Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 Fréttir DV Ljósmyndari DV í flóttamannabúðum í Pakistan: eeseei ms: Erfitt líf fram und- an í Afganistan - segir Þorvaldur Örn Kristmundsson. Áhættusöm ferð í eldfimum heimshluta Frumvarp eftir jólafrí Árni M. Mathiesen sjávar- útvegsráðherra telur vel hugsan- legt að afgreiða á þessu þingi boð- aða heildarendur- skoðun á fiskveiði- löggjöfinni. Hann sagði á Alþingi í gær að frumvarp að nýjum heildarlögum myndi liklega verða lagt fram á Alþingi þegar að loknu jólaleyfi þing- manna. - Mbl. greindi frá. Ljósmyndari DV á vettvangi flóttamanna „Þarna varö ég var við mikiö hatur sem ríkir meöal Afgana í garð Bandaríkjamanna, þeir gáfu mér skýr skilaboö um aö ég væri illa séöur af þeim enda telja þeir alla hvíta menn vera þaðan komna, “ segir Þorvaldur. „Það er ákaflega erfitt líf fram undan i Afganistan. Að vísu munu Bandaríkjamenn fara út úr landinu þegar þeir hafa náð hernaðarlegum markmiðum sínum en friður að þvi loknu gæti orðið brothættur. Ætt- flokkaerjur og illvígir skæruliðar gætu stuðlað að áframhaldandi ófriði og erfiðleikum," segir Þor- valdur Örn Kristmundsson, ljós- myndari DV. Hann er nýkominn úr ferð til írans, Afganistan og Pakist- an - þar sem hann tók myndir og aflaði tíðinda af þessum stríðs- hrjáðu svæðum. Hann er fyrsti ís- lenski gölmiðlamaðurinn sem fer til fréttaöflunar í þessum heimshluta eftir að herir bandamanna fóru þangað inn til að hefna árásanna á Bandaríkin í september. Var Þor- valdur einnig við annan mann fyrsti íslenski flölmiðlungurinn sem fór til New York eftir hina hörmu- legu atburði þar 11. september. Þorvaldur fór fyrst til írans og þaðan svo inn í suðurhluta Afganistans og í flóttamannabúðirn- ar Mile 46 og Makaki þar sem dvelj- ast samanlagt á annan tug þúsunda flóttamanna. Síðar í ferðinni fór Þorvaldur svo til Pakistans og með- al annars til borganna Quetta, Chaman og Peshawar sem eru við landamæri Afganistans. Kandahar og Tora Bora, íjallasvæðið sem hef- ur verið felustaður Osama Bin Laden að undanfornu, er þar ekki langt frá. í flóttamannabúðum við landa- mæri Afganistans og Pakistans halda sig alls á þriðja hundrað þús- und manns. Þangað fór Þorvaldur í fylgd vopnaðra pakistanskra her- manna. „Þarna varð ég var við mik- ið hatur sem ríkir meðal Afgana í garð Bandaríkjamanna, þeir gáfu mér skýr skilaboð um að ég væri illa séður af þeim enda telja þeir alla hvíta menn vera þaðan komna,“ segir Þorvaldur. Hann seg- ir brýnasta verkið í Afganistan vera að koma lögum og reglu á í landinu. Það örgrandi verkefni bíði nú þeirr- ar stjórnar sem komið hefur verið á laggirnar í landinu. „Afganir eru þreyttir á stríði og því harðræði Talibana sem þeir hafa búið við á siðustu sex árum,“ segir Þorvaldur. Hann telur mikil- vægt að hjálparstarf fari sem fyrst af stað í landinu en þar hefur ekkert rignt til Qölda ára og hungursneyð blasir því við. Aðstoð við fólk að afla sér fæðis sé því mikilvæg, ekki síst af mannúðarástæðum. I íran og Pakistan búa rúmlega fjórar milljón Afgana og telur Þorvaldur að helsta verkefni stjórnvalda í þessum lönd- um sé að koma Afgönunum aftur til heimalands síns sem sé eitt fólks- flutningaverkefni seinni tíma. „Ferðin til hinna stríðshrjáðu landa var vissulega nokkuð áhættu- söm,“ segir Þorvaldur. Hann segir að skriffinnska stjórnvalda, lög- reglu og hers í þessum löndum hafi nokkuð torveldað sér ferðalög - og oft hafi hann orðið að beita mútum til að komast áfram. En allt hafðist á endanum og afraksturinn af ferð Þorvaldar sjá lesendur í ítarlegri frásögn í máli og myndum í næsta Helgarblaði DV. -sbs Hugað að þriðja framboðinu í Reykjavík: Skil óánægju úthverfafólks - segir Guðlaugur Þór Þóröarson borgarfulltrúi Húsavík: Framsókn og sjálfstæðis- menn saman „Það er mikill vilji fyrir þessu framboði hjá báðum aðilum en ef af því verður teljum við okkur verða mun sterkari og öflugri þótt menn verði e.t.v. eitthvað að brjóta odd af oflæti sínu,“ segir Hafliði Jósteinsson, ritari Framsóknarfélags Húsavíkur og nágrennis, en stjórnir framsóknar- manna og sjálfstæðismanna hafa haf- ið viðræður sem eiga að leiða til sam- eiginlegs framboðs flokkanna við bæj- arstjórnarkosningamar í vor. Yflrlýst markmið með viðræðunum er sameiginlegt framboð og megin- markmið að fella núverandi meiri- hluta í bæjarstjórn en hann er í hönd- um Húsavíkurlistans sem fékk 5 bæj- arfulltrúa af 9 í kosningunum 1998. Áður höfðu sjálfstæöismenn og fram- sóknarmenn verið í meirihluta bæjar- stjórnar í 16 ár. Að Húsavíkurlistan- um 1998 stóðu Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag og hefur verið lýst yfir að Húsavíkurlisti verði boðinn fram að nýju. -gk „Ég skil vel óá- nægju úthverfa- fólks. Þetta lýsir best ástandinu í borginni undir stjórn Reykjavík- urlistans," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi Sjálf- stæðisflokks og Grafarvogsbúi, um þær hugmyndir sem uppi eru í Grafarvogi og fleiri úthverfum Reykjavíkur um aö efna til sér- framboðs í sveitarstjórnarkosn- ingunum í vor. Aðalfundur Guðbrandur Sigurðsson, for- stjóri Útgerðarfé- lags Akureyringa, segir að sérlega bjart sé yfir sjáv- arútvegi sem stendur og hafi ástandið sjaldan eöa aldrei verið betra. Sögulegt verð hafi fengist Hverfasamtaka Grafarvogs hefur lýst ánægju með hugmyndirnar en Hallgrímur N. Sigurðsson, for- maður samtak- anna, er lykil- maður í væntan- legu framboði. Hallgrímur, sem er sjálfstæðis- maður, hefur staðfest við DV að fulltrúar R-lista og D-lista hafi haft samband við Grafarvogsbúa í því skyni að fá þá ofan af því að bjóða sérstaklega fram. Guðlaug- fyrir útfluttar afurðir að undan- förnu. Aldrei hafi fengist fleiri krónur fyrir kílóið af íslenskum fiski. Fall krónunnar hefur verið lykil- þáttur í rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja en hún hefur þó styrkst veru- lega síðustu daga. Tap varö alla- jafna á rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja fyrri helming ársins en vís- bendingar eru uppi um viðsnúning undanfarið. „Það skiptir verulegu ur Þór, sem sjálfur er íbúi í Graf- arvogi, þvertekur fyrir að hann hafi reynt að fá sveitunga sína ofan af því að bjóða fram. „En ég er í góðu sambandi við samtökin og ber mál gjarnan und- ir þau auk þess að ég fylgi eftir málum samtakanna í borgar- stjórn. Óánægja íbúanna er til- komin vegna þeirra stjórnunar sem verið hefur í borginni undan- farin ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur skýra stefnu í þeim málum sem fólkið er óánægt með. Sjálf- stæðisflokkurinn og þetta fólk eiga fulla samleið," segir Guð- laugur Þór. -rt í hámarki máli fyrir framhaldið hvar krónan endar," segir Guðbrandur. Hann segir það óskastöðu fyrir greinina ef gengið helst á núver- andi slóðum og spurður um hvaða afurðir skili mestu segir Guðbrand- ur: „Það eru góðir markaðir fyrir allar afurðir. Það eina sem hefur verið erfítt er sjópilluð rækja og rækja yfirhöfuð. Allt hitt er mjög gott. Ástandið hefur sjaldan verið betra en einmitt núna.“ -BÞ Guðlaugur Þór Þórðarson. Verð sjávarafurða Guöbrandur Sigurðsson. Enn styrkist krónan Gengi íslensku krónunnar sveiflaðist mikið á mörkuðum I gær, en mikil viðskipti voru meö krónuna, eða sem nam 13,5 millj- örðum króna. Þegar mörkuöum var lokað í gær hafði krónan styrkst um 0,7%. Gengisvísitalan var 144,2 stig. Semja viö FÍ um flugfrakt Flugfélag íslands og Ríkiskaup hafa undirritað rammasamning um fraktflutninga á vegum Ríkis- kaupa til allra áfangastaða Flugfé- lagsins og gildir samningurinn til ársloka 2003. - Mbl. greindi frá. Fundarstjórn mótmælt Það varð uppi fótur og fit við upphaf þingfundar í gær en þá tók þingforseti, Hall- dór Blöndal, til umræðu tólfta mál á prentaðri dag- skrá, frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstafan- ir í ríkisfjármálum. Ákvörðunin virtist koma þingheimi í opna skjöldu og mótmælti Bryndís Hlöðversdóttir, þingflokksfor- maður Samfylkingar, fundar- stjórn hans harðlega. 65 þúsund tonn Síldaraflinn á vertíðinni er kominn í rétt tæp 65 þúsund tonn samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Samkvæmt því eru tæplega 78 þúsund tonn óveidd af kvóta fiskveiðiársins. Til Sam- taka fiskvinnslustöðva var hins vegar aðeins búið að tilkynna um 52.615 tonna síldarafla. - Inter- Seafood.com greindi frá. Reglubreyting um hunda íbúar í fjöleignarhúsum, rað- og parhúsum í Reykjavík þurfa samkvæmt breyttri samþykkt um hundahald ekki lengur að leita eftir samþykki annarra eigenda í húsinu fyrir hundahaldi þegar um sérinngang er að ræða. Var þetta samþykkt í borgarstjórn fyrir helgi. - Mbl. greindi frá. Lyfjaverð kannaö Jón Kristjáns- son heilbrigðis- ráðherra hyggst taka könnun BSRB á þróun lyfjaverðs sl. ára- tug til skoðunar í ráðuneytinu. Nið- urstaða könnunar BSRB sýnir verulegar kostnaðar- hækkanir, sérstaklega á árabil- inu 1990 til 1996. Haraldur á Suöurskautiö Haraldur Örn Ólafsson komst loks til Suðurskautslandsins í gær eftir að hafa tafist vegna veð- urs. Er hann nú staddur nærri Vinson Massif, hæsta tindi Suð- urskautslandsins. Haraldur reiknar með að komast í grunn- búðir fjallsins á næstu dögum. -Hkr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.