Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Qupperneq 22
ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 nðimur Stephen Hawking með umdeildar yfirlýsingar: Dómsdagsspár hljóta ekki hljómgrunn Einn þekktasti vísindamaður okkar tíma, stærðfræðing- urinn Stephen Hawking, hefur vakið upp kurr í vísindasamfélag- inu með ummælum í viðtali við breska dagblaðið Daily Telegraph. 1 viðtalinu var rætt um væntan- lega bók Hawking, The Universe in a Nutshell (í. Alheimurinn í hnot- skurn). Á meðal þess sem farið hefur í taugarnar á sumum starfsfélögum Hawkings eru dómsdagsspár hans um hugsanleg afdrif mannkyns á næsta árþúsundi. Hawking telur að hætta sé á að manngerður vírus eigi eftir að ganga af mannkyninu dauðu. Hvort sem það verður af slysni eða með ráðum gert. Það er skoðun Hawkings að þetta verði örlög mannkyns nema ef til komi landvinningar og landnám úti í geimnum. Ekki gangi að veðja á öryggi einnar lítillar plánetu. Hawking er viss í sinni sök um að liffræðilegar uppgötvanir muni vera aðalógnin en ekki eðlisfræði- legar. Rannsóknarstofur til líf- fræðirannsókna séu litlar og erfitt að hafa eftirlit með þeim öllum. Einnig telur Hawking að krukkað verði í erfðafræðilega uppbyggingu mannsins áður en hann getur haf- ið löng ferðalög út í geim. Benny Peiser, doktor í mann- fræði, er einn þeirra sem ekki taka undir tal Hawkings. Hann telur að Stephen Hawking, einn þekkasti vísindamaöur okkar tíma þjáist af ólæknandi vöövarýrnunarsjúkdómi og talar gegnum tölvu. Hawking telur að hætta sé á að mann- gerður vírus eigi eftir að ganga af mannkyn- inu dauðu. Hvort sem það verður af slysni eða með ráðum gert. Það er skoðun Hawk- ings að þetta verði ör- lög mannkyns nema ef til komi landvinningar og landnám úti í geimnum. Hawking sé aðeins að reyna að selja bókina sína með því að halda svona dómsdagsspám fram. Peiser er á þeirri skoðun að kenningar Hawkings seinustu árin hafi verið æ ævintýralegri. Ekki sé langt síð- an hann hafi lagt fram þá kenn- ingu hitastig jarðar ætti eftir að hækka og hækka vegna aukins magns koltvísýrings af mannavöld- um og að afleiðingarnar yrðu sjóð- bullandi yfirborð líkt og er á Ven- us. Peiser segir að Hawking, líkt og aðrir dómsdagsspámenn, ýki allar mögulegar hættur. í leiðinni tækju þeir ekki með í reikninginn möguleikana á að mannkynið kæmi upp með félagslegar, tækni- legar eða læknisfræðilegar lausnir við hugsanlegum vandamálum. Tækniþróun og samfélagsleg þró- un nú á dögum hefur að mati Peiser gert lffslikur mannkyns næsta árþúsundið mun hærri en áður hefur þekkst. Miklar breytingar á sjávarhæð - vegna bráðnunar suðurskautsíss fyrir 25-34 milljónum ára Rannsóknir á borkjörnum úr íshettunni á Suð- urskautslandinu sýna að yflr- borðshæð sjávar á jöröinni sveifl- aðist mikið til með reglulegu millibili fyrir um 15-34 milljónum ára. Hópur vísindamanna hefur unnið að rann- sóknum á austurströnd heimskauts- landsins og samkvæmt niðurstöðum þeirra rannsókna þá sveiflaðist yfir- borð sjávar um allt að 50-65 metra á milli ísalda og heitari tímabila. Von- ast er til að rannsóknir þessar hjálpi loftslagsfræðingum að spá fyrir um breytingar í loftslagi í framtíðinni. Vísindamenn hafa þegar sett fram þá kenningu að loftslagsbreytingar á norðuhveli jarðar, innan seinustu tveggja milljóna ára, hafi haft gríðar- leg áhrif á sjávarhæð. Talið er að þær breytingar hafi komið til vegna smá- mmmmnmismmmMtmemimimaBBmiii vægilegra breytinga í sporbraut jarð- ar um sólina og að ísbráðnun hafi ris- ið og fallið um allt að 100 metra. Breytingar þessar gerðust með reglu- legu millibili, eða á um 20.000, 40.000 og 100.000 árum. Þessi tímabil eru kölluð Milankovitch-tímabil. Rann- sóknirnar á Suðurskautslandinu eiga að kanna hvort svipuð timabil hafi gengið yfir áður en íshettan á norður- skautinu myndaðist. Svo virðist vera samkvæmt niðurstöðunum. Sýnt hef- ur verið fram á tímabil mikilla breyt- inga sem gerðust á 40.000 árum. Vís- bendingar eru einnig um að stundum hafi þetta gerst á mun styttri tíma eða 10.000 árum eða styttra. Meðalhiti loftslags jarðar á þeim tíma sem rannsakaður var var um 3-4 gráðum hærri en gerist í dag, auk þess sem koltvísýringsmagn lofthjúps- ins var tvöfalt á við það sem er í dag. Þetta þýðir að engar stórvægilegar breytingar hafa orðið á yfirborði sjáv- Hópur vísindamanna hefur unnið að rann- sóknum á austur- strönd heimskauts- landsins og sam- kvæmt niðurstöðum þeirra rannsókna þá sveiflaðist yfirborð sjávar um allt að 50-65 metra á milli isalda og ar seinustu árþúsundin. Samkvæmt spám er hins vegar talið að hiti og koltvísýringsmagn í lofthjúpi jarðar verði orðið svipað eftir um 100 ár ef ekki tekst að takast á við gróðurhúsa- áhrifin. Stórir farfuglar spara orku meö því aö fljúga oddaflug, auk þess sem þaö hjálpar viö veiöar. Lofthiti var um 3-4 gráöum hærri og koltvísýringsmagn í lofthjúpnum tvö- falt meira þegar breytingarnar áttu sér staö og talið er aö ástandiö veröi svipaö eftir um 100 ár. Þá verður Ross sjórinn auöur á ný. Oddaflug er orkusparandi Vísindamenn hafa nú endan- lega leyst leynd- ardóminn á bak við oddaflug margra farfugla- tegunda. Hópur vísindamanna við Frönsku náttúru- fræðistofnunina fylgdist með hópi hvítra pelíkana sem þjálfaðir höfðu verið til að fljúga á eftir lítilli svifílugvél. Þetta gaf vísindamönn- unum tækifæri til að festa lítil mælitæki við pelíkana og fylgjast með þeim úr bát fyrir neðan. Niðurstöður rannsóknanna sýna að með oddaflugi spara fuglarnir mikla orku. Hjartsláttur reyndist mun hægari hjá pelíkönunum þegar þeir flugu í oddaflugi og þeir náðu að svífa meira án þess að blaka vængjunum. Kenningar um ástæðu oddaflugs hafa lengi verið á þessa vegu en nú hefur það verið sannað. Kenningin um þróun oddaflugs er sú að það auðveldar fuglum að ferð- ast langar vegalengdir vegna orku- spörunar, auk þess hjálpar flugið til við veiðar. Oddaflug er líka talið vera til hægðarauka í félagslegum tilgangi. Með því geti fuglar á auð- veldari hátt haft samskipti hver við annan. Hjartsláttur reyndist mun hægari hjá pelíkönunum þegar þeir flugu i oddaflugi og þeir náðu að svífa meira án þess að blaka vængjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.