Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001 Helgarblað Eggert Skúlason, fyrrum fréttamaöur, nú framkvæmdastjóri „Ég sagöi einhvern tímann ígamni aö þaö væri þrennt sem mig langaöi til aö starfa viö: eitt væri fjármagnsmarkaöur, annaö væru fjarskipti og þaö þriöja væri aö vera forsætisráöherra en ég reiknaöi reyndar ekki meö því aö þaö væri laust. “ Það var enginn vondur við mig - segir Eggert Skúlason sem hverfur sáttur frá Stöð 2 eftir ellefu ára feril. Eg get ekki annað en litiö til baka með gleði. Ég fékk tæki- færi til þeí,3 að veiða með landsins bestu veiðimönnum í bestu ám landsins og bestu ám heimsins ef þvi var að skipta og ég hafði alltaf gaman af því sem ég var að fást við.“ Jakkinn og hárið Eggert var alla tíð í flokki þeirra sjónvarpsfréttamanna sem tamdi sér einlæga og opinskáa framkomu. Hann var blátt áfram og fólk sem hringdi inn á stöðina og kvartaði undan að hár- greiðslan væri óþolandi, jakkinn of stór og brosið of breitt var líka blátt áfram og Eggert segir reyndar að það hafi fullt leyfi til þess að vera það. „Fólk er í fullum rétti með að hafa skoðun á þeim sem eru inni á gafli hjá því á hverju kvöldi. Eitt bros á dag kemur skapinu i lag og ég var alltaf ánægður ef mér tókst að gera svolítið grín að sjálfum mér.“ Tvær ömuriegar vikur Eggert hóf ungur afskipti af blaða- mennsku þegar hann réðst til starfa á NT árið 1984. Hann fékk snemma að kenna á því að ritstjómir slíkra blaða geta verið afar óstöðugur vinnustaður því skömmu eftir að hann hóf störf vom allir reknir af ritstjóm nema hann. „Ætli það hafi ekki verið vegna þess að ég hafði stystan starfsaldur. Ég man reyndar ekki lengur vegna hvers þetta var. Hitt veit ég að ég sat eftir sem fréttastjóri blaðsins og næstu tvær vik- ur skrifaði ég það nánast einn og það vora ömurlegustu vikur ævi minnar í þessu starfi.“ Týnda rjúpnaskyttan Eggert játar það fyrir blaðamanni að þegar hann sat ungur og örvænting- arfullur á NT seint á kvöldin og gekk erfiðlega að fylla síðurnar af fréttum greip hann stundum til þess örþrifa- ráðs að búa til fréttir. „Ég man til dæmis eftir frétt sem ég skrifaði við slíkar aðstæður um týnda rjúpnaskyttu sem álfkona vísaði rétta leið til byggða. Maðurinn vildi ekki koma fram undir nafni en fréttin var skemmtileg. Það fór um mig ónotatiliinning þeg- ar ég sat í bílnum á leið í vinnuna morguninn eftir og heyrði umsjónar- menn morgunþáttar Rásar 2 lesa þessa frétt upp af sérstakri athygli fyrir alla þjóðina." Horfi ekki á fréttir - Margir tala um starf við fréttaöfl- un og blaðamennsku sem hálfgerða bakteríu eða ólæknandi veirasýkingu sem engin leið sé að losna við. Líður ekki gömlum fréttahauki illa? „Það er oft alhæft um þetta en ég er enn með þá tilfinningu að ég nýt þess að horfa ekki á fréttatímana í sjón- varpinu og sakna starfsins ekki. Mað- ur á samt aldrei að segja aldrei og eng- inn veit hvað gerist. Ég verð sjálfsagt nokkuð ókyrr næst þegar stórfréttir dynja yfir. Hekla fer að gjósa eða eitt- hvað slíkt." Eggert framleiddi ails 75 30 mínútna langa þætti fyrir Stöð 2 og segist hafa haft gaman af því á annan hátt en fréttamennskunni. „Við slepptum öllum predikunum í okkar veiðiþáttum. Ég er sennilega ábyrgur fyrir að hafa sýnt flest dráp í íslensku sjónvarpi. Við vildum hafa Þegar Eggert Skúlason tœmdi skrifborðið sitt á Stöð 2 í maí síðastliðnum hafði hann starfað þar í ellefu ár. Lengst af sem fréttamaður en einnig árum saman sem umsjónarmaður þátta um stangaveiði, sjómennsku, skotveiði og síðast þœtt- ina sem nefndust Peningavit þar sem Eggert haslaði sér völl í umfjöllun um fjár- mál og settist meðal annars á skólabekk á því sviði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.