Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 28
44 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 ^Tilvera DV lí f iö E F T I R V I N N u Borgardætur með tónleika Borgardætur halda jólatónleika á Nasa við Austurvöll í kvöld kl. 21. Þær eru sem kunnugt er söngkonurnar Andrea Gylfa- dóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Bjök Jónasdóttir sem skipa tríóið og undirleikarar verða þeir Eyþór Gunnarsson pianóleikari og Birgir Bragason kontrabassaleikari. Klúbbar og krár ^ ■ ÉLPHÚSKVÖLD Á ASTRO A efri^ hæö Astro stendur FM 957 fyrir Eld- húspartíi alla fimmtudaga í desem- ber. I kvöld verða þaö Land og synir sem mæta á svæöiö kl. 21. ■ GRUNGEKVÖLPÁGAUKNUM Félagarnir Steini, úr Dead Sea Apple, og Valur Buttercupkall spila sín uppáhaldslög úr handraða Grun- ge-tónlistar á Gauki á Stöng. ■ BIIBBI Á KRINGLUKRÁNNI Bubbi Morthens heldur tónleika í kvöld á Kringlukránni. Þeir hefjast kl. 21. 'Djass ________________________ ■ MULINN I kvöld heldur Múlinn eitt af sínum frægu djasskvöldum en þaö hefst í Húsi Málarans í kvöld, kl. 21. Flytjendur veröa Davíö Þór Jónsson, flygill, Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson, kontrabassi, og Helgi Svavar Helgason, trommur. Kabarett ■ JOLAGLEÐI A LAUGAVEGINUM Kl. 20 hefst Jólagleöi Súfistans. A boöstólum veröa óvæntar uppákom- ur, jólahappdrætti og fleira góögæti. Siguröur Flosason og Gunnar Gunn- arsson leika af nýjum sálmadiski, Sáimar jólanna ■ LÚSÍUHÁTH) í KVÖLD Sænska félagiö á Islandi heldur Lúsíuhátíö í -'kvöld kl. 20 í Seltjarnarnesskirkju. Lúsíukórinn er undir stjórn Mariu Cederborg og píanóundirleik annast Ari Agnarsson. Fundir og fyrirlestrar ■ UPPLESTUR A NÆSTA BÁR Vinstri grænir í Reykjavík efna til bóka-og upplestrarkvölds í kvöld á Næsta bar viö Ingólfsstræti. Þar munu eftirtaldir höfundar lesa upp úr nýútkomnum verkum sínum: Einar Már Guömundsson, Katrín Jakobsdóttir, Rakel Pálsdóttir, Vigdís Grímsdóttir, Kristín Ómarsdóttir og Þórunn Valdimars- dóttir. Dagskráin hefst kl. 20.30. ■ JÓLIN OG SORGIN Slgfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur heldur .*fyrirlestur í Fossvogskirkju undir fyrirsögninni: Jólln og sorgin. Þaö hefst kl. 20 og stendur til 22. Allir eru velkomnir og aögangur er ókeypis. Boðið er upp á hressingu, umræðu og stutta kyrrðarstund aö fyrirlestrinum loknum. Sýningar ■ MÁLVERKIÐ EFTIR MÁLVERKIÐ Sýningin Málverkiö eftir Málverkiö er nú á lokasprettinum í verslun Sævars Karls í Bankastræti. Hún samanstendur af verkum sem unnin eru af 26 nemendum Listaháskóla íslands. Happdrætti Bókatíðinda Vinningsnúmer 13. desember: 14270 Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Borðin taka dansplássið á skemmtistöðumim - segir Sesselja G. Magnúsdóttir Maður Irfandi „Við lærum gömul ljóð og lög og lesum fornar sögur og ég vildi gjarnan sjá að dansinum væri gert jafn hátt undir höfði í okkar mennt- un og menningu,“ segir Sesselja G. Magnúsdóttir sagn- og dansfræðing- ur. Hún segir dansinn eiga sér langa sögu hérlendis og sér fyrir sér þjóðlegan dans sem lið í menningar- tengdri ferðaþjónustu íslendingá'. „Til að svo megi verða þarf að dusta af honum rykið því varla getum við verið að flagga einhverju sem er al- menningi á Islandi framandi," segir hún. Sungið með Álftagerðisbræðrum Þurfti ekki að sitja Sesseljá er alin upp í Norðurárdal í Borgarfirði og kynntist dansi ung að árum. „Foreldrar mtnir eru mik- ið dansáhugafólk, þannig að ég lærði gömlu dansana með því að fara með þeim á samkomur og dans- inn varð sjálfsagður o'g eðlilegur hlutur i mínu lífi,“ segír hún. -Þér hefur þá verið boðið upp? hrekkur út úr blaðamanni. „Já, ég þurfti ekki að sitja,'“ segir hún hlæj- andí ög minnist með ánægju þeirra tíma þegar danskennarar komu í skólann á Varmalandi og kenndu ungdómnum. „Ég var á heimavist og þar var ýmis afþreying í boði, meðal annars danskvöld sem skóla- stjórafrúin, Sjöfn Ásbjörnsdóttir, stóð fyrir. Þar fyrir utan voru oft böll á fimmtudagskvöldum. Þá kunnu flestir þessa gömlu dansa og þeir voru dansaðir jafnhliða hinu venjulega sprikli." Ég lærði aftur á móti aldrei neitt í íslenskum þjóð- dönsum. Á seinni árum hef ég kynnst þeim aðeins og sé að þar eig- um við ótrúlega skemmtilegan menningararf. íslensku þjóðdans- ana tel ég vera aðgengilega fyrir nú- tímafólk því þeir byggjast ekki siö- ur á þátttöku einstaklingsins en para. Þannig getur hver og einn tek- ið þátt á eigin forsendum." Eróbik í staö dansins Hún rifjar líka upp sveitaballa- menninguna. „Þegar ég var aö alast upp voru alltaf á sumrin böll bæði á föstudags- og laugardagskvöldum einhvers staðar í Borgarfirði eða Snæfellsnesi og oft keyrt langar leiðir þvi þau gátu verið á Lýsuhóli, Breiðabliki, Brún, Brautartungu eða Logalandi. Nú tilheyra svona sveitaböll sögunni til.“ - Hvað hefur gerst? „Ég held að aukin þátttaka almennings í íþrótt- Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar. Sagn- og dansfræöingur Sesselja G. Magnúsdóttir kveöst hafa byrjaö aö dansa á ýmsum samkomum sem hún hafi fariö á meö foreldrum sín- um og þannig hafi dansinn orðiö sjálfsagöur og eölilegur hiutur í hennar lífi. um og þá ekki síst í líkamsrækt hafi komið að einhverju leyti í stað dansins. Þannig heyrði ég dans- kennara nefna það að eróbikkið hafi á sínum tíma komið i stað djassball- ettsins meðal annars vegna þess að það byggist á einfaldari sporum og gefur fleirum möguleika á að taka þátt í hópsamkomum með hreyf- ingu og tónlist," segir Sesselja. Hún telur hins vegar þeim skemmtistöð- um hafa fækkað á höfuðborgar- svæðinu er bjóöi upp á dansgólf sem standi undir nafni. „Borðin eru í að- alhlutverki í stað dansgólfanna áður,“ segir hún og telur eina af ástæðum þess þá að meira sé upp úr borðunum að hafa. „Veitingahúsin þykjast eflaust þurfa að fá meira í kassann og dansfólkið drekkur ekki nóg.“ Svo er það tónlistin því það er ekki nóg að plássið sé til staðar, tón- listin þarf líka að vera við hæfi svo hægt sé að dansa gömlu dansana og aðra „paradansa". Fer þeim tónlist- armönnum ekki fækkandi sem kunna þá tónlist? „Það er hægt að dansa polka og ræla og valsa við ýmis dægurlög sem hljómsveitir spila á almennum böllum en þeim fer fækkandi sem hafa skottís- vín- arkrus- og marsúkkatakta á hreinu og því snjóar yfir þessa flóknari dansa." Síðasti dansinn Hvernig sér Sesselja fyrir sér að gömlum dönsum verði bjargað hér á landi? „Ný námsskrá grunnskól- anna gerir ráð fyrir því að öll börn læri að dansa, hieðal annars gömlu dansana og íslenska þjóðdansa. Við verðum því að setja traust okkar á hana,“ svarar hún og bætir við: „Þegar menntaðir danskennarar verða komnir inn í grunnskólana, eins og iþróttakennarar og tónlist- arkennarar, þá hlýtur þetta að leys- ast. Ég vil meina að dansinn hafi margs konar þýðingu í samfélaginu. Fyrir utan að leysa hreyfiþörfina úr læðingi kennir hann fólki ákveðnar kurteisisvenjur og er því þáttur í fé- lagslegri mótun,- Síðan hefur hann gildi fyrir samspil kynjanna og hafði sérstaklega mikilvægu hlut- verki að gegna í makavali. „Síðasti dansinn" er gott dæmi um það.“ Gun. Ég er sennilega tekin að gamlast. Allavega er ég farin að sækja í það sem mér þótti áður sveitalegt. Ég ætla ekki að tala á niðrandi hátt um dreifbýlið og sveitir lands, en ég er borgarbarn og það er svo margt sem borgarbamið þekkir ekki. Ég þekkti til dæmis ekki Álftagerðisbræður, enda eru þeir úr sveit. Svo komu þeir til borgarinnar og sungu í verslun á Laugaveginum. Þar var ég og fleira fólk. Þeir hófu að syngja og allt i einu breyttist allt þetta fólk. Mæðusvipurinn sem var límdur við það í jólaösinni hvarf og í staðinn kom ljúft bros og hlýlegt augnaráð. Ég varð alveg eins. Eftir Ramónu. Ramóna er bara þannig lag og menn sem geta sungið Ramónu eru mínir menn. Og þegar Álftagerðisbræður sungu Ramónu fann ég að sálin í mér fór líka að syngja. Svo fékk ég mér diskinn með Álftagerðisbræðrum og komst að því að þeir geta margt. Þeir geta til dæmis sungið Hamraborgina. Það er hámark karlmennskunnar að geta sungið Hamraborgina sóma- samlega, og ekki verra þegar fjórir karlmenn standa sig þar. Ég hlust- aði i lotningu. Stillti mig samt um að taka undir. Hamraborgin er karlalag. Svo hef ég ekki fallega söngrödd. Reyndar verður þeim söng- hljóðum sem frá mér koma helst líkt við ámátlegt væl. En þegar ég fmn hjá mér þörf til að tjá mig í söng, þá er ég eins og vondur rithöf- undur og læt hæfi- leikaleysið ekki hamla mér, heldur breiði úr mér. Það gerði ég einmitt í laginu Heimþrá eft- ir Inga T. Ég gekk svo hart fram í túlkun að ég þjáð- ist af raddleysi eft- ir frammistöðuna. Það er dýru verði keypt að gerast söngvari eina kvöldstund. En nú er ég semsagt orðin þjóð- leg, sveitaleg og skagfirsk. Allavega svona um stund. Svo næ ég mér rétt fyrir jólin og ameríkanserast upp á „Svo fékk ég mér diskinn með Álftagerðisbrœðrum og komst að því að þeir geta margt. Þeir geta til dœmis sungið Hamra- borgina. Það er hámark karlmennskunnar að geta sungið Hamraborg- ina sómasamlega, og ekki verra þegar fjórir karl- menn standa sig þar. Ég hlustaði í lotningu. Stillti mig samt um að taka undir. Hamraborgin er karlalag. “ gamlan móð með því að hlusta á Bing Crosby syngja White Christmas og aðra gamla slagara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.