Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Qupperneq 8
8
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001
Útlönd
DV
George W. Bush
Bush hefur fullan stuðning þings og
þjóðar til að þeita vaidi gegn þeim sem
bera ábyrgð á hryðjuverkunum.
Bush fékkleyfi
þingsins til að
beita valdi
George W. Bush Bandaríkjaforseta
hefur verið gefið grænt ljós til að
beita „nauðsynlegu valdi“ gegn
þeirri þjóð, samtökum eða einstak-
lingum sem uppvísir verða að þvi að
hafa staðið að baki og skipulagt
hryðjuverkaárásirnar á World Trade
Center og Pentagon á þriðjudaginn.
Ekki er um striðsyfírlýsingu að ræða
heldur aðeins leyfi til handa forset-
anum til að beita nauðsynlegu valdi
en þó samkvæmt lögum.
Hryðjuverkin
hafa áhrif á bók-
menntaáhugann
Rithöfundurinn Angus Kress Gil-
lespie, sem skrifaði bókina „Twin
Towers", er orðinn söluhæsti rithöf-
undur heims samkvæmt lista vefsíð-
unnar Amazon.com. „Þetta er mjög
vandræðalegt," sagði Gillespie, en
skáldverkið er fræðileg saga World
Trade Center sem nú er rústir einar
eftir árás hryðjuverkamanna á þriðju-
daginn. „Það er leiðinlegt til þess að
hugsa að fólk fái nú áhuga fyrir bók-
inni eftir þessa hræðilegu upplifun,"
bætti Gillespie við.
Annar höfundur sem færst hefur
upp listann er Barbara Olson en hún
var meðal farþega í þotunni sem lenti
á Pentagon. Barbara skrifaði bókina
„Hell to Pay“ sem fjallar um Hillary
Clinton, fyrrum forsetafrú.
Hryðjuverkin virðast hafa haft mik-
il áhrif á bókmenntaáhuga fólks og
hafa ýmsar bækur tengdar hryðju-
verkum flogið upp listann. Þá er áber-
andi að bækur um spádóma Nostra-
damusar eru orðnar mjög vinsælar í
kjölfar árásanna og einnig hefur bók
Benjamins Netanyahus, „Fighting
Terrorism", selst grimmt.
Nöfn flugvélaræningjanna átján voru birt í gær:
Hringurinn að lok-
ast um bin Laden
Bandarískir íjölmiðlar birtu i gær
nöfn þeirra átján hryðjuverkamanna
sem grunaðir eru um að hafa rænt
flugvélunum fjórum sem á þriðjudag-
inn var flogið á tvær helstu veraldleg-
ar ímyndir Bandarikjanna, World
Trade Center í New York og höfuð-
stöðvar varnarmálaráðuneytisins í
Pentagon.
Þeir sem nefndir eru til sögunnar
eru eftirtaldir:
Flugvél American Airlines sem
flaug inn í norðurtum WTC: Walid A1
Shehri, Wail Alsheri aka Waleed Als-
heri, Mohammad Atta, Aabdul Alom-
ari og Satam Sugami.
Flugvél United Airlines, sem flaug
inn í suðurturn WTC: Marawn Als-
hehhi, Fayez Ahmed, Mohald Als-
hehri, Hamza A1 Ghamdi og Ahmed
A1 Ghamdi.
Flugvélin frá American Airlines
sem flaug á vamarmálaráðuneytið í
Pentagon: Khalid Almihdhar, Majed
Moqued, Nawaf A1 Hazmi og Salem A1
Hazmi.
Osama bin Laden
Arabíski hryðjuverkaforinginn Osama
bin Laden, sem nú dvelur í Afganist-
an í skjóli talibana, er sterklega
grunaður um að hafa staðið á bak
við hryðjuverkin í Bandaríkjunum.
Flugvél United Airlines sem brot-
lenti i Pennsylvaníu: Ahmed A1
Haznawi, Ahmed Alnami, Ziad Jarrah
og Saeed Alghamdi.
Að sögn yfirvalda var unnið að því
í gær að bera nöfnin saman við lista
yfir nöfn sem tengjast starfsemi
þekktra hryðjuverkasamtaka en sam-
kvæmt óstaðfestum heimildum eru
egypsku hryðjuverkasamtökin Jihad
þegar grunuð um að hafa staðið að
baki árásunum.
Forsprakki Jihad-samtakanna, sem
aðallega hafa beitt sér gegn ráðandi
öflum í Egyptalandi, er talinn náinn
samstarfsmaður Osama bin Ladens og
einn af innstu koppum í búri regn-
hlífasamtaka hans, A1 Qaeda, sem
starfa með smærri hryðjuverkasam-
tökum og aðstoða þau við skipulagn-
ingu grimmilegustu hryðjuverka.
Það er því ljóst að hringurinn
þrengist óðum um Osama bin Laden,
sem nú dvelst í skjóli talibana í
Afganistan, og bíða menn nú spenntr
eftir því hvað gerist á næstu stigum.
Hvað ungur nemur gamall temur
Ung stúlka í Islamabad í Pakistan fyigist hér með þeim fullorðnu við bænahaid í gær. Pakistanar, sem hafa verið
helstu stuðningsmenn talibanastjórnarinnar í Afganistan, eru áhyggjufullir þessa dagana eftir hryðjuverkin í
Bandaríkjunum og hafa nú heitið fullri samvinnu við Bandaríkjamenn í baráttunni gegn hryðjuverkum.
Stjórnarmyndunarviðræðurnar í Noregi:
Kjell Magne Bondevik krefst
kúvendingar af hægri flokknum
Á sameiginlegum fundi þingflokks
og flokkstjórnar Kristilega þjóðar-
flokksins í Noregi var endanlega sam-
þykkt að flokkurinn gengi til við-
ræðna við Hægriflokkinn um ríkis-
stjórnarmyndun í Noregi. Eftir fund-
inn voru flokksmenn hæfilega bjart-
sýnir, því þeir ætla að selja sig dýrt
eins og það var orðað af þingflokksfor-
manninum, Einari Steinsnes. Flokk-
urinn leggur höfuðáherslu á tvo mála-
flokka, annars vegar umhverfismál og
hins vegar aðstoð við fátækustu þjóð-
ir heimsins.
í samningaviðræðunum gætu þessi
mál þvælst fyrir því flokkarnir hafa
þar gjörólíkar skoðanir. Margir minn-
ast þess þegar miðflokkastjórnin, und-
ir forsæti Kjells Magne Bondevik,
hrökklaðist frá völdum fyrir átján
mánuðum vegna ágreinings við
Hægri og Verkamannaflokkinn í um-
hverfismálum. Jan Petersen, leiðtogi
Hægri, og Jens Stoltenberg, núver-
andi forsætisráðherra, fengu þá þing-
Kjell Magne Bondevik
Kjell Magne Bondevik getur ekki
hugsað sér aö sitja í ríkistjórn með
Framfaraftokknum.
meirihluta fyrir byggingu gasorku-
vers, þvert gegn vilja Bondevikstjórn-
arinnar. Þar með varð ríkisstjórnin
undir á Stórþinginu og sagði af sér í
kjölfarið.
í kosningabaráttunni lagði Hægri
flokkurinn þunga áherslu á að Norð-
menn ættu að draga úr stuðningi sín-
um Við þjóðir í Afríku og Asíu og nota
peningana frekar heima fyrir. Kristi-
legir lögðu aftur á móti mikla áherslu
á að Norðmenn ykju stuðninginn upp
í eitt prósent af þjóðartekjunum eins
og krafa SÞ er.
Það er því ljóst að viðhorf flokk-
anna í tveimur af mikilvægustu mála-
flokkunum eru andhverfur og þvi
fróðlegt að fylgjast með hvernig þeir
ætla að nálgast. Reyndar eru sjónar-
mið flokkanna ólík í flestum mála-
flokkum og því er það ugglaust rétt
sem leiðtogar Krf. segja að ríkistjórn
þessara flokka verði ekki hrist fram
úr erminni. Það eina sem leiðtogar
flokkanna eru sammála um er að
koma Verkamannaílokknum frá og
gera hann að farþega á Stórþinginu.
Samkomulag milli Hægri og
Kristilega þjóðarflokksins dugar ekki
til að mynda starfhæfa ríkisstjórn.
Flokkarnir þurfa á víðtækari stuðn-
ingi að halda. Kjell Magne Bondevik
leggur mikla áherslu á að fá fyrrum
félaga sína í Vinstri flokknum til liðs
við sig en sá flokkur fékk bara tvo
uppbótarþingmenn og er því lítið lið
í honum. Meira þarf til og þá er það
aðeins Framfaraflokkurinn og Karl
Ivar Hagen sem geta hugsað sér að
styðja hægri stjórn til valda en eins
og aðrir gerir Hagen ekkert án þess
að fá eitthvað í staðinn. Kjell Magne
Bondevik getur hins vegar ekki hugs-
aö sér að sitja í ríkisstjórn með
Framfaraflokknum og því er likleg-
ast að Krf og Hægri verði að gera
Karl Ivar Hagen að forseta Stórþings-
ins. Það finnst mörgum Krf-félagan-
um ríflega greitt fyrir liðveislu
Framfaraflokksins.
Allir saklausir
Bandarísk lögregluyfirvöld sögðu í
gær að enginn þeirra tíu manna sem
handteknir voru í áhlaupi lögreglunn-
ar á Kennedy-flugvöll og LaGuardia-
flugvöll í fimmtudagskvöld tengdust
hryðjuverkaárásunum á nokkurn hátt
og hafa þeir því verið látnir lausir. Á
einum mannanna hafði fundist grun-
samlegt flugskirteini sem reyndist í
eigu bróðir hans og fréttir um að
mennirnir hefðu verið vopnaðir hníf-
um reyndust rangar.
Bera sjálfir ábirgðina
Dagblað stjórn-
arinnar í írak, Al-
Thawra, sagði í
gær að árásirnar í
New York og Was-
hington á þriðju-
daginn væru eðli-
legar afleiðingar
afskipta þeirra af
innanrikismálum
annarra þjóða og tók þar með undir
ummæli Saddams Husseins, forseta
landsins, um að þær væri ávöxtur
„grimmilegrar utanríkisstefnu".
„Bandarískur almenningur verður að
gera sér ljóst að bandarísk stjórnvöld
bera sjálf ábyrgðina á árásunum og
þeirri ógnum sem steðjar að þjóð-
inni,“ sagði blaðið.
Tala látinna hækkar
Fjöldi þeirra sem látnir eru vegna
landadrykkjunnar i bænum Parnu i
Eistlandi um síðustu helgi var í gær
kominn í 53 en fólkið mun hafa inn-
birt landa sem unninn var úr tréspír-
itus. Að sögn lögreglunnar liggja enn-
þá um 80 manns á sjúkrahúsi með ein-
kenni eitrunar og gæti tala látinna
því enn hækkað. Tíu manns hafa ver-
ið handteknir i sambandi við málið og
að sögn ríkissaksóknara landsins
verða þeir að öllum líkindum ákærðir
fyrir manndráp sem þýðir að þeir geta
átt allt að þriggja ára fangelsisdóm yf-
ir höfði sér.
Bush fær 40 billjónir
Öldungadeild Bandaríkjaþings sam-
þykkti í gær samhjóða að veita fjörutíu
billjónum dollara til hernaðaraðgerða,
hjálparstarfs og uppbyggingar, vegna
hryðjuverkanna í New York og Penta-
gon. Tiu billjónum dollara verður þeg-
ar varið til hreinsunar og uppbygging-
ar í New York og Virginíu, öðru eins
eftir hálfan mánuð þegar Bush hefur
gert grein fyrir áætlunum sínum og
restinni, 20 billjónum, í einstök verk-
efhi sem Bush gerir sérstaka grein fyr-
ir. Á myndinni hér að ofan er Carl
Levin, formaður hernaðarnefndar
þingsins, á leið til þingsins en eins og
sjá má hefur veður versnað og hindrar
það allt hjálparstarf.
Talibanar hóta hefndum
Muhammad Om-
ar, leiðtogi tali-
banastjórnarinnar
í Afganistan, flutti
ávarp til þjóðar
sinnar í afganska
ríkisútvarpinu í
gær þar sem hann
hvatti þjóðina til að
mæta yfirvofandi
innrás Bandaríkjanna í landið með
hugrekki og sjálfsvirðingu og minnti á
baráttu hennar gegn Rússum. „Við
munum greiða það gjald sem til þarf til
að verja okkur og leita allra ráða til að
koma fram hefndum."