Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Side 4
4 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001 Fréttir I>V Hö^nun á tvöföldun Reykjanesbrautar þegar komin í gang: Akvörðun um 3,5 milljarða verk - ekki breytt, segir vegamálastjóri, þrátt fyrir skýrslu um aöra ódýrari lausn UÓSMYND: LÍNUHÓNNUN/VÁGVERKET, LEIF JÁDERBERG Þrjár akreinar hafa reynst vel í Svíþjóð Svokölluö 2+1 lelö þykir gefast vel ertendis á umferöaræöum. Reynslan í Sví- þjóö sýnir fram á verulega fækkun slysa auk mikils sparnaöar viö vegagerö. Siíkir vegir afkasta umferö sem nemur meira en tvöföldu umferöarmagni Reykjanesþrautar. Vegageröin segir hins vegar ekki næga reynslu komna á slíkt til aö þaö réttlæti breytingar áforma um tvöföldun Reykjanesbrautar. Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri segir að ráðist verði í tvö- földun Reykjanesbrautar sam- kvæmt hugmyndum Vegagerðar- innar. Hönnun vegarins hefst inn- an tíðar. Reiknað er með að bjóða fyrsta kaflann í þessu 3,5 milljarða króna verki út snemma á næsta ári. Með hliðsjón af hugmyndum um tvöföldun Reykjanesbrautar fól Vegagerðin Línuhönnun að gera úttekt á mismunandi kostum samkvæmt reynslu annarra þjóða. Var þar sérstaklega litið til til- rauna Svia og Norðmanna með svokallaða 2+1 vegi í stað 2+2, eða tvöfaldra tveggja akreina vega. Niðurstaðan í viðamikilli skýrslu Línuhönnunar sýndi að 2+1 vegur á Reykjanesbraut yrði bæði örugg- ari og mun ódýrari en tvöföldun brautarinnar. Þrátt fyrir að 2+1 vegur kosti aðeins um þriðjung af því sem tvö- földun akvega kostar þá hefur Vegagerðin þegar boöið út hönn- un vegna tvöföldunar Reykjanes- brautar. Átti verkfræðistofan Hnit þar lægsta tilboðið, upp á 92,8 milljónir króna, en ekki lá þó fyr- ir hver hlyti verkið. Helgi Hall- grímsson vegamálastjóri segir reynsluna að baki lausinni 2+1 ekki næga til að það ýti áætlunum um tvíbreiða Reykjanesbraut út af borðinu. „Reynslutíminn er allt of skammur til að hægt sé að draga af þessu víðtækar ályktanir," seg- ir Helgi. „Við munum því ekki breyta tillögum okkar um Reykja- nesbrautina." Hann segir hug- myndir um 2+1 vegi þó athyglis- verðar og vel sé hugsanlegt að slikt verði prófað í framtíðinni þar sem það á við. Stefnt er að því að bjóða út fyrsta kafla tvöföldunar Reykja- nesbrautar snemma á næsta ári. Vegamálastjóri segir að fram- kvæmdir á leiðinni frá Hafnar- firði til Reykjanesbæjar komi til með að kosta um þrjá og hálfan milljarð króna. Milljarða sparnaður? Veghönnuðir sem DV ræddi við telja að fyrir mismuninn á því að tvöfalda Reykjanesbraut í saman- burði við 2+1 lausn megi fram- kvæma 2+1 úrbætur á stórum hluta vegarins frá Reykjavik til Selfoss. Þvi til viðbótar mætti tvö- falda Vesturlandsveg upp i Mos- fellsbæ og gera 2+1 veg alla leið að Hvalfjarðargöngum. í skýrslu Línuhönnunar er bent á rannsóknir um vegahönnun víða um heim. Þar er einnig vísað til nýlegrar handbókar um hönn- un vega og umferðaröryggi eftir Lamm Psarianos & Mailander þar sem nokkuð er fjallað um 2+1 vegi. í handbók LP&M er mælt með notkun 2+1 vega þar sem umferð- arþungi er á bilinu 8 til 22 þúsund bílar á dag. Er litið á lausnina 2+lsem arðbæra og örugga leið þegar umferðarmagn kallar ekki á tvöföldun. Samkvæmt handbók- inni er ekki talið ráðlegt að tvö- falda vegi I fjórar akreinar (2+2) nema umferðarmagnið sé á bilinu 14 til 32 þúsund bílar á dag. Á Reykjanesbraut er umferðarþung- inn hins vegar ekki nema um 6 til 7 þúsund bílar á dag. Árangur Svía Markmið Svía er samkvæmt skýrslu Línuhönnunar að fækka banaslysum um helming á ákveðnu tímabili. Þeir hafa verið að skoða aðferðir til að fækka slysum með hagkvæmum og arð- bærum hætti. Svíar telja sig ekki hafa efni á því að byggja upp vegi með fjórum akreinum alls staðar, enda telja þeir ekki þörf á slíku þar sem umferð er á bilinu 10-15 þúsund bílar á dag eða minni. Af þessum ástæðum hafa Svíar unnið að breytingum á sínum tveggja akreina vegum i 2+1 vegi með víraleiðara á undanförnum árum. Þar eru viraleiðarar notaðir til að skilja að akreinar í gagnstæðri akstursstefnu sem auka öryggi vegfarenda til mikilla muna. í jan- úar 2001 var samtals búið að leggja 200 km af 2+1 vegum með víraleiðurum í Svíþjóð. Hefur þetta þegar leitt til verulegrar fækkunar umferðarslysa. Þá hefur verið reiknað út að kostnaður við að breyta 1+1 vegi í 2+1 veg nemi aðeins um þriðjungi þess sem tvöföldun vega kosti. Þá verði öll gatnamót einnig mun flóknari og dýrari á tvöföldum vegi. -HKr. Brunabótamat: Endurmat kost- ar 6000 krónur - eftir helgi Þeir sem ekki gera athugasemdir við brunabóta- og/eða fasteignamat á hús- um sínum áður en frestur til þess renn- ur út geta alltaf beð- ið um endurmat á eignum sínum. „Eigandi getur beðið um endurmat á fasteignamati og/eða brunabótamati hvenær sem er,“ segir Haukur Ingibergsson, for- stjóri Fasteignamats ríkisins. „Stofn- unin er sífellt að bregðast við beiðn- um fólks um endurmat af ýmsum ástæðum og það ferli heldur áfram sem fyrr þó fresturinn til að skila inn athugasemdum vegna endurmatsins renni út um helgina." Stöðugur straumur hefur verið af athugasemdum til Fasteignamats rík- isins og hefur álagið á stofnunina ver- ið nokkurt í vikunni. Þó virðist sem aðeins brot af húsnæðiseigendum ætli sér að gera athugasemdir; hinir eru væntanlega flestir sáttir eða þá hafa hreinlega ekki skoðað málið til enda. Ef beðið er um endurmat eftir að fyrsta mat eignarinnar er að baki kostar það 6000 kr. fyrir hverja eign upp að 25 milljónum kr. Verðið hækk- ar svo smám saman í takt við verð- gildi eignar. Þeir sem sjá fram á að þurfa á endurmati að halda í náinni framtíð ættu að nýta sér að hægt sé að gera athugasemdir, án greiðslu, fram á mánudag en þá verður hætt að taka við þeim. -ÓSB Skinnaiðnaður ekki dauður Ekki er útilokað að starfsemi muni halda áfram í Skinnaiðnaði á Akureyri þótt fyrirtækið hafði verið úrskurðað gjaldþrota. Boltinn er nú í höndum Landsbankans og skipta- stjóra. Líklegt er talið að einhver starfsemi verði eftir helgina þótt óvíst sé hve margir muni taka þátt í henni. Heimildir DV herma að hug- myndir um endurreisn hafi þegar skotið upp kollinum enda hafi mikl- um árangri verið náð í að minnka framleiðslukostnað undanfarið og hagræða í rekstrinum. 120 manns missa vinnuna að óbreyttu hjá Skinnaiðnaði. -BÞ Haukur Ingi- bergsson. Vö&rííÁ li Jkvoiil Sniayganiítiv og slávavfoil Rigning Á morgun er gert ráð fyrir suðaustanátt, 10-15 m/s og rigningu um vestanvert landið. Hægari suðlæg eða breytileg átt og skýjaö verður með köflum austan til. Hiti verður á bilinu 8-15 stig, hlýjast norðaustan til síðdegis. fHmm Vindur: 5-10 m/i Hiti 8°til 17' Suðvestlæg átt, 5-10 m/s, og skúrir á sunnan- og vestanverðu landinu en léttskýjað norðan til. Vindur: 5-10 m/» r Hiti 8°til 12° Sunnan og suövestan 5-10 m/s og dálitlar skúrlr vestanlands. Hætt vlb rlgnlngu austanlands. Kólnandl veóur. Wíiftviktií Vindur: X5—O nvs Híti 8°til 12° Sunnan og suövestan 5-10 m/s og dálitlar skúrir vestanlands. Hætt vlö rignlngu austanlands. Kólnandi veöur. HtYKJAVIK AKUKtYKI Sólarlag í kvöld Sólarupprás á morgun Síödegisflóö Árdegisflóö á morgun Skýringará veóurtáknum ‘ *—4'INDÁTT 10°—«TI -10! 'iNDSTYRKUR í nnrtriHh & sakiimiu IÉTTSKÝJA& HÁLF- SKÝJAÐ w RIGNING SKÚRIR ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEOUR Nfrost hhoskírt SKÝjAÐ AISKÝJAO SLYDDA SNJÓK0MA SKAF- RENNÍNGUR ÞOKA Úrkoma fyrir norðan Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt, 5 til 10 m/s í kvöld, en það lægir til vestan til á morgun. Rigning eða súld verður norðanlands og á Austfjörðum. Hlýjast verður suðaustanlands. Haustið komið Sumarið hefur kvatt landsmenn og haustblíðan verið allsráðandi síðustu daga. Veðurspá næstu daga gerir ráð fyrir sunnanátt og úrkomu víða um landið. is . vrd° AKUREYRI rigning 8 BERGSSTAÐIR rigning 8 BOLUNGARVÍK rigning 8 EGILSSTAÐIR alskýjað 11 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 11 KEFLAVÍK súld 9 RAUFARHÖFN rigning 8 REYKJAVÍK hálfskýjað 10 STÓRHÖFÐI skýjað 9 BERGEN skýjaö 15 HELSINKI skúr 14 KAUPMANNAHÖFN léttskýjað 15 ÓSLÓ skýjað 13 STOKKHÓLMUR 10 ÞÓRSHÖFN rigning 10 ÞRÁNDHEIMUR úrkoma 12 ALGARVE léttskýjað 24 AMSTERDAM skýjað 19 BARCELONA mistur 23 BERLÍN rigning 13 CHICAGO skýjað 13 DUBLIN rigning 13 HALIFAX léttskýjað 14 FRANKFURT skýjaö 13 HAMBORG léttskýjaö 17 JAN MAYEN rigning 5 LONDON léttskýjaö 23 LÚXEMBORG skýjaö 13 MALLORCA léttskýjaö 32 MONTREAL heiöskírt 9.5 NARSSARSSUAQ alskýjaö 5 NEWYORK rigning 14 ORLANDO rigning 22 PARÍS skýjaö 16 VÍN alskýjað 16 WASHINGTON skýjað 17 WINNIPEG heiöskírt 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.