Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 13
13
FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001_________________________________________________________________________________________
DV Útlönd
Tíu manns farast í jarð-
gangaslysi Ölpunum
Talið er að allt að tíu manns hafi
farist þegar eldur braust út í Gott-
hardsjarðgöngunum í Sviss eftir
árekstur tveggja vöruflutningabifreiða
í gærmorgun. Gotthardsgöngin, sem
liggja milli Sviss og Ítalíu í svissnesku
Ölpunum, eru þau næstlengstu í heim-
inum, eða um sautján kílómetra löng
og eru ein aðalsamgönguæðin milli
landanna og þvi mjög fjölfarin.
Slysið varð um það bil tvo kílómetra
frá syðri enda ganganna, Ítalíumegin,
og er óttast að mun fleiri lík eigi eftir
að finnast þegar hægt verður að kanna
ástandið nánar, en við áreksturinn
kom upp eldur f bifreiðunum og í kjöl-
farið varð mikil sprenging.
Önnur flutningabifreiðin sem lenti í
árekstrinum var fullhlaðin eldfimum
hjólbörðum sem gefa frá sér mikinn
reyk og eiturgufur við bruna og varð
það til þess að hamla öllu björgunar-
starfi. Talið er að hitinn í göngunum
hafi hækkað í allt að 1000 gráður sem
gerði björgunarsveitum ómögulegt að
Frá slysstað í Gotthardsgöngunum
Mikill reykur og hiti hamlaði björgunaraðgerðum á slysstað í
Gotthardgöngunum í svissnesku Ölpunum í gær.
komast á slysstaðinn. Einnig mun lof-
klæðning á um 300 metra kafla hafa
fallið niður á fjölda bifreiða sem fastar
voru inni í göngunum og er því talið
að tala látina eigi jafnvel eftir að tvö-
faldast.
BOstjóri annarars flutningabílsins,
Bruno Saba að nafni, slapp lítið meidd-
ur úr slysinu, en óttast er að hinn hafi
látist. Saba sagði í samtali við sviss-
neska útvarpið að hann hefði verið
kominn langleiðina í gegnum göngin
þegar hann mætti hinum bflum sem
rásaði á miOi akreina. „Ég reyndi að
beygja frá honum, en þá stefndi hann
beint á mig og bílarnir rákust saman
af miklu afli.'Ég komst strax út úr
bflnum og reyndi að vísa öðrum út úr
göngunum áður en allt fuðraði upp,“
sagði Saba. Fjöldi manns mun hafa
sloppið út úr göngunum á hlaupum og
eftir að eldurinn kom upp tókst öðrum
að komast út um öryggisútganga áður
en göngin fyfltust af svörtum reyk og
eiturgufum.
A leiö út
ísraelski herinn dró lið sitt út úr bænum
Beit Rima á Vesturbakkanum í gær.
ísraelskt herlið far-
ið út úr Beit Rima
ísraelski herinn mun í gærkvöldi
hafa dregið liðssveitir sínar út úr
bænum Beit Rima á Vesturbakkan-
um, sem gefur vísbendingu um að
þeir séu að láta undan miklum þrýst-
ingi Bandaríkjamanna um að hverfa
sem fyrst með herlið sitt frá þeim sex
bæjum, sem þeir réðust inn í eftir
morðið á Rehavan Zeevi, fyrrum ráð-
herra í stjórn Ariels Sharons. Að sögn
talsmanns ísraelsku rikisstjórnarinn-
ar var herinn sendur inn á svæðið til
að uppræta hreiður hryðjuverka-
manna og munu að minnsta kost 11
þeirra hafa verið handteknir, þar af
tveir sem grunaðir eru um aðfld að
ráöherramorðinu.
Að sögn tálsmanna öryggissveita
Palestínumanna munu að minnsta
kosti níu Palestínumenn hafa faflið í
innrás ísraela í bæinn Beit Rima og
enn fleiri særst. Sharon mun hitta
helstu ráðherra sína í dag og er búist
við að herinn muni í kjölfarið hverfa
frá öðrum bæjum á svæðinu.
Þingfréttakona
komin á spítala
Fréttakona í bandaríska þinginu
hefur verið lögð inn á sjúkrahús þar
sem grunur leikur á að hún hafi
andað að sér miltisbrandsbakteríu.
Þá hafa mfltisbrandsgró fundist á
fimmta staðnum í húsaþyrpingu
Bandaríkjaþings.
Bandarísk stjórnvöld komust í
gær að samkomulagi sem heimilar
þeim að birgja sig upp af sýklalyfi
sem notað er gegn mfltisbrandssýk-
ingu. Þá lýsti yfirmaður bandarísku
póstþjónustunnar yfir því aö ekki
væri hægt að tryggja að aOur póstur
væri laus við leifar af miltisbrandi.
Fidel Castro Kúbuleiðtogi sagði í
gær að mfltisbrandsbakterían væri
ekki jafnalvarleg og veiran sem
veldur venjulegri kvefpest.
REUTER-MYND
Taívanar æfa efnavopnaárás
Liðsmenn viðbragðssveitar á Taívan sprauta sótthreinsandi efni á jarðlestarvagn í Taipei á æfingu sem þeir héldu í
morgun vegna hugsanlegrar árásar hryöjuverkamanna með efnavopnum. Taívanar hafa eins og svo margir aörir aukið
mjög allan viðbúnaö sinn í kjölfar hryðjuverkaárásanna vestanhafs í síðasta mánuði.
Talibanar láta engan bilbug á sér finna:
Stjórnarandstæðingar ræða
framtíðarskipan Afganistans
REUTER-MYND
Þyrla meö birgöir
Flutningaþyrla kemur inn til lending-
ar á bandaríska flugmóðurskipinu
Carl Vinson i Arabaiufióa. Skipið tek-
ur þátt í hernaðaraögerðum Banda-
rikjamanna gegn Afganistan.
Talibanastjórnin í Afganistan
lætur engan bilbug á sér finna, þrátt
fyrir harðar loftárásir Bandaríkja-
manna.
Bandarískar orrustuflugvélar
gerðu harðari árásir á hersveitir
talibana, sem berjast gegn sveitum
Norðurbandalagsins skammt norð-
an við höfuöborgina Kabúl, í gær en
nokkru sinni fyrr. Talibanar sýna
þess hins vegar engin merki að þeir
ætli að framselja Osama bin Laden,
sem grunaður er um að hafa skipu-
lagt hryðjuverkaárásimar á Banda-
ríkin í síðasta mánuði.
AOt var með kyrrum kjörum í
Kabúl i nótt og í morgun.
Mikfll fjöldi afganskra stjórnar-
andstæðinga, þar á meðal fulltrúar
útlægs konungs Afganistans, hittist
í morgun í annað sinn í borginni
Peshawar í Pakistan tfl ræöa áfram
framtíðarskipan stjórnar Afganist-
ans fari svo að talibanar veröi
hraktir frá völdum.
Yfirmenn í herafla Norðurbanda-
lagsins sögðu að flugskeyti hefðu
faOiö nærri fjórum vígjum talibana
nærri Bagram-flugveOi sem norðan-
mennimir hafa á valdi sínu.
Leiðtogar talibana sögðu að þeir
ætluðu að vopnbúa þorpsbúa til að
berjast gegn landhernaði Banda-
ríkjamanna. Talibanarnir sögðu að
barist yrði til síðasta manns.
Háttsettur bandarískur embættis-
maður sagði í gær að talibánar
beittu aldagömlum aðferðum tfl að
blekkja óvininn en þeir væru ekki
jafnsnjaOir á þeim vettvangi og
bæði írakar og Serbar sem hafa
barist áður við Bandaríkjamenn.
REUTER-MYND
Shcröder í París
Þýskalandskanslari heimsótti Frakk-
landsforseta í gær.
Ráðamennirnir
eru áhyggjufullir
Jacques Chirac Frakklandsforseti
og Gerhard Schröder Þýska-
landskanslari sögðust í gær hafa
þungar áhyggjur af ástandinu með-
al almennra borgara í Afganistan.
Jafnframt itrekuðu þeir stuðning
sinn við loftárásir Bandarikja-
manna á landið.
Schröder, sem var í reglubund-
inni heimsókn tO Parísar, vísaði á
bug áskorunum um að loftárásirnar
yrðu stöðvaðar til að hægt væri að
koma hjálpargögnum til almenn-
ings. Hann sagði að hlé á árásunum
yrði aðeins til þess að lengja átökin.
Hjálparsamtök segja að áfram-
haldandi loftárásir valdi því að ekki
sé hægt að koma gögnum til þeirra
sem á þeim þurfa að halda. Á það
hefur verið bent að vetur sé á næsta
leiti og þá sé allra veðra von.
Búa sig undir
fleiri flóttamenn
Flóttamannastofnun Sameinuðu
þjóðanna óttast að allt aö þrjú
hundruð þúsund manns kunni að
flýja loftárásir Bandaríkjamanna á
Afganistan og reyna að komast yfir
landamærin tO Pakistans.
Starfsmenn flóttamannastofnun-
arinnar sögðust í gær vera að búa
sig undir að taka við svo miklum
fjölda, enda þótt pakistönsk stjóm-
völd segist ekki geta tekið við fleiri
flóttamönnum. Pakistanar hafa lok-
að landamærum sínum fyrir öllum
Afgönum, nema þeim past-
ursminnstu og þeim sem hafa gfld
skilríki.
Alþjóðanefnd Rauða krossins
sagðist i gær hafa vaxandi áhyggjur
af striðinu i Afganistan og hvatti
alla til að fara að mannúðarreglum.
REUTER-MYND
Grætur ættingja sína
Said Sube frá írak grætur dauða
þriggja systkinabarna sinna sem fór-
ust með flóttamannaskipi á leið til
Ástralíu í síöustu viku.
Löggan ber af
sér allar sakir
Yfirmaður lögreglunnar í
Indónesíu vísaði í morgun á bug
fréttum íjölmiðla um aö lögreglu-
þjónar hefðu miðað byssum sínum
að flóttamönnum sem vildu komast
úr yfirfuOu skipi á leið til Ástralíu.
Skipið sökk áður en það komst á
leiðarenda og fórust með því 350
manns.
Ástralska dagblaðið Sydney
Moming Herald hafði eftir fólki
sem komst lífs af að tylft lögreglu-
þjóna hefði haldið vemdarhendi yf-
ir mannasmyglurum sem skipu-
lögðu ferð skipsins. Flóttamennirn-
ir um borð voru flestir frá írak.
„Ekkert því um líkt gerðist,"
sagði Bimantro hershöfðingi, yfir-
maður lögregluliðs Indónesíu.