Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001 Fréttir Framúrkeyrsla forsetaembættisins á fjárlögum: Forsetaritari segir ekkert vera ólöglegt - ríkisendurskoðandi ítrekar að óheimilt sé að nota stofnkostnað í rekstur Stefán L. Stefánsson forsetarit- ari segir ekki rétt að embætti for- seta íslands hafi verið að fremja lögbrot með framúrkeyrslu á fjár- lögum sem sagt var frá í DV á dög- unum. Um sé að ræða mistúlkun á tölum. Þrátt fyrir þessi orð Stefáns eru niðurstöðutölur ríkisreiknings óumdeildar, en þær sýna að emb- ættið fór í heild 6,9 milljónir fram úr heimild ijárlaga ársins 2000. Stefán segir að markvisst hafi verið unnið að því að færa kostn- að til samræmis við heimild fjár- laga. Þannig hafi hallinn farið úr 15 milljónum króna 1999 í tæpar 7 milljónir króna árið 2000. Þó í rík- isreikningi sé aðskilinn rekstur Bessastaða og yfirstjórn, þá flokk- ist það hvort tveggja undir al- mennan kostnað. í rikisreikningi liggur fyrir að kostnaður vegna yfirstjórnar og vegna opinberra heimsókna varð mun meiri en fjárlagaheimildir gerðu ráð fyrir. Munar á þessum tveim liðum tæpum 55,5 milljón- um króna sem farið er fram úr heimildum. Til að laga þessa stöðu var fé millifært af öðrum liðum, m.a. nærri 11 milljóna króna skil- greindum stofnkostnaði. Óheimil millifærsla Siguröur Þórðarson ríkisendur- skoðandi sagði í umræddri frétt að heimildir til millifærslna væru mjög tak- markaðar. Hann sagði einnig að óheimilt væri að flytja stofnkostn- að yfir á rekstur. Varðandi þessi orð ríkisendur- skoðanda segir Stefán ekki rétt að stofnkostnaður sem getið er um í fréttinni sé vegna Laufásvegar 72, hann sé vegna bifreiðar, tækja og búnaðar. Sótt hafi verið á fjár- aukalögum um aukna heimOd og að nýta þennan stofnkostnað til að rétta stöðuna. Ríkisendurskoðandi var hins Forseti og ráðu- vegar sérstaklega spurður um það atriði að færa stofnkostnað yfir á rekstur. í samtali við DV á þriðju- dag sagði hann orðrétt: „Þama er hann að fjármagna haOa á rekstri með fjármunum sem hann má ekki ráðstafa til þess.“ Sigurður Þórðarson stað- festi þetta í samtali í gær. Sagöi hann að með því að nýta stofn- kostnað eins og gert hefði verið j væri verið að fara á svig við lögin. Þó talsvert hefði áunnist við að í laga stöðuna hefði vandi forseta- embættisins m.a. verið mun meiri kostnaður vegna opinberra heim- sókna en gert var ráð fyrir. Hann I staðfesti orð Stefáns um að sótt hefði verið um aukið framlag og nýtingu stofnkostnaðar tO að ná endum saman, en það hefði verið gert eftir á. Ekki hefur verið sýnt fram á stofnanir ríkisins hafi heimild til framúrkeyrslu á íjárlögum Alþing- is. Hvorki varðandi ráðuneyti né forsetaembættið. Þvert á móti seg- ir í 49. gr. laga nr. 88 frá 1997 um fjárreiður ríkisins að forstöðu- menn og stjórnir ríkisaðOa beri ábyrgð á því að fjárhagsráðstafan- ir þeirra séu í samræmi við heim- ildir. Þessir aðilar bera jafnframt ábyrgð á því að ársreikningar séu gerðir í samræmi við lög þessi og staðið sé við skOaskyldu á þeim til ríkisbókhalds. -HKr. Einar Benediktsson: Finn fyrir samúð „Ég fmn fyrir mikiUi samúð og stuðningi með Bandaríkjamönnum eftir hryöjuverkin," segir Einar Benediktsson, fyrrverandi sendi- herra og formaður Íslensk-ameríska félagsins. Stjórn félagsins hefur þeg- ar sent sendiherra Bandaríkjanna á íslandi samúðarkveðjur og stefnir í dag að þvi að fara á fund hans og láta þannig með táknrænum hætti i ljós samúð og stuðning við bandarísku þjóðina á erfiðum tímum. „Þessi atburðir snerta alla heims- byggðina djúpt,“ segir Einar sem er menntaður í Bandaríkjunum og var undir lok starfsferils síns í utanríkis- þjónustunni sendiherra íslands í Washington. Hann kveðst þekkja vel tU í þeim hiuta New York sem verst varð úti í þessum hræðOegu hryðju- verkum og oftsinnis sem sendiherra hafa sótt fundi i Pentagon. „Þessi atburður snertir okkur sem þekkjum til bandarísks þjóðfélags djúpt og sama gUdir raunar um fólk um víða veröld. Það mun taka langan tíma að sannleikurinn í þessum máli, svo voðalegur sem hann er, sé með- tekinn." -sbs Vöxtur í fjarskiptaþjónustu fer minnkandi: Milljarðs hagnaður áætlaður í ár - Landsíminn kynnir útboðs- og skráningarlýsingu „Undanfarin ár hefur vöxtur í fjarskiptaþjónustu verið gríðarlega mikOl. Síminn telur ekki forsendur fyrir því að æOa að slíkur vöxtur verði viðvarandi og miðar því áæfl- anir sínar við að töluvert dragi úr vexti um sinn,“ segir m.a. í nýrri út- boðs- og skráningarlýsingu Símans sem kynnt var í gær. Fyrirtækið áæflar þó að hagnaður af rekstri í ár verði um milljarður króna. Þá kemur fram að síminn á von á mikill sam- keppni á innlendum ijarskiptamark- aði og miða áætlanir félagsins við að heldur dragi úr markaðshlutdeild Símans í almennri fjarskiptaþjón- ustu. „Af þessum ástæðum er þess vænst að tekjur félagsins á þessu sviði vaxi hægar en gerst hefur síð- ustu árin,“ segir í lýsingunni. Þá er í áæflunum gert ráð fyrir að áherslur Útboðslýsing Frá kynningu á útboös- og skráningarlýsingu Símans í gær. á nýjum rekstrarsviðum fari að skOa samstæðunni vaxandi tekjuauka á árunum 2003 og 2004. Vöxtur hefur verið mikOl í far- símaþjónustu og er gert ráð fyrir að svo verði áfram og að Síminn haldi góðri markaðshlutdeild á þeim mark- aði. Þá er stefnt að því samkvæmt út- boðs og skráningarlýsingunni að Síminn geti séð fyrir heildarlausnum fyrir fjarskiptaþjónustu og upplýs- ingatækni, ýmist einn eða með sam- vinnu margra samstarfsfyrirtækja, sem mörg eru í hópi dóttur- og hlut- deildarfélaga Símans. Þannig er mið- að við að minnkandi markaðshlut- deild verði mætt með breiðara starfs- sviði og mikiOi áherslu á nýja þjón- ustu, ekki síst i GSM. Þessar áherslur eru í samræmi við eitt af markmiðum félagsins sem er að þriðjungur af veltuaukningu næstu ára komi frá nýrri starfsemi eða nýrri þjónustu. Þá er vænst vax- andi tekna af fjölþættri gagnaflutn- ingsþjónustu, m.a. sjónvarpsdreif- ingu og auknu vægi margmiðlunar- tækni. Þagnarstund Fórnartamba hryöjuverkanna í Bandaríkjunum og aöstandendum þeirra var vottuö samúö meö þriggja mínútna þagnar- stund klukkan tíu í gærmorgun. Samtök launafólks víöa um lönd og álfur hvöttu til þessarar athafnar, þar á meðal verkalýöshreyfingin hér á landi. í álverinu í Straumsvík lögðu starfsmenn niöur vinnu um stund - og vottuöu í þögninni þeim viröingu sína sem nú eiga um sárast aö þinda eftir hina hrikalegu atburði. Fyrsta örveldið NATO hefur nú blásið í sameigin- legan herlúður með Bandaríkjunum. Árás á Bandaríkin eru sem sagt túlkuð sem árás á ísland og önnur Natoríki. Ýmsar vangaveltur hafa verið um áhrif þessa á íslenskan veruleika. Margir hafa prísað sig sæla yfir að við eigum ekki her. Lítt spennandi sé að æða út í bein hernaðarátök og standa t.d. and- spænis öfgafuOum Talibönum í Afganistan. Aðrir telja slíka afstöðu ábyrgðarlausa og að íslendingar eigi að taka beinan þátt við hlið sinna bandamanna. Enginn her er þó tfl staðar á Islandi enn sem komið er. Pottverjar velta þvi fyrir sér hvort vænta megi breytinga. Ekki sé ýkja langt síðan Björn Bjamason viðr- aði hugmyndir um einhverskonar her. Þá yrði ísland væntanlega fyrsta örveldið á hemaðarsviðinu.... Enn púöur í Grímsa Frestun á afgreiðslu um virkjun Kárahnjúka og álverksmiðjubygg- ingu fyrir austan er talin hafa breytt ýmsu í þinghaldsundirbúningu virkj- unarandstæðinga. Steingrlmur J. Sigfússon og félagar eru sagðir hafa verið ólatir við að koma sér upp skot- færum í sumar til að puðra á virkjun- ar- og álversinna á þingi. Frestun málsins valdi því að finna verður nýjar áherslur og ný mál tO að lúskra á stjórnarhðum. Stóriðjufram- kvæmdir verði lítt spennandi um- ræðuefni á haustdögum. Sagt er að stjórnarliðar geti þó varla varpað öndinni léttar að sinni. Hingað til hafi það aldrei gerst að allt púður fari úr Steingrími J... Ragga með nýtt band Talsvert hefur borið á hinum gömlu Stuðmönnum að undanfórnu. Talað hefur verið um að i burðar- liðnum sé ný Stuð- mannamynd sem eigi að slá út aOt sem á undan hefur komið. Þó engu sé likara en allt sé í lukkunnar vel- standi á þeim bæ og vel gangi að dusta rykið af hljómsveitinni, þá heyrist í heita pottinum að ekki sé þar aOt sem sýn- ist. Ragnhildur Gísladóttir ein af helstu sprautum í bandinu og fyrrum Grýla er sögð vera með hugann við allt annað en endurkomu Stuð- manna. Hún sé nú á fuOu að undir- búa nýtt band með Hedwig hópnum sem verið hefur að gera það gott í Loftkastalanum. Hvort það muni heita HarpaSjöfn eða eitthvað annað skal ósagt látið... Keikó stoppaður upp? Enn er riflst um hinn fræga Keikó. Fullyrt hefur verið að Vestmannaey- ingar séu orðnir svo dauðleiðir á kvikindinu að þeir hugsi því þegjandi þörfina. Því hafi hlakkað í mörgum eyjaskeggjanum þegar fregnir bárust af því að Húsvíkingar og Keflvíkingar væru farnir að rifast um hvalinn. Nú mun hinsvegar kominn upp nýr vandi, því Vest- mannaeyingar sem hugðust verða ríkir af komu Keikó geti ekki hugsað sér að skepnan fari. Búið hafi verið að gera ógrynni af minja- gripum sem selja átti stríðum straumi Keikóunnenda. Ferðamannastraum- urinn hefur látið á sér standa, en ljóst er að þessi vara verði óseljanleg með öOu ef Keikó fer. Sagt er að róttæk- ustu minjagripasalamir hyggist laum- ast í skjóli myrkurs og draga hvalinn á þurrt land. Því betri sé uppstoppað- ur hvalur í hendi en brottfluttur Keikó á Húsavík...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.