Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 Viðskipti_____________________________________________________________________________________________ DV Umsjón: Viöskiptablaöiö Kvöldkaffi meö íslandsbanka Eignastýringu og DV í Garðheimum í Mjódd: Fjárfestar bíða merkis um betri tíð - segir Soffía Gunnarsdóttir um íslenska hlutabréfamarkaðinn Soffía Gunnarsdóttir, deildarstjóri eignastýringar einstaklinga hjá íslandsbanka: „Aöferöin sem notuö er felst í stuttu máli í því aö leita aö góöum fyrirtækjum meö tilliti til arösemi þeirra, stjórnunar, stööugleika í rekstri, sterkri markaösstööu og góöum framtíöarvexti. Þó veröur aö taka tillit til þess aö íslenski hluta- bréfamarkaöurinn er í senn ungur og smár í samanburöi viö alþjóölega hlutabréfamarkaöi, “ segir Soffía um aöferöir viö val á hlutabréfum hérlendis. Hlutabréfarabb íslandsbanka og DV, sem haldið var í Garðheimum í Mjódd í gærkvöld, var vel sótt sem endranær. Soffía Gunnarsdóttir, deildarstjóri Eignastýringar ein- staklinga, hélt fyrirlestur undir yf- irskriftinni „íslensk hlutabréf - hvernig velur maður þau bestu?" Næstkomandi fimmtudagskvöld verður Hlutabréfarabbið helgað spurningunni hvernig sé best að velja bandarísk hlutabréf. Soffía segir að í grundvallaratriðum séu sömu aðferðir notaðar við val á inn- lendum og erlendum hlutabréfum. „Aðferðin sem notuð er felst í stuttu máli í því að leita að góðum fyrirtækjum með tilliti til arðsemi þeirra, stjómunar, stöðugleika í rekstri, sterkri markaðsstöðu og góðum framtíðarvexti. Þó verður að taka tillit til þess að íslenski hluta- bréfamarkaðurinn er í senn ungur og smár í samanburði við alþjóðlega hlutabréfamarkaði. Þess vegna henta ekki alltaf þær aðferðir hér heima sem menn nota úti í hinum stóra heimi. í því sambandi má nefna aðferð Huguets viö val á hlutabréfum sem Friðrik Magnús- son fjallaði um í hlutabréfarabbinu fyrir viku. Hún byggist á tólf skil- yrðum sem fyrirtæki þarf að upp- fylla til að teljast frábært. Líklegt má telja að ekkert íslenskt fyrirtæki myndi uppfylla öll þessi tólf skil- yrði.“ Tvær góðar aðferðir - Hvaða aðferðir henta vel við mat á íslenskum hlutabréfum? „Lykiltalnagreining er ein aðferð en hún byggist á kennitölum sem eru hlutfóll ýmissa tcdna úr árs- reikningum fyrirtækja. Kennitöl- urnar gera okkur kleift að bera saman mismunandi verð hlutabréfa á tiltölulega einfaldan hátt. Kenni- tölurnar einar og sér segja reyndar fátt og því er nauðsynlegt að bera þær saman við kennitölur frá fyrri árum eða við kennitölur annarra fyrirtækja í sömu atvinnugrein. önnur, sem mikið er notuð, er sjóðstreymisgreining. Hún felst í því að áætla framtíðarhagnað félags og leiðrétta hann með tilliti til liða sem ekki hafa áhrif á sjóðstreymið, til dæmis afskrifta. Við höfum einnig verið að fikra okkur áfram með aðferð sem við köllum innra- verðmætisaöferð en um hana verð- ur betur fjallað í Hlutabréfarabbinu 2. ágúst. Aðrir þættir koma einnig við sögu við vai á hlutabréfum og má þar sérstaklega nefna rekstrar- skilyrði, markaðsstööu fyrirtækis- ins og seljanleika bréfa.“ - Eru mörg íslensk fyrirtæki á hagstæðu verði í dag? „Samkvæmt áöurnefndum verö- matsaðferðum eru mörg fyrirtæki á hagstæðu verði í dag. Við teljum að fyrirtækin Opin kerfi og Nýherji séu undirverðlögð í dag en bæði þessi fyrirtæki hafa lækkað gríðar- lega á síðastliðnum tólf mánuðum, eða hátt í 70%. Einnig má nefna fyr- irtæki á borð við Pharmaco og Öss- ur þar sem meginþungi í hagnaðar- myndun fer fram á erlendri grund. Þessi félög eru því tiltölulega lítt næm fyrir sveiflum í hagvexti hér á landi þrátt fyrir að þau hafi einnig fengið að kenna á aðstæðum á inn- lendum hlutabréfamarkaði undan- farið.“ Kaupgleðin ekki mikil - Það er ekki nóg að hlutabréf séu á hagstæðu verði - hvenær hækka þau? „Aðferðirnar sem ég nefndi áðan eru gagnlegar til að varpa ljósi á og gefa okkur hugmynd um hvort verö hlutabréfa sé hagstætt eða ekki. Hins vegar gefa þessar aðferðir okk- ur litla sem enga vísbendingu um hvenær þessi sömu hlutabréf taki Viðskiptavefur vik- unnar - www.isb.is: Ný spá um milliuppgjör Viðskiptavefur vikunnar er Greiningarvefur íslandsbanka sem er að finna á slóðinni www.isb.is. Á vefnum er aö finna helstu upp- lýsingar um verðbréf og gjaldeyri. Fréttir, greiningar og markaðs- skýrslur frá greiningardeild bank- ans er einnig að finna á vefnum. Auk þess má lesa á vefnum nýút- komna spá íslandsbanka um milli- uppgjör fyrirtækja og horfur á ár- inu 2001. að hækka á ný. Þess vegna er mikil- vægt að fjárfestar geri sér jafnframt grein fyrir þeim rekstrarskilyrðum sem ríkja á markaöi hverju sinni. í dag þurfum við að striða viö gengis- lækkun krónunnar, aukna verð- bólgu, hátt vaxtastig og minnkandi hagvöxt. Þessi atriöi hafa svo sann- arlega ekki ýtt undir kaupgleði fjár- festa. Margir íjárfestar eru nú í bið- stöðu vegna fyrirhugaðra útboða og einkavæðingar. Aukinn fjármagns- kostnaður hefur aukinheldur sett fjárfestum þröngar skorður varð- andi fjármögnun. Það eru því ekki miklar líkur á að inniend hlutabréf taki að hækka alveg á næstunni og eflaust gerist það ekki fyrr en fjár- festar sjá merki um betri tíð. Það gæti hugsanlega orðið seint á þessu ári eða í upphafi þess næsta," segir Soffía Gunnarsdóttir. -aþ Næsta Hlutabréfarabb: Bandarísku bréfin valin Næsta Hlutabréfarabb íslands- banka og DV og jafnframt það síð- asta að sinni verður haldið næst- komandi fimmtudagskvöld. Þá ætl- ar Willy Blumenstein sjóðstjóri að stíga á stokk og fjalla um bandarísk hlutabréf og hvemig ber að velja þau bestu úr. Hlutabréfarabbið verður sem fyrr haldið í Garðheim- um í Mjódd og fyrir fundinn veröur hitað upp með góðri djasssveiflu þeirra Árna Heiðars Karlssonar og Tómasar R. Einarssonar. Fundur- inn hefst kl. 20 og aðgangur er öll- um heimill. -aþ Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 1300 m.kr. - Hlutabréf 220 m.kr. - Ríkisbréf 600 m.kr. MEST VIÐSKIPTI O Össur 146 m.kr. ©íslartdsbanki 39 m.kr. o Pharmaco 17 m.kr. MESTA HÆKKUN o Bakkavör Group 2,5% O Olís 2,2% © Búnaöarbankinn 1,4% MESTA LÆKKUN O Sæplast 2,4% © Össur 2,3% © Pharmaco 1,4% ÚRVALSVÍSITALAN 1022 stig - Breyting O -0,69% Þriðjungur með afkomuviðvörun Afkoma fyrirtækja á Aðallista fyrstu 6 mánuði ársins hefur verið ofarlega á baugi á innlendum hluta- bréfamarkaði að undanfornu. Veik- ing krónunnar kemur óneitanlega til með að setja mark sitt á uppgjör og gert er ráð fyrir að mörg fyrir- tæki skili lélegri afkomu en nær þriðjungur skráðra félaga hefur sent frá sér afkomuviðvörun á und- angengnum vikum. Val á innlendum hlutabréfum Lykiltalnagreining byggist á kennitölum sem gera okkur kleift að bera saman verð mismunandi hlutabréfa á tiltölulega einfaldan hátt. Sjóðstreymisgreining felst í því að áætla framtíðarhagnaö félags og leiðrétta hann með tilliti til liða sem hafa ekki áhrif á sjóöstreymi. Innraverðmætisaðferðin byggist meðal annars á því að vega saman verð og vöxt hagnaðar. Aðrir þætt- ir, eins og rekstrarumhverfi, mark- aðsstaða fyrirtækis, stjórnendur og seljanleiki hlutabréfa, skipta líka máli. Mikil lækkun á gengi inn- lendra hlutabréfa sl. 12 mánuði hef- ur myndað kauptækifæri í mörgum félögum Félög á hagstæðu veröi Opin kerfi og Nýherji teljast í dag vera undir- verðlögð. Þau hafa bæði lækk- að gríðarlega á síðastliðnum 12 mánuðum. Fyr- irtæki eins og Pharmaco og Össur eru einnig á hagstæðu verði en vegna starfsemi utanlands eru félögin tiltölulega lítið næm fyr- ir sveiflum i hagvexti hér á landi. Verðmatsaðferðir eru góðar og gildar til að varpa ljósi á og gefa okkur hugmyndir um hvort verð hlutabréfa sé hagstætt eða ekki. Þær gefa hins vegar litla vísbend- ingu um hvenær hlutabréfin hækka og því er mikilvægt að fjárfestar geri sér grein fyrir rekstrarskilyrð- um markaðarins hverju sinni. í GENGIÐ EÉIS! 27.07.2001 kl. 9.15 KAUP SALA BHj Dollar 100,490 101,000 ^SSpund 143,240 143,980 !♦! iKan. dollar 65,560 65,970 Dönsk kr. 11,8270 11,8920 hfeÍNofak kr 11,0340 11,0950 SSsœnskkr. 9,4860 9,5390 j-Hn. mark 14,8026 14,8915 J] Fra. franki 13,4173 13,4980 | Belg. franki 2,1818 2,1949 73 Sviss. franki 58,3600 58,6800 ^JHoII. gyllinl 39,9381 40,1781 ^Þýsktmark 44,9998 45,2702 ít lira 0,04545 0,04573 [XlAust. sch. 6,3961 6,4345 ; j Port. escudo 0,4390 0,4416 T Spá. peseti 0,5290 0,5321 | • Uap. yen 0,81100 0,81590 1 jirskt pund 111,752 112,423 SDR 126,5300 127,2900 @ECU 88,0120 88,5408 7M VdL t \ . Hlutabréfa- rabb 2001 Hlutabréfaleikur íslandsbanka og DV Hlutabréfaleikur íslandsbanka og DV fer fram á hverjum föstudegi fram til 3. ágúst nk. Svara þarf einni spurningu í hvert sinn og tengist hún því umræðuefni sem var á Hlutabréfarabbinu kvöldið áður. Safna þarf saman a.m.k þremur af svörunum og senda til DV í umslagi merktu „DV - Hlutabréfaleikur - Þverholti II - 105 Reykjavík". Þrír heppnir þátttakendur verða dregnir út þann 9. ágúst og fær hver um sig 20 þúsund króna inneign í Astra-heimssafninu sem fjárfestir í alþjóðlegum hlutabréfum og hefur skilað 16,8% ávöxtun sl. 12 mánuði. Hvaða aðferð við val á hlutabréfum byggir á samanburði kennitalna? 3. □ Lykiltalnagreining b. □ Sjóðstreymisgreining C. □ Innraverðmætis-greining

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.