Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 20
24 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 • Tilvera DV von Triers Konungur hroOvekjunnar, Stephen King, hefur nú ákveðið að prófa að skrifa sjónvarpsþætti sem sýndir verða á svoköUuðum Prime Time (í. besta tima) á bandarísku sjónvarps- stöðinni ABC. Þættimir munu bera heitið The Kingdom (í. Konungdæmið). Heitið hefur ekki dregið af eftimafni höfund- arins heldur eru þeir byggðir á sam- nefndum þáttum sem Lars von Trier gerði fyrir danskt sjónvarp. The Kingdom mun gerast í gömlum spítala þar sem reimleikar eru daglegt brauð. Enda er spítalinn byggður á fomum grafstað. Þetta er fyrsta stóra verkefnið sem King gerir síðan hann slasaðist alvarlega er bíU keyrði á hann árið 1999. Farin í frí Fyrrverandi tengdadóttir íslands, hún Mel okkar B, hefur ákveðið að slíta samningi sínum við Virgin Records útgáfufélagið. Samkvæmt til- kynningu frá almannatengslafyrir- tæki hennar er ástæðan sú að þörfum hennar sem tónlistarkonu væri ekki hægt að fullnægja hjá Virgin. Sóló- plata hennar Hot hefur ekki selst eins og vænst var og lögin ekki náð mikl- um vinsældum. Sem er ólikt vinkon- um hennar í Spice Girls. Mel er þó enn samningsbundin Virgin sem Kryddpía. Annars sagði líka í tilkynningunni að Mel hygðist taka sér fri frá tónlist- arstússi í bUi. Meðal þess sem hún ætlar að taka sér fyrir hendur er að stýra hæfileikakeppnisþætti fyrir sjónvarpsstöðina ITV. Hún snýr þó aftur að tónlist í lok ársins. I eiturlyfjapróf Leikarinn Robert De Niro stendur nú í grimmri forræðisdeUu við fyrr- verandi eiginkonu sína, Grace Hightower. Grace heldur því fram að De Niro misnoti áfengi og önnur vímuefni og hefur farið fram á að hann fari í eiturlyfjapróf reglulega tU aö ganga úr skugga um að hann sé fær um að hitta og sjá um þriggja ára gamlan son sinn. Talsmaður leikar- ans segir þessar aðdróttanir ekki eiga sér nokkra stoð í raunveruleikanum. Grace hefur tekist að sannfæra rétt- inn um að De Niro fái ekki að hitta son sinn nema hún eða gæslukona séu með. Hún álítur að hann sé ekki í and- legu jafnvægi. Gonguleiðir MYND PÉTUR ÞORLEIFSSON Skjaldbrei&ur „Fjallið allra hæða val.“ Skjaldbreiöur er í uppáhaldi: Ákaflega stílhreint fjall - segir Pétur Þorleifsson „Líklega var það ljóðið „Fanna skautar faldi háum,“ eftir Jónas sem upphaflega kveikti áhuga minn á fjallinu Skjaldbreiði,“ segir Pétur Þorleifsson reiðhjólasmiður. Hann kveðst síðan hafa tekið sérstöku ást- fóstri við þetta einstaka fjall. Auk þess að hafa farið að minnsta kosti tíu sinnum á vélsleða þangað upp segist hann búinn að ganga á Skjaldbreið tuttugu sinnum um æv- ina. „Áður fyrr var þetta löng ganga því enginn vegur lá nærri fjallinu og þá var gengið frá Hofmannaflöt. Það tók 10-12 tíma báðar leiðir. En eftir að línuvegurinn kom meðfram norðurhlíðum fjallsins tekur gang- an ekki nema 2-3 tíma. Þá er lagt upp nærri gíghólnum Hrauki.“ Pét- ur segir téðan línuveg ekki góðan fyrir fólksbíla þótt hann hafi séð til þeirra þar. „Þetta er jeppavegur,“ segir hann. Hraun og aftur hraun Leiðin upp er ómerkt og Pétur segir ekki um neinn stíg að ræða. „Það er ágætt að ganga þetta og alls staðar svipað. Neðan tií er flngert hraun og ofar tekur helluhraun við,“ segir hann og fer með hend- ingu úr kvæði Jónasar. Pétur viður- kennir að hraunið slíti skónum enda um litinn gróður að ræða í norðurhiíðunum. „Fjallið er mun meira gróið í suður- og þó einkum austurhlíðunum," segir hann. Útsýnið með ólíkindum En hvað er það við Skjaldbreiö sem hefur heillað Pétur öðru frem- ur? „Það er ákaflega stílhreint fjall og tilkomumikið í sinum einfald- leika. Þótt það nái ekki nema 1.066 m hæð þá er útsýnið ofan af þvi meö ólíkindum; til vesturs allt til Snæ- fellsnessfjallgarðs og í austur til Ör- æfajökuls," segir hann. í framhald- inu koma ótal nöfn fjalla og vatna. Það virðist sjást um öll ríki verald- ar ofan af þessu fjalli! „Þórisjökull er í norðri og bak við hann Geitlandsjökull. Þar á bak við sést Eiríksjökull upp fyrir Langjökul. Austar sést Hagafell sem gengur upp í Langjökul og þar fram af Hagavatn. Þá taka við Jarlhettur og þar á bak við Hofsjökull og Kerl- ingafjöll. Hlöðufell sést nálægt og bak við það Bláfell, nokkru fjær. Kerlingar og Hamarinn sjást á vest- urbrún Vatnajökuls og framar og austar Hvannadalshnúkur. Síðan taka við Rauðfaxafjöll og Hekla. Handan við Lambahraun sést Kálfs- tindur, Hornhöfði og Rauðafell. Þá er komið að skriðunni i næsta nágrenni í suðri. Yfir hana sjást Apavatn, Gosfell og Vörðufell í Grímsnesi. Þá sést Tindaskagi og Hrafnabjörg og fram undan Þing- vallavatn. Norðar sjást Botnsúlur og Hvalfell. Þá sér út undir Snæfellnes, allt til jökulsins. Baula í Borgar- firði sést lengra til norðurs og næstum í há- norðri Okið, vest- an Kaldadals. Þá er hringnum lok- að.“ Stór gígur í toppnum Til að fá útsýni í allar áttir segir Pétur að ganga verði umhverfis stóran gíg í toppi Skjaldbreiðs. „Gígurinn er eitt af því sem gerir fjallið eftirtektar- vert. Þetta er ekta eldfjall eins og þeir kannast við sem lesið hafa ljóð Jónasar, þótt þeir hafi aldrei gengið á Skjald- breið. Aðspurður seg- ir Pétur enga út- sýnisskífu með nöfnum uppi á Skjaldbreið en ráðleggur þeim sem halda á fjall- iö að taka með sér árbók Ferða- félags Islands frá árinu 1961. „Þar er glögg lýsing Har- aldar Matthíassonar á öllum kenni- leitum sem fyrir augu ber ofan af gígnum.“ Pétur er i lokin spurður hvort ekki sé erfitt að rata rétta leið til baka að bílnum ef menn lendi í þoku, þar sem fjallið sé svo til alls staðar eins. Jú, hann neitar því ekki. „Vissast er að taka með sér Pétur Þorleifsson Hefur átt marga ferö á fjallið Skjaldbreið. áttavita því í fjallinu eru fá kenni- leiti sem hægt er að átta sig á. Einu örnefnin sem ég veit um í fjallinu sjálfu eru Karl og Kerling, tveir drangar sem standa neðst í suður- hlíðunum og Hraukur gegnt þeim í norðurhlíðunum. Hann er ágætt leiðarmerki.“ -Gun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.