Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Síða 5
5
ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001
jy%T Fréttir
Lítil ánægja á Húsavík meö Jórvíkurmenn:
Gef þeim ekki
háa einkunn
- segir hótelstjórinn á Hótel Húsavík
„Það voru komnir á munnlegir
samningar um þetta flug og því kom
það okkur algjörlega i opna skjöldu
þegar Jórvíkurmenn hættu við þetta
á síðustu stundu. Skilningur minn á
þessu er sá að einstaka menn sem
eru í forsvari fyrir flugfélagið Jórvík
hafi verið komnir talsvert fram yfir
það sem þeir höfðu heimild til frá
stjórn fyrirtækisins,“ segir Þórhall-
ur Harðarson, hótelstjóri Hótel
Húsavíkur, en sem kunnugt er til-
kynnti flugfélagið Jórvík með mjög
skömmum fyrirvara að ekkert yrði
úr áætlunarflugi þess til Húsavíkur
eins og ákveðið hafði verið.
Á Húsavík voru menn komnir
langt upp úr startholunum og Þór-
hallur segir að þar hafl m.a. verið
búið að þrífa flugstöðina hátt og lágt,
en hún hefur staðið ónotuð, og búið
hafi verið að vinna mikla undirbún-
ingsvinnu aðra. „Það var fullt af
fólki komið i gang vegna flugsins
sem hefjast átti um síðustu helgi og
ég tel ekki fjarri lagi að kostnaður
okkar vegna þessa sé um 600 þúsund
Ein af flugvélum Jórvíkurs.
krónur," segir Þórhallur en sam-
kvæmt munnlega sanikomulaginu
áti Hótel Húsavik að vera þjónustu-
aðili Jórvíkur á Húsavíkurflugvelli.
Hann segir að ekki hafi verið tek-
in nein ákvörðun um málsókn vegna
riftunar munnlega samkomulagsins.
DV hefur fyrir því heimildir að á
Húsavík sé almenn óánægja með
framkomu Jórvíkur í þessu máli og
þar gefl menn lítið fyrir að félagið
muni hugsanlega hefja flugferðir
þangað síðar eins og gefur hefur ver-
ið í skyn að kunni að gerast. „Ég segi
ekkert um það en ég gef þeim ekki
háa einkunn," sagði Þórhallur þegar
hann var spurður álits á framkomu
Jórvíkurmanna. -gk
Sjö lögreglubílar eltust við innbrotsþjófa á stolnum bíl:
Ofsaakstur sem varð
að binda enda á
- segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn
DV-MYND BRINK
Laskaður lögreglubíll
Lögreglubíllinn er töluvert skemmdur eftir aö hafa verið ekiö inn í hliö bíls
innbrotsþjófanna. Þá höföu tilraunir sjö lögreglubílanna til aö stööva mennina
með öörum hætti ekki boriö árangur.
„Það var ekkert annað í stöðunni
en að binda enda á ofsaakstur þess-
ara manna,“ segir Geir Jón Þórisson,
yflrlögregluþjónn hjá lögreglunni í
Reykjavík, en í fyrrinótt tók nánast
allt tiltækt lið lögreglu þátt í eftirfór
um borgina þegar tveir innbrotsþjóf-
ar reyndu að komast undan með þýfi
að verðmæti á aðra milljón króna.
Innbrotsþjófarnir höfðu látið
greipar sópa í Sjónvarpsmiðstöðinni
við Síðumúla og barst lögreglu til-
kynning um þjófnaðinn klukkan 3.20.
Mínútu síðar hóf fyrsti lögreglubíll-
inn eftirfór og barst eltingaleikurinn
frá Síðumúla, um Suðurlandsbraut,
Laugaveg, Hverfisgötu, um miðbæ-
inn og lauk á mótum Þingholtsstræt-
is og Laufásvegar. Þjófarnir óku
greitt, um tíma á að minnsta kosti
130 km hraða, og víluðu ekki fyrir
sér að aka gegn umferð og rauðu
ljósi.
Sjö lögreglubílar tóku þátt í eftir-
förinni sem þrátt fyrir að berast viða
um borgina tók aðeins sjö mínútur í
það heila. Þrátt fyrir tilraunir lög-
reglu til að stöðva mennina létu þeir
sé ekki segjast og lauk eltingaleikn-
um ekki fyrr en einum lögreglubíln-
um var ekið inn í hliðina á bíl brota-
mannanna.
„Lögreglumenn veigra sér við að
keyra á ökutæki og stöðva þau með
Svo harkalegum þvingunaraðgerð-
um. Slíkt gera menn ekki fyrr en allt
stefhir í óefni og svo var í þessu til-
viki. Oftar en ekki meta lögreglu-
menn það svo að hætta beri eftirför
ef sýnt þykir að almenningi stafi
hætta af,“ segir Geir Jón.
Hann segir eftirfórina nú hvorki
meiri né æsilegri en áður hefur gerst
hjá lögreglunni og ekki sé um neitt
einsdæmi að ræða. „Það er sem bet-
ur fer ekki algengt að við þurfum að
beita aðferðum sem þessum. Menn
sjá hins vegar að það þýðir ekkert að
stinga lögregluna af.
Ef við ætlum að stöðva viðkom-
andi þá gerum við það en að sjálf-
sögðu reynum við að gera það eins
mildilega og kostur er,“ segir Geir
Jón. Það þykir mildi að vegfarend-
ur skyldu ekki verða á vegi mann-
anna og segir Geir Jón það til happs
hversu fáir séu jafnan á ferli á þess-
um tíma nætur I byrjun viku. Lög-
reglumennimir slösuðust ekki en
þjófarnir munu hafa hlotið minni
háttar meiðsl. Þeir voru fluttir á
slysadeild Landspítalans í Fossvogi
en að skoðun lokinni voru þeir færð-
ir í fangageymslur. Mennirnir hafa
áður komið við sögu lögreglu. -aþ
ÞÆGILEGIR ÞRIÐJUDAGAR
Vönduð íslensk dagskráqerð,
erlent drama eins og það gerist best
og rúsínan í pylsuendanum;
Providence
Innlit/Útlit
Fréttir og Málið
Law & Order
Jay Leno
grínkóngurinn Jay Leno
©
SKJÁR EINN