Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 Skoðun J3V rhing dagsins Hvernig líst þér á Smáralindina? Sævar Eiríksson verslunarstjóri: Hún er svolítiö kaldranaleg, Kringlan er notalegri. Örlygur Sævarsson, 11 ára: Svolítiö kuldaleg. Pavel Shadenko, atvinnulaus: Hún er fín, góöar verslanir. Guörún Birgisdóttir tónlistarkennari: Björt og mér líst vel á verslanirnar. Jóhann Nardeau, 13 ára: Stór, svolítiö spítalaleg, vantar pósthús og fleiri sófa. Kristrún Óskarsdóttir nemi: Mér líst vel á hana, fínar verslanir. Klapp í stað lýðræðis Porvaidur Jónsson skrifar: Frá landsfundi Vinstri-gænna - Uppstlling til embætta, ekki handaupprétting. „Það kom mér ekki mjög á óvart að öllum venjulegum leikreglum lýðrœðisins var ýtt til hliðar á landsfundi Vinstri-grœnna á dögunum. Það er hlœgilegt að róttœk- lingarnir í flokknum láti bjóða sér þessi vinnubrögð. - Hvar eru nú hugsjónirnar um jafnrétti og lýðrœði?“ ist til valda og færi að stýra landinu með þessar hugmyndir um lýðræðið í pokahorninu. Mér skilst að um 150 manns hafi setið fund VG sem var auðvitað haldinn í veislusölum ríkisins til að undirstrika þá stefnu flokksins að ríkið eigi að stjórna öllu. Þetta var jú landsfundur VG, og sagður opinn félagsmönnum af öllu landinu og úr öllum aldurshópum. Á aðalfundi Heimdalls, sem ég þekki ekkert til en er félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, voru samkvæmt fréttum rúmlega Qórfalt fleiri fundarmenn. Þar mun hafa verið farið áð öllum venjufegum fýð- ræðishefðum. Kosning skrifleg og feynileg og allir sem vildu gátu boð- ið sig fram tif formanns og stjórnar, en ekki bara þeir sem eru í náðinni hjá uppstiflingarnefndinni í reyk- fyllta bakherberginu. Ég hef fylgst með Stein- grími J. Sigfússyni alþing- ismanni alft frá þvi hann var ráðherra í einni mestu spillingarríkisstjóm lands- ins undir forsæti nafna síns Hermannssonar á ár- unum 1988 til 1991. Á þess- um tíma hefur hann skipt um flokk og einnig skipt um skoðanir á ýmsum mál- um, eins og umhverflsmál- um, þótt hann sé vafalaust talinn af hinum talandi stéttum til mestu hugsjóna- manna í íslenskum stjórn- málum. Menn hafa líklega gleymt því (líka kjósendur á Norðaustur- og Austur- landi) að Steingrímur J. Sigfússon var helsti hvata- maður þess (í samgöngu- ráðherratíð sinni) að koma í veg fyrir og hafna bygg- ingu fullkomins varaflug- vallar á Egilsstöðum. Þá framkvæmd bauðst mann- virkjasjóður NATO til að sjá um, okkur Islendingum að kostnaðarlausu. Það koin mér ekki mjög á óvart að öllum venjulegum leikreglum lýðræðisins var ýtt til hliðar á landsfundi Vinstri-grænna á dögun- um. Hjá alvöru stjórnmálasamtök- um sem taka lýðræðið alvarlega er leynileg kosning um helstu emb- ætti. En ekki hjá Vinstri-grænum. Þar var uppstillingarnefnd sem ákvað í reykfylltu bakherbergi hver skyldi fá öll embætti innan flokks- ins. Það var ekki einu sinni handa- upprétting til að kanna hug fundar- manna. Það er hlægilegt að róttæk- lingarnir í flokknum láti bjóða sér þessi vinnubrögð. Hvar eru nú hug- sjónirnar um jafnrétti og lýðræði? Það yrði þokkalegt ef þetta lið kæm- Eldri borgarar velkomnir Kristín Ása Einarsdóttir, umsjónarmaður keppenda I „ Viltu vinna milljón?" sendi þennan pistil:_____ Það er ánægjulegt að sjá umræðu um val á keppendum í Viltu vinna milljón? hér á lesendasíðunum. Guð- mundur sem skrifaði lesendabréf sem birtist í gær talaði um að stjórn- endur Viltu vinna milljón? vildu ekki fá eldri heiðursmenn í þáttinn. Mér er ljúft að upplýsa það hér og nú að svo er alls ekki. Eldri borgarar sem og landsmenn allir eru sannarlega velkomnir í þátt- inn. Tölva sér um að velja úr hópi þeirra sem hringja i 907 2121 og svara spurningunni þar rétt. Svo er hringt í þá aðila og þeir spurðir nálgunar- Miiljónaþátturinn á Stöö 2 - Hringja skal inn en tölvan dregur úr nöfnunum. „Fólk af öllu landinu og á ólíkum aldri, 16-70 ára, hef- ur komið í þáttinn. - En þátttakan er Uka happ- spurningar og farið yfir nokkur atriði til að tryggja að skilyrði til þátttöku séu uppfyllt. Fólk af öllu landinu og á ólíkum aldri, 16-70 ára, hefur komið í þáttinn. Þó er það svo að flestir sem hringja eru á aldrinum 20-40 ára og því eðlilegt að flestir sem komast alla leið séu á þeim aldri. Það er leitt að Guðmundur hefur ekki komist að enn þá en ég vil benda á að þetta er eins og í happ- drætti. Hvert símtal á jafna mögu- leika og því aukast auðvitað mögu- leikarnir eftir þvi sem hringt er oft- ar. Potturinn er svo endurnýjaður fyrir hvern þátt og því þarf að hringja inn aftur til að vera með í nýjum potti. Það virðast engin takmörk fyrir því hvað Öss- ur Skarphéðinsson gengur langt í óhróðri sínum um Geir H. Haarde fjármálaráðherra og vini hans í ráðuneytinu. Engu virðist skipta að Davíð Oddsson stóð upp og hundskammaði hann á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á dögunum fyrir að vera bæði ómálaefnalegur og „einn minnsti nákvæmnismaður nútímastjórnmála", Össur hef- ur ekki látið sér segjast. Og ekki hrinu heldur á Össuri aðrar ávirðingar af hálfu Davíðs, s.s. þeg- ar forsætisráðherra benti á að hann væri „stað- reyndafælinn stjórnmálamaður" og að hann væri svo mikil vingull að það væri erfitt fyrir „hefð- bundna vindhana að þrífast, þegar þeir búa sí- fellt við svona hatramma samkeppni". Össur kann greinilega ekki að skammast sín, því hann hefur nú haldið áfram að atast i vesalings Geir, fyrir það eitt að hafa notað sína eigin þjóðhags- spá, en ekki spá frá einhverri afdankaðri Þjóð- hagsstofnun sem hvort sem er á að fara að leggja niður. Á mála hjá Össuri Og Össur er ekkert að spara við sig hin óvönd- uðu meðul í þessari krossferð sinni. Nú hefur hann fengið sérfræðinga hjá hinu bresk/alþjóð- lega fjármálafyrirtæki Standard og Poor’s í lið með sér og einhvern veginn náð að véla þá - eflaust með einhverjum kratískum bolabrögðum - til að gera athugasemdir við útreikninga og spádómana sem hann Geir var búinn að leggja fram i tengslum við fjárlagafrumvarpið. Össur hefur aug- ljóslega með lævisi náð að eitra huga þess- ara sérfræðinga þannig að þeir nánast blása á forsendur fjárlagafrumvarpsins og þjóðhagsáætlun fjármálaráðuneytisins, en tala í mun meiri takt við þær spár sem frá Þjóðhagsstofnun hafi komið. Þessi undir- róðursstarfsemi Össurar getur haft mjög óþægilegar afleiðingar í fór með sér fyrir fjármálaráðherra sem til þessa hefur staðið eins og kletttur að baki einkaþjóðhagsspá sinni og er greinilegt að menn hafa mjög van- metið áhrif Össurar í hinum alþjóðlega fjármála- heimi. Málpípur En áhrif Össurar virðast ekki síður mikil í ís- lenskum fjármálaheimi, því nú hafa Greiningar- deild Kaupþings, aðalhagfræðingur Seðlabankans og auðvitað einn helsti sérfræðingur Þjóðhags- stofnunar í þjóð- hagsáætlunum komið fram hvert í sínu lagi og tek- ið undir alvarleg- ar viðvaranir hins alþjóðlega fjármálafyrirtækis um að gera verði ráð fyrir sam- drætti á næsta ári, þó hver þess- ara aðila geri það raunar á sínum eigin forsendum. Og jafnvel þótt allir þessir aöilar, líka Standard &Poor’s, tali um að líkur séu á að efnahagkerfið byrji að vaxa aft- ur strax 2003 þá telur Garri að fram hjá því verði ekki horft að þessir aðilar eru allir málpíp- ur Össurar Skarphéðinssonar i herferð hans gegn Geir Haarde og fjárlagafrumvarpi hans. Garri ætlar því rétt að vona að þegar Davíð tek- ur næst til máls um þessi efni þá bæti hann hressilega i skammirnar á Össur, það er greini- legt að maðurinn hefur ekki fengið nóg síðast. Garri Ótrúleg áhrif Össurar Útvarpshúsið í Efstaleiti - Þar skal Rás 2 vera áfram. Áfram í Efstaleiti Knstinn Sigurðsson skrifar: Fréttir segja að bæjarstjóri Akur- eyrar hafi verið hér í höfuðborginni. Veri hann ávallt velkominn. - En stuttu síðar tilkynnir menntamálaráð- herra að hann sé að hugsa um að láta Rás 2 vera til húsa í Háskólanum á Akureyri. Hvort eitthvert samhengi er á milli heimsóknar bæjarstjóra Ak- ureyrar í Reykjavík og tilkynningar menntamálaráðherra veit ég ekki. Mig grunar þó ýmislegt. En Rás 2 er í Reykjavík og á að vera áfram í Efsta- leitinu. Geysilega vinsæl stöð með frá- bært starfsfólk og frábært efni allan sólarhringinn. Skyldi eiga að reka þetta fólk, eða hvað? Ég veit að unga fólkið vill Rásina áfram í Efstaleiti, en ef ráðherra vill eitthyað fyrir Akur- eyri gera er það hið besta mál. En það á ekki að vera á kostnað okkar í Reykjavík og starfsfólks Rásar 2. Leikaradekur í fjölmiðlum Sigfús Gunnarsson hringdi: Það er varla orðið hægt að skrúfa svo frá útvarpi eða opna fyrir sjón- varp án þess að þar sé rætt við leikara um heima og geima. Ég átta mig ekki á því hvort störf leikara eru svona merkilegri en störf annarra í þessu þjóðfélagi, en ef marka má sjónvarps- þætti eins og Kastljós virðast leikarar mikilvægasta stétt þjóðarinnar. Vart líður svo vika, að ekki sé rætt þar við leikara. Birtist enginn leikari á skján- um í þeim þætti koma leikstjórar í þeirra stað. Sérstaklega er þetta áber- andi þegar Kastljósið á að vera „bráð- skemmtilegt" eða „fjörugt", að mati stjórnenda. Þá verður að hafa a.m.k. einn leikara í settinu. Atlaga gegn kristindómi Vilhjálmur Alfreösson skrifar: Það vakti furðu mína þegar ég las viðtal við séra Gunnlaug Stefáns- son í DV þann 20. október sl. en hann vildi leggja niður embætti tveggja vígslubiskupa. Þetta tel ég að flokka megi sem atlögu gegn kristindómi á ís- landi. Að leggja nið- ur hornsteina þjóð- kirkju íslendinga kemur ekki til greina. Aldrei. - Gá vel að þér, séra Gunnlaugur. Tvö biskups- embætti í rúst? - Gá aö þér, séra Gunnlaugur! Flatur bjór án froðu Haddi hringdi: Mér finnst ég aldrei fá neinn al- mennilegan bjór úr þessum krönum á veitingahúsunum hér. Þetta er bæði flatt og froðulaust sull. Og rándýrt að auki. Að greiða þetta 350 til 550 kr. fyrir glasið, eftir stærð. Ég kaupi Erlendis á góðum bjór- Bjór meö froöu, takk! - Eins og á er- lendu kránum. þetta ekki. krám er seldur bjór úr krönum og hann er með mikilli froðu. Barþjónn- - inn veiðir síðan froðuna af með sér- stakri og þar til gerðri spýtu. Og þar er ekki slaklega mælt og þar er ekki bjórinn svikinn. En hér, drottinn minn dýri! Ég kaupi þvi bara flösku- bjór og eins ódýrt og hægt er - í Rík- inu á meðan það lifir. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11,105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.