Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Qupperneq 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 Standard & Poor's gagnrýna forsendur fjárlaga: Byggt á bjartsýni um hagvöxtinn - styöur okkar gagnrýni, segir Össur Skarphéðinsson „Það er ekki hægt að líta á þessa frétt sem neinn Hæstarétt yfir fjárlagafrumvarpinu,“ segir Ólafur ísleifsson forstöðumaður alþjóðasviðs Seðlabankans um þann dóm Standard & Poors fjár- málafyrirtækisins sem gaf úr lánshæfismat fyrir íslenska ríkið „að Fjárlagafrumvarpið fyrir 2002 'm' sem lagt var fram í byrjun októ- ber gerir ráð fyrir smávegis af- gangi en er byggt á bjartsýnum forsendum um hagvöxt og tekjur." Fyrirtækið telur að halli ríkis- sjóðs árið 2002 geti orðið um 1,8% af vergri landsframleiðslu og að verulegar skattalækkanir gætu orðið enn meiri Þrándur í Götu fyrir því að jafnvægi náist aftur í fjármálum ríkissjóðs. Ólafur ísleifsson segir að Stand- ard & Poors hafi að þessu sinni FÍB: Bensín lækki um 6 krónur Gera má ráð fyrir að bensínlítr- inn lækki um allt að sex krónur um '• næstu mánaðamót, miðað við þær forsendur sem nú eru uppi. Þetta segir Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, i morgun. Runólfur sagði, að tonnið af 95 oktana bensíni væri komið niður fyrir 180 dobara á Rotterdammark- aði. Hæst hefði það farið upp í um 300 dollara, en síðan verið í „frjálsu falli“ frá því snemma í þessum mán- uði. Hins vegar hefði staða krónunnar gagnvart dollar versnað og í gær hefði dollarinn verið rúmlega 103 krónur. Lokagengi þegar verðbreyt- ingin á eldsneyti var gerð í ágúst september sl. hefði verið 99 krónur. •fyt Að öllu samanlögðu mætti þó gera ráð fyrir bensínlækkun um 6 krón- ur á lítrann. -JSS Össur - Ójafur Skarphéðinsson. Isleifsson. unnið mat sinnt úr talsverðri fjar- lægð og hafa beri það í huga þeg- ar þessi þáttur sé skoðaður. „En auðvitað hljótum við að skoða þetta af fullri viðrðingu og alvöru og þetta eru ákveðin við- vörunarljós," segir Ólafur. Sem kunnugt er spannst mikil deila í kringum fjárlagafrumvarp- ið þegar það var langt fram vegna þess að fjármálaráðuneytið byggði þaðekki á þjóðhagsáætlun Þjóð- hagsstofnunar og og gerði ráð fyr- ir meiri hagvexti en Þjóðhags- stofnun vildi gera. „Mér sýnist að þeir séu með afgerandi hætti að taka undir þær raddir okkur að frumvarpið sé byggt á bjartsýn- ustu forsendum," sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar þegar DV bar mál- ið undir Össur i morgun. í frétt Standard & Poor’s er lánshæfismat íslenska ríkisins staðfest en horfunum gefnar nei- kvæð einkun. Endurskoðað láns- hæfismat gæti skipt miklu máli fyrir ísland því bæði aðgangur að lánsfé og lánakjör kynnu að breyt- ast. Sjá einnig viðskiptasíðu. -BG Frestur í Landssímaútboði runninn út: Norðurljós hóta að fara í mál Jón Olafsson. Frestur kjöl- festufjárfesta til að staðfesta tilboð í ráðandi hlut í Landssímanum rann út í gær. Samkvæmt óstað- festum, heimild- um DV er til skoðunar að framlengja þenn- an frest til 26. október eða um sex daga. Það mun hafa verið ákveðið í gær að ósk ein- hverra fjárfesta. Samkvæmt heim- ildum DV munu einhverjir þeirra sem nefndir voru í upphafi sem kjölfestufjárfestar hafa hætt við að gera formlegt tilboð. Ekki náðist i Hrein Loftsson, for- mann einkavæðingamefndar, sem er ásamt nefnd sinni í London. Með í för eru fulltrúar PricewaterHou- seCoopers sem hafa veg og vanda af útboðinu. Mikil leynd hvílir yfir því hverjir hafi í raun áhuga á að ráða Lands- símanum og samkvæmt heimildum DV verður ekki gert opinbert hverj- ir muni kljást um yflrráð í þessu stærsta fjarskiptafyrirtæki lands- ins. Opin kerfi eru meðal þeirra sem lýstu í upphafi áhuga á fyrirtækinu og er líklegt talið að þau séu enn inni. Þá höfðu stjórnendur Norður- ljósa einnig áhuga og því var lýst að fyrirtækið myndi selja hlut sinn í Tali til að fullnægja skilyrðum út- boðsins. Jón Ólafsson, stjórnarfor- maður Norðurljósa, segir að verið sé að ýta sínu fyrirtæki út. Hann segir það óeðlilegt að setja þau skil- yrði að fyrirtæki megi ekki eiga i fjarskiptafyrirtækjum. Opin kerfi og Norðurljós séu bæði eigendur í slíkum fyrirtækjum þar sem Opin kerfi eigi í SKÝRR og LínuNet. „Leikreglur verða að gilda í þessum viðskiptum. Við munum ekki una þessu,“ segir Jón Ólafsson. Hann segir að Ragnar Aðalsteinsson lög- maður muni fylgja málinu éftir fyr- ir hönd Norðurljósa. „Það verður ekkert gefið eftir,“ segir Jón Ólafs- son. Friðrik Pálsson, stjórnarformað- ur Landssímans, sagðist í morgun ekki vita hvernig mál stæðu varð- andi útboðið. -rt DV-MYND GVA Bleikjutorfur í Kleifarvatni Umfjöllun DV um Kleifarvatn í síöustu viku vakti mikla athygli. Um helgina mátti sjá stríöan straum fólks fara aö vatninu til aö skoöa ummerki yfirborðs- lækkunar og hveri sem þar hafa komiö í Ijós. Þessi fallega mynd sýnir spegil- lygnan vatnsflötinn en í forgrunni syndir bleikjutorfa. Líklega er silungurinn þarna að leita gamalla hrygningarstööva sem nú eru komnar á þurrt. NU ÞYNGIST SENSÍNFÓTURINN! Hollensk stúlka í miklum vandræðum í Siglufirði: Alveg ótrúlegir hrakningar - segir björgunarsveitarmaður sem leitaði stúlkunnar „Það er alveg greinilegt að þessi stúlka er enginn aumingi, en full- orðnir karlmenn hafa gefist upp á þeirri leið sem hún fór í myrkrinu," segir Sveinn Björnsson hjá Björgun- arsveitinni Strákum á Siglufirði sem í fyrrakvöld leitaði hollenskrar stúlku um tvítugt sem skilaði sér ekki í sumarhús í Sigluvík á tilsett- um tíma. Sveinn segir að menn sem biðu stúlkunnar í Sigluvik hafi farið til Siglufjarðar eftir hjálp um kvöld- matarleytið þegar myrkur var að skella á. Björunarsveitarmenn hafi farið í tveimur hópum og leitað hennar bæði á landi og eins hafi þeir lýst upp fjallshlíðina af sjó. Hann segir að stúlkan hafi ætlað að fara yfir Nesskriður sem séu stór- hættulegar yfirferðar en hún hafi ekki komist yfir þær og því haldið upp fjallið og upp á það. „Það er ótrúlegt og óskiljanlegt að hún skyldi siðan komast niður fjall- ið og i Sigluvík í myrkrinu, en þar hafði verið skilið eftir ljós i sumar- húsinu. Þegar við komum þangað var stúlkan komin í húsið en hún var hrædd, köld, blaut, rispuð og í losti. Við fórum með hana á sjúkra- húsið á Siglufirði til skoðunar en að henni lokinni fékk hún að fara heim,“ segir Sveinn. -gk Útiljós Rafkaup Armúla 24 • S. 585 2800 rother merhiuélin fyrir fagmenn og fgrirtæiii, heimili og shóla, fyrir rdð og regiu, mig og þig. nýbýlauegi 14 • slmi 554 4443 • if.is/rafport! Rafnort

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.