Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 DV Nathaniel Brazill Skaut uppáhaldskennara sinn á milli augnanna í fyrra. Sér núna eftir öllu saman. Sér eftir að hafa myrt kennarann Bandaríski unglingspilturinn Nathaniel Brazill sagöi í réttarhöld- um sínum i Flórida í gær aö honum þætti „mjög, mjög leitt“ að hafa myrt uppáhaldskennara sinn. Brazill, sem er 14 ára, skaut kenn- ara sinn á milli augnanna meö byssu afa síns þegar honum var neitaö um að tala viö bekkjarfélaga sína. Hann hafði þá verið rekinn heim fyrir aö kasta vatnsblöðrum. Þetta gerðist á síðasta skóladegin- um fyrir sumarfrí í fyrra. Ættingjar kennarans báðu dóm- arann í málinu um að læsa hann ævUangt inni. Hann væri glæpa- maður i þjálfun. Brazill lýsti eftirsjá sinni í fyrirfram samdri yfirlýs- ingu, sem hann las titrandi röddu. Kim Jong-il Bush notar útlagaríki til aö fela metnaö sinn til heimsyfirráöa. Skilur ekki eld- flaugaótta Bush Kim Jong-il, leiðtogi Norður- Kóreumanna, segir ótta Bandaríkja- manna um kjarnorkuárásir frá svoköUuðum útlagaríkjum vera tU- efnislausan. Yfirlýsinguna lét hann frá sér fara í viðtali við Itar-Tass fréttastofuna. Hann er á 10 daga lestarferðalagi til Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Um eldflaugaótta Bandaríkjamanna sagði Kim: „Hann er ekkert annað en rökbreUur til að fela metnað þeirra sem vUja drottna yfir heiminum.“ Áætlað er að Norður-Kóreuleiðtog- inn muni koma tU Moskvu 4. ágúst. Hann þarf að ferðast tæplega 9200 kUómetra með lest. Sagt er að hann sé flughræddur. Pútín og Kim munu án efa ræða fyrirhugað eldflauga- varnakerfi Bandaríkjamanna. UPPBOÐ Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisfns, Austurvegi 4, Hvolsvelli, þriðjudaginn 31. júlí 2001, kl. 15.00, á eftirfarandi __________eigm___________ Árbakki, Holta- og Landsveit. Þingl. eig. Anders Hansen og Lars Hansen. Gerðarbeiðendur eru Lánasjóður landbúnaðarins og Byggðastofnun. SÝSLUMAÐUR RANGÁRVALLASÝSLU. ANNA BIRNA ÞRÁINSDÓTTIR, FTR. Makedónía: Deiluaðilar nálg- ast samkomulag Samninganefnd frá makedónsk- um yfirvöldum og fulltrúum al- banska minnihlutans í Makedóníu hittist aftur í dag eftir vel heppnað- an fund í gær. Eins og í gær verður fundurinn haldinn í þorpinu Tetovo. Bardagar hafa að mestu staðið í nágrenni þorpsins eftir að vopnahlé frá 5. júlí var rofið í byrj- un þessarar viku. Javier Solana, yfirmaður utanrík- ismála hjá Evrópusambandinu, sat fundinn í gær ásamt yfirmanni Nato, George Robertson. Solana sagði eftir viðræðurnar í gær að það væri mikilvægt skref að viðræður væru hafnar að nýju og vopnahléi komið á aftur. Hann sagði einnig að deiluaðilar væru að nálgast sam- komulag sem tryggt gæti endanleg- an frið. Samningaferlið gengur út á að tryggja rétt albanska minnihlutans í stjórnarskrá Makedóníu. Helstu bitbeinin hafa verið um kröfur Al- Javier Solana Segir mikilvægt aö viöræöur séu komnar á skriö á ný. bana um að albanska verði annað opinbert tungumál Makedóníu. Einnig vilja þeir fá að taka þátt í löggæslu í landinu. Hingað til hefur þeim verið neitað um slíkt. Vopnahlé hefur haldið frá því síðdegis á miðvikudag. Leiðtogar skæruliða samþykktu að draga sig til baka til þess svæðis sem þeir héldu eftir að samið var um vopna- hlé 5. júlí. Einn leiðtogi skærulið- anna segir þó að það geti verið skammgóður vermir. Hann segir að byssum hafi verið dreift til Makedóníumanna af slavneskum uppruna. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lýsti í gær yfir áhyggjum sínum af stuðningi við albanska skæruliða í Makedóníu yfir landamærin frá Kosovo. Rússar fóru fyrir kröfu um að reynt yrði að hindra vopnaflutning til skæruliða, sem margir hverjir börðust í Kosovo gegn júgóslavneska hernum. Navajo-indíánar heiðraöir fyrir þátttöku í seinni heimsstyrjöldinni Leikarinn Nicholas Cage hyllir hér, ásamt unnustu sinni Lisa Marie Presley og fleira fólki, nokkra Navajo-indíána sem heiöraöir voru meö heiöursoröu bandaríska þingsins af George W. Bush Bandaríkjaforseta fyrir þátttöku sína í seinni heimsstyrjöldinni. Navajo-indíánar notuðu eigiö tungumái sem dulmál til aö senda leynilegar uppiýsingar i stríðinu. Cage ieikur i nýrri mynd sem gerir mikiö úr hlutverki Navajo-indíána í seinni heimsstyrjöldinni. Eiginkona Condits réðst á Levy Samkvæmt vefmiðli sænska blaðs- ins Aftonbladet mun Carolyn Condit, eiginkona bandaríska þingmannsins Gary Condit, hafa ráðist að lærling- inn Chandra Levy einum eða tveim- ur dögum áður en sú síðarnefnda hvarf á dularfullan hátt. Gary Condit og Levy áttu í ástar- sambandi. Frú Condit mun hafa kom- ist að því þegar hún hringdi í íbúð þingmannsins í Washington. Þvert á fyrirmæli herra Condit þá svaraöi Levy í símann. í Aftonbladet segir að frú Condit hafi flogið frá heimili þeirra hjóna i Kaliforníu og lent í Washington 28. apríl. Sama dag réðst hún á Levy með skömmum. Levy sást síðast 30. apríl. Samkvæmt heimildum ætlar alrík- islögregla Bandarikjanna, FBI, að yf- irheyra frú Condit. Hún hefur aftur á móti ákveðið að slíkar yfirheyrslur Gary Condit Stóöst lygapróf um tengsl sín viö hvarf Chandra Levy. fari fram í viöurvist lögfræðings síns. Þessi uppákoma er það nýjasta í dularfullu hvarfi lærlingsins Chandra Levy. Búið er að yfirheyra Gary Condit nokkrum sinnum, auk þess sem hann gekkst undir lyga- mælispróf og stóðst það. FBI hyggst nú yfirheyra Joleen McKay. Joleen hefur komið í fjölmiðla í Bandaríkj- unum þar sem hún viðurkennir að hafa átt í ástarsambandi við Condit. Hún segir að líkt og með flugfreyjuna Anne Marie Smith, sem Condit átti einnig í sambandi við, hafi starfsfólk á skrifstofu Condit lagt hart að sér að neita að hafa átt í ástarsambandi við þingmanninn. Condit hefur þurft að líða gagn- rýni frá samflokksmönnum á þingi um vanvirðingu á fjölskyldu sinni og flokki. Saddam er enn ógnvaldur George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að Saddam Hussein, leiðtogi íraka, væri enn þá ógn- valdur. írakar komust nærri því að skjóta niður U2 njósnavél á flug- bannssvæðinu yfir írak. Banda- ríkjamenn hyggjast hefna. Kona í dái ól barn Ólétt kona í Cincinatti í Banda- ríkjunum, sem hefur verið í dái allan meðgöngutímann eftir bílslys, fæddi heilbrigða stúlku í gær. Fornmönnum aö kenna Kenna má þúsunda ára ofveiði á sjávarspendýrum, skjaldbökum og fiski um lægðina í lífríki hafsins nú. Þetta kemur fram í rannsóknum á botnlögum, fornum ruslahaugum og fornleifum frá fjórum heimsálfum. Jafnræöi í æxlun Ljónynjur hafa ekki stigskipt kerfi þar sem ráðandi einstaklingar fjölga sér fremur en þeir sem neðar eru í goggunarröðinni, samkvæmt nýrri atferlisrannsókn. Þetta sting- ur í stúf við önnur félagslega með- vituð spendýr. Ferjuslys í Kongó Óttast er að minnst 6 manns hafi drukknað þegar ferju hvolfdi á yfir- ráðasvæði lýðveldisins Kongó á Tanganyika-vatni í gær. Bítill í hnapphelduna Bítillinn Paul McCartney hefur beðið unnustu sinn- ar Heather Mills. Hún er ötull bar- áttumaður gegn jarðsprengjum. Þau ætla að gifta sig einhvern tímann á næsta ári. Hann var áður kvæntur Lindu McCartney sem lést 1998. Dæmdar fyrir kjöltudans Tveir nektardansarar í Tampa á Flórída voru dæmdir til fjársektar fyrir að brjóta ný kjöltudanslög í borginni. Það tók kviðdóminn ein- ungis 7 til 8 mínútur að komast að niðurstöðu í hvoru máli. Fær sér heimasíðu Alberto Fujimori, landflótta fyrrver- andi forseti Perú, hefur opnað heima- síðu til að hreinsa nafn sitt af spilling- arákærum og koma á framfæri árangri sínum í forsetatíð- inni. Heimasíðan er á www.fu- jimorialberto.com. Ofbeldi á Jamaica Lögregla og her fóru um götur Kingston, höfuðborgar Jamaica, í gær eftir að fimm manns höfðu lát- ist í byssubardaga stjórnmálafylk- inga síðustu tvo daga. Fyrir tveim- ur vikum féllu 25 í bardögum. Gao Zhan komin frá Kína Bandaríski háskólaprófessorinn Gao Zhan er komin aftur til Banda- ríkjanna. Kínversk yfirvöld ráku hana úr landi fyrir njósnir. Hún var dæmd í 10 ára fangelsi en fékk að fara vegna hjartavandamála.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.