Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Page 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001
Fréttir
Enn frekari röskun á starfsemi Landspítala yfirvofandi:
Fleiri deildum lokað
- lengri biölistar og minni þjónusta komi uppsagnir til framkvæmda
Ef tugir sjúkraliðar hætta störf-
um á Landspítala um næstu mán-
aðamót, eins og nú stefnir í, þarf að
loka enn fleiri deildum sjúkrahúss-
ins, að sögn Önnu Stefánsdóttur
hjúkrunarforstjóra. Nú þegar hefur
lýtalækningadeild verið lokað, svo
og tveimur skurðdeildum að hluta.
Þá er ein deild rekin sem dagdeild,
en var áður fimm daga deild.
Tæplega 100 sjúkraliðar hættu
störfum á sjúkrahúsinu um síðustu
mánaðamót. 30-40 til viðbótar hafa
sagt upp og taka þær uppsagnir
gildi um næstu mánaðamót.
Ekkert hefur þokast í samninga-
viðræðum sjúkraliða við viðsemj-
endur sína, að sögn Kristínar Á.
Guðmundsdóttur, formanns Sjúkra-
liðafélags íslands. Samninganefnd
fundaði með sveitarfélögunum og
ríki í gær og með Reykjavíkurborg í
dag.
Ef samningar takast ekki fyrir 29.
þessa mánaðar, þ.e. næstkomandi
mánudag, skellur á þriöja þriggja
sólarhringa verkfall sjúkraliða hjá
ríki og tveimur sjálfseignarstofnun-
QV-MYND GVA
Samdráttur
Enn frekari samdráttur er fyrirsjáanlegur á Landspítala ef uppsagnir 30-40
sjúkraliöa koma til framkvæmda um næstu mánaöamót. Þá veröur enn fleiri
deildum lokaö. Myndin er tekin í Fossvogi í gær, en þar standa sjúkrarúm
auö þar sem fagfólk vantar til starfa.
um. í vikunni verður talið upp úr
kjörkössum í atkvæðagreiðslu
sjúkraliða um allsherjarverkfall.
Verði það samþykkt og hafi samn-
ingar ekki tekist kemur fyrsta
þriggja sólarhringa allsherjar-
verkarverkfall þeirra til fram-
kvæmda 12. nóvember næstkom-
andi. Stefnt er að því að ljúka taln-
ingu atkvæöa fyrir 25. þessa mánað-
ar.
„Við erum að vinna okkur upp úr
síðasta verkfalli," sagði Anna. „Það
eru tvær deildir sem hafa orðið
verst út, þ.e. á skurðlækningasviði
og lyflækningasviði. Þessar upp-
sagnir sem koma til framkvæmda
um næstu mánaðamót koma einnig
niður þar. Ástandið er alvarlegt og
við erum að byrja að endurskipu-
leggja deildarstarfið með tilliti til
þess ástands sem við stöndum
frammi fyrir. Við erum að athuga
hvaða störf það eru sem hjúkrunar-
fræðingar og sjúkraliðar vinna, sem
aðrir gætu sinnt. Umönnun sjúk-
linganna er það sem skiptir mestu
máli og henni þarf fagfólk nauðsyn-
lega að sinna.“
Anna sagðí ljóst, að biðlistar
hefðu lengst og fólk fengi ekki sömu
þjónustu nú og áður en um 100
manns hættu störfum á sjúkrahús-
inu. -JSS
Eldri borgarar enn í framboðshugleiðingum:
Um 62% jákvæð
gagnvart framboði
- í könnun frá PricewaterhouseCoopers
Olafur Olafsson.
Rétt tæplega
62% landsmanna
era frekar - eða
mjög jákvæð gagn-
vart hugsanlegu
sérframboði eldri
borgara í næstu
bæjar- og sveitar-
stjómarkosning-
um. Rúm 15% segj-
ast hlutlaus en
tæplega 23% eru frekar neikvæð eða
neikvæð gagnvart slíku framboði.
Þetta kemur fram i símakönnun sem
PricewatherhouseCoopers gerði í lok
september hjá rúmlega 1200 manna úr-
taki af landinu öllu á aldrinum 18-89
ára.
„Það er ánægjulegt að sjá hversu
mikinn hljómgrunn þessi sjónarmið
okkar hafa,“ sagði Ólafur Ólafsson, for-
maður Félags eldri borgara í Reykja-
vík, i samtali við DV, spurður um við-
brögð við þessum niðurstöðum. Ólafur
segir að umræðan um sérstakt fram-
boð eldri borgara sé enn í gangi þó
engin ákvörðun liggi fyrir um að fara
út í slíkt og engin skipulagning á slíku
sé hafin. „Þessar raddir era hins vegar
sífellt fleiri sem telja að þetta sé það
eina sem þýði í Ijósi þess hve stjórn-
völd daufheyrast við sanngjömum
kröfum okkar,“ segir Ólafur.
Athyglisvert er að skoða svör eftir
aldri en svarendur á aldrinum 30-49
ára era sá hópur sem tekur hvað best
í hugmyndir um framboð samtaka
eldri borgara til bæjar- og sveitar-
stjórnarkosninga. Einungis 18,4%
svarenda í þeim aldurshópi segjast
mjög eða frekar neikvæð gagnvart
framboði á móti 27,6% svarenda í ald-
urshópnum 50-89 ára. Konur virðast
jákvæðari gagnvart framboði heldur
en karlar en 71,6% kvenna eru mjög
eða frekar jákvæð á móti rúmlega 52%
karla. Ólafur Ólafsson segir þetta at-
hyglisverðar niðurstöður og bendir á
að nýlega hafi komið fram að atvinnu-
rekendur vilji helst ekki ráða fólk í
vinnu sem sé öllu meira en 45 ára en
við athugun hafl hins vegar komið í
ljós að yngri atvinnurekendur væra
mrm jákvæðari gagnvart eldra fólki og
sæktust eftir því að hafa það með á
vinnustöðum. -BG
DV-MYND HILMAR ÞÓR
Til stuðnings tónlistarkennurum
Nemendur í Tónlistarskólanum í Reykjavík marseruöu frá Skipholti og niöur í
Ráöhús í gær til aö sýna tónlistarkennurum samstööu í kjarabaráttu sinni.
Verkfall tónlistarkennara:
Viljinn fyrir hendi
„Menn eru að leita til lausna og
báðir aðilar hafa vilja til að leysa
þetta mál,“ sagði Þórir Einarsson
ríkissáttasemjari en fundi samn-
inganefnda tónlistarkennara og
sveitarfélaga lauk seint í gærkvöld
án þess að árangur næðist.
Nemendur í Tónlistarskólanum í
Reykjavík gengu fylktu liði frá Skip-
holti að Reykjavíkur með viðkomu i
karphúsinu í gær. Tónlistarnemarn-
ir vildu með þessu sýna baráttu tón-
listarkennara stuðning auk þess að
vekja athygli á námi sinu, sem fer
úr skorðum þegar tónlistarkennsla
fellur niður.
Verkfall um 620 tónlistarkennara
í Félagi tónlistarkennara og FÍH
hófu verkfall á miðnætti í fyrrinótt
og er talið að í kringum 11 þúsund
tónlistarnemar verði af tónlistar-
kennslu á meðan á verkfalli stend-
ur.
-aþ
Dómur í máli 27 ára manns vegna slyss sem átti sér stað er hann var 15 ára:
Á að greiða 3,5 milljón-
ir fyrir 11 ára slysamál
- var á sæþotu í Keflavík - engar reglur um lágmarksaldur á slíkum tækjum
27 ára karlmaður i Keflavik hefur
verið dæmdur til að greiða fyrrum fé-
laga sínum 3,5 milljónir króna í skaða-
bætur vegna slyss sem átti sér stað
þegar stefndi var aðeins 15 ára. At-
burðurinn átti sér stað í ágúst árið
1990. Fymingarfrestur er 10 ár í skaða-
bótamálum sem þessum en því var
stefnt til dóms rétt áður en hann rann
út á síðasta ári.
Klukkan um háiftíu að kvöldi 7.
ágúst fyrir 11 áram leigðu tveir piltar
sína sæþotuna hvor til skemmtisigl-
ingar. Sjósleðaleigan var skúr við
Duus-bryggju í Keflavík. í tengslum
við reksturinn hafði leigan kejfpt
ábyrgðar- og slysatryggingu af VÍS.
Annar piltanna var 16 ára en hinn 15.
Hvorki nú né þá er aldurslágmark til
að fá sæþotu leigða. í leigusamningi
sem piltamir undirrituðu var yfirlýs-
ing þess efnis að þeim hefði verið sér-
staklega gerð grein fyrir hættu sam-
fara notkun sæþotnanna og að þeir
skulbyndu sig til að sýna fyllstu var-
kárni. Einnig skuldbundu þeir sig til
að taka fulla ábyrgð á sjálfum sér og
öðram sem þeir kynnu að valda tjóni.
Óumdeilt er að starfsmaður leigunnar
hafði brýnt fyrir piltunum að fara var-
lega, ekki of langt frá landi og heldur
ekki of nærri hvor öðram, halda a.m.k.
50-100 metra millibili. Þegar leigutíman-
um lauk veifaði starfsmaðurinn til pilt-
anna. Þeir komu ekki strax en vora að
snúa við þegar sá atburður gerðist að
þotumar skullu saman með þeim af-
leiðingum að eldri pilturinn slasaðist
alvarlega, gekkst undir aðgerð á læri
og hlaut síðan varanlega örorku.
Eins og fyrr segir tók langan tima
að stefna málinu fyrir dóm. Áratugar
fymingarfrestur var rétt að verða lið-
inn þegar stefnan var lögð fram. Sá
sem slasaðist lagði engu að síður fram
kröfu um að hinn greiddi sér 8,9 millj-
ónir króna í bætur. Héraðsdómur
Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu
að báðir piltamir heföu sýnt af sér gá-
leysi, þeir bæru báðir sök á slysinu. Þá
greindi mjög á um hvemig slysið bar
að en dómurinn studdist að miklu leyti
við vætti starfsmannsins á leigunni
sem horfði á slysið. Báðir piltamir
Skortir aðhald
Forstjóri Fjár-
málaeftirlitsins, Páll
Gunnar Pálsson,
sagði á ársfundi eft-
irlitsins í síðustu
viku að í rekstri líf-
eyrissjóðanna megi
stundum sjá þess
merki að nokkuð
skorti á nauðsynlegt aðhald sem flest
fyrirtæki njóti frá eigendum sínum.
Fjárnámum fjölgar
Árangurslausum fjámámum hjá
fyrirtækjum fjölgaði um nærri
100%ÝÝfyrstu níu mánuði ársins,
miðað við sama tíma í fyrra. Því er
spáð að allt að 450 fyrirtæki verði
gjaldþrota á þessu ári. Tvö fyrirtæki
að meðaltali urðu gjaldþrota á hverj-
um virkum degi í september. - RÚV
greindi frá.
Launalækkun
Laun íbúa og útsvarstekjur á Rauf-
arhöfn, Skagaströnd og Fáskrúðsfirði
vora ólögráða. Féllst dómurinn því
ekki á að þeir væra bundnir af samn-
ingi sem lýtur að því að þeir tækju
fjárhagslega ábyrgð á sér og öðrum.
Hins vegar er dómurinn grandvallað-
ur á reglum um skaðabætur utan
samninga.
Sá sem ók þeirri þotu sem lenti á
piltinum sem slasaðist og hlaut örorku
er dæmdur til að greiða honum 3,5
milljónir króna með vöxtum sem
nema nokkur hundrað þúsund krón-
um og 110 þúsund krónur að auki í
málskostnað. Gjafsóknarkostnaður,
þar með talin málflutningsþóknun lög-
manns, 250 þúsund krónur greiðist úr
ríkissjóði. Jónas Jóhannsson héraðs-
dómari kvað upp dóminn. -Ótt
lækkuðu í krónum talið á milli síð-
ustu tyeggja ára þrátt fyrir rúmlega
6% verðbólgu. Laun á höfuðborgar-
svæðinu og á Reykjanesi hafa hækk-
að umfram landsmeðaltal. - RÚV
greindi frá.
í fangelsi á Spáni
íslendingarnir tveir sem voru
handteknir á Spáni í sumar með tæp-
lega 200 kíló af hassi hafa verið
dæmdir i þriggja ára fangelsi hvor,
samkvæmt upplýsingum frá utanrík-
isráðuneytinu. Mennimir voru hand-
teknir 10. júní sl. Þeir voru þá á leið
til Costa Brava, sem er vinsæll ferða-
mannastaður skammt frá Barcelona.
Ríkisendurskoðun verðlaunuð
Ríkisendurskoð
un fékk í dag viður-
kenningu alþjóða-
samtaka ríkisendur-
skoðana fyrir tíma-
ritsgrein sem birtist
í tímariti samtak-
anna. Verðlaunin
voru afhent á aðal-
fundi samtakanna í Seoul í Kóreu og
veitti Sigurður Þórðarson rikisend-
urskoðandi henni viðtöku. - RÚV
greindi frá.
Fellst á matsáætlun
Skipulagsstofnun fellst á tillögu
Landsvirkjunar að matsáætlun
vegna Norðlingaölduveitu sunnan
Hofsjökuls. Skipulagsstofnun gerir
þó nokkrar athugasemdir sem
Landsvirkjun taki tillit til við endan-
lega umhverflsmatssskýrslu.
Innbrotafaraldur
Innbrotaalda hefur riðið yfir
Húnavatnssýslur um helgina. Lög-
reglan á Blönduósi fékk fjórar til-
kynningar um innbrot í gær og eru
þau öll óupplýst. Þó er upplýst er
ungir menn bratust inn í félagsheim-
ilið á Hvammstanga aðfararnótt
sunnudags.
Ráðstafanir gegn sýklaárásum
Jón Kristjánsson
heilbrigðisráðherra
hefur lagt til í ríkis-
stjóm að allt að 20
milljónum króna
verði varið til að
efla viðbúnaö og
vamir gegn hugsan-
legum sýkla- og
efnavopnaárásum. Hann telur að
auka þurfi fræðslu- og kennslustarf
og bæta aðstöðu til rannsóknar og
greiningar á sýkingum.
Haldið til haga
Rangt var farið með nafn
Suzukitónlistarskólans í Reykjavík
í blaðinu í gær og hann kallaður
tónlistarskóli Suzukisambandsins.
Leiðréttist það hér með.
-HKr.