Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Side 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001
Skoðun DV
Óttastu miltisbrand
hériendis?
Agnes Viggósdóttir húsmóöir:
Já, þetta er hálfóhugnanlegt.
Margrét Kristín Júlíusdóttir nemi:
Nei, ekkert svo.
Rúnar Traustason nemi:
Nei, ég held aö hann berist ekki
hingaö.
Agúst Berg Arnarsson nemi:
Já, ég held aö hann sé þegar
kominn hingaö.
Guómundur Jónsson nemi:
Nei.
Leifur Þór Einarsson nemi:
Nei, hann kemur ekki hingaö, viö
erum of afskekkt.
Alþingishúsiö
Stendur í aöflugs- og flugtakslínu aö og frá Reykjavíkurflugvelli.
Yerður ísland næst?
„Vegna andvaraleysis ráða-
manna, stuðnings við árás-
irnar á Afganistan og lítilla
varna hérlendis gceti ísland
einmitt verið vœnlegt skot-
mark öfgamanna. “
Baldur Kristinsson
skrifar:
Nýjar ógnir stafa nú frá hryðju-
verkamönnum um allan heim.
Furðu vekur hvað íslensk stjórn-
völd eru bláeyg gagnvart hættum
sem við blasa. Það eina sem heyrst
hefur er um aukið eftirlit á Keíla-
víkurflugvelli og við herstöð Banda-
ríkjamanna þar.
Á meðan svífur þung umferð flug-
véla yfir höfðum alþingismanna
sem láta eins og ekkert hafi iskorist
og Island sé ónæmt fyrir hinum
nýju ógnunum. Það er sérkennilegt
viðhorf eftir að Nató gaf út þá yfir-
lýsingu að árás á eitt Natóland
þýddi árás á þau öll og yrði svarað
með hernaðaraðgerðum. Sam-
kvæmt því eigum við íslendingar,
sem ein Natóþjóðanna, í stríði við
bin Laden, hreyfingu hans, svo og
talibana, og ráðamenn Islands (og
mestöll stjórnarandstaðan) hefur
lýst yfir stuðingi sínum við árásir á
erlent ríki. Þá hafa birst yfirlýsing-
ar frá bin Laden og talibönum að
þeir ættu í heilögu stríði gegn öllum
vestrænum ríkjum. Ef þetta er ekki
næg viðvörun þá veit ég ekki hvað
þarf til eftir að heimsbyggðin hefur
orðið vitni að árásunum á saklausa
borgara i Bandaríkjunum. Ekki
éinu sinni pósturinn er lengur ör-
uggur.
Er ekki ástæða til að banna flug-
umferð yfir miðborg höfuðborgar-
innar á meðan hættuástand ríkir?
Alþingi, ríkisstjórn, ráðuneyti,
Hæstiréttur, skrifstofa forseta Is-
lands, Seðlabanki, höfuðstöðvar
tveggja af stærstu viðskiptabönkun-
um, stærsta sjúkrahús landsins og
Háskóli íslands, eru alit stofnanir
innan 500 metra radíuss frá einni að-
alaðflugsleið Reykjavíkurflugvallar.
Vegna andvaraleysis ráðamanna,
stuðnings við árásirnar á Afganist-
an og lítilla varna hérlendis gæti ís-
land einmitt verið vænlegt skot-
mark öfgamanna. Það er kominn
timi til að vakna og grípa til viðeig-
andi ráðstafana.
Leiðinlegar umræður á undan Formúlu 1
Guðmundur Thor Guömundsson
skrifar:
Ég hef ekkert á móti þeim ágætu
mönnum sem sjá um lýsingar á
þessum keppnum þótt þeir vissu-
lega segi stundum sama hlutinn 6-7
sinnum í röð, bara mismunandi orð-
að. En mig langar til að gagnrýna
val þeirra á gestum i umræðum á
undan kappökstrunum sem ein-
hverra hluta vegna finnast þeir vita
allt sem gerist og hefur gerst á þeim
árum sem Formúlu 1 keppnir hafa
veriö haldnar.
Einhver fýlulegur kall er fasta-
gestur í þessum þáttum og fer sér-
Hann talar líka um For-
múlu 1 kappaksturinn í
heild sinni og alla aðalað-
standendur þar eins og
hann sé persónulega inn-
limaður og gjörsamlega
ómissandi.
staklega í taugarnar á mér og mörg-
um sem ég þekki. Þessi maður
keppti einhvern tímann á fornbíl í
svipaðri keppni fyrir 40 árum og tel-
ur sig afar merkilegan fyrir vikið.
Hann er óþreytandi við að koma
með hinar fáránlegustu athuga-
semdir og upplýsingar sem einkenn-
ast allar af einhverri meirimáttar-
kennd gagnvart öðrum og heldur
maður stundum að hann sé ekki
með öllum mjalla. Hann talar líka
um Formúlu 1 kappaksturinn í
heild sinni og alla aðalaðstandendur
þar eins og hann sé persónulega
innlimaður og gjörsamlega
ómissandi. Ég held að áskrifendum
Ríkisútvarpsins sé óvirðing sýnd
með slíku vali á ráðgjöfum og gest-
um við útsendingar frá formúlu 1
kappakstrinum.
Óvænt tilboð
Magnús Einarsson, tónlistarstjóri Rásar 2, hef-
ur skrifað lærða grein á vefinn Silfur Egils þar
sem hann gagnrýnir harðlega svæðisstöðvar Rík-
isútvarpsins og vill láta leggja þær niður. Þær
þjóni hvort sem er ekki neinu hlutverki og engin
þörf sé á sérstökum svæðisútvarpsstöðvum í
litlu landi þar sem einsleit þjóð eigi heima. (Að
vísu ekki mjög einsleit tónlistarlega því þar þarf
sérstaka rás). Magnús er í pistli sínum að bregð-
ast við hugmynd Björn Bjarnasonar mennta-
málaráðherra um að flytja Rás 2 til Akureyrar
og gera hana að miðstöð svæðisútvarpa í land-
inu. Garri veit ekki frekar en aðrir hvað það
þýðir aö vera „miðstöð svæðisútvarpa" og enn
hefur ekki sést nein útfærsla á þessum hug-
myndum ráðherrans. Það breytir ekki þvi að
starfsmenn Rásarinnar eru réttilega farnir að
óttast um sinn hag, enda augljóst að hvað svo
sem ráðherrann annars er að meina, þá er alveg
greinilegt að hann hefur hug á að leggja Rás 2
niður i núverandi mynd.
Gera alla að verktökum
Hin stóra tillaga tónlistarstjórans - tillagan
sem gefur af sér allan sparnaðinn og bætir dag-
skrárgerðina - felst i því að ráða úti á lands-
byggðinni nokkra fréttaritara sem hafa lágmarks
tæknibúnað og skaffa sér sína vinnuaðstöðu
sjálfir. Eða eins og tónlistarstjórinn segir: „Menn
geta haft þessi tæki heima hjá sér eða á vinnu-
stað og þeim verður greitt fyrir hvern pistil eða
viðtal sem þeir senda inn til meginstöðvanna.
Þetta myndi ekki aðeins spara RÚV stórfé heldur
jafnvel auka efni frá landsbyggöinni inn í dag-
skrár Rásar 2. Þessi tilhögun myndi eíla Rás 2
sem Svæðisútvarp Islands enn frekar." Hér er
vitaskuld tímamótatillaga á ferðinni, ekki síst ef
tónlistarstjórinn er að tala fyrir hönd margra
starfsmanna RÚV. Það getur vissulega falist mik-
ill sparnaður í því að taka fólk af launaskrá og
gera það að verktökum og láta það síðan skaífa
vinnuaðstöðuna sjálft. En eins og tónlistarstjór-
inn bendir réttilega á þá er útvarp ekki annað
en dagskrá og tónlist og „útvarpstækni hefur
fleygt fram á undanfórnum árum og nú er svo
komið að það þarf ekki lengur sérhannaðar
byggingar og rándýran tæknibúnað til að senda
út dagskrárefni," eins og hann orðar það.
Vill vinna heima
Ályktunin sem hann dregur er hins vegar allt
of takmörkuð. Hvers vegna að takmarka þessar
aögerðir og tillögu Magnúsar við landsbyggðina?
Því ekki spara meira og bæta enn dagskrána
með þvi að hafa þetta sama kerfi í Reykjavik?
Tillaga tónlistarstjórans um örlög félaga hans á
landsbyggðinni hljóta að skoðast sem tilboð um
að hann sjálfur vilji líka vinna heima og fá
greitt fyrir hvern þátt sem hann gerir. Þá þarf
ekki allt þetta dýra pláss í Efstaleiti. Og ef menn
þurfa nauðsynlega á skrifstofu að halda er alveg
eins gott að einhver fyrir norðan haldi utan um
bókhaldið og sá kontór verði kallaður „höfuð-
stöðvar"? Garra sýnist þvi kannski að þeir
kynnu að vera meira sammmála en þeir halda,
félagamir Magnús Einarsson tónlistarstjóri og
Bjöm Bjarnason mennta- _
málaráðherra. GðlTI
Rugið í ábyrgð stjórnvalda
Fjárhæöin ofar skýjum.
Glæfraleg ábyrgö
Jðhann Sigurðsson skrifar:
Ég vek athygli á frábærri og tíma-
bærri ábendingu sem Sigurgeir Jóns-
son, fyrrv. hæstaréttardómari, sendi
frá sér í Mbl.-grein í fyrri viku, undir
yfirskriftinni Glæfralegasta stjórnar-
athöfn íslandssögunnar. Þar bendir
Sigurgeir á þá ævintýralegu fjar-
stæðu af hálfu ríkisstjórnarinnar að
fá lagaheimild til að ganga i ábyrgð
fyrir flugrekendur hér að fjárhæð
2.700 milljarða króna! til að „tryggja
samgöngur til og frá landinu". Fyrir
hverja er þetta gert - ég bara spyr?
Þessa spurningu ættu allir fjölmiðlar
að endurtaka. Gera stjórnvöld sér
grein fyrir þessari fjárhæð og hvem-
ig fara myndi ef verulega reyndi á
lagaheimildina?
Lífeyrissjóðurinn
Skjöldur
Ólafur Einarsson hringdi:
Nýlega sá ég sjónvarpsfrétt þar
sem staða lífeyrissjóðanna hér var tí-
unduð og sýnt hve misjafnt þeir
standa gagnvart umbjóðendum sín-
um, þeim sem í þá hafa greitt. Þar
var getið um einn sérstakan sjóð,
Skjöld, sem eitthvað um 110 manns fá
greitt úr, en enginn greiðir í lengur.
Þarna klikkaði viðkomandi frétta-
stofa illilega þar sem hún lét þess
ekki getið á hvers vegum þessi lífeyr-
issjóður er eða hverjir það eru sem
þarna fá greitt. - Fróðlegt væri að um
þetta væri upplýst í annarri og full-
komnari frétt. Eða þá frá einhverjum
sem td þekkir, þvi þetta er afar dul-
arfullt, svo ekki sé meira sagt.
Frá Kabúl
Svipar til annarra borga í
íslamska heiminum.
Hvernig borg
er Kabúl?
Árni Árnason skrifar:
Mikið hefur verið rætt i fréttum
um höfuðborg Afganistans og stríðið
sem um hana stendur. Ég minnist
þess ekki að ég hafi nokkru sinni séð
mynd af eða frá borg þessari. Hvorki
fyrir né eftir stríð það sem nú stend-
ur, aðeins rústir og einstaka fallnar
byggingar. Sumir segja að þarna
standi ekki steinn yfir steini nú, en
einhvern tíma hefur þetta verið borg
úr því hún er kölluð „höfuðborg".
Liggur ekki DV á mynd eða myndum
af borg þessari - fyrir og eftir stríð?
Sérleyfi keypt
og seld
Hólmari sendi þessar linur:
Sérleyfisbílar Helga Péturssonar
ehf. hafa nú selt þann hluta sem
snýr að almenningssamgöngum á
Snæfellsnesi til Sæmundar sérleyf-
ishafa í Borgarnesi. Maður furðar
sig á því að árið 2001 skuli enn vera
við lýði eitthvað sem heitir „sér-
leyfi“. Menn ættu ekki að kippa sér
upp við kvótasöluna. Auðvitað eru
þessi einkaleyfi ekki í takt við þró-
unina í viðskiptum nútímans. Ég
legg til að öll þessi „sérleyfi" verði
afturkölluð og íslendingar taki upp
siðaðri hætti í samgöngumálum,
jafnt á láði sem legi.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangiö:
gra@dv.is
Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.