Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Qupperneq 11
11
ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001______________________________________________________________________________________________
X>V Útlönd
Miltisbrandsbrandstilfellum fjölgar stöðugt í Bandaríkjunum:
Tveir starfsmenn póstþjónust-
unnar í Washington látnir
Grunur leikur á að tveir stafsmenn
póstþjónustunnar í Brentwood í Was-
hington hafi í gær látist af völdum
miltisbrandssýkingar. Báðir voru þeir
starfsmenn á sömu póstflokkunarstöð
sem flokkar póst fyrir miðborg Was-
hington, þar á meðal fyrir stjómsýslu-
byggingar bandaríska þingsins. Þykir
þvi líklegt að starfsmenn póstsins hafa
handleikið sendingu sem barst til
skrifstofu þingmannsins Tom Daschle
og olli því að smit barst víðar um skrif-
stofubyggingar þingsins fyrir helgina.
í kjölfarið greindust 28 starfsmenn
þingsins smitaðir og var flestum þjón-
ustubyggingum þess því lokað af ör-
yggisástæðum, þar á meðal þinghúsinu
sjálfu, en það var opnað aftur í gær, en
skrifstofubyggingunum enn haldið lok-
uðum.
Annar hinna látnu, Joseph Curseen,
sem var 47 ára gamall, var lagður inn
á sjúkrahús á fóstudaginn, eftir að hafa
sýnt einkenni flensu og þar síðan út-
skrifaður eftir rannsókn. Á mánudag
Anthony Williams, borgarstjóri Washington
Anthony Williams, borgarstjóri Washington, á fréttamannafundi framan viö
almenningssjúkrahús borgarinnar, bar sem hann tilkynnti um lát tveggja starfsmanna
póstþjónustunnar, sem grunur leikur á að hafi látist af völdum miltisbrands.
hafði líðan hans versnað til muna og
var hann þá fluttur með neyðarbíl á
sjúkrahús, þar sem hann lést nokkrum
klukkustundum síðar. Hinn starfsmað-
urinn, sem lést á sjúkrahúsi á sunnu-
daginn, mun hafa látist eftir mun
styttri legu á sjúkrahúsinu og tveir til
viðbótar liggja nú þungt haldnir á
sjúkrahúsi og er óttast um líf þeirra.
Mikil reiði greip um sig meðal
starfsfólks póstþjónustunnar og sagði
talsmaður þeirra að yfirvöld hefðu ver-
ið allt of sein að taka við sér. „Það var
strax ljóst eftir að smitin greindust á
skrifstofum þingsins að starfsfólk póst-
þjónustunnar var einnig í hættu og því
hefði strax átt að grípa til aðgerða,"
sagði Deborah Willhite, talsmaður
þeirra.
Um 2200 starfsmenn póstsins gang-
ast nú undir rannsókn og hefur tveim-
ur pósthúsum verið lokað meðan rann-
sókn fer fram, auk þess sem um 150
starfsmenn pósthúss í Baltimore gang-
ast einnig undir rannsókn.
REUTER-MYND
Rumsfeld óhress
Bandaríski landvarnaráðherrann er
óhress með fréttir af fréttum um
sérsveitarmenn í Afganistan.
Rumsfeld gagn-
rýnir leka um á-
rásir til fjölmiðla
Donald Rumsfeld, landvarnaráð-
herra Bandarikjanna, gagnrýndi í
gær leka til blaðamanna um aðgerð-
ir sérsveita bandaríska hersins á
meðan hermennirnir voru enn inn-
an landamæra Afganistans.
Ráðherrann lýsti armæðu sinni
yfir að þurfa að svara spumingum
um fréttir á fóstudag í síðustu viku
um að sérsveitarmenn væru komn-
ir inn í Afganistan, á sama tíma og
aðgerðimar stóðu enn yfir.
Orð Rumsfelds eru enn ein lotan í
reiptogi landvarnaráðuneytisins og
fjölmiðla um upplýsingar af gangi
mála í hernaðinum gegn talibönum
og hryðjuverkamönnum.
Ráðuneytið veitti upplýsingar um
aðgerðirnar á laugardag þegar þær
voru afstaðnar.
SÞ leitast við að
hjálpa vanfærum
flóttakonum
Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna
sögðu í gær að þeir reyndu af
fremsta megni að veita vanfærum
afgönskum konum, sem eru á flótta
undan hungursneyð og loftárásum
Bandarikjamanna, aðstoð til að
tryggja öryggi barna þeirra í fæð-
ingu.
Sameinuðu þjóðirnar hafa áætlað
að allt að 1,5 milljónir manna flosni
upp frá heimilum sínum vegna loft-
árásanna og að í þeim hópi verði
um 66 þúsund vanfærar konur. AIls
er talið að 1,1 milljón afganskra
kvenna sé barnshafandi um þessar
mundir.
Lækningatæki og lyf hafa verið
send til landamæra Afganistans.
REUTER-MYND
Ferðamaður á fióðasvæði
Erlendur ferðamaður lætur fara vel um sig á vélhjóli sínu, sem komið hefur verið fyrir ofan á dráttarvagni, á ferö sinni
um flóðasvæðið í Quang Nam-héraði í miðhluta Víetnams. Úrhellisrigning um iiðna helgi og flóð sem fylgdu í kjölfarið
hafa orðið að minnsta kosti sextán manns að bana. Flætt hefur í rúmlega sjö þúsund heimili.
Flóttamannaskip fórst á leið til Ástralíu:
Um 350 íraskir flóttamenn
fórust við Indónesíu
Meira en 350 manns, aðallega írask-
ir flóttamenn, eru taldir af eftir að
flóttamannaskip, sem talið var á leið
til Ástralíu, fórst úti fyrir ströndum
Indónesíu á föstudaginn. Talið er að
um 400 manns hafi verið um borð í
skipinu og sögðu óstaðfestar fréttir að
44 þeirra hefðu bjargast og væru nú í
umsjá hjálparsamtaka. Meðal þeirra
sem björguðust er átta ára gamall
drengur og er haft eftir honum að
meira en tuttugu skyldmenni hans, þar
á meðal foreldrar og systkini, hefðu
farist með skipinu.
Grunur leikur á að áætlunarstaður
skipsins hafl verið Jólaeyjar, sem
frægar urðu vegna norska flótta-
mannaskipsins Tampa, sem bjargaði
um 400 afgönskum flóttamönnum af
sökkvandi skipi, en flóttafólk sem sett
hefur stefnuna á Ástralíu litur gjarnan
til eyjanna sem heppilegs lendingar-
Ein þeirra sem komust af
irösk kona sem bjargaðist úr sjóslysinu
við Indónesíu grætur sáran eftir að hafa
misst alla sína nánustu í slysinu.
staðar þrátt fyrir að áströlsk yfirvöld
hafi hingað til neitað því um hæli.
Að sögn eins þeirra sem komust af,
mun 421 flóttamaður í upphafi hafa
ráðgert að halda í þessa örlagariku
ferð, en lítill hluti þeirra hætt við þeg-
ar þeir sáu aðstæðurnar um borð.
Nokkrir munu einnig hafa yfirgefið
skipið eftir að ferðin var hafin þar sem
veðurútlit var orðið iskyggilegt.
Á mánudag mun vél skipsins hafa
stöðvast og fór það þá þegar að taka á
sig slæma brotsjói, sem endaði með því
að skipið sökk tiu mínútum seinna.
Áhafnir fiskiskipa sem voru í ná-
grenni slysstaðarins munu hafa reynt
sitt til að koma fólkinu til hjálpar, en
vegna veðurhæðar munu björgunarað-
gerðir hafa gengið erfiðlega. Var flótta-
fólkið flutt til Bogor í Indónesíu, margt
illa haldið og jafnvel með brotna út-
limi.
Vopnin kvödd
Skæruliðar IRA hafa verið hvattir til
að láta vopn sín af hendi.
Adams hvatti IRA
til að afvopnast
Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein,
pólitísks arms írska lýðveldishers-
ins (IRA), hvatti skæruliða í gær til
að láta vopn sin af hendi til að
reyna að bjarga friðarferlinu á
Norður-írlandi.
Adams sagði að afvopnun væri
nauðsynleg til að binda enda á það
hættuástand sem bresk stjórnvöld
og sambandssinnar ættu sök á. Ad-
ams og Martin McGuinness, samn-
ingamaður Sinn Fein, ræddu við
fulltrúa IRA sem hefur lýst yfir
vopnahléi í 30 ára baráttu sinni
gegn yfirráðum Breta á Norður-ír-
landi.
Heimildarmenn úr röðum lýð-
veldissinna sögðu í morgun að
skæruliðar myndu svara fljótt þess-
ari áskorun sem á sér ekki fordæmi.
Færeyingar í olíu-
leit í enska hluta
Norðursjávarins
Færeyska olíufélagið Atlantic
Petroleum hefur fengið heimild
breskra yfirvalda til að leita að olíu
í breska hluta Norðursjávar. Færey-
ingar verða þar í samstarfi við
nokkur önnur félög og munu leita á
svæði sem nær að færeyska hluta
Norðursjávarins. Rannsóknirnar
hefjast á næsta ári.
„Okkur finnst breska leyfið sér-
lega áhugavert og lítum á það sem
stökkpall til frekari sóknar í breska
hluta Norðursjávarins," segir Wil-
helm Petersen, framkvæmdastjóri
Atlantic Petroleum, í viðtali við
danska blaðið Jyllands-Posten.
REUTER-MYND
Vill fá meira aö gera
George Robertson, framkvæmda-
stjóri NATO, vill að bandalagið fái
aukið hlutverk í Afganistan.
Robertson spáir
auknu gildi NATO
George Robertson, framkvæmda-
stjóri NATO, spáði því í gær að
bandalagið myndi gegna auknu
hlutverki i langri baráttu Banda-
ríkjamanna og bandamanna þeirra
gegn hryðjuverkamönnum í
Afganistan.
Framkvæmdastjórinn vísaði hins
vegar á bug öllum fullyrðingum um
að NATO-mönnum fyndist sem Ge-
orge W. Bush Bandaríkjaforseti not-
aði hemaðarkunnáttu bandalagsins
ekki nægilega mikið i yfirstandandi
aðgerðum.
„Ég er ekki í nokkrum vafa um
að eftir því sem þessar aðgerðir
dragast á langinn verði meira kraf-
ist af NATO og aðildarlöndunum og
við því verður fúslega orðið,“ sagði
Robertson í Brussel í gær.