Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 11
11
FÖSTUDAGUR 27. JÚLl 2001_____________________________________________________________________________________________
!DV Útlönd
Ferðamenn varaðir við
sprengjuherferð ETA
Öflug sprenging varð við banka í
miðborg Barcelona á Spáni klukk-
an tæplega hálfþrjú að staðartíma í
nótt. Þrir slösuðust fyrir utan
bankann og má teljast lán í óláni
að sprengingin varð svo seint sem
raun bar vitni.
Sprengjan var falin í innkaupa-
poka fyrir framan útibú La Caixa
bankans við Calle Balmes.
Enginn hafði lýst yfir ábyrgð
sinni á sprengingunni þegar blaðið
fór í prentun í morgun. Böndin ber-
ast að basknesku hryðjuverkasam-
tökunum ETA eða útlæga marx-
istahópnum GRAPO, einnig nefnd-
ur Fyrsta október-hreyfingin. ETA
hefur varað erlenda ferðamenn við
því að heimsækja Spán á þessu ári.
Það gæti haft ófýsilegar afleiðingar
fyrir þá.
I gær aftengdi lögregla 60 kíló-
gramma bílasprengju sem springa
átti við flugvöllinn í ferðamanna-
borginni Malaga við Costa del Sol.
Meðlimur ETA hafði hringt inn
viðvörun skömmu áður. Á þriðju-
daginn varð 22 ára kona fyrir því
að sprengja sjálfa sig í loft upp í
íbúð foreldra félaga sins í ferða-
mannaþorpinu Torrevieja við Mið-
Sprengjukonu minnst
Baskneskur óeiröalögreglumaöur heldur aftur af mótmælum til aö minnast
22 ára gamallar konu úr ETA-samtökunum sem grandaði óvart sjálfri
sér meö sprengju í feröamannaþorpi á Spáni. ETA beinir spjótum sínum nú
gegn vinsælum feröamannastööum
jarðarhafsströnd Spánar. Sjö slös-
uðust í sprengingunni þegar hús-
veggur og glerbrot feyktust yfir
sundlaug. Næsta víst er að konan
hafi verið meðlimur basknesku
hryðjuverkasamtakanna.
ETA hefur heitið því að valda
sem mestum skaða á ferðamanna-
iðnaði Spánverja, sem aflar þeim
um 10 prósenta þjóðartekna. Fram
undan er mesti ferðamannatíminn
í landinu og tugþúsundir manna
eru væntanlegar frá svalari lönd-
um Evrópu.
Norska blaðið Verdens Gang
sagði i morgun að bátur Haralds
Noregskonungs, sem liggur við
bryggju á ferðamannaeyjunni Mall-
orca, væri skoðaður á hverjum
degi til að tryggja að hann væri
laus við sprengjur. Spænsk yfir-
völd óttast að ETA muni beina
spjótum sínum gegn kóngafólki,
innlendu eða erlendu.
34 hafa fallið í valinn fyrir árás-
um ETA síðan samtökin rufu
vopnahlé sitt árið 1999. Samtökin
hafa háð blóðuga baráttu fyrir sjáif-
stæði Baskalands frá Spánverjum
og Frökkum síðan 1968. Baráttan
hefur kostað um 800 manns lífið.
Ráðherrar
ræðast við
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, og Bertie Ahem, forsætisráð-
herra írlands, hittast í dag til að
ljúka vinnu við tillögur til bjargar
friðarferlinu á Norður-írlandi. Nú
þegar hafa tillögurnar verið gagn-
rýndar af nokkrum fulltrúum mót-
mælenda á Norður-írlandi. Tillög-
urnar eru ekki sagðar vera neitt
annað en óskalisti eftir höfði Sinn
Fein, stjórnmálaarms írska lýðveld-
ishersins IRA. Upphaflega átti að
sýna deiluaðflum tillögurnar í dag
en sýnt þykir að það verði ekki fyrr
en á sunnudag.
Helstu deilumálin sem reynt er að
leysa úr er krafa mótmælenda um að
IRA standi við sinn hluta friðarsam-
komulagsins og afvopnist. Kaþólikk-
ar vflja hins vegar meiri ítök í lög-
reglu landsins og breska herinn
fm-PAMÍRU
GASTPONOMIA
Engin bilbugur á Etnu
Hraunstraumur úr ítalska eldfjallinu Etnu rennur hér fram hjá þorpi á Sikiley. Etna hefur nú gosiö í þónokkrar vikur og
hafa yfirvöld veriö í viöbragösstööu vegna eldsumbrotanna. Svo viröist sem eldgosiö sé aö aukast á ný. Fréttir segja
aö hraunstraumur hafi aukist síðasta sólarhringinn. ítölsk yfirvöld hafa lýst yfir neyöarástandi. Reynt er aö stýra
hraunstraumnum meö því aö láta þungavinnuvélar grafa skuröi ogýta upp varnargöröum.
Látins mótmælanda minnst
Þýskur mótmælandi minnist látins
skoöanabróöur á táknrænan hátt.
Rannsókn á lög-
regluofbeldi
Ásökunum um að ítalska lögregl-
an hafi beitt óþarflega miklu ofbeldi
gagnvart þátttakendum í mótmæl-
unum gegn G8-fundinum í Genúa
rignir nú inn. Auk þess að skjóta
einn mótmælanda til bana er ítölsk
lögregla ásökuð um barsmíðar eftir
handtökur og iOa meðferð á hand-
teknum á meðan á gæsluvarðhaldi
stóð.
Nokkrir liggja enn á spítala. Þ. á
m. einn Breti sem segist hvergi hafa
komið nálægt óeirðunum sjálfum.
Hann er með brotin rifbein, inn-
vortis blæðingar og líklega saman-
faUiö lunga eftir um 5 mínútna bar-
smiðar frá aUt að tíu lögreglumönn-
um. Engar formlegar kvartanir hafa
borist ítölskum yfirvöldum frá öðr-
um ríkjum. Yfirvöld i Bretlandi og
Þýskalandi hafa sagst ætla að at-
huga ásakanirnar og taka á þvi ef
eitthvað er að.
Saksóknari í Genúa undirbýr nú
þriðju rannsóknina um ofbeldi lög-
reglunnar. ítölsk yfirvöld hafa
einnig lofað aö fara vel ofan í
saumana á málinu. Þ. á m. á aö at-
huga hvort algengt sé að hægrisinn-
aðir fasistar séu í meirihluta i lög-
reglunni. Mótmæli hafa farið fram
víða um Evrópu gegn ítölsku lög-
reglunni.
Einfættir Mont
Blanc-farar deila
Upp er risin deOa miUi tveggja
einfættra manna sem klifu Mont
Blanc, hæsta fjall Vestur-Evrópu,
sinn í hvoru lagi á miðvikudag og
fimmtudag. Sá sem kleif fjallið á
fimmtudag er belgískur og hafði lát-
ið vita fyrir fram af fyrirhugaðri
ferð sinni.
Hún gerði hann að fyrsta einfætta
manninum sem hefur klOið Mont
Blanc á einum degi. Hins vegar
varð einfættur Frakki tO þess aö
draga athyglina frá Belganum meö
því að ná tindinum deginum á und-
an. Belginn segir Frakkann hafa
vísvitandi reynt að varpa skugga á
afrek sitt. „Mér þykir þetta ömur-
legt. AUt í lagi að klifa fjallið mán-
uði eða tveimur vikum á undan, en
að gera þetta daginn áður er aumk-
unarvert," segir Belginn. Frakkinn
hafði enn ekki sent frá sér yfirlýs-
ingu um málið í morgun, þar sem
hann var enn á leið niður fjallið.
ísraelskur unglingur
skotinn til bana
Palestínskir byssumenn felldu 17
ára gamlan ísraelskan dreng í gær.
Að sögn vitna keyrðu mennimir
um vegi og skutu nokkrum sinnum
að fólki, þ. á m. ísraelskum
krökkum að leik nálægt einni land-
nemabyggö. Skömmu síðar skutu
þeir á bO sem unglingurinn sem lést
var i. Skotárásin kom eftir að með-
limur Hamas-samtakanna var jarð-
aður. Hann var eltur uppi og drep-
inn af ísraelskum hermönnum.
William Burns, sendifulltrúi Banda-
ríkjanna, hvatti Yasser Arafat, leið-
toga Palestínumanna, skömmu fyrir
skotárásina tO að reyna að hafa
betri stjórn á öfgamönnum meðal
Palestínumanna.
Meira en 600 manns hafa nú fah-
iö frá því uppreisn Palestínumanna
hófst sl. haust. Af þeim eru næstrnn
500 Palestinumenn og rúmlega 100
ísraelar, þ.a. eru næstum 40 land-
nemar.
Föstudags- og laugardagskvöld
t- ^yinnn
pub - síemmtistaður
Skemmtistaður
Stórdansleikur g
Danshljómsveit JJ
Friðjóns Jóhannssonar
mmm
Odd-vitinn • pub-skemmtistaður • Strandgata 53 • Akureyri • Sími 462 6020 • GSM 867 4069