Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 I>V Organistinn Lára Bryndís Eggertsdóttir: Deilir sviðsljósinu með sinfóníuhljómsveit Lára Bryndís Eggertsdóttir, 21 árs organisti, seg- ist ekkert vera stressuð, bara full tilhlökkunar, þegar blaðamaður truflar hana á leiðinni að hitta í fyrsta skipti þá 60 manna hljómsveit sem hún ætl- ar að leika með í Hallgrímskirkju um helgina. Lára Bryndís er heldur enginn nýliði í tónlistar- flutningi þó að hún sé ung að árum. Þvert á móti hefur hún frá frumbernsku lifað og hrærst í tónlist og þykir með efnilegri hljóðfæraleikurum þjóðar- innar. Vorið 1998 lauk hún áttunda stigi í píanó- leik frá Tónlistarskólanum i Reykjavík undir handleiðslu Halldórs Haraldssonar. i ár lauk hún síðan kantorsprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar með hæstu einkunn sem gefm hefur verið. Þá hef- ur hún einnig lokið sjötta stigi í söng undir leið- sögn Ólafar Kolbrúnar Haröardóttur. Tónleikarnir i Hallgrímskirkju eru í tónleika- röðinni Sumarkvöldi við orgelið en Lára Bryndís mun deila sviðsljósinu með heilli sinfóníuhljóm- sveit. Á sunnudagskvöldið kl. 20. mun Cumbria Youth Orchestra (CYO), ungmennahljómsveit frá Kúmbríuhéraði á Norðvestur-Englandi, - leika í kirkjunni undir stjórn Timothys Redmonds, sem hefur stjómað mörgum af fremstu sinfóníuhljóm- sveitum Englands. Cumbria Youth Orchestra var stofnuð árið 1974 til að veita besta unga tónlistarfólki héraðsins tækifæri til að vinna undir stjórn atvinnustjórn- anda með efnisskrá sem gerir meiri kröfur en hljómsveitir tónlistarskólanna hafa möguleika á. - Hljómsveitin hittist fimm eða sex helgar á ári til æflnga auk æfmgabúða í páskafríinu. Hljómsveitin dvelur á íslandi í eina viku og leikur fyrir Vamar- liðið i Keflavík og á móttöku hjá breska sendiherr- anum auk tónleikanna í Hallgrímskirkju. Efnis- skrá tónleikanna verður tekin upp í kirkjunni og fyrirhugað er að gefa hana út á geisladiski. Þess má einnig geta að hljómsveitin mun leika Geysi eftir Jón Leifs í heimalandi sínu en tónlist hans hefur ekki oft hljómað á tónleikum þar i landi. Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti Hlakkar til að takast á viö heillandi verk. Hljómsveitarstjóri er Timothy Redmond. Hann hefur stjórnað tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Lundúna, Konunglegu filharmóníusveitinni í Liverpool, BBC filharmóníunni, Fílharmóníusveit Norður-Englands og Manchester Camerata. Öfgar náttúrunnar Á efnisskrá tónleikanna em þrjú ólík og spenn- andi verk. Fyrst ber þar að telja hið magnaða tóna- Ijóð um ógurlega öfga náttúrunnar, Geysi eftir Jón Leifs, en þess má geta að hljóðfæraleikaramir munu sækja goshverinn heim fyrir tónleik- ana til að komast í rétt hugarástand fyrir flutning verksins. Þá verður fyrri org- elsónata hins ástsæla breska tónskálds Ed- wards Elgars flutt í hljómsveitarútgáfu, sem á merka sögu að baki eins og fram kemur neðar í fréttatilkynningunni. Lokaverk tón- leikanna er hin alþekkta sinfónía nr. 3, ópus 78, eftir Camille Saint-Saens. Hún er oft köll- uð Orgelsinfónían, enda leikur orgelið afar veigamikið hlutverk í henni. Lára Bryndís Eggertsdóttir er einleikari með hljómsveitinni í Orgelsinfóníunni, sem er þriðja og jafnframt þekktasta sinfónía Saint-Saéns. Hún var samin árið 1886 og er Cumbria Youth Orchestra á æfingu tileinkuð minningu Franz Liszts sem lést í Hljómsveitin dvelur á Islandi í eina viku og leikur fyrir Bayreuth það ár. Sinfónían, sem er í tveim- Varnarliðið Í Keflavík og á móttöku hjá breska sendiherr- ur þáttum, ber hina venjulegu uppbyggingu anum auk tónleikanna í Hallgrímskirkju. A efnisskránni er jjögurra þátta sinfóníu. Orgelið er sem eitt af m.a. Geysir eftirJón Leifs. hljóðfærunum í hæga kaflanum (Adagio) en innkoma þess í síðasta þáttinn er dramatísk og þá er það í aðalhlutverkinu. Ekki bara trúarleg tónlist Lára Bryndís segist hafa byrjað að læra á orgel fyrir þremur árum og er spurð hvernig orgelið sé frábrugðið píanóinu sem hún hefur verið að læra á frá því að hún var smástelpa. „Þó að hljóðfærin séu lík er samt glettilega mik- ill munur á því að spila á píanó eða spila á orgel. Mér fmnst orgelið bjóða upp á fleiri möguleika og það heillar mig á einhvern sérstakan hátt,“ segir hún. Lára Bryndís er hagvön í Hallgrímskirkju þar sem hún hefur gegnt stöðu aðstoðarorganista síð- ustu mánuði. Hún segir að hún sé ekki eingöngu í því að leika trúarlega tónlist þó að hún hafi spilað undir ófáum sálmunum í messum. Orgelið sé fært um svo miklu, miklu meira. En hvað finnst henni skemmtilegast að spila? „Úff, þetta er erfið spurning," segir organistinn ungi. „Ætli það skemmtilegasta sé ekki bara það sem ég er að æfa hverju sinni.“ Áhugamenn um orgelleik hafa tækifæri til að heyra Láru leika eina og óstudda í Hallgrímskirkju á hádegistónleikum á morgun kl. 12-12.30. Þá flyt- ur hún Prelúdíu og fúgu í G-dúr, BWV 541, eftir Jo- hann Sebastian Bach, Pastorale, ópus 19 eftir Cés- ar Franck og AUegro úr orgelsinfóníu nr. 6 ópus 42 eftir Charles-Marie Widor. Allt eru þetta þekkt, vinsæl og vel hljómandi verk. Tónlist Tvær söngkonur Sunnudaginn 22. júlí var efnt til tónleika á vegum sumartónleika Akureyrarkirkju. Fram komu söngkonurnar Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Sigrún Arngrímsdóttir messósópran. Undirleikari á orgel var Björn Steinar Sólbergs- son, orgelleikari Akureyrarkirkju. Hulda Björk Garðarsdóttir og Sigrún Arn- grímsdóttir eru ungar að árum. Báðar hafa þeg- ar talsverðan söngferil að baki. Hulda Björk hef- ur komið fram í ýmsum uppfærslum bæði er- lendis og hér á landi. Hið sama er að segja um Sigrúnu, þó að minna sé, en hún hefur meðal annars komið fram sem einsöngvari með Kór Akureyrarkirkju og er i kómum. Hulda Björk Garðarsdóttir hefur sérlega þekkilega rödd. Hún býr yfir mikilli breidd og ekki síður jöfnum styrk á sem næst öllu þvi sviði sem nýtt var á tónleikunum í Akureyrar- kirkju. Þá hefur Hulda Björk til að bera inni- leika í túlkun sem féll vel að efnisskrá tónleik- anna. Einnig hefur Hulda Björk gott vald á önd- un. Skjálfti var ekki til á rödd hennar, heldur hóflegt víbrató, sem gerði tóninn lifandi. Það sem helst mátti að finna var að fyrir kom að háir tónar yrðu á stundum lítils háttar gjallandi sem stakk þá gjarnan í stúf við heildartúlkun þess verks sem í hlut átti. Sigrún Arngrímsdóttir hefur einnig fallega rödd sem hún beitir vel og af verulegri kunn- Hulda Björk Garöars- Sigrún dóttlr sópran, Arngrímsdóttlr messósópran. áttu. Hún er styrk og hefur jafnan góða fyllingu á öllu sviði sínu. Sigrún hefur til að bera góða tilfinningu fyrir túlkun þeirrar tónlistar sem flutt var á tónleikunum i Akureyrarkirkju og gerði miklu tíðast mjög vel í flutningi sínum. Það, sem einna helst má að finna er að nokkuð oft kemur heldur mikill titringur á röddina eða sem næst skjálfti sem lýtir nokkuð flutning. Á efnisskrá tónleika Huldu Bjarkar Garðars- dóttur og Sigrúnar Arngrímsdóttir voru verk trúarlegs eðlis eftir bæði íslenska og erlenda höfunda. Hluta efnisskrárinnar fluttu þær í ein- söng og fórst hann vel úr hendi. Nokkur verk- anna fluttu söngkon- urnar í tvísöng, svo sem „Ave María“ eftir Eyþór Stefánsson, „Allt eins og blómstrið eina“ í útsetningu Jóns Leifs og „Ave Verum Corpus“ eftir G. Fauré. Raddir þeirra Huldu Bjarkar og Sigrúnar féllu prýðilega saman og mynduðu þétta heild s'on, orgelleikari Akur- í túlkun og flutningi. eyrarkirkju. Björn Steinar Sól- bergsson lék undir með söngkonunum tveimur af mikill natni og smekk- vísi. Einnig flutti hann á orgel Akureyrarkirkju „3 piéces" eftir Jehan Alain: „Variations sur un théme de Clément Jannequin", „Jardin suspendu" og „Litanies“. Raddaval Björns Stein- ars á orgelið var sérlega skemmtilegt og við hæfi. Tónleikar söngkvennanna tveggja og Björns Steinars voru afar vel sóttir og var þeim þakkað innilega og að verðugu í tónleikalok. Haukur Ágústsson __________________Menning Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Björk með Grænlendingum Nýja platan hennar Bjarkar, Vespertine (nafnið minnir á ka- þólskan aftansöng), kemur út í ágústlok og Björk skipuleggur nú mikið söngferða- lag til að fylgja henni eftir. Platan er, að sögn, mun stilltari og klassískari en fyrri plötur stjörnunnar og því velur hún minni - og þó umfram allt menningarlegri - hús til að kynna hana en poppstjarna er vandi. Til dæm- is hyggst hún syngja í La Sainte Chapelle og Theatre Elysées í París, i National Opera House og dómkirkju St. Johns í London, Alte Oper í Frankfurt, La Scala í Mílanó, á gömlu senu Þjóð- leikhússins í Kaupmannahöfn og í sjálfri Vínaróperunni. Ekki munu allir þessir staðir vanir rafmagnaðri tónlist en Björk er nógu stór til að fara fram á hið áður óheyrða. Á öllum þessum stöðum munu sin- fóníuhljómsveitir staðarins leika undir með söngkonunni en með sér á sviðinu mun hún hafa grænlenskan stúlknakór sem hún var nýlega að æfa með í Ilulissat á Grænlandi. Hún hafði orð á því við grænlenska blaðamenn að þær syngju einmitt á þennan eðlilega og náttúrlega hátt sem hún kynni svo vel að meta. Björk og kórinn munu fara um flórar heimsálfur, Ameríku, Ástralíu, Asíu og Evrópu. Skyldi ísland fá að vera með í heimsreisunni? Og ef svo verður, hvar syngur hún þá? Menning- arsíðan stingur upp á Landakotskirkju. Dave Brubeck Á Rás l, kl. 20 ann- að kvöld, verða fluttir djasstónleikar frá Espoo-hátíðinni í Finnlandi í fyrra. Gestir hátíðarinnar voru tveir heimsfræg- ir öldungar, Dave Brubeck píanóleikain og Elvin Jones trommuleikari. Dave Brubeck stendur á áttræðu og er enn í fullu fjöri. Hann leikur eitt sett með kvartetti sínum sem er skipaður Bobby Militello, Alec Dankworth og Randy Jones. I seinna settinu tekur hinn síungi Elvin Jones völdin, 73 ára gamall fyrrverandi trommumeistari John Coltrane-kvar- tettsins. Hann leikur með djassvélinni sinni, Elvin Jones JazzMachine, en þar blása í saxófón og trompet Antonie Ro- ney og Darren Barret, Eric Lewis leik- ur á píanó og Steve Kirby á bassa. Ópera í iðnaðarhúsnæði Æfingar eru nú hafnar hjá Norðuróp á óperueinþáttungn- um Gianni Schicci eftir G. Puccini og Sálu- messu eftir Sigurð Sævarsson. Verkin eru hluti af Óperu- veislu Norðuróps í sumar en í ágúst og september verður nýtt óperuhús tekið í notkun í iðnaðar- húsnæði við smábátahöfnina í Kefla- vík, Dráttarbrautina, sem nú er notuð sem þvottastöð Sérleyfisbifreiða Kefla- víkur. Gianni Schicci er gamanópera um ættingja sem safnast saman eftir að auðugur frændi deyr og þær fléttur sem þá skapast. Verkið er skrifað fyrir 15 söngvara og meðal þeirra sem fram koma eru Davíð Ólafsson bassi, Elín Halldórsdóttir sópran, Garðar Thór Cortes tenór, Jóhann Smári Sævarsson bassi og Sigríður Aðalsteinsdóttir alt. Verkið verður flutt í íslenskri þýðingu Jóhanns Smára Sævarssonar. Hljóm- sveitarstjóri er Garðar Cortes og leik- stjóri Jón Páll Eyjólfsson. Listrænn stjórnandi verksins er Jóhann Smári Sævarsson. Sýningar verða aðeins 3 á þessum verkum dagana 10., 11. og 12. ágúst. Seinni sýning Norðuróps í þess- ari óperuveislu er ópera, byggð á sam- nefndri skáldsögu Vigdísar Grimsdótt- ur, Z- ástarsaga, og er hún eftir Sigurð Sævarsson. Hún verður frumsýnd á ljósanótt í Reykjanesbæ þann 1. septem- ber. Forsala aðgöngumiða er hafin í Sparisjóði Keflavíkur. djassar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.