Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 23
27 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 DV Tilvera Pcggy Fleming 53 ára Skautadrottningin Peggy Fleming er af- mælisbam dagsins. Frægðarsól Peggy skein sem hæst á sjöunda ára- tugnum og árið 1968 hampaði hún gullverð- launum í listdansi á ólympíuleikum og varð sá sigur hennar til þess að áhugi á listdansi á skautum jókst verulega í Bandaríkjunum. Peggy hef- ur leikið og skautað í tveimur kvik- myndum; Hnetubrjótnum á ís og Jól- um á ís. í dag er hún ungum skauta- dönsumm hvatning og ferðast mikið til að kynna skautaíþróttina, auk þess sem hún kemur fram í sjónvarpi. Gildir fyrir laugardaginn 28. júlí Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: ■ Þú hefur í mörgu að snúast og þarft á að- stoð að halda. Ástvinir þínir eru fúsir að veita ■ aðstoö og skaltu ekki hika við að þiggja hana. Fiskarnlr (19. febr-20. marsl: \ Þér verður mest úr j^í^Bverki fyrri hluta dags- Tvíburarnlr (? •H I ins. Dagurinn verður afar skemmtilegur og lánið leikur við þig á sviði viö- skipta. Hrúturinn (21. mars-19. aprii): flBS Þó að þú sért ekki al- veg viss xun að það | sem þú ert að gera sé rétt verður það sem þú velur þér til góðs þegar til lengri tíma er litið. Nautlð (20. april-20. maíl: Þú þarft að gæta þag- mælsku varðandi verk- efni sem þú vinnur að. Annars er hætt við að nurmi árangur náist en ella. Þú ættir að hlusta á það sem aðrir segja. Tvíburarnir (?i. mai-?i. ii'iní): Þú ert óþarflega var- ’ kár gagnvart tillögum annarra en þær eru allnýstárlegar. Þú myndir samþykkja þær ef þú þyrðir að taka áhættu. Krabblnn (22. iúní-22. iúm: Morguninn verður ró- i legur og notalegur og þér gefst tími til aö hugsa málin þar til i óvænt og ánægjulegt ger- ist sém breytir deginum. Liónið (23. iúlí- 22. ágústl: Vinir þínir skipuleggja helgarferð og mikil samstaða ríkir meðal hópsins. Félagslífið tekur mikið af tíma þínum en þeim tima er vel variö. Mevian (23. ágúst-22. sepU: A- Eitthvað sem hefur farið úrskeiðis hjá vini ^^^l«.þínum hefúr truflandi ^ f áhrif á þig og áform þín. Þú þarft því að skipuleggja hlutina upp á nýtt. Vogin (23. sept-23. okt.l: Þú ert orðinn þreyttur á venjubundnum verk- efnum og ert fremur eirðarlaus. Þú ættir að bréyta til og fara að gera eitthvað alveg nýtt. Sporðdreki (24. okt.-21. nóvl: JKSjfc, Fólk treystir á þig og leitar ráða hjá þér um \ \ hugmyndir og útfærslu ; - * þeirra. Þú þarft að sýna skilning og þolinmæði. Happatölur þínar eru 3, 7 og 19. Bogamaður (22. nóv.-21. des.l: LMikið rót er á tUfinn- 'ingum þínum og þér gengur ekki vel að taka ákvarðanir. Mannamót lífgar upp á daginn. Happatölur þínar eru 2, 15 og 26. Steingeitin (22. des.-19. ian.l: Þér finnst ekki rétti tíminn niina til að taka ákvarðanir. Ekki _ gera neitt gegn betri vitund. Líklegt er að ákveðnar upplýsingar vanti. Vogin (23. se Eldborgin kynnt / góöa veörinu í fyrradag tóku þeir sig til, aöstandendur útihátíö- arinnar sem nefnd hefur veriö Eldborg, og kynntu hvaö í boöi veröur á þessari hátíö sem reiknaö er meö aö mikill fjöldi manns sæki. Kynningin fór fram á Nauthóli í Nauthólsvík og meöal ann- ars voru á staönum hljómsveitir og fulltrúar þeirra. Eftir aö gestir höföu dreypt á veitingum lék Jet Black Joe eitt lag, en sú hljóm- sveit hefur ekki komiö saman í sjö ár, og í lokin sungu allir Eld- borgarlagiö. Á efri myndinni eru meöal annars ellismellirnir í Lúdó-sextett sem alltaf eru í takt viö tímann og hafa engu gleymt þegar kemur að því aö skemmta um verslunarmannahelgi. Á inn- felldu myndinni er aöalsprauta hátíöarinnar, Einar Báröar, ásamt nokkrum aöstandendum hljómsveita. Ferðafólk á Flateyri Tjaldstæöi staöarins hefur veriö þéttskipað í sumar enda stóraukinn feröamannastraumur á svæöinu. Ferðamönnum fjölgar á Flateyri: Veðurblíðan dregur ferðalanga vestur „Frá þvi um miðjan júní hefur ver- ið óhemjumikill ferðamannstraumur hingað til Flateyrar. Þeim rignir hérna inn hjá mér og það er sama hvað ég kaupi mikið inn, það er allt rifið út og þó ég stórauki innkaupin þá fjölgar bara ferðamönnunum. Þetta er eins og á vertíð, þvi meira sem er að gera þvi skemmtilegri stemning," segir Þorvaldur Ársæll Pálsson, versl- unarmaður á Flateyri. Hann rekur þjónustumiðstöð ESSO á staðnum en þar er meðal annars dagvöruverslun og grillskáli auk olíusölunnar. Þorvaldur segir góða nýtingu hafa verið á tjaldstæði staðarins að undan- fórnu og iðulega hafi það verið þétt- skipað. Hann bindur vonir við að verslunarmannhelgin verði góð en fjölskylduhátið verður á Flateyri þá helgi þar sem meðal annars Lýður héraðslæknir staðarins heldur eld- messu að sínum hætti.I“Ferðafólki hefur fjölgað mjög hérna miðað við undanfarin ár og ekki annað að sjá en aö framhald verði þar á enda hefur það ferðafólk sem kemur í búðina til mín verið mjög ánægt með að sækja staðinn heim. Hér er mjög góð aðstaða fyrir ferðalanga og ýmis afþreying i boði,“ segir Þorvaldur. Meðal ferðamanna á Flateyri í sum- ar er Eiríkur Guðmundsson „Það hef- ur verið sól í þau skipti sem fjölskyld- an hefur verið hérna í sumar og við eigum eftir að koma aftur. Það jafnast ekkert á við að sitja hér í sólinni og finna hvernin lífið gengur fyrir sig,“ segir Eiríkur við blaðamann þar sem hann sat í sólbaði við sumarhús sitt á Flateyri ásamt fjölskyldu sinni. Eirík- ur er fæddur og uppalinn á Flateyri og eftir að ijölskyldan flutti á höfuð- borgarsvæðið kemur hún reglulega vestur til að njóta kyrrðarinnar. Það er skoöun flestra að það sem af er sumri hefur veður verið afar gott á Vestfjöröum, sólin og lognið er alls- ráðandi og má hvarvetna sjá að fólk hefur flutt sig úr eldhúsinu út í garð þar sem bæði er hátt til lofts og vítt til veggja og hitinn hefur aö undanfórnu verið nægur. -GS Kaffispjall í sólskini Eiríkur Guömundsson, fjölskylda og iönaöarmenn sem voru aö vinna hérna í nágrenninu í kaffspjalli í góöa veörinu enda „droppa menn bara í næsta garö til aö fá kaffi þegar allir eru utanhúss. “ Reykir eins og strompur Þær sögur fljúga nú fjöllunum hærra að Villi prins, sonur Kalla, sé byrjaður að reykja eins og strompur. Tóbakshataranum Karli föður hans til mikillar armæðu. Villi á að hafa ver- ið fiktari áður en hann fór í þriggja mánaða ferð til Afríku að kynna sér náttúruvernd. Þaðan á hann að hafa komið svo að segja ósandi. Talsmenn konungsfjölskyldunnar hafa dregið allar slíkar sögusagnir til baka og segja engan fót fyrir þeim. Þeir viðurkenna að Villi hafi einu sinni prófað að reykja en fundist það frekar ógeðfellt. Nú sé hann andsnú- inn tóbaki i öllum myndum, líkt og faðir hans. Deila Jackson- fjölskyldunnar Svo virðist sem deila sé risin upp á milli Jackson-bræðranna sívinsælu. Fyrirhugað var að allir bræðurnir sex, ásamt stórstirninu Michael Jackson, myndu birtast saman á sviði í fyrsta skipi í 17 ár í september. Tveir bræðurnir, Jermaine og Randy, eru sagðir hafa mótmælt rándýru miða- verði og því að bræðumir 6 skuli deila sviðinu með öðmm listamönn- um. Aðstandandi sýningarinnar hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem Jermaine er útilokaður frá tónleikun- um. Ekkert var sagt um Randy, sem ekki var hluti af hinum upphaflegu Jackson 5. íannarri yfirlýsingu frá einum bræðranna segir að Randy hafi engan þátt átt í upphaflegu mótmæl- unum. Jermaine er óskað góðs gengis með sólóferil sinn. Svo virðist því sem Jackson-bræðurnir verði aftur fimm eftir allt saman. Von Trier vill Kidman Svo virðist sem slúðurblöð heims- pressunnar hafi hlaupið á sig sem svo oft áður. Fréttir þess efnis að Zentropa, kvikmyndafyrirtæki leik- stjórans Lars von Triers, hafi ákveðið að ráða ekki leikkonuna í myndina Dogville hafa verið dregnar til baka af fyrirtækinu. Vibeke Vindelxv, framleiðandi hjá Zentropa, segir að Nicole sé nú búin að undirrita samning um að leika í kvikmyndinni. Samkvæmt fyrri frétt- um var það einmitt dráttur leikkon- unnar á að skrifa undir sem fyllti mælinn hjá Zentropa og það ákvað að hætta við að nota hana. Tökur á Dogville hefjast í janúar næstkomandi í sænska þorpinu Troll- hattan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.