Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 7 DV Fréttir Verkáætlun fyrir jarðgöngin á Norður- og Austurlandi samþykkt: Fagna því að skriður kemst á málið - segir Kristján L. Möller, þingmaöur og forseti bæjarstjórnar Siglufjardar Sturla Böðv- arsson sam- gönguráðherra hefur kynnt fyr- ir ríkisstjórn- inni tímaramma útboðs vegna jarðganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar annars vegar og Siglufjarðar og Ólafsfjarðar hins vegar. Á heimasíðu samgönguráð- herra segir að í samræmi við vegáætlun hafi verið unnið að undirbúningi út- boðs á báðum jarðgöngunum og gert sé ráð fyrir að útboðsferillinn í heild sinni sé rúmir sex mánuðir og geti hafist nú um miðjan mánuðinn. Úrskurðir Skipulagsstofnunar vegna jarðganganna fyrir austan og norðan lágu fyrir 17. október sl. og voru jákvæðir en undanfama mánuði hefur verið unnið að rann- sóknum og undirbúningi. Ein kæra barst vegna ganganna milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, frá Trausta Sveinssyni, bónda í Fljót- um, og hefur samgönguráðherra kæruna til meðferðar. Gert er ráð fyrir að útboðsferlið Sturla Böðvarsson. Kristján U. Möllcr. verði í grófum dráttum þannig að fortilkynning á Evrópska efna- hagssvæðinu hefjist nk. mánudag og ljúki 10. febrúar. Forval verk- taka mun standa yfir frá 4. mars til 15. apríl en getur hugsanlega hafist fyrr og stytt ferlið sem því næmi. Þó myndi það vart flýta opnun tilboða sem er háð vett- vangsskoðun. Þá er gert ráð fyrir opnun for- vals 15. apríl og vali verktaka í út- boð 15. apríl til 13. maí, og útboð með vettvangsskoðun, 14. maí til 24. júní. í útboðum af þessu tagi er hefð fyrir því að kynna bjóðendum aðstæður á vettvangi. Reynslan þykir sýna að óráðlegt er að reikna með að það verði hægt t.d. í Héðinsfirði fyrr en um miðjan mai. Því er allt ferlið á undan og eftir háð þeirri tímasetningu. Gangi verkáætlunin hins vegar eftir verður opnun tilboða 24. júni og undirbúningi og undirritun samninga verður lokið I ágúst. Eft- ir að samningar hafa verið undir- ritaðir er gert ráð fyrir að fram- kvæmdir geti hafist fljótlega í kjöl- far þess eða strax næsta haust. „Ég er ánægður með að rikis- stjórnin skuli hafa samþykkt þessa verkáætlun og að málið sé í höfn. Áætlað var að verja í þetta 450 milljónum kóna á næsta ári og þótt ekki náist að vinna fyrir þá upphæð vegna niðurskurðar er engin ástæða til annars en fagna því að nú eigi að komast skriöur á Frá Vestfjaröagöngum Á heimasíöu samgönguráöherra segir aö í samræmi viö vegáætiun hafi veriö unniö aö undirbúningi útboös á jarögöngunum fyrir austan og noröan og gert sé ráö fyrir aö útboösferillinn í heild slnni sé rúmir sex mánuöir og geti hafíst nú um miöjan mánuöinn. málið,“ segir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar, en hann beitti sér manna mest fyrir því á sínum tíma að farið var að huga að jarð- gangagerðinni milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. -gk Landmælingar: Einstakur flugdiskur Landmælingar Islands hafa tekið flugið, i orðsins fyllstu merkingu, með útgáfu á geisladiski þar sem hægt er að skoða ísland úr lofti í þrí- vidd. Flugdiskurinn markar tímamót þar sem þetta er fyrsti geisladiskur sinnar tegundar þar sem hægt er að skoða landið úr lofti með þessum hætti. Á geisladiski Landmælinga er þríviddarlíkan af íslandi í raunlitum, sem hægt er að fljúga yfir í tölvunni og skoða frá öllum sjónarhornum. Er þetta nákvæmasta stafræna þrívídd- armynd sem gefm hefur verið út á al- mennum markaði hér á landi. Geisla- diskinn má nota á allflestum PC- heimilistölvum. Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga íslands, segir flug- diskinn munu nýtast á margvíslegan hátt í samfélaginu. „Hann hentar einkar vel við kennslu i skólakerfmu, við íjarkönnunarrannsóknir og í kynningarstarfi í ferðaþjónustu. Þá vitum við að flugáhugamenn um allt land munu taka flugdiskinum fagn- andi. Loks er diskurinn sannkölluð gullnáma fyrir þá sem vilja skoða landið'sitt og heimahagana úr lofti,“ segir Magnús. Á geisladiskinum ræður notandi flughæð, hraða og flugstefnu. Hann getur því skoðað landið frá ólíkum sjónarhornum, úr mismunandi hæð og á mismiklum hraða. -DVÓ Gelr Haarde fjármálaráöherra. Fjöldaafgreiðsla á þingi og forseti óvenju hraðmæltur: Ríkisstjórn boðar frekari skattabreytingar Mikill annadagur var á Alþingi í gær enda keppast þingmenn við að komast í jólafrí. Við upphaf þing- fundar var rifist um fundarsköp þingforseta en síðan voru mál af- greidd með snöggum hætti. Stærsta atriði gærdagsins var af- greiðsla á lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Við atkvæðagreiðslu sagði Geir Haarde fjánnálaráðherra að hann væri sérlega ánægður með frumvarpið. Ríkisstjórnin hefði þó ekki sagt sitt síðasta orð og hygðist áfram gera betrumbætur á skatt- kerfinu. Jóhanna Sigurðardóttir (Sf) var ekki jafn ánægð. Hún gagnrýndi hækkun tryggingagjaldsins og frið- indi hátekjufólks. Steingrímur J. Sigfússon (VG) sagði skattapakkann fráleitan fyrir utan húsaleigubæturnar og breyt- ingu á tekjuskatti einstaklinga. Pétur Blöndal (D) sagði að þess- ar lagabreytingar myndu vekja bjartsýni hjá almenningi og fyrir- tækjum og fagnaði þeim orðum fjármálaráðherra að menn hygðust ekki láta staðar numið. Valgerður Sverrisdóttir (B) iðnaðarráðherra sagði að lögin myndu bæta mjög rekstrarumhverfi og samkeppnis- stöðu íslands. Eftir skattaafgreiðsluna fór fram fj öldaatkvæöagreiðsla um hin og þessi mál og var haft á orði að Guð- jón Guðmundsson, 2. forseti, væri nálægt nýju meti í hraðmælgi. -BÞ BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík og Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 - 2016, varðandi lóðina nr. 38 við Suðurhlíð í Fossvogi (fyrrum lóð Landgræðslusjóðs). í samræmi við 1. mgr. 21. gr. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, var auglýst til kynningar, þann 20. júlí sl„ tillaga að breytingu á deiliskipulagi og Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 - 2016, varðandi lóðina nr. 38 við Suðurhlíð í Fossvogi (fyrrum lóð Landgræðslusjóðs). Var hagsmunaaðilum gefið tækifæri á að koma ábendingum og athugasemdum við tillögurnar til embættisins fyrir 31. ágúst sl. Að beiðni fbúasamtaka Suðurhlíðar var athugasemdafresturinn framlengdur til 7. september. Embættinu hafa nú borist upplýsingar um að athugasemdir hafi verið sendar um heimasíðu embættisins. Af tæknilegum ástæðum skiluðu þessar athugasemdir sér ekki. Er þess nú óskað að þeir aðilar sem sendu athugasemdir við tillögurnar á þann hátt sendi þær að nýju annaðhvort gegnum heimasíðu Borgarskipulags, borgarskipulag.is undir iiðnum Mál i kynrtingu og þar undir liðnum Formleg athugasemd eða á netföngin ivarp@rvk.is eða skipulaa@rvk.is. Athugasemdirnar þurfa að hafa borist fyrir kl. 12.00 mánudaginn 17. desember n.k. Aðalskipulagstillagan gerir ráð fyrir að landnotkun lóðarinnar breytist úr stofnanasvæði í íbúðasvæði. Deiliskipulagstillagan gerir m.a. ráð fyrir að núverandi byggingar á lóðinni verði fjarlægðar. Lóðin stækki lítillega í austur og suður og henni verði skipt upp í tvær lóðir. Á vestari lóðinni verði ekki heimiit að byggja en á austari lóðinni verði heimilt að byggja um 5100fm2 íbúðarhús með um 50 íbúðum auk bílakjallara. Húsið verði á allt að þremur hæðum með inndreginni fjórðu hæð. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3,1. hæð, frá kl. 10.00 - 16.00 13.-15. desember. Þær er einnig hægt að skoða á heimasíðu embættisins www.borgarskipulag.is, undir liðnum Mál í kynningu. Reykjavík, 12. desember 2001. Borgarskipulag Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.