Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Qupperneq 10
10 Útlönd sÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 r»v REUTER-MYND Palestínumönnum mótmælt Þúsundir hægrisinnaöra gyöinga kröföust þess í gær aö palestínska heimastjórnin yröi leyst upp. Bandaríkin vilja ísraelana á brott Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, lýsti í gær yfir fullum stuðn- ingi sínum við aðgerðir ísraelska hersins á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna, þrátt fyrir harða gagnrýni frá Washington og þrýst- ing frá eigin ráðherrum um að kalla hersveitirnar heim. Israelar hafa sent hersveitir sínar inn á flest helstu svæði Palestínu- manna í kjölfarið á morðinu á Rehavam Zeevi ferðamálaráðherra i síðustu viku. Sharon ítrekaði kröfu sína um að Palestínumenn framseldu moröingj- ana og heimildarmenn Reuters sögðu að hermenn yrðu áfram á sín- um stað til að koma í veg fyrir frek- ari árásir Palestínumanna. Yasser Arafat, forseti Palestínu- manna, sagði i gær að hann ætlaði að sjá til þess að lögum um bann við starfsemi vopnaðra sveita harðlínu- samtaka yrði framfylgt. Kristilegir í sár- um eftir ósigur Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi er í sárum eftir hrika- lega útreið í borgarstjórnarkosning- unum í Berlín. Þrýstingur hefur aukist á Angelu Merkel flokksleið- toga um að tilnefna þann sem kem- ur til að keppa við Gerhard Schröder kanslara í kosningunum á næsta ári. í kosningunum í Berlín á sunnu- dag glötuðu Kristilegir stöðu sinni sem stærsti flokkur borgarinnar. Það hafði ekki gerst frá árinu 1974. Merkel reyndi þó að gera eins gott úr þessum úrslitum og hún gat. „Á landsvísu vill flokkurinn hvorki ofmeta né vanmeta þessi úr- slit,“ sagði Angela Merkel á fundi með fréttamönnum í gær. Kjarnorkuendurvinnslan í Sellafield Svört skýrsla segir aö slys í stööinni geti vaidiö aivarlegum afleiöingum. Svört skýrsla um Sellafield lak út í skýrslu, sem unnin var fyrir Evr- ópusambandið um hugsanlegar afleið- ingar slyss í kjarnoruendurvinnslu- stöðinni í Sellafield í Englandi og óvart lak í fjölmiðla, kemur fram að slys í stöðinni gæti haft enn verri af- leiðingar en slysið í kjamorkuverinu í Tsjernobyl í Úkraínu hafði árið 1986. Ljóst er að skýrslan á eftir að draga dilk á eftir sér, því Shellafieldstöðin, sem lengi hefur valdið deilum, er að- eins í um 100 kílómetra fjarlægð frá írlandi og líklegt að írska stjórnin fari fram á lokun hennar. Norðurbandalagið tilbúið að umkringja Kabúl: Þriggja sólarhringa stans- lausar árásir á talibana Hersveitir Norðurbandalagsins, andstæðinga talibanastjórnarinnar í Afganistan, segjast nú tilbúnir að um- kringja Kabúl, höfuðborg landsins, og höfuðvígi talibana, eftir þriggja sólar- hringa stöðugar loftárásir Bandaríkja- manna og Breta á hersveitir talibana og búðir þeirra í nágrenni höfuðborg- arinnar. Haron Amin, talsmaður Norðurbandalagsins í Bandarikjun- um, sagði í gær aö hersveitir þeirra væru nú að undirbúa aðgerðir í kring- um borgina, en ætlunin væri samt ekki að ráðast inn í hana að svo stöddu. „Við vinnum nú að þvi með Sameinuðu þjóðunum og alþjóðasam- félaginu að yfirtaka stjóm landsins og kortleggja politískt landslag áður en látið verður til skarar skríða,“ sagði Amin og bætti við að það væri mikil- vægt fyrir sóknina að loftárásunum yrði haldið áfram. Vitað er að Bandaríkjamenn leggja nú mikla áherslu á að borgin Mazar-e- Sharif verði hertekin, svo hægt verði Fórnarlamb loftárásanna Þessi litli snáði er eitt fórnarlamba loftárása Bandaríkjamanna og Breta á Kabúl, höfuð- borg Afganistans, í baráttunni gegn hryðuverkum. að nota flugvöO hennar til aðgerða. Kröfturgar loftárásir voru á Kabúl í nótt og að sögn talsmanna talibana- stjórnarinnar fórust flörutíu manns, aðaUega óbreyttir borgarar, í árásun- um í nágrenni höfuðborgarinnar og á svæðinu vestur af borginni Herat. „Þar var átján sprengjum varpað í nótt og féUu þar fimmtán óbreyttir borgarar, auk þess sem 25 særðust á heimilum sínum og í bænahúsi í ná- grenni borgarinnar," sagði talsmaður talibanastjórnarinnar í Herat. Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði talibana ýkja tölur fallinna óbreyttra borgara og bætti við að árásunum síðustu daga hefði ein- göngu verið beitt gegn hernaðar- mannvirkjum og hersveitum þeirra. Frá Kandahar bárust þær fréttir að ráðist hefði verið gegn lest olíuflutn- ingabifreiða, þar sem fimm hefðu faU- ið og tíu særst, en lestin hefði verið á leið með olíubirgðir frá írönsku landamærunum til Herat. REUTERTVIYND Hlustað á kuðunginn George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, leggur eyraö aö stórum kuöungi sem málaöur er í bandarísku fánalitunum. Þaö var Peter Henry, forstjóri feröamannastaöar á Flórída, sem afhenti forsetanum fyrrverandi kuöinginn. Tilefniö er sjóstangaveiöimót þar sem Bush gamli keppir viö 55 aöra veiöimenn. Ágóöinn rennur til rannsókna á krabbameini. Búa sig undir komu fjölda flóttamanna frá Afganistan Hjálparstofnanir búa sig nú undir mikinn fjölda flóttamanna frá Afganistan yfir landamærin tU ná- grannaríkisins Pakistans á næst- unni. Sem stendur eru það aðaUega konur, börn og gamalmenni sem komast yfir landamærin. „Við erum að reyna að búa okkur undir hugsanlegt flóð af flóttamönn- um, eina milljón til Pakistans, hálfa milljón til Irans og tvö hundruð þúsund tU viðbótar tU landanna í norðri, það er að segja Túrkmenist- an, Úsbekistan og Tadsjikistan," sagði Olivier Brasseur, fulltrúi mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna, á símafundi með frétta- mönnum frá Peshawar í Pakistan. Brasseur sagði að þeir eitt þús- und til fimmtán hundruð afgönsku flóttamenn sem komast í flótta- mannabúðir í Pakistan á degi hverj- um væru viö svo slæma heilsu að REUTER-MYND Blæs kúlutyggjó á hveitipoka Afgönsk flóttastúlka blæs kúlutyggjó- iö sitt þar sem hún situr á hveiti- poka í bænum Khoja Bahuddin í Afganistan norðanverðu. það boðaði ekki gott um ástandið innan landamæra Afganistans. „Konurnar, sem tekst að komast yfir landamærin, eru algjörlega úr- vinda. Þær þjást af hungri, blóðleysi og sýkingum af því að þær hafa ekki fengið neina umönnun í langan tíma. Það sem við sjáum við landa- mærin er vísbending um heUsufars- ástandið innan Afganistans,“ sagði Brasseur. Framkvæmdastjórinn sagði að það væri orðið nær útilokað fyrir hjálparstofnanir, þar á meðal hans eigin, að starfa innan Afganistans. „Aðstoð okkar er ekki meira en dropi í þetta haf hörmunganna," sagði Olivier Brasseur. Starfsmaður SÞ sagði í gær að ef árásir á borgina Herat í vesturhluta Afganistans færðust í aukana væri hætta á auknum straumi flótta- manna þaðan til Irans. Háður manndrápum Bill Clinton Banda- rikjaforseti sagði í gær að sádi-arabíski hry ðj uverkamaður inn Osama bin Laden væri orðinn háður mann- drápum og að hemað- araðgerðirnar gegn hryðjuverkaneti hans myndu bjarga mannslífum þegar allt kæmi til aUs. Clinton harmaði þó mannfaU óbreyttra borgara í loft- árásunum á Afganistan. Vilja sjálfstæði 20. maí Nýkjörið þing Austur-Tímors fór fram á það við Sameinuðu þjóðirnar í gær að þeir veittu landinu sjálf- stæði sitt þann 20. maí á næsta ári. Barist um hassmarkaðinn Hörð barátta er nú háð um hinn ábatasama hassmarkað í Kaup- mannahöfn. MikiUar spennu hefur orðið vart í fríríkinu Kristjaníu, sem stærsti hassmarkaður borgar- innar er. Swissair verður bjargað Svissnesk stjómvöld gripu í gær til ráðstafana til að koma flugfélag- inu Swissair til bjargar og sam- þykktu að greiða stærstan hluta þess sem það kostar að endurreisa flugfélagið. Bjartsýnn á Kyoto Embættismaður SÞ spáði því i gær að á fundi í Marokkó i næstu viku yrði komist að samkomulagi um reglur til að gera Kyoto-samn- inginn um loftslag virkan að fuUu. Jospin í Moskvu Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, ræddi við rússneskan starfsbróður sinn í Moskvu í gær um margvísleg málefni, Til þess var tekið að gagnrýni Frakka á hernað Rússa í Tsjetsjeníu var ekki jafnhörð og áður. CIA má ráða skúrka Bandariska leyniþjónustan CIA hefur slakað á reglum sínum um ráðningu skúrka af ýmsu tagi í þjónustu sína, ef þeir ráða yflr upp- lýsingum um hryðjuverkamenn. Svari til saka í Perú Stjórnvöld í Perú sögðu í gær að Alberto Fu- jimori, fyrrum for- seti landsins, ýrði að svara tU saka fyrir ákærur um mannréttindabrot í heimalandi sínu en ekki í Japan þar sem hann er í sjálfskipaðri útlegð. Japanir hafa lýust vilja sínum tU að rétta yflr forsetanum fyrrverandi. Prodi svekktur Romano Prodi, framkvæmda- stjóri ESB, lýsti i gær svekkelsi sínu yfir þvi að Belgar, sem gegna for- sæti í ESB nú, hafi i raun múlbund- ið hann. Concorde yfir hafið Bresk Concorde þota flaug til New York í gær, í fyrsta sinn frá því frönsk þota sömu gerðar fórst við París í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.