Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Side 14
14 Noiaðir bílar hjá Suzukí bílum hf. Suzukl Baleno Wagon, bsk.Skr. 12/97, ek. 74 þús. Verð kr. 860 þús Suzuki Grand Vitara V-6, ssk.Topplúga-krókur-álfelgur- upph.Skr. 7/99, ek. 36 þús. Verð kr. 2360 þús Suzuki Baleno Wagon, ssk.Skr. 7/99, ek. 22 þús. Verð kr. 1275 þús. Suzuki Vitara JLX, 5 d., ssk. - upph. 30” kantar Skr. 3/97, ek. 68 þús. Verð kr. 1230 þús. Suzuki Baleno GL, ssk. Skr. 6/99, ek. 15 þús. Verð kr. 995 þús Suzuki Baleno Wagon 4x4. Skr. 7/98, ek. 50 þús. Verð kr. 1070 þús. Suzuki Wagon R+ 4wd, 5 d. Skr. 8/00, ek. 12 þús. Verð kr. 1090 þús. Suzuki Jimny JLX, bsk. Skr. 5/99, ek. 47 þús. Verð kr. 1090 þús. Subaru Impreza Wag. 4x4 Skr. 11/99, ek. 31 þús. Verð kr. 1580 þús. Toyota Avensis, bsk. Skr. 6/99, ek. 31 þús. Verð kr. 1220 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, síml 568-5100 Helgarblað LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001 DV íslensk kona horfði á flugvél fljúga á turninn þar sem eiginmaður hennar vann: Djúp og ólýsanleg sorg - segir Kristján Ragnarsson, yfirlæknir og tengdafaðir Howards Boulton „Hér ríkir djúp og ólýsanleg sorg,“ sagði Kristján Tó.mas Ragn- arsson, íslenskur læknir sem bú- settur er í,New York ásamt eigin- konu sinni, þegar hann ræddi við DV í gær um hörmungar undanfar- inna daga. Hann gegnir starfi yfir- læknis á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York. Eiginmanns Vigdísar, dóttur Kristjáns, Howards Boulton, er saknað eftir að hin hryllilegu hryðjuverk voru unnin á World Trade Center sl. þriðjudag. Hann vann á 84. hæð í syðra turni bygg- ingarinnar. Howard og Vigdís eiga 7 mánaða gamlan dreng. Heimili þeirra er mjög nærri Woríd Trade Center, eða á 4. stræti á Manhattan. Kristján sagði atburði síðustu daga af þvílíkum toga að þeir snertu alla, hvar sem væri í heiminum. Þeir snertu ekki síst íslendinga og ef þeir fyndu á einhvem hátt að þeir hefðu einnig átt fulltrúa í New York, sem hefðu orðið fyrir hörm- ungunum, þá væri það þess virði að ræða það á opinberum vettvangi. Á þeim grundvelli kvaðst Kristján reiðubúinn að segja sögu fjölskyldu sinnar allt frá þvi að ógnir hryðju- verkanna skullu á. Fyrstu fréttir „Ég var að ljúka stofugangi á.spit- alanum um níuleytið um morgun- inn. Síðan var fundur í spítala- stjórninni. Ég var að koma á þann fund og þá fóru fyrstu fréttir að ber- ast, að það hefði flugvél farið í ann- an tuminn. Þá var ekki vitað hvort um væri að ræða hryðjuverk eða slys. Örskömmu síðar bárust fréttir um að önnur flugvél hefði farið á hinn turninn. Ég hringdi til Hrafnhildar Ágústsdóttir, eiginkonu minnar, og einnig í Vigdísi, dóttur mína. Þá fékk ég þær lýsingar að Hrafnhildur hefði verið að tala við dóttur okkar í síma um leið og fyrstu fréttir voru Hrafnhildur Agústsdóttir og Kristján Tómas Ragnarsson Tengdasonar Hrafnhildar og Kristjáns, Howards Boutton, er saknað eftir hina mannskaéðu árás hryðjuverkamanna á World Trade Center sl. þriðjudag. Rústirnar af World Trade Center í New York Hrafnhildur og Kristján fóru ekki alveg að World Trade Center-byggingunni því þar var slík aska, ryk og reykur að það var bókstaflega hættulegt. Kristján sagöi aö sér hefði dottið í hug hvort hugsanlega gætu leynst í flugvélunum annars konar voþn, svo sem eiturefni eöa sýklavopn. að berast. Vigdis, sem hafði gott út- sýni yfir World Trade Center og sá bygginguna vel og greinilega út um gluggann, sagði móður sinni í sim- ann að flugvél hefði rekist á annan turninn. Hann væri nú í logum. Sem betur fer væri það ekki turn- inn sem Howard ynni í. Þar sem hún er að tala við konuna mína þá segir hún skyndilega:„Hér kemur önnur flugvél. Hún fer í turninn sem Howard er í.“ Eina von Vigdísar var að hann hefði komist niður i tæka tíð. Það er ekkert nú sem bendir til þess að hann hafi gert það. En hún horfði á þetta gerast með eigin augum og ég veit ekki hvort nokkur önnur eigin- kona gerði það.“ Skelfilegur dagur Hrafnhildur, eiginkona Kristjáns, komst i síðustu lest sem hleypt var inn í Manhattan. Lestin stoppaði í Harlem, efst á Manhattan. Þaðan hljóp hún niður á spítala til Krist- jáns, sem er um 2ja kílómetra vega- lengd. Hjónin náðu þegar í bíl og voru komin á vettvang klukkan tiu, í þann mund sem byggingamar hrundu. „Þetta var skelfílegur dagur ...“ sagði Kristján og bætti við: .. og allir dagar síðan." Hrafnhildur og Kristján fóru ekki alveg að World Trade Center-bygg- ingunni því þar var slík aska, ryk og reykur að það var bókstaflega hættulegt. Kristján sagði að sér hefði dottið í hug hvort hugsanlega gætu leynst í flugvélunum annars konar vopn, svo sem eiturefni eða sýklavopn. Honum hefði því alls ekki verið rótt að hafa fjölskyldu sína á svæðinu. Þegar þau Hrafnhildur gengu í átt að heimili Vigdisar og Howards virtust þau vera eina fólkið sem stefndi í suður, allir aðrir voru á hraðferð í norðurátt, undan hryðju- verkunum. „Þetta var eins og sést í öðrum stríðum, þar sem flóttamenn eru misjafnlega á sig komnir að hrekj- ast undan stríðsógnunum," sagði Kristján. Vigdís flutti ásamt litla syninum, Friðriki Tómasi, heim tii foreldra sinna í úthverfi New York þegar ólíft var orðið í hverfinu þar sem hún býr vegna ryks og reyks. íslandsvinur „Howard var úrvalsmaður. Hann er frá Venezúela, en var menntaður hér og útskrifaðist með viðskipta- menntun frá Wharton-háskólanum í Pensylvaniu. Hann hefur unnið hér síðan eftir að hann kynntist Vigdísi og þau gengu í hjónaband fyrir þremur árum, þá bæði 26 ára. Howard var mikill íslandsvinur og á marga vini og kunningja i hópi ís- lendinga, bæði heima og hér. Hann var bæði karlmenni og ljúfmenni Fólkið sem vann í World Trade Center var frábært fólk,“ hélt Krist- ján ái'rarrf: „Þetta er fólk hvaðanæva úr heimifíum. Flestir þeir sem dótt- ir mín þekkir, sem ekki hafa komið fram, eru fæddir annars staðar heldur en í Ameríku. Þetta fólk hef- ur allt aflað sér góðrar menntunar og komist áfram í Sínu lándi og hér. Þótt okkar sorg sé mikil og ráði mestu í okkar huga þá getum við ekki annað en hugsað til allra þeirra góðu kvenna og karla sem þarna hafa farist þegar þau voru að berjast harðri Lfsbaráttu fyrir sinni fjölskyldu. Við getum ekki annað en hugsað til aðstandenda þeirra og spurningin um hvað komi næst leit- ar á hugann. í úthverflnu sem við búum í eru að minnsta kosti fimm aðrar fjölskyldur sem hafa misst fyrirvinnuna, allt fólk með mörg böm. Þessir feður voru vinnusamir og góöir menn. Hver einasti maður sem lætur þarna lífið á sér sögu um hvernig þgir hafa barist fyrir sér og sínum oglkomist .áfram á þann hátt. Þetta varTfólk af öllum þjóðernum, öllum kýhþáttum og öllum trúar- brögöum. Þaö hefur þann samnefn- ara að vera gott og gilt fólk. Ég hef áhyggjur af framtíðinni, ekki bara persónulega heldur einnig af okkar siömenningu og frelsi. Ég held að við komum öll til með að finna fyrir því. Það er ekki hægt annað en að leiða hugann að því að hér hefur verið vegið að sið- menningu okkar. Heimsmyndin er breytt. Það sem við höfum alist upp við og vanist, því er ógnað á hræöi- legan hátt. Við viljum þakka öllum sem við þekkjum á íslandi fyrir þeirra góðu orð, hugsanir og bænir.“ DV vottar Vigdísi og syni hennar, Friðriki Tómasi, foreldrum hennar, öllum aðstandendum og vinum sína dýpstu samúð. -JSS Kristján Tómas Ragnarsson Hann átti hræðilegan dag á Manhattan ellefta september sl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.