Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 15 I>V Kristín Helga Gunnarsdóttir skapar bráðhressa tólf ára þríbura og sendir þá til paradísar: í heimi allsnægtanna er ekki alltaf rúm fyrir börn Kristín Helga Gunnarsdóttir er meöal vinsœlustu barnabókahöfunda landsins fyrir óborganlegar bœkur sínar um elskuna hana Binnu og verölaunabókina um Móa hrekkju- svín. í ár gefur hún út hjá Máli og menningu söguna í Mánaljósi, en það er ekki rómantísk saga um ástir í meinum og Ijúfsára fundi undir fullu tungli heldur sagan af sumrinu ör- lagaríka í lífi Silfurbergþríburanna þegar þau voru send til ömmusystur sinnar sem býr í húsinu Mánaljósi í hippanýlendunni Friöarbœ í Kaup- mannahöfn. Þríburarnir íris ína, Isabella og Júlíus eru tólf ára og búa i Reykja- vík hjá auðugum foreldrum sínum sem eru afar önnum kafnar mann- eskjur. Um börnin hugsar fil- ippseyska húshjálpin Rósalinda sem er þeirra önnur móðir. Þegar saman fer sumarfri þríburanna, brottför Rósalindu til Filippseyja og brottför foðurins af heimilinu til viðhaldsins getur móðirin ekki horfst í augu við hvunndaginn og grípur til ofan- greinds ráðs. Og það reynist þjóðráð fyrir blessuð börnin. Hvers er börnum þörf? - Friðarbær er vissulega á sömu jörðinni og Reykjavík en hann er samt eins og úr öðrum tíma og öðr- um heimi. Þar er enginn önnum kaf- inn og allir elska tólf ára krakka ... „Eiginlega er hann leifar af annarri veröld í nútímanum," segir Kristín Helga. „Ég er ekki að boða afturhvarf til hippatímans heldur langaði mig til að leika mér að þess- um andstæðum. Veruleiki þríbur- anna hér heima er fremur kuldaleg- ur og hann er ekkert bundinn við ís- land; börnin gætu búið hvar sem er í hinum vestræna heimi, líka í Dan- mörku, því hún er ekki öll eins og Friðarbær, síður en svo. Það er al- þekkt að í heimi alisnægtanna er ekki alltaf rúm fyrir börn. Mér fannst fróðlegt að senda þessa krakka inn í heim með allt öðru gild- ismati og sjá hvað þau fengju út úr því. Þríburarnir hafa þörf fyrir hlýju, umhyggju og samskipti við aðra og þetta fá þau i Mánaljósi þar sem enginn gefur neitt fyrir efnisleg gæði en allt fyrir hin andlegu. En Mánaljós er ekkert dæmigert fyrir leifarnar af hippamenningunni sem víða eru til, það er meira eins og pínulitill óskaheimur sem ég bý til til að bjóða börnunum upp á þá endurhæf- DV-MYND E.ÖL. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur „Aðallega á bók að vera þannig að þú sleppir henni ekki fyrr en hún er búin!“ ingu sem þau þurfa.“ - Þú ert þá ekki að halda þvi fram að líf barna hafi verið miklu betra á áttunda áratugnum? „Nei, ég er bara að búa til paradís fyrir þessi ákveðnu börn.“ - Friðarbær er greinilega reistur á leifum lesa- Kristjaníu. Hefurðu sjálf búið þar? spyr blaðamaður, ekki af baki dottinn. Kristín Helga hlær við. „Nei, bara rölt þar í gegn sem túristi. Vissulega var ég með Kristjaníu í huga öðrum þræði, en fyrst og fremst er þetta tilbú- inn fyrirmyndarheimur fyrir þessa bók, það er að segja húsið Mánaljós þar sem allir eru vinir og tillitssamir hver við annan. Umhverfis það er allt til, þar með taldir dópsalar og brennu- vargar.“ Þriggja barna þroskasaga - Af hverju þríburar? „Ég ímyndaði mér að foreldrar þess- ara barna væru kannski fólk af því tagi sem geymir að eiga böm svo lengi að þegar það er loksins komið í rétta stöðu og búið að byggja rétta húsið þá getur það ekki eignast börn nema með hjálp vísindanna," segir Kristín Helga og glottir, „og þá geta óvart komið þrjú! En aðallega var gaman að senda þessa þrjá einstaklinga - sem eru ólík- ir þrátt fyrir skyldleikann - út í óviss- una og athuga hvernig þeir brygðust við og hvað þeim yrði úr reynslunni. Þarna fá krakkamir svigrúm til að leita uppi það sem þau langar til að gera, Júlíus finnur listaneistann í sér sem enginn hefur haft tíma til að finna með honum, íris ína getur borað sér ofan í bækur og ísabella vasast í dýrum og fólki að vild.“ - Nú ertu ekki síst þekkt sem pistla- höfundur í Fréttablaðinu þar sem þú hefur komið fram sem eitilharður þjóðfélagsgagnrýnandi og þessi saga rímar betur við það en fyrri bækurn- ar þínar. Ertu sjálf á breytingaskeiði sem höfundur? „Auðvitað á maður alltaf að vera að breytast og þroskast sem höfundur," ségir Kristin Helga,“ maður er ekki sama manneskjan í kvöld og í morg- un!“ - Finnst þér þá vera hlutverk bama- bóka að benda lesendum á það sem betur mætti fara í samfélaginu? „Nei, það finnst mér ekki,“ segir Kristín Helga ákveðin, „barnabækur eiga bara að vera skemmtilegar! Það er svo flott verkefni sem við höfum fengið: að fá ungar manneskjur til að lesa og lesa sér til skemmtunar - og svo dá- samlegt þegar það tekst, að það eitt er alveg nóg. Auðvitað er gaman að lauma einhverjum korn- um með ef það skyldi vera mannbætandi, en að- ailega á bók að vera þannig að þú sleppir henni ekki fyrr en hún er búin!“ „Kleppari“ fer út í heim Úlfar Þórðarson læknir er úr hópi sjö systkina sem ólust upp á Kleppi, börn yfirlæknisins þar. Úr þeim ættboga hefur komiö margt umdeilt fólk sem erfitt er þó að hafa ekki gaman af. Nú stendur Úlfar á niræðu og er tek- inn við að rekja endurminningar sínar. Ekki kemur fram hvort hann er rétt að byrja en í öllu falli lýkur sögunni um miðjan fimmta áratuginn og eflaust margt frásagnarvert eftir. Úlfar kann mikilvægustu list góðs sögumanns en hún er að gefa sér tíma - annaðhvort að segja rækilega frá eða láta það ógert. Þess vegna eru endurminn- ingar hans skemmtilegar aflestr- ar og fróðlegar, þó að stundum hefði mátt fága aðeins betur. Fyrsti kaflinn segir frá bernskunni sem litaðist nokkuð af því að þau systkinin eru dönsk í aöra ætt. Hann er skemmti- legur og greinargóður (þjóðháttafræðingar munu kætast). Það er ekki auðvelt að koma áleiðis þeim anda sem ríkir í fjörugri fjölskyldu en tekst bæri- lega. Sjálfum sér lýsir Úlfar í anda Egils Skalla- grímssonar og Grettis Ásmundarsonar. Hann er óeirinn og fyrirferðarmikill, hamhleypa til vinnu en gengur stundum of langt í uppátektar- seminni. Næstu kaflar eru hefðbundn- ar frásagnir af skólanámi, kannski fullknappar til að vera verulega áhugaverðar. Þó eru þar skemmtilegar sögur inn á milli, til að mynda þegar hann heilsar kónginum. Síöan geng- ur hann í flokk þjóðemissinna en fer þar mjög hratt yfir sögu og góða skýringu fáum við ekki á því uppátæki. Þetta er sett pínulítið upp sem svar við dónalegum kommúnista. Stað- reyndin er auðvitað að þessi stefna var talin raunverulegur valkostur fyrir marga unga hægrimenn á þessum tíma enda þótt hún hyrfi hér fljótlega inn í Sjálfstæðisflokkinn. Bestu kaflamir í bókinni fjalla um ár Úlfars er- lendis á fjórða áratugnum, í Köningsberg, Prúss- landi, á ólympiuleikununum i Berlín og í Kaup- mannahöfn. Úlfar nýtur sín vel sem sögumaður, virðist minnisgóður með afbrigðum og getur end- ursagt nákvæmlega stutta dvöl hjá prússneskum greifa. Vegna þess að frásögnin er ítarleg tekst að miðla því allvel til lesenda hvernig var að vera æskumaður á fjórða áratugnum. Söguhetjan er ennþá framhleypinn mjög en reynist hafa lítinn smekk fyrir stjórnarfari nasismans í verki og verður þó vitni aö glæsilegustu stund hans, ólympíuleikunum í Berlín. Síðan er haldið til Kaupmannahafnar og Úlfar sleppur á seinustu stundu heim til íslands á Frekjunni, sannkölluð svaðilför það. Síðan er hann í Færeyjum og ann landi og þjóð mjög (og skemmtir sér greinilega talsvert við að hafa eftir færeyskar setningar). í lokin gerist sagan ögn endaslepp, þegar Úlfar kemur undir sig fótunum hér í Reykjavík. Eins og gjaman vill verða í ævi- sögum lækna er fjallað talsvert um margs konar sjúkdóma hér og þar í sögunni. Þrátt fyrir gam- ansaman tón voru þetta erfíðir tímar. Úlfar Þórðarson hefur frá mörgu að segja og gerir það vel. Æviminningar hans eru lifandi lýs- ing á liðnum tímum sem gátu verið erfiðir en samt var gaman að vera ungur og þeirri tilfinn- ingu er komið vel til skila. Ármann Jakobsson. Unnur Úlfarsdóttir: Úlfar Þóröarson læknir: Æviminning- ar. Setberg 2001. ___________Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Eftirkeimur Steinþór Jó- hannsson hefur sent frá sér sína sjöttu bók, ljóða- bókina Eftirkeim. Hún er í þremur hlutum; í hinum fyrsta eru geðþekk ljóð um samskipti fólks og þá einkum kynjanna, í öðrum hluta er ort um ljóðið, lífið og tilver- una og leikið sér að (ljóð)málinu. Þar er titilljóð bókarinnar: Ljóðiö kemur til þín í formi sykurmola meöan þú situr yfir kaffinu. Hvítt og saklaust leysist þaó upp eins og molinn með kaffinu og sœtur bragöaukinn feróast með þér sem Ijóörœnn eftirkeimur. Myndin á kápu eftir Daða Guð- björnsson listmálara sýnir einmitt hvítan sykurmola á leiðinni ofan í heitt kaffi. í lokakaflanum eru „Bernsku- myndir úr Kópavogi". Pjaxi ehf. í Garðabæ gefur bókina út. Undir köldu Sigursteinn Másson, hinn kunni fréttamaður og dagskrárgerðar- maður, hefur skrifað bókina Undir köldu tungli, sára og átakanlega frásögn ungrar konu sem kallar sig Karólínu. Karólina ólst upp í skugga geð- veiki móöur sinnar sem hvíldi þungt á heimilinu. Móðirin beitti dóttur sína sjúklegu ofbeldi, líkam- legu og andlegu, og eru lýsingarnar á því þyngri en tárum taki. Þennan þunga bagga uppvaxtaráranna geng- ur Karólína með inn í fullorðinsár- in, en smám saman losnar hún und- an oki minninganna og getur hleypt ástinni og voninni inn í líf sitt. Öðrum þræði segir svo Sigur- steinn frá harmsögu móðurinnar sem gerði líf dóttur sinnar svona óbærilegt. Sigursteinn hefur mikið starfað að málefnum geðsjúkra og er for- maður Geðhjálpar. Almenna bókafé- lagið gefur bókina út. Um landið hér Dr. Sigurbjöm Einarsson biskUp varð niræður á þessu ári og af því tilefni gefur Skál- holtsútgáfan út bókina Um landið hér - Orð kross- ins við aldahvörf - með nýlegum ræðum, greinum og ljóðum eftir hann. Hér má lesa orð Sigurbjöms um kjama kristinnar trúar, skýr og ákveðin sem löngum fyrr. Þótt hann fjalli um kunn efni eins og sköpun- ina, upprisuna, þjáninguna, siðaboö- skap trúarinnar, uppeldi, kirkju og þjóö, skoðar hann öll mál frá nýjum sjónarhomum og kemur lesanda sínum aftur og aftur á óvart. Djúp virðing fyrir landi og þjóð, tungu og menningu endurómar í öllum hans texta, sem þó er hispurslaus og opin- skár. tungli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.