Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 Fréttir DV Samningur aðila vinnumarkaðar um verðbólgu miðar við litla verðhækkun: Fimm mánuðir undir afar lágu rauðu þaki - vísitala neysluverðs nú þegar aðeins þrjú vísitölustig frá rauðu striki „Vitaskuld eru þetta metnaðarfull markmið, en metnaðarfullar breytingar eru jú tilgangurinn með þessu öllu sam- an,“ sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, við DV í gær um þá einkunn sem Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, gaf tilraun aðila vinnumark- aðarins og ríkis- stjómarinnar við að ná niður verð- bólgu og vöxtum, þannig að ekki þurfi að koma til uppsagnar launa- liðar samninga í febrúar. Þórður talaði um það í DV í gær að þetta væm metnaðarfull markmið þar sem gert væri ráð fyrir minni verðbólgu en flestir þeir sem til þessa hafa verið að spá um verðbólgu- horfumar hefðu búist við. Markmið að- gerðarpakkans nú er að halda vísitölu neysluverðs innan við 222,5 stig í maí 2002 þannig að verðbólga innan næsta árs verði um 3%. Samkvæmt endur- skoðaðri spá Þjóðhagsstofnunar er gert ráð fyrir því að neysluverðsvísitalan verði 225 stig i maí. „I síðustu Þjóðhags- spá, sem sé sá frá Þórði, var gengið út frá 3,5% verðbólgu á næsta ári og þá var gengið út frá einhveiju sem heitir óbreytt ástand - þ.e.a.s. að ekkert tillit er tekið til þeirra aðgerða sem við erum að tala um að gripið verði til í okkar til- lögum,“ segir Grétar Þorsteinsson. „Sannleikurinn er hins vegar sá að þetta „óbreytta ástand" er ekki til,“ seg- ir hann og bendir enn fremur á að þró- unin geti bmgðið til tveggja átta, að annaðhvort geri menn eitthvað í málun- um eða allt fari úr böndunm. 0,5% hækkun í gær Vísitala neysluverðs fyrir desember var birt í gær og mælist 219,5 stig, sem er um 0,5% hækkun frá því í síðasta mánuði. Síðustu 12 mánuði hefur vístal- an hækkað um 8,6% og undanfama þrjá Birgir Guðmundsson fréttastjóri mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,5% sem jafngildir 6,1% verðbólgu á heilu ári. Verðbólgan er þannig á greini- legri niðurleið. Engu að síður er hækk- un vísitölunnar nú umtalsverð og verð- bólgustigið mun hærra en í nágranna- löndum okkar. Miðað við þau markmið sem sett em i vinnunni um hinn nýja efnahags- pakka vantar ein- ungis 3 visitölustig upp á að vísitalan sé komin upp í rauða strikið sem dregið er við 222,5 stigin. Til saman- burðar má geta þess að síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað sem nemur þessum þremur stigum og rúm- lega það, en i september var vísitalan 216,3 stig og hefur hækkað um nálægt einu stigi á mánuði síðan. Spurður hvort þessi nýja vísitala hafi ekki skot- ið samningamönnum skelk i bringu seg- ir Grétar Þorsteinsson svo ekki hafa verið. „Hún setur ekki strik í reikning- Formannafundur Á formannafundi ASÍ kom fram að engin umbylting væri í spilunum önnur en sú sem aðllar vinnumarkaðarins myndu standa fyrir sjálfir. inn því við vomm nokkuð meðvituð um hver breytingin myndi verða. Og það kom raunar fram á formannafundi okk- ar fyrr i vikunni að það væri nú m.a. Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. desember 2001 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: Vísitalan Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5% í gær en hefði miðað við óbreytta mælingaraðferð átt að hækka nokkuð meira. vegna þess og það hefði ýtt enn frekar við okkur að menn stæðu frammi fyrir áframhaldandi óheillaþróun og að nýjar mælingar myndu ekki boða neinn við- snúning. í mínum huga styður þetta enn frekar mikilvægi þess að málið gangi eftir," segir Grétar. 4. flokki 1992 - 32. útdráttur 4. flokki 1994 - 25. útdráttur 2. ftokki 1995 - 23. útdráttur 1. og 2. flokki 1998 - 14. útdráttur Innlausnarveróið er að finna í Morgunbtaðinu fimmtudaginn 13. desember. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, i bönkum, sparisjóðum og verðbréfefyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. íbúðalánasjóður Borgartúni 21 [ 105 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800 Lágt þak rauða striksins Eins og áður segir er leiðin upp í rauða strikið orðin stutt, einungis þrjú stig milli vísitölunnar sem i gær mæld- ist 219,5 og upp í þakið sem sett hefur verið við 222,5 stig í maí. Þetta þýðir um 1,4% hækkun á 5 mánuðum! Augljós- lega má ekki mikiö út af bera til að þetta metnaðarfulla markmið náist og að glíman við verðbólgudrauginn verði háð undir afar lágu þaki hins rauða striks. Þá hækkun sem varð á vísitöl- unni sem birtist í gær má að miklu leyti rekja til gengisþróunar sem hækkað hefúr verð á innflutningi. Ljóst er að gengissigið gæti hugsanlega stöðvast við þessar aðgerðir, enda sýnir styrking krónunnar að markaðurinn hefur trú á ýmsum þeim aðgerðum sem verið er að ræða um. Hins vegar hefði vísitalan hækkað meira í gær ef ekki hefði kom- ið til ný aðferð við að mæla hana. Versl- unarvogin var leiðrétt til að koma til móts við það að neytendur versla nú í meira mæli en áður þar sem verð er til- tölulega lágt án þess að þjónustustig hafi breyst til muna. Ekki hefur verið tekið tillit til þessa í vísitölunni og þvi hafa verðbreytingar í dagvöruverslun verið ofmetnar að undanfómu. Eflir þessa breytingu kemur þetta hins vegar fram i þvi að vísitalan er 0,27% lægri en hún annars hefði verið. Grænmetislækkun Meðal þeirra aðgerða sem verið er að tala um að grípa til í tengslum við efna- hagspakka aðila vinnumarkaðarins er aukið aðhald og verðlagseftirlit þar sem fylgst væri með því að ávinningur af gengisstyrkingunni skilaði sér inn i verðlagið. Jafnframt er verið að ræða um tollabreytingar á innfluttu græn- meti sem gæti skilað sér í lægra vöru- verði. Samkvæmt upplýsinum frá Hag- stofunni vegur matarkarfan í heild sinni tæp 17% í vísitölunni í heild og grænmetið eitt og sér um 1,2% af heild- arvísitölunni. Grænmetishækkunin gæti þannig skipt máli þegar leiðin upp i rauða strikið er ekki lengri en raun ber vitni. Þannig má taka sem dæmi að inni í vísitölunni sem birt var í gær var um 30% lækkun á tómötum sem skilaði sér í 0,03% lækkun á vísitölunni. Aðrir stórir liðir í vísitölunni eru bíllinn sem er ábyrgur fyrir um 16% í heildarvísi- tölunni og húsnæðiskostnaður sem er rúmlega 18% vísitölunnar. Þegar menn eru aö vinna undir jafn lágu þaki og rauða strikið setur verðlagsþróuninni geta hinnar minnstu hreyfingar á þess- um liðum skipt verulegu máli, annað- hvort til hækkunar eða lækkunar. Hækkun um áramót í þessu sambandi er rétt að vekja at- hygli á því að nú þegar liggja fyrir ákvarðanir sem augljóslega munu setja þrýsting á þetta markmið. I fyrsta lagi liggur fyrir samþykkt um 7% hækkun afnotagjalda RÚV sem tekur gildi um áramótin og gæti þýtt um 0,07% hækk- un vísitölunnar í heild. Þá liggur fyrir að um áramót mun mjólkin hækka um 6,5% að meðaltali sem gæti þýtt eitthvað um 0,18% hækkun vísitölunnar í heild. Þá er einnig ljóst að ýmsar þær gjald- skrárhækkanir sem tengjast bandorm- inum munu hafa áhrif til hækkunar vísitölunnar, s.s. aukin þátttaka sjúk- linga í lyQakostnaði, komugjöld til sér- fræðinga og svo skólagjöld. Bifreiða- gjöldin sem hækka um 10% um áramót- in munu hins vegar engin áhrif hafa því Hagstofan flokkar þau sem skatt og skattar eru ekki inni í vísitölunni. Loks má nefna að viðurkennt er að gengis- áhrifm skila sér ekki samstundis inn í verðlagið og getur þar verið tímamunur upp í allt að 2 mánuði þar til áhrifrn koma að fullu fram. Þannig er óvist að verðlagsáhrif gengisstyrkingar á vor- inánuðum verði búin að skila sér sem skyldi í mai. Eina leiðin Ljóst er því að með því samkomulagi sem náðist í gær er verið að tefla til sig- urs úr mjög þröngri stöðu. Markmiðið er metnaðarfullt eins og forseti ASÍ og forstjóri Þjóðhagsstofhunar hafa lýst, en eins og Grétar Þorsteinsson orðaði það þá er ekkert til sem heitir óbreytt ástand og i því ljósi hafi ekki verið um neina aðra leið að ræða fyrir aðlia vinnumarkaðarins og ríkisstjómina. Costgosvindlið: 85 höfðu greitt fyrir listann - rannsókn lokið Rannsókn á Costgo-vörulista- málinu svo- nefnda er nú á lokastigi. Að sögn lögreglunn- ar í Reykjavík hefur rannsóknin leitt í ljós að 85 höfðu greitt fyrir pöntunarlistann. Fólk greiddi fimm þúsund krónur fyrir listann og fékk forsvarsmaður Costgo, Goði Gunnarsson, því 425 þúsund krónur inn á reikning Costgo. Goði kom fram í fjölmiðlum og boðaði sölu ýmis konar heimilistækja á lágu verði en til þess að geta keypt þurftu menn fyrst að fjárfesta í vörulistanum, sem reyndar enginn fékk nokkru sinni að sjá. Við rannsóknina lagði lögreglan hald á megnið af fyrmefndri fjárhæð og þegar hefur verið haft samband við meirihluta greiðenda og verður hlutfallslegri upphæð skilað til hvers og eins á næstu dögum. Fjártjón þess- ara 85 einstaklinga er því að mati lög- reglunnar óverulegt. -aþ Goði Gunnarsson. Friðarsamkoma: Fulltrúar 6 trúarbragða biðja fyrir friði í ljósi þeirra hörmunga sem yfir heimsbyggðina hafa dunið á siðustu mánuðum hefur verið ákveðið að halda friðarsamkomu í Kaplakrika i Hafnarflrði laugardaginn 15. desem- ber klukkan 14. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flytur ávarp á samkomunni. „Það er von okkar að saman safn- ist stórir hópar fólks, síbúa og ný- búa hér á íslandi. Því hvar svo sem við stöndum i trúarbrögðum eða menningu höfum við það sameigin- legt að vilja lifa í friði,“ segja að- standendur friðarsamkomunnar, þær Esther Helga Guðmundsdóttir, Hólmfríður Árnadóttir og Sigurlaug Guðmundsdóttir. Á samkomunni munu fulltrúar sex mismunandi trúabragða, kristni, íslam, búdda- trúar, hindí, ásatrúar og bahá’í, koma fram, einn í senn, og flytja stutt ávarp og bæn um frið. „Við sem störfum að söng og tón- listarmálum gerum okkur grein fyr- ir hvílíkt afl býr í samhljómi stórra hópa. Við viljum virkja þetta afl og freista þess að safna saman sem flestum ásamt kórfólki og öðru tón- listarfólki sem væri leiðandi á þess- ari samkomu," segja frumkvöðlar samkomunnar. DVIÚYND SÆDÍS HELGA GUÐMUNDSDÖTTIR ÁTVR í Grundarflrði. Fá vínbúö: Áttatíu sortir í boði hjá Maríu Grundfirðingar þurfa ekki að sækja jóla- og áramótaveigarnar til næsta bæjar því fyrir skömmu opn- aði ÁTVR vínbúð í bænum í sam- starfi við verslunina Maríu. Vín- búðin, sem er svokölluð áttatíuteg- unda búð, er til húsa að Hrannar- stíg 3 og verður opin sex tíma í viku: alla virka daga á milli kl. 17 og 18 nema fóstudaga, en þá er opið frá 16-18. -DVÓ/SHG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.