Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Side 29
37
ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001__________________________
IO'V Tilvera
Bíófréttir
Vinsælustu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum:
Á slóð Kobba
kviðristu
Vinsælasta kvik-
myndin í Bandaríkjun-
um um síðustu helgi
var From Hell sem leik-
stýrt er af bræðrunum
Albert og Allen Hughes
(Menace II Society,
Dead Presidents).
myndinni segir frá leit-
inni að frægasta
raðmorðingja sögunnar,
Jack the Ripper. Sögu-
sviðið er London árið
1888 þegar Kobbi
kviðrista er að hefja sinn blóðuga fer-
il. Ýmislegt sem skeður í Whitechapp-
el-hverfmu verður til þess að lögreglu-
manninn Fred Abberline (Johnny
Depp) fer að gruna að eitthvað óvenju-
_______________________________legt
HELGIN 19.-21. október
eigi sér stað. Tvær
konur hafa verið myrt-
ar á hryllilegan hátt og
það er ýmislegt sem
þessi morð eiga sam-
eiginlegt. Abberline,
sem á við ópíumvand-
mál að stríða, fær mik-
inn og persónulegan
áhuga á málinu. í öðru
sæti er gamanmynd,
Riding in Cars with
Boys, sem Penny
Marshall leikstýrir og
hefur Drew Barrymore í aðalhlut-
verki. Sú mynd sem bundnar voru
mestar vonir við, The Last Castle,
með Robert Redford og James Gand-
olfini í aðalhlutverkum, náði sér
aldrei á strik og fékk litla aðsókn. -HK
From Hell
Johnny Depp í hlutverki lög-
regluforingja sem er á eftir
Jack the Ripper.
ALUR UPPHÆÐIR í ÞÚSUNDUM BANDARÍKJADOLLARA.
SÆTI FYRRI VIKA TTDLL INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSALA
O From Hell 11.014 11.014 2305
o Riding In Cars With Boys. 10.404 10.404 2770
o 1 Training Day 9.325 57.283 2603
o 2 Bandits 8.304 24.884 3207
o The Last Castle 7.88 7.088 2262
o 4 Serendlpity 5.446 34.426 2610
o 3 Corky Romano 5.307 16.185 2094
o 5 Don’t Say a Word 4.215 47.885 2261
o 6 Iron Monkey 3.190 10.737 1235
© 7 Zoolander 3.135 40.018 2285
© 9 Max Keeble’s Big Move 2.645 14.187 1976
© 8 Joy Ride 2.543 18.814 1854
© 11 Hardball 1.557 35.794 1652
© 10 Hearts In Atlantis 1.285 22.791 1505
© 14 Mulholland Drive 960 1.859 247
© 12 The Others 906 94.543 1146
© 13 Rush Hour 2 622 223.879 659
© 15 Megiddo: The Omega Code 2 429 5.220 227
© 16 Legally Blonde 367 95.001 711
© - Shrek 271 266.636 388
Vinsælustu myndböndin:
Stórstjörnur á
toppnum
Tvær nýjar myndir eru í efstu
sætum myndbandalistans þessa
vikuna og þarf engum að koma
það á óvart að The Mexican skip-
ar efsta sætið. f myndinni fer
Brad Pitt með hlutverk Jerrys
Welbach, smákrimma sem stend-
ur frammi fyrir tveimur afarkost-
um. Sá fyrri, sem glæpaforingi
hans gaf honum, felst í að fara til
Mexíkós og ná í ómetanlega
byssu, sem gengur undir heitinu
Mexíkóinn, eða hafa verra af! Sá
seinni, frá kærustu hans sem Jul-
ia Roberts leikur,
felst í því að hann
rjúfi öll tengsl við
glæpahópinn eða
hún slíti sambandi
þeirra. Jerry metur
stööuna þannig að
það sé betra að vera
á lífi og rífast síðar
við kærustuna og
heldur yfir landa-
mærin til Mexíkós.
Það reynist auðvelt
að finna þessa for-
láta byssu en að
komast aftur heim
er enginn leikur.
Jerry kemst að því
að byssunni fylgir
bölvun sem sannast
áþreifanlega þegar
kærasta hans er tek-
in í gíslingu af
leigumorðingja til
að tryggja aö Mexík-
óinn skili sér nú ör-
ugglega til glæpafor-
ingjans. -HK
The Mexican
Brad Pitt leitar aö byssunni dýr-
mætu sem gengur undir nafninu
Mexíkaninn.
FYRRI VIKUR
SÆTl VIKA TITILL (DREIFINGARAÐILI) Á USTA
_ The Mexican isam myndbönd) í
_ Exit Wounds <sam myndböndi í i
© 1 Miss Congeniality (sam myndbönd) 4
2 The Grinch isam myndbönd) 2 !
4 Spy Kids (skífan) 2 ;
© 3 Men of Honor iskífan) 5 :
5 Enemy at the Gates isam myndbönd) 6
6 Save the Last Dance isam myndböndi 5 :
9 Bait (SAM MYNDBÖND) 3 !
ÍTj) 10 Proof of Life <sam myndböndi 9 S
8 The Gift (háskólabíó) 9 :
7 Chocolat (SKÍFAN) 6 i
I |T£) 14 The Boondock Saints (BERGvík) 10 j
fTFj _ About Adam iskífáni 1
© 12 Almost Famous (skífan) 7 ■
| © n What Women Want (skífan) 9 i
© 16 Tomcats imyndform) 8 |
i 13 Hannibal isam myndbóndi 7
© 19 Ginger Snaps (myndfórm) 2
UL 18 Murder of Crows (bergvík) 9
Minningarmót Jóhanns Þóris Jónssonar:
Skákbakterían
deyr aldrei
- segir Guömundur Pálmason sem teflir eftir 35 ára mótahlé
Stigalaus maður
Guðmundur vill ekki gefa
neinar yfirlýsingar um styrk
sinn sem skákmanns og ætlar
ekki að spá fyrir um gengi sitt á
mótinu. „Ég hlakka til í aðra
röndina því það er nú einu sinni
svo að ef maður hefur verið í
skákinni af einhverri alvöru þá
gleymir maður henni seint.
Bakterían liggur í dvala en hún
deyr ekki.“
Þegar Guðmundur er spurður
að því hvað hann sé með mörg
ELO-stig hlær hann að fáfræði
blaðamannsins og segist ekki
vera stigamaður. „Það voru engin
stig til þegar ég var að tefla á mót-
um.“
Bíógagnrýni
Stigalaus maöur stórmeistari
Guömundur Pálmason jaröeölisfræöingur hefur ekki tekiö þátt í skákmóti í
þrjátíu og fimm ár. Hann segir aö skákbakterían hafi blossaö upp aö nýju og
hann hlakki til aö taka þátt í mótinu.
Smárabió/Laugarásbíó/Regnboginn
■HHI
America's Sweethearts:
Skilnaður í Hollywood
★ ★
Hilrnar
Karlsson
skrifar gagnryni
um kvikmyndir.
Guðmundur Pálmason jarð-
eðlisfræðingur þótti með betri
skákmönnum á landinu þegar
hann hætti að taka þátt í mótum
fyrir þrjátíu og fimm árum. Þeg-
ar Guðmundur hætti hafði hann
teflt á fjórurn ólympíumótum
fyrir hönd íslands og það kom
því mörgum á óvart að hann
skyldi leggja skákina á hilluna,
að minnsta kost opinberlega.
Átti mörg áhugamál
Að sögn Guðmundar átti
hann sér mörg áhugamál þegar
hann var ungur maöur og hann
varð að velja á milli.
„Það er rétt, ég hætti að taka
þátt í skákmótum í kringum
1966 en þegar mér var boðið að
taka þátt í minningarmótinu
um Jóhann Þóri heitinn, kunn-
ingja minn, vaknaði bakterían
aftur. Ég ákvað að slá til og láta
slag standa. Jóhann Þórir var
þekktur maður á meðal skák-
manna og ritstjóri Skákblaðsins
í áratugi. Mér fannst þetta vera
ágætis tækifæri til að rifja upp
gamalt áhugamál."
Sáttasemjarinn
Kiki (Julia Roberts) huggar mág sinn, Eddie (John
Cusack).
Það fer að verða hálf-
þreytandi að horfa upp á
Juliu Roberts vera að leika
nánast sama hlutverkið i
mynd eftir mynd - að vísu
með einni góðri undantekn-
ingu (Erin Brockowich).
Með smáútúrdúrum, eftir
því hvað persónan gerir í
það og það skiptið, þá er
hún í öskubuskuhlutverk-
inu sem gerir það að verk-
um að hún verður hin eina
sanna draumaprinsessa sem
karlmenn dreymir um. í
America’s Sweethearts bæt-
ir hún einu slíku hlutverk-
inu við, leikur bjargvættinn í
öskustónni, stúlkuna sem áður fyrr
var feit og ljót en hefur breyst úr
ljóta andarunganum í fallegan svan.
America’s Sweethearts er
Hollywoodmynd um Hollywood,
skrifuð af heimamanninum Billy
Crystal. Satt best að segja fylgir hún
hefðbundnum leiðum í gerð slíkra
mynda, fyrir utan að það örlar að-
eins á frumleika þegar Crystal fer
út í neðanbeltishúmorinn sem að
sjálfsögðu hefði ekki veriö hægt að
bjóða upp á í Hollywoodglansmynd-
um fyrri tíma.
Myndin er um tvær súperstjörn-
ur Gwen (Catherina Zeta-Jones) og
Eddie (John Cusack) sem búin eru
að leika saman í rándýrri kvik-
mynd sem á að fara að frumsýna.
Gwen og Eddie eru hjón og er allt
upp í loft í hjónabandinu, Gwen
komin með spænskan elskhuga og
Eddie farinn á taugum og er að
koma út af hæli. Þau vilja helst ekki
sjá hvort annað en eru að sjálfsögðu
hégómgjörn og í Hollywood gengur
allt út á markaðssetningu og því
gengur það ekki út á við að skilnað-
ur sé í vændum. Til að bjarga hlut-
um er fenginn blaðafulltrúinn Lee
(Billy Crystal) og er honum sagt að
ef hann nái ekki að koma þeim sam-
an á blaðamannafundi og frumsýn-
ingu skuli hann leita sér að nýrri
vinnu. Lee fær svo til liðs við sig
Kiki (Julia Roberts), sem er sérstak-
ur aðstoðarmaður systur sinnar,
Gwen, og hefur alltaf verið
í skugganum af henni.
Myndin gengur síðan út
misgóð atriði þar sem
reynt er að finna einhvem
flöt á samskiptum persóna,
smáskammt af forboðinni
ást og mistökum á mistök
ofan sem stundum er dá-
góður húmor í.
America’s Sweethearts
hlýtur að hafa í upphafi
eingöngu átt að vera gam-
anmynd, með blöndu af
rómantík. Öll uppbygging
hennar er slík en sem gam-
anmynd er hún mislukkuð;
hún er einfaldlega ekki nógu fynd-
in. Rómantíkin er léttvæg og að
sjálfsögðu kemur það í hlut Juliu aö
halda henni við. Á móti kemur að
persónur eru margar hverjar upp-
skrúfaðar og skemmtilegar og
stjörnurnar kunna að gera sér mat
úr þeim texta sem þær hafa á milli
handanna. Útkoman er kvikmynd
sem rétt nær að vera afþreying í
meöallagi.
Leikstjóri: Joe Roth. Handrlt: Billy Crys-
tal og Peter Tolan. Kvikmyndataka:
Phedon Papamichael. Tónlist: James
Newton Howard. Aðalleikarar: Julia Ro-
berts, Billy Crystal, Catherine Zeta-Jo-
nes, John Cusack, Hank Azaria, Alan Ark-
in og Christopher Walken.