu ekki upp á vini sína í Sjálfstæðisflokknum
enda eru engin bolabrögð þekkt þar né finnast þar
menn sem ekki eru gríðarlega vandir að virðingu
sinni. (Nema kannski Ámi Johnsen, en eins og
menn vita þá kom nú bara eitthvað fyrir hann.)
En vinur Garra hefur ekki viljað gefa sig og held-
ur því blákalt fram að yfirmenn RÚV séu búnir að
koma því til leiðar að fréttastofa Sjónvarps sé orð-
in að þeim Bláskjá sem hörðustu vinstrimenn hafa
haldið fram um nokkurt skeið.
Kenningfn
Garri hefur haldið uppi vörnum fyrir yfirmenn
RÚV og bent á að á fréttastofunni vinni nú mest
óflokksbundið fólk og sumir hverjir eigi meira að
segja foreldra sem sé þekkt vinstrifólk, t.d. úr
verkalýðshreyfingunni. Það hefur þó ekki sann-
fært vininn, sem bendir á að verið sé að valda all-
ar stjórnunarstöðurnar með flokksmönnum.
Þannig eru nokkur misseri liðin síðan þessi ágæti
vinur Garra hélt því fram að gera ætti Boga
Ágústsson aö eins konar yfirfréttastjóra yfir bæði
hljóðvarpi og útvarpi og síðan yrð Elín Hirst færð
upp í fréttastjórastöðuna á Sjónvarpinu. Á sama
tíma væri verið að bola mönnum sem Flokkurinn
hefði skilgreint sem „óæskilega" frá völdum og
áhrifum. Sérstaklega var 1 því sambandi bent á
Helga H. Jónsson varafréttastjóra sem lenti í því
að forusta Sjálfstæðisflokksins sakaði hann um að
hygla Reykjavíkurlistanum í fréttum og fékk hann
miklar skammir fyrir. Ekki reyndist þó mikill fót-
ur fyrir þessum ásökunum, en í svona pólitískum
tilfellum er raunveruleikinn aukaatriði - það sem
skiptir öllu er hvernig forusta Sjálfstæðisflokksins
skynjar málið. En þessi kenning raskaði þó ekki
hugarró Garra, enda hefur hann alltaf verið viss
um að Goðmundur á Glæsivöllum væri ekki í
Sjálfstæðisflokknum
Merkilegar fréttir
En það var óneitanlega sérkennileg tilfinning að
heyra fréttir af nýjustu breytingunum á fréttastofu
Sjónvarps, sem munu aö sögn vera gerðar til að
„styrkja stjórnunarþáttinn". Þannig eru þau Elín
Hirst og Logi Bergmann Eiðsson gerð að varaf-
réttastjórum við hlið þeirra Ólafs Sigurðssonar og
Helga H. Jónssonar sem þarna voru fyrir. Það eru
því 4 varafréttastjórar og einn fréttastjóra á frétta-
stofunni. Athyglisverðustu tíðindin eru þó óneitan-
lega að Helgi H. - sem um langt árabil hefur verið
staðgengill fréttastjóra, og starfaði m.a. sem frétta-
stjóri þegar Bogi Ágústsson fór tímabundið í önnur
verkefni - missir nú þá stöðu en í staðinn kemur
Elín Hirst sem staðgengill fréttastjóra. Garri veit
að vinurinn mun nú segja „sagði ég ekki“ og telja
að nú sé augljóst skref stigið við að kúpla Helga H.
út og Elínu inn. En Garri mun ekki láta sig, því þó
þetta kunni að líta svona út þá er þetta auðvitað
tilviljun að það hittist svona á. _
Eða er það ekki, Markús? CwTll
Áfengi
- almenningur vill geta nálgast
áfengi í venjulegum matvöruverslun-
um en ekki hjá einhverjum stein-
geldum ríkisstofnunum.
Áfengi í mat-
vöruverslanir
Þorvaldur skrifar:
Ég held að það sé kominn tími til
að þessir stjórnmálamenn fari að
hlusta á fólkið í landinu sem þeir
vinna fyrir. Það hefur sýnt sig að al-
menningur vill geta nálgast áfengi í
venjulegum matvöruverslunum en
ekki hjá einhverjum steingeldum
ríkisstofnunum. Við sem höfum
komið út fyrir landsteinana höfum
séð að misnotkun á áfengi er síður
en svo meiri þar sem áfengi er selt i
matvöruverslunum. Það er einfald-
lega kominn tími til að breyta þessu
kerfi. Að sjálfsögðu er hægt að
spoma gegn unglingadrykkju með
reglum, leyfisveitingum og eftirliti
þótt áfengið og bjórinn fari í mat-
vöruverslanir. Þjóðin vill breyting-
ar og af hverju eiga stjórnmála-
menn að koma i veg fyrir eitthvað
sem þjóðin vill.
Þakklæti til
afgreiöslukonu
Viðskiptavinur:
Mig langar til að hrósa afgreiðslu-
konu í versluninni Gripið og Greitt
í Skútuvoginum. Sigga afgreiðslu-
kona fær stjömu frá ánægðum við-
skiptavini þar sem hún er sérlega
elskuleg þegar hún afgreiðir fólk í
versluninni. Hún talar hlýlega til
fólks, er hress, árvökul og hefur
mjög góða framkomu. Mig langar
einfaldlega til að koma á framfæri
þakklæti og hrósi til afgreiðslukon-
unnar. Hún er ein af þeim sem ger-
ir lífið bjartara.
Er Steingrímur
J. syndlaus?
Sigurjón Jónsson skrifar:
„Sá yðar sem
syndlaus er...“
Þessi fleygu orð
hafa komið mér í
hug að undan-
fömu. Og ástæðan
er auðvitað um-
ræðan í sambandi
við mál Árna
Johnsen. Þar hafa
margir fundið sig
knúna til að kasta steinum. Einn
þeirra er Steingrímur J. Sigfússon
sem hefur meðal annars verið að
kasta hnútum að Birni Bjarnasyni
menntamálaráðherra.
í þessu sambandi er þvi rétt að
rifja upp að fyrrnefndur Steingrím-
ur J. Sigfússon var eins konar liðs-
stjóri í knattspyrnufor þingmanna
til Færeyja og var styrktur til þeirr-
ar ferðar af „hinu opinbera", það er
að segja skattgreiðendum. Hver
heimilaði þann ríkisstyrk, Stein-
grímur?
Hvar fæ ég
álfabikarinn?
Unnur hringdi:
Ég hef heyrt mikið talað um álfa-
bikarinn svokallaða en hann á að
koma í stað dömubinda. Álfabikar-
inn er umhverfisvænn og að sögn
margra kvenna þægilegur í notkun.
Ég spyr. Hvar fæ ég álfabikarinn?
|pv Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Þverholti 11,105 ReyKjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.