Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Side 51
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001 59 Helgarblað Öll tæki drifin m. 12 volta rafmótor. Hleðslutæki fylgir. Áfram og afturábak / hæg/hraðar stilling. Ljós-hljóð-speglar-símar o.fl. Verð frá kr. 30.000 - 40.000 'fffói //: Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770 * G\eöilegt sumat TOYOTA tsso Dagblöð í skólum að hefjast Öllum 7. bekkjum grunnskól- anna á höfuðborgarsvæðinu hefur verið boðið að taka þátt í verkefni sem ber yfirskriftina Dagblöð í skólum. Það er Fræðslumiðstöð Reykjavíkur í samstarfi við DV, Fréttablaðið og Morgunblaðið sem býður nemendunum að taka þátt. Verkefninu var hrundið af stað í byrjun síðasta skólaárs og felur það í sér lestraraátak nemenda á islenskum dagblöðum. Að sögn Auðar Huldar Krist- jánsdóttur verkefnisstjóra hafa 30 skólar af 50 skráð sig til þátttöku í verkefninu sem standa mun yfir í eina viku. Kennararnir ráða sjálf- ir hvaða viku skólaársins þeirra þeir leggja undir verkefnið. „Verkefnisvikuna fá allir nemend- ur bekkjarins afhent eintök af dagblöðunum þremur, lesa þau og vinna verkefni sem tengjast efni þeirra," segir Auður Huld. Nem- endurnir fá í hendur svokallaðan Blaðapassa sem í eru ýmsar æf- ingar sem þeir eiga að leysa. Verkefnisvikunni lýkur svo á því að þeir heimsækja blöðin til að kynna sér starfsemi þeirra. Auður Huld segir að fyrirmynd- in af verkefninu komi erlendis frá og hafa sambærileg verkefni verið unnin í um fjörtíu löndum. Þegar kennsluefni var gert var aðal- námskrá grunnskólanna höfð til hliðsjónar. Markmiðið með verk- efninu er að sögn Auðar Huldar að venja nemendur við dagblaða- lestur bæði til gagns og gamans auk þess sem því er ætlað að fá nemendurna til að temja sér gagn- rýna hugsun. Auður segir að einnig standi til að bjóða nemendum í þriðja bekk svipuð verkefni og er verið að undirbúa kennsluefni til þess. -MA Verkefnisstjórinn Auöur Huld Kristjánsdóttir verk- efnisstjóri á kynningarfundi meö kennurum sem taka þátt í verkefninu en fundurinn var haldinn í Fræöslumiöstöö Reykjavíkur. Sunnudaginn 16. september kl. 13:00, verður haldin torfærukeppni í Bolöldugryfjum í Jósefsdal. Ennþá er hörkubarátta í báðum flokkum um Heimsbikartitillinn. Verð 1.000 kr. en frítt fýrír 12 ára og yngrí í fýlgd með fullorðnum. / IJrval - gott í hægindastólinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.