Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 9
9 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 _________________________________________________ I>V Norðurland Miklar breytingar á fjárhagsáætlun Akureyrar 2001: F j órðungss j úkrahúsið: Ekki byrjað á fjölnota- húsi fyrr en næsta vor Bæjarráð tók hærra tilboði í nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli: ístraktor býður ekki aftur í búnað á 3ja ára framkvæmdaáætlun og þær 80 milljónir króna sem settar voru í það í ár ásamt þeim fjármun- um sem ætlaðir voru árið 2002 og 2003 koma að fullum notum og hús- ið verður tilbúið árið 2003. Tilboðin verða opnuð í þessari og næstu viku og síðan verður farið í samninga við væntanlegan verktaka. Setja þarf „forálag" á neðri hluta svæðisins til þess að mæta framkvæmdum á efra svæðinu en landið mun síga meira þar út af þunganum. Það verður vonandi gert í haust. Aðrir þættir hafi gengiö eftir. Bæjarbúum íjölgar og skatttekjur aukast sem er mjög ánægjulegt. Ég held að okkur hafi tekist að gera umgjörðina hér þannig að fólk vilji búa á Akureyri, m.a. með byggingu glæsilegrar sundlaugar. íbúatölur frá Hagstofunni sýna að okkur fjölg- ar töluvert,“ segir Þórarinn B. Jóns- son. -GG Endurskoðuð fjárhagsáætlun vegna ársins 2001 fyrir bæjarsjóð Akureyrar, Norðurorku, Bifreiða- stæðasjóð, Leiguíbúðir Akureyrar og Framkvæmdasjóð Akureyrar hefur verið samþykkt. Þórarinn B. Jónsson, varaformaður bæjarráðs, segir aö miklar breytingar hafi þurft að gera vegna hækkunar launaliða upp á um 500 milljónir króna en á móti því komi einhverj- ar skatttekjur. Kaup á nýrri skíðalyftu fyrir Hlíðarfjall koma með litlum fyrir- vara en Þórarinn segir að í ljós hafi komið að gamla lyftan hafi algjör- lega verið komin á tíma, það sé 160 milljóna króna framkvæmd og til þess að mæta því þurfi bæði að taka lán og úr eigin sjóðum bæjarins. „Fyrirsjáanlegt er að það verður ekki farið í fjölnotahúsið sem rísa á á Þórssvæðinu fyrr en næsta vor en upphaflega var áætlað að fara í grunninn í haust. Þetta hús er inni Akureyri Miklar breytingar hafa veriö gerðar á fjárhagsáætlun bæjarins fyrir áríö í ár. Lokafram- kvæmdir viö „nýbygg- inguna" „Framkvæmdirnar sem slíkar eru ekki hafnar enn þá en það er verið að vinna að hönnun og öðr- um undirbúningi," segir Halldór Jónsson, forstjóri Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, en nú stendur fyrir dyrum að ljúka við að innrétta þrjár hæðir í nýbygg- ingu sjúkrahússins. Reyndar er varla hægt aö tala um nýbyggingu því fjöldamörg ár eru síðan upp- steypu hússins, sem er á fjórum hæðum, lauk. Ein hæö var tekin í notkun á síðasta ári en þangað flutti barnadeild sjúkrahússins. í tengslum við samninga ríkis- ins, Akureyrarbæjar og íslenskrar erfðagreiningar, sem undirritaðir voru í vetur, lá fyrir að lokcifrá- gangi við hinar þrjár hæðir húss- ins yrði hraðað. „Það má segja að í þeim framkvæmdum sem nú liggja fyrir verði allt húsið undir, framkvæmdir verða að öllum lík- indum boðnar út í haust og þá mun skýrast með framkvæmda- hraða og annað í þeim dúr. Um framkvæmdahraða er enn ekki vitað en þessi mál skýrast á næstu vikum,“ segir Halldór. -gk -----^------------- jjrval Bæjarráð Akureyrar samþykkti á dögunum að standa við fyrri ákvörðun um að kaupa Doppel- meyer-stólalyftu í Hlíðarfjall en Páll Gíslason, framkvæmdastjóri ístraktors, sem einnig bauð í verk- ið, óskaði eftir rökstuðningi fyrir því að tilboði hans á Leitner-stóla- lyftu var ekki tekið. Leitner kostar samkvæmt tilboðinu 992 þúsund evrur eða um 87,2 milljónir króna miðað við 1.800 manns á klukku- stund en Doppelmeyer 1.046.900 evr- ur, eða 92 milljónir króna, miðað viö 2.000 manns á klukkustund, mis- munur um 4,8 milljónir króna. Páll segist vera hneykslaður á því að málið skuli ekki vera skoðað af einhverjum óvilhöllum aðila áður en ákvörðun er tekin því hann telur Guðmund Karl Jónsson, forstöðu- mann Skíðastaða, vera vanhæfan til að fjalla um málið og matreiða í bæjarráð, að hans sögn, vegna tengsla hans við ívar Sigmundsson, umboðsmann Doppelmeyer. Guð- mundur Karl þurfi eðlilega á Ivari að halda þar sem hann hafi áratug- areynslu sem forstöðumaður Skíða- staða en ívar hafi auðvitað hags- muna að gæta á móti að keyptur sé búnaður af honum. Páll segir m.a. að drifstöð Leitner sé ofan á enda- hjólinu í útboðinu, Doppelmeyer hafi getað boðið þá lausn en gerði ekki þar sem hún er dýrari. Drif- búnaður Leitner sé lengra frá skíða- manninum og þar með hljóðlátari og innandyra sem sé atriði í ís- lenskri veðráttu. „Rökstuðningur bæjarráðs er gagnslaus og viö munum aldrei bjóða aftur i skíðalyftur eða troðara fyrir Akureyrarbæ. Þetta er Vetrar- íþróttamiðstöð íslands sem fær greiöslur úr ríkissjóöi og því finnst mér þetta alvarlegt mál. Ég lagði strax við opnun tilboða fram áskor- un um að það yrði staðið drengilega áð þessu en ég hef þrisvar áður lagt fram tilboð hjá Akureyrarbæ, alltaf verið lægstur en mínum tilboðum aldrei verið tekið. Enda er oft erfitt að vinna á heimavelli keppinautar- ins. Ég er voða lítið fyrir hamagang og veit ekki hvort ég legg það á mig að fara með málið lengra. Ég hef lent í svipuðum vandræðum í Blá- fjöllum, verið lægstbjóðandi þar en ekkert fengið, enda eru þeir góðir vinir, Þorsteinn Hjaltason, forstöðu- maður Bláfjalla, og ívar Sigmunds- son. Það var ekki fyrr en Sigfús Jónsson, forstöðumaður Innkaupa- stofnunar Reykjavíkur, tók af skar- ið, enda fengu þeir bara eitt tilboð og eitt verð. Eftir útboðsfrest sl. sumar, sem ég tók ekki þátt í, var sest niður og samið. Nú er Akureyri að komast í sömu aðstöðu. Umboðsmaður Doppelmeyer er einyrki en sjálfsagt með einhver þjónustufyrirtæki á sínum snærum en ístraktor selur vél- og tæknibún- að fyrir allt að 300 milljónir króna á ári og hjá fyrirtækinu starfa tíu manns, m.a. véltæknifræðingur," segir Páll Gíslason. Göngugatan á Akureyri tekin undir bílaumferð: Tilboðin miklu hærri en áætlunin „Það voru hönnuðir að verkinu sem sömdu kostnaðaráætlun og ég ætla ekki að vera með neinar get- gátu varðandi það hvað veldur þessu,“ segir Guðmundur Guðlaugs- son, deildarstjóri framkvæmda- deildar Akureyrarbæjar, um það að tilboð sem bárust í breytingar á göngugötunni í Hafnarstræti reynd- ust bæði vera miklu hærri en kostn- aðaráætlun sem lá fyrir. Breyta á göngugötunni að nýju fyrir bílaumferð frá Kaupvangs- stræti að Ráðhústorgi og niður með torginu að sunnanverðu að Skipa- götu. Allt yfirborð götunnar verður endurnýjað, settir nýir ljósastaurar og fleira gert. Áætlað er að hefja verkið 15. ágúst og að því verði lok- ið 1. nóvember. Kostnaðaráætlun vegna breyting- anna hljóðar upp á 36,8 milljónir króna. Tilboðin tvö sem bárust voru annarsvegar frá G. Hjálmarssyni hf. upp á 49 milljónir króan og frá GV- gröfum upp á 64 milljónir. Tilboðin eru mun hærri en áætlunin en slíkt hefur heyrt til undantekninga und- anfarin ár varðandi tilboðsgerð af þessu tagi. -gk Akureyri Göngugatan heyrír brátt sögunni til. Þórarinn B. Jónsson, varaformað- ur bæjarráðs, segir að fenginn hafi verið að láni Leitner-snjótroðari í Hlíðarfjall en þjónustan hafi verið slík þegar eftir henni hafi verið leit- að þegar troðarinn bilaði að það hvetji ekki til viðskipta við ístrakt- or í framtíðinni. -GG BQRGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Grafarvogur, Spöng, tillaga að breytingu á deili- skipulagi Spangarinnar varðandi lóðina nr. 3-5 (merkt eining G í gildandi deiliskipulagi). í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar í Grafarvogi varðandi lóðina nr. 3-5 (merkt eining G í gildandi deiliskipulagi). Um er að ræða lóð á móts við Dísarborgir. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að byggt verði kvikmyndahús á lóðinni með 4 sölum er rúmi um 950 manns. Jafnframt er gert ráð fyrir að í húsinu verði veitingasala og bankaútibú. Byggingin getur orðið allt að 4000 fermetrar á þremur hæðum skv. tillögunni og nýtingarhlutfall allt að 0,45. Mesta hæð útveggja má vera 11m yfir gólfkóta aðalgólfs. Tillagan liggur frammi í sal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 27. júlí til 24. ágúst 2001. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 7. september 2001. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 27. júlí 2001. Borgarskipulag Reykjavíkur ___________________________________________________ góður ferðafélagi - til fróðleiks og skemmtunar á ferðalagi eða bara heima í sófa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.