Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Page 42
50
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001
Tilvera
DV
mimmn
Grái kötturinn
Grái kött-
urinn viö
Hverfisgötu
er eitt
þeirra kaffi-
húsa í mið-
borginni
sem náð
hafa vin-
sældum
listafólks af
ýmsu tagi.
Staðurinn
er morgun-
og miðdagsstaður en lokaður á
kvöldin. Meðal þess sem gerir hann
sérstakan eru hillur með lesnum
bókum og sætin sem gætu verið úr
gömlum Rússajeppum. Grái köttur-
inn býður upp á nokkrar tegundir
af kaffi og brauðréttum. Fyrir val-
inu varð kaffi hússins og ristuð
beygla með skinku, osti og græn-
meti. Kaffið reyndist bragðmikið en
ekki beiskt og beyglan matarmikil,
með sérlega fersku áleggi. Reyndar
hefði kaffiskammturinn mátt vera
ögn stærri svo hann hrykki til að
skola hverjum bita niður. Grái kött-
urinn er reyklaus og þar inni er
notalegt andrúmsloft sem ótvírætt
skapast innan um fólk og bækur.
Kaffi Puccini
Það var fremur rólegt á Kaffi
Puccini við Vitastíg þegar ég leit þar
inn í vikunni. Staðurinn, sem er á
tveimur hæðum, tekur þijátíu manns í
sæti. Ef marka má viðskiptavinina
sem voru á Puccini þann tíma sem ég
dvaldi þar er staðurinn vinsæll meðal
fólks á framhaldsskólaaldri. Persónu-
lega fannst mér skemmtilegt aö sitja
þar og þykjast vera að glugga í bók en
vera í raun að hlusta á samræður við-
skiptavinanna sem voru að skoða
tímarit og sögðu vá, kúl og geðveikt.
Gengilbeinan á Puccini var glaðleg
þegar hún tók á móti mér og hjálpleg
þegar hún leiöbeindi mér í vali á köku.
Að hennar mati átti ég að fá mér epla-
köku með rjóma og reyndist hún ljóm-
andi góð. Að vanda pantaði ég mér tvö-
faldan espressó en gengilbeinan ákvað
að ég væri frekar cappucino-maður og
færði mér einn slíkan i staðinn. Hún
bauðst reyndar til að leiðrétta mistök-
in en þar sem hún hafði staðið sig vel
i kökuvalinu ákvað ég að fara að henn-
ar ráði. Verðið á Puccini er fremur í
hærri kantinum og ég borgaði 730
krónur fyrir kaffi og kökusneið.
Kaffibrennslan
Kaffihúsið Kaffibrennslan er
skemmtilegt kaffihús í hjarta
Reykjavíkur þvi það er við Austur-
völl. Meðal þess sem Kaffibrennslan
býður er gott úrval af samlokum,
hamborgurum og fleiri réttum. Á
hverjum degi er svo í boði réttur
dagsins og oft eru tilboð á bjór.
Flestir réttir smakkast mjög vel og
má hiklaust mæla meö kjúklinga-
samlokunum sem eru einstaklega
góðar en þær eru bornar fram með
salati og frönskum kartöflum. Kaff-
ið hefur einnig yfirleitt veriö bragð-
gott og það er ávallt borið fram með
litlu glasi af sódavatni. Á kvöldin er
oft mikiö af fólki á Kaffibrennslunni
þannig að ef menn ætla að tylla sér
þar niöur yfir drykk eina kvöld-
stund er best að mæta tímanlega því
staðurinn er fljótur að fyllast.
-Gun/Kip/MA
Fjallagrös
Fjallagrös vaxa villt um allt Island og
voru meðal algengustu nytjaplantna fyrr á
tímum. Þá lagðist fólk út og var á grasa-
fjalli sólarhringum saman. Best þótti að
tina grösin á nóttunni, þegar döggin hafði
mýkt þau. Enn eru fjallagrös tínd til
manneldis og reyndar líka til lyfjagerðar
því þau þykja afar holl og næring-
arrík. Sumir telja að það hafi skipt
sköpum fyrir heilsufar þjóðarinn-
ar fyrr á öldum hversu landið
var gjöfult á fjallagrös. Grösin eru
þurrkuð og geymast þau þá vel, jafn-
vel árum saman. Þau eru notuð ýmist
heil eða söxuð í súpur og grauta. Einnig
má mylja þau út í korn og nota í brauð.
Fyrr á tíð voru þau notuð til að drýgja
kornið sem þurfti að kaupa dýru
verði og voru tvær tunnur af
fjallagrösum látnar
samsvara einni
tunnu af
korni.
mam 1
& #•? %5 *' f mmm Mttil
1 wmsJfSselfg WSi ffifl Íiftt
Fer á grasafjall reglulega
Gunnar Jónsson, kokkur á Heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins.
Hafa veriö notuð í lækn-
ingaskyni öldum saman
- segir Gunnar Jónsson, matreiöslumaður á Heilsustofnuninni
Grasamjólk
Fimmtíu grömm af fjallagrös-
um eru soðin í hálfum lítra af
vatni í 10-15 mínútur. Einn lítri
af mjólk er settur út í, suðan lát-
in koma upp og mjólkin soðin
við vægan hita í 20 mínútur.
Hálfri teskeið af salti og 2-6
matskeiðum af hunangi er að
síðustu bætt út í.
Sósa/pottréttir
Söxuð grös eru sett í matinn
við upphaf eldamennskunnar.
Gott er að nota þau eins og
þurrkaða sveppi.
Fjallagrasakara-
mellubúðingur
Tuttugu og flmm grömm af
fjallagrösum eru rifin smátt. Sjö-
tíu og flmm grömm af sykri eru
sett á heita og þurra pönnu og í
hann er grösunum blandað.
Pannan er hrist svo sykurinn og
grösin jafnist sem best og síðan
hrært í þar til sykurinn er orð-
inn að karamellu. Við og við er
pannan tekin af eldinum svo
grösin verði sem best brúnuð án
þess að sykurinn brenni. Þegar
hvít froða er byrjuð að koma er
smjörbiti settur á pönnuna og
hrært í þar til orðið er jafnt. Þá
er karameUunni heUt á smurða
bökunarplötu. Þegar hún er
orðin hörð er
hún muUn
með kefli.
Þrjú blöð
„Fjallagrös eiga fastan sess í mat-
armenningunni á þessu heimili og
hafa alltaf átt,“ segir Gunnar Jóns-
son, matreiðslumaður á Heilsustofn-
un Náttúrulækningafélagsins í
Hveragerði. Sjálfur kveðst
hann fara með starfsfólki
stofnunarinnar á
grasaíjall reglulega.
„Við förum öðru hvoru
inn á HveraveUi og tín-
um fjaffagrös þar tvo
daga 1 senn. Það er sér-
stök stemning sem fylgir
því.“ Gunnar segir nauðsyn
legt að tína grösin þegar blautt sé á,
annaðhvort eftir rigningu eða nátt-
fall. Annars séu þau hörð og föst við
svörðinn. „En þegar aðeins er búið
að rigna eru þau mjúk og fin og gott
að tína þau,“ segir hann.
Góð við kvefi
Gunnar segir
fjallagrösin
notuð út í te
dagsdaglega á
stofhun Nátt-
úrulækninga-
félags-
ins og
hann
bakar
brauð úr
þeim líka.
Grasamjólk
segir hann
hafa verið á
árum saman en
sjaldnar á borðum í seinni tíð.
Hvað telur hann svo gefa þessum
grösum mest gildi? Því svara hann
svo: „Fjallagrös hafa veriö notuð í
lækningaskyni öldum saman, auk
þess sem þau þykja mjög nærandi.
Samkvæmt lækningabókum eru
þau sýrustillandi og þykja sérstak-
lega góð fyrir slímhúð í maga og
um hósta, flensu og kvefi.
Hér á heimilinu er mikil eftir-
sókn í grasateiö, ég tala nú
ekki um ef fólk
finnur fyrir ein-
hverri
slæmsku."
Gunnar
er fús
til að
miðla
les-
end-
um af
kunnáttu
sinni í með-
ferð
fjalla-
grasa og gefur
uppskriftir sem
hann hefur notað með góðum ár-
angri.
Gerlaust brauð
með fjallagrösum
1 kíló hveiti
2 tesk. lyftiduft
meltingarvegi." Gunnar kveðst
sjálfur hafa kynnst grösunum sem
kvefmeðali. „Þau eru mjög góð við
þurr-
1 tesk. matarsódi
20 g salt
1 bolli fræ, til dæmis sesamfræ
eða sólblómafræ
7 dl vatn
1 hnefi af fjallagrös-
um.
Fræin
eru ristuð
á pönnu
og kæld.
in eru íogo
í bleyti og skoluð vel.
Síðan söxuð mjög fint niður. Allt
hrært saman og hnoðað í um það bil
5 mínútur. Sett í ofn og bakað í 20
mínútur á 220 gráðum og 40 mínút-
ur á 150 gráðum.
Fjallagrasate
1/21 vatn
Tæpur hnefi af fjallagrösum.
Grösin eru skoluð vel og sett út í
pottinn meö vatninu. Suðan er látin
koma upp og teið látið malla við
hægan eld í ca 5 mínútur. Sigtað og
safa úr hálfri sítrónu bætt út í. Sætt
með hunangi. Gun.
matarlími
eru látin liggja í köldu vatni í 10
mínútur, kreist upp og brædd
yflr gufu. Út í það er hrært
tveimur matskeiðum af köldu
vatni. Matarlímið er mátulega
kalt þegar ekki flnnst velgja.
Einn peli af rjóma er þeyttur,
mestallri karamellumylsnunni
blandað út í og matarlímið
hrært útí 1 mjórri bunu. Búðing-
urinn er svo skreyttur með af-
ganginum af karamellunni.
Kjarngott
brauö meö
fjallagrösum og fræjaum.
Næringargildi Hollustu fjallagrasa hefur löngum veriö viö brugöiö. Trúlega eru þaö steinefnin sem einkum hafa haldiö merki þeirra á lofti
Innihald 1100 grömmum er:
Hitaeiningar 32 Prótein 1,7 g Kalk 390 mg
Kolvetni 5,2 g